Morgunblaðið - 05.05.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 05.05.2020, Síða 11
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grjótkrabbinn heldur áfram hring- ferð sinni við landið. Hann greindist fyrst í Hvalfirði 2006 og hefur út- breiðsla hans um grunnsævi Íslands verið með eindæmum hröð og spann- ar hún nú stóran hluta af strand- lengjunni, frá Faxaflóa réttsælis um- hverfis landið allt austur í Reyðar- fjörð. Sömuleiðis hefur þéttleikinn aukist og er víða orðinn mjög mikill, eins og á tilteknum svæðum í Faxa- flóa. Hafa veitt rúmlega sjö tonn Fylgst hefur verið með landnám- inu frá upphafi og innlendar krabba- tegundir eins og trjónukrabbi og bogkrabbi hafa gefið eftir. Árleg vöktun hefur verið í Faxaflóa og í til- raunaveiðum í Hvalfirði á síðasta ári var grjótkrabbi um 95% krabbaafla. Grjótkrabbi þykir herramanns- matur og á þessu fiskveiðiári hafa verið veidd rúmlega sjö tonn af grjót- krabba. Það er talsvert meira en veitt hefur verið af krabbanum við landið síðustu ár. Fjóla GK hefur komið með bróðurpartinn að landi. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum hafa stundað rann- sóknir á grjótkrabba frá upphafi og segir dr. Sindri Gíslason, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðvesturlands, að til þessa hafi grjótkrabbi ekki fundist fyrir sunnan Reykjanes og ekki fyrir Suðurlandi. Vestur af Reykjanesi hafi hins vegar orðið vart við óvenjulega mikið af lirfum en ekki fullorðinn krabba. Nýtir flest sem að kjafti kemur Sindri segir að mörgum spurning- um sé ósvarað um áhrif grjótkrabba á annað lífríki. Grjótkrabbinn sé stór krabbi á íslenskan mælikvarða, hann sé alæta og nýti flest sem að kjafti kemur. Hann sé því keppinautur ann- arra tegunda um fæðu og afleidd áhrif gætu því orðið veruleg með stækkandi stofni grjótkrabba. Já- kvætt sé því að veiðar séu stundaðar á honum, ekki skemmi fyrir að krabbinn er hið mesta lostæti. Grein um landnám grjótkrabba birtist nýlega í vísindariti Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, ICES, Journal of Marine Science. Náttúrustofa Suð- vesturlands, Háskóli Íslands og Haf- rannsóknastofnun unnu að greininni. Rannsóknin spannar þróun land- náms grjótkrabba hér við land sl. 13 ár, eða allt frá því krabbinn fannst fyrst hér við land. Fágætt mun vera á heimsvísu að náðst hafi að rannsaka og fylgja landnámi framandi tegund- ar í sjó svo náið frá upphafi. Útbreiðsla grjótkrabba við Ísland 2020 Kort: Náttúrustofa Suðvesturlands/SG Á hraðferð í kringum landið Grjótkrabbi greindist fyrst hérlendis í Hvalfirði árið 2006 Morgunblaðið/Reynir Sveinsson FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vaskur hópur manna á vegum Reykjavíkurborgar sást í gær við vinnu við Geirsgötu í miðbænum. Var hópurinn þá að vinna að upp- setningu á nýrri stoppistöð Strætó en nokkra athygli vekur að ekkert útskot fylgir nýju stöðinni. Þetta veldur því að strætisvagnar munu þurfa að stoppa á miðri akbraut til að hleypa farþegum sínum inn og út úr vagninum með fyrirséðum töfum á umferð um götuna. Vigdís Hauksdóttir, borgar- fulltrúi Miðflokksins, segir fram- kvæmdina ekkert annað en hluta af þrengingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Geirsgata sé mikilvæg samgönguæð og framkvæmd sem þessi eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum. „Ef strætó á að fara að stoppa þarna á miðri götu með hugsanlegri slysahættu þá lýsi ég fullri ábyrgð á hendur borgarstjóra og meirihlut- ans. Það er komið að þanmörkum hvað þrengingarstefnu þessa fólks varðar og þetta svæði nálgast það að verða tifandi tímasprengja,“ seg- ir Vigdís í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún meðal annars í máli sínu til þeirra framkvæmda sem í sumar eru áformaðar á Tryggva- götu, en að óbreyttu verður sú gata gerð að einstefnugötu í vesturátt. Fram kemur í bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dagsettu 16. janúar 2020, að fyrirhugað sé að breyta deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri og lóð Tollhússins. Í bókun borgarráðs- fulltrúa Samfylkingarinnar, Við- reisnar, Vinstri grænna og Pírata segir að framkvæmdin sé „forsenda fyrir breytingum sem miða að því að gera götuna fallegri og mann- vænni. Breytingin felur meðal ann- ars í sér að fallegt og nokkuð stórt torg verður til við suðurhlið Toll- hússins“, en á þeirri hlið hússins er mósaíkverk Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Þá er í bókuninni svæðinu lýst sem sólríku og skjól- sælu. Vigdís gefur lítið fyrir þessar lýs- ingar, líkir þeim við útópíu og bend- ir á að um sé að ræða skuggasvæði í borginni. Þá segir hún kostnaðar- áætlun gera ráð fyrir að minnst 400 milljónir fari í breytingar á Tryggvagötu. „Það á í þessu verk- efni að afleggja um 50 bílastæði við Tollhúsið og beina allri umferð inn á Geirsgötu. Það sér það hver maður að þetta gengur ekki svona,“ segir Vigdís og heldur áfram: „Svo má ekki gleyma því að þessi bílastæði standa við ríkisstofnun, sem allir eiga jú að hafa aðgang að. Það er því beinlínis verið að hefta aðgengi fólks að ríkisstofnun í miðbænum.“ Vilja ekki hraða og hávaða Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, segist ekki óttast óþarfa umferðartafir á Geirsgötu eftir tilkomu skýlisins. Tvær akreinar séu í hvora átt. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af umferð þó strætó stoppi þarna í skamma stund. Þetta snýst um for- gangsröðun ferðamáta, en norðan- megin við götuna er verið að leggja hjólastíg og við viljum hafa hann óslitinn,“ segir hún og bendir á að ekki sé æskilegt að fella stoppistöð inn að honum. „Það gæti sett óvarða vegfarendur í meiri hættu. Ekki má gleyma því að þetta er inni í mið- bænum og þar viljum við ekki hafa hraðakstur og umferðarhávaða.“ Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins. „Það er komið að þanmörkum“  Ekki er gert ráð fyrir útskoti fyrir strætó vegna nýrrar stoppistöðvar við Geirsgötu  Borgarfulltrúi segir framkvæmdina hluta af þrengingarstefnu og óttast tafir  Óþarfa áhyggjur, segir fulltrúi Pírata Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Talsverð umferð er um Geirsgötu og er nú viðbúið að það muni hægjast á henni með tilkomu skýlisins. Skannaðu kóðann til að lesa nánar um þetta á mbl.is Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Ten Points Tessa 22.990 kr. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir Kr. 7.900.- Str. M-XXXL Fleiri litir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.