Morgunblaðið - 05.05.2020, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
Kristinn Magnússon
Bekkjarspjall Þessar vinkonur settust saman á bekk í Reykjavík og tóku með sér nesti, kaffi á brúsa og með því. Þær sáu líka til þess að hátt í tveir metrar væru á milli þeirra á bekknum.
Heimsfaraldur CO-
VID-19 hefur kallað á
margs konar áskoranir
og viðbrögð. Fyrirtæki
og stofnanir hafa þurft
að breyta starfsháttum,
starfsaðstæðum og
mannlegum sam-
skiptum á örskömmum
tíma og á róttækan hátt
með það markmið í
huga að hámarka fram-
leiðslu og þjónustu við
gjörbreyttar aðstæður. Á einungis
tveimur mánuðum hafa verið fundnar
lausnir til að halda starfseminni gang-
andi með tilliti til fyrirmæla um sótt-
varnir og vegna samkomubannsins.
Mikilvægi snjalltækni
Við þessar óvenjulegu aðstæður
hefur snjalltæknin skipt sköpum.
Hún hefur gert fjarvinnu, fjarþjón-
ustu, fjarkennslu og fjarfundi mögu-
lega. Við ættum að nýta þá dýrmætu
reynslu sem skapast hefur á þessum
sviðum og halda áfram að þróa og
bæta starfshætti með hjálp tækninn-
ar, hvort heldur í þeirri viðleitni að
bæta þjónustu borgarinnar eða til að
efla og auka möguleika menntunar.
Fjarkennsla hefur
verið vannýtt auðlind
Það var aðdáunarvert að sjá hvern-
ig kennarar og skólastjórnendur
brugðust hratt og vel við að breyta og
þróa fyrirkomulagi náms og kennslu
með litlum fyrirvara við þessar að-
stæður. Þar sannaði fjarkennslan
gildi sitt og kennarar nýttu sér ýmis
verkfæri til að halda uppi kennslu og
vera í sambandi við nemendur sína, til
að mynda með aðstoð Google Class-
room, Webex Teams og fleiri forrita.
Hingað til hefur fjarkennsla verið
vannýtt auðlind á grunnskólastigi
þrátt fyrir að fyrsta tilraun hafi verið
gerð með slíka kennslu á grunn-
skólaaldri skólaárið 1999-2000 þegar
Broddanesskóli á Ströndum fékk
fjarkennslu frá grunnskólanum í
Hólmavík.
Nýtum tæknina í
þágu menntunar
Við eigum að nýta tæknina betur til
að efla menntun og kennslu, en þar
getur fjarkennslan orðið auka-
kennslustofa og gagnvirk kennslu-
stofa, ekki bara utan skólans heldur
auk þess innan hans. Fjarkennslan
eykur sveigjanleika í námi, styður við
einstaklingsmiðað nám þannig að
hver og einn getur lært á sínum hraða
auk þess sem fjarkennslan gefur
aukna möguleika á
þverfaglegu námi og
kennslu.
Með fjarkennslu og
rafrænu námi skapast
jafnframt möguleikar á
aukinni fjölbreytni í
kennslu auk þess sem
auknir möguleikar
skapast á að stórefla
námsgagnagerð. Þá
getur fjarkennsla einnig
nýst í þeim tilgangi að
nýta betur sérhæfða
kennara sem geta þá
kennt í fleiri en einum skóla auk þess
að efla almennt samstarf skóla og
miðla þekkingu milli þeirra.
Enn fremur getur snjalltæknin
auðveldað og eflt allt skólasamfélagið
og nýst vel í þeim tilgangi að efla for-
eldrasamstarfið með því að nýta fjar-
fundi í auknu mæli til að stytta boð-
leiðirnar.
Nýtum sóknarfærin
Allt frá 1996 hefur það verið stefna
menntamálaráðuneytisins að leggja
áherslu á notkun upplýsingatækni í
öllum námsgreinum og frá þeim tíma
hefur verið lögð áhersla á það í öllum
námskrám. Þar hefur verið bent á þá
staðreynd að í síbreytilegum heimi
tækni, upplýsinga og samskipta verði
upplýsingalæsi, þ.e. þekking og færni
í að flokka, vinna úr og miðla upplýs-
ingum, sífellt mikilvægara.
Fjarnám samræmist vel ýmsum
kennslufræðilegum kenningum, þ. á
m. hugsmíðahyggju, sem er náms-
kenning sem gengur út á að þekking
sé afurð þess hvernig einstaklingur
skapar merkingu úr reynslu sinni og
lögð áhersla á að námsumhverfið sé
opið og sem líkast raunverulegum að-
stæðum og lagt upp úr að nemandinn
sé virkur í að byggja upp eigin þekk-
ingu.
Í samræmi við aðalnámskrár,
kennslufræðilegar hugmyndir um
nám og þau sóknarfæri sem nú hafa
skapast ættum við að setja kraft í að
nýta tæknina betur í námi og þróa
enn frekar til framtíðar.
Eftir Mörtu Guð-
jónsdóttur
»Nýtum tæknina til
að efla menntun og
kennslu, en þar getur
fjarkennslan orðið auka-
kennslustofa og gagn-
virk kennslustofa, bæði
innan og utan skólans.
Marta
Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Gagnvirkni í
kennslu og þjónustu
Í fjölmiðlaumfjöllun
og greinaskrifum
undanfarnar vikur
hafa möguleikar lána-
stofnana á að veita
svonefnd brúarlán, að
hluta tryggð með rík-
isábyrgð, til fyrir-
tækja í fjárhagserf-
iðleikum vegna
Covid-19 faraldursins
verið settir í sam-
hengi við umboðssvik
sem lýst eru refsiverð í 249. gr. al-
mennra hegningarlaga. Í þessari
grein verður farið nokkrum orðum
um álitaefni sem þessu tengjast og
varpað ljósi á mögulega snertifleti
milli veitingar brúarlána annars
vegar og umboðssvika hins vegar.
Höfundur hefur áður skrifað um
umboðssvik og skilyrði brotsins í
greinum sem birtust í Morgun-
blaðinu 1. apríl 2019 og 16. apríl
sama ár.
Því hefur verið velt upp hvort
svigrúm lánastofnana til að veita
fyrrgreind brúarlán kunni að sæta
takmörkunum í ljósi dómafram-
kvæmdar Hæstaréttar í saka-
málum tengdum falli bankanna ár-
ið 2008. Í mörgum þessara dóma
hafi stjórnendur og starfsmenn
fjármálafyrirtækja verið sakfelldir
fyrir umboðssvik vegna lánveit-
inga sem hafi m.a. valdið verulegri
fjártjónshættu og tapast í heild
eða að hluta. Af umræddri dóma-
framkvæmd hafa sumir þátttak-
endur í umræðunni dregið þá
ályktun að veiting brúarlána með
tilheyrandi tapsáhættu kunni að
vera virt sem umboðssvik með
sama hætti og þær lánveitingar
sem sakfellt var fyrir í hrunsmál-
unum.
Misnotkun á aðstöðu er
frumskilyrði umboðssvika
Í þeim málflutningi sem lýst er
hér að framan er að mati höfundar
litið framhjá því veigamikla atriði
að frumskilyrði umboðssvika felst í
misnotkun á aðstöðu. Áhættu-
samar lánveitingar verða því ekki
sjálfkrafa virtar sem umboðssvik
vegna þess eins að þeim kunni að
fylgja einhver eða jafnvel veruleg
tapsáhætta heldur þarf meira að
koma til svo að sakfellt verði fyrir
umboðssvik, þar á meðal að við-
komandi hafi af ásetningi misnotað
aðstöðu sína með lánveitingunni,
svo sem með því að fara út fyrir
heimildir til lánveitinga.
Í dómum Hæstaréttar þar sem
sakfellt hefur verið
fyrir umboðssvik
vegna lánveitinga í
aðdraganda hruns
fjármálakerfisins árið
2008 hefur niður-
staðan í öllum til-
vikum verið reist á því
að viðkomandi ákærðu
hafi misnotað aðstöðu
sína í ofangreindum
skilningi, t.d. sem
stjórnendur eða
starfsmenn hjá við-
komandi lánastofnun,
eða átt hlutdeild í
slíkri misnotkun. Algeng birting-
armynd þessa skilyrðis í um-
ræddum dómum er að lán voru
greidd út án þess að þau hefðu
hlotið samþykki viðeigandi lána-
nefnda sem áskilið var í lána-
reglum. Samandregið voru nið-
urstöður málanna þannig ekki
einungis reistar á því að lánveit-
ingarnar hefðu falið í sér verulega
fjártjónshættu (skilyrðið um auðg-
unarásetning) heldur einnig á því
að þær hefðu ekki rúmast innan
heimilda eða umboðs hlutaðeigandi
(skilyrðið um misnotkun á að-
stöðu).
Hvernig birtist skilyrðið
í dómaframkvæmd?
Til skýringar á ofangreindu
verður hér vikið að einu þeirra
sakarefna sem dæmt var um í
dómi Hæstaréttar frá 12. febrúar
2015 í máli nr. 145/2014. Í málinu
voru forstjóri og formaður stjórn-
ar fjármálafyrirtækis sakfelldir
m.a. fyrir umboðssvik, annar sem
aðalmaður í brotinu og hinn sem
hlutdeildarmaður í því, vegna 12,8
milljarða króna lánveitingar til fé-
lags á Bresku Jómfrúareyjunum,
en félagið var eignalaust þegar
lánið var veitt. Í dómi Hæstaréttar
var talið ljóst að tryggingar fyrir
endurgreiðslu lánsins hefði skort
og að ekki hefði verið tilefni til að
reikna með því að lánið fengist
endurgreitt nema með fúsum og
frjálsum vilja lántakans. Veruleg
og augljós fjártjónshætta hefði
leitt af ráðstöfuninni, sem um leið
hefði verið til þess fallin að verða
eiganda lántakans til auðgunar
(skilyrðið um auðgunarásetning).
Lánveitingin hefði jafnframt ekki
verið lögð fyrir hlutaðeigandi lána-
nefnd og því hefði hún ekki rúmast
innan heimilda þess sem tók
ákvörðun um hana (skilyrðið um
misnotkun á aðstöðu).
Sá sem kom fram sem fyrir-
svarsmaður lántakans var sýkn-
aður af hlutdeild í fyrrgreindu
umboðssvikabroti. Í forsendum
Hæstaréttar var talið að þótt hon-
um hefði hlotið að hafa verið ljós
sú verulega fjártjónshætta sem
umrædd lánveiting skapaði hefði
hann mátt treysta því að ákvörðun
forráðamanna bankans um lánveit-
inguna yrði tekin eftir formlega
réttum leiðum. Með öðrum orðum
var talið ósannað að þessum
ákærða hefði verið kunnugt um að
lánveitingin hefði verið afgreidd í
andstöðu við lánareglur bankans.
Huglæg afstaða hans náði þannig
ekki til skilyrðisins um misnotkun
á aðstöðu og voru því ekki skilyrði
til að sakfella hann fyrir hlutdeild í
umboðssvikabrotinu.
Ólíku saman að jafna
Þegar öllu er á botninn hvolft er
mergurinn málsins sá að misnotk-
un á aðstöðu er ófrávíkjanlegt skil-
yrði sakfellingar fyrir umboðssvik.
Spurningunni hvort líkur séu á því
að áhættusöm brúarlán til fyrir-
tækja í fjárhagserfiðleikum kunni
eða kunni ekki að verða virt sem
umboðssvik verður ekki svarað
með því að einblína á skilyrðið um
verulega fjártjónshættu, heldur
þarf jafnframt að taka önnur skil-
yrði umboðssvika með í reikning-
inn. Að mati höfundar er heldur
almennt ekki unnt að líkja hruns-
málum þar sem misnotkun á að-
stöðu var ein forsenda sakfellingar
saman við lánveitingar sem veittar
eru á traustum lagagrundvelli og í
samræmi við reglur og verkferla
viðkomandi lánastofnana, þar á
meðal stefnu og viðmiðanir þeirra
um ásættanlega áhættu af útlán-
um. Samantekið er það því álit
höfundar að slíkar lánveitingar
eigi lítið sameiginlegt með lánveit-
ingum í hrunsmálum sem taldar
voru fela í sér misnotkun á aðstöðu
í skilningi 249. gr. hegningarlaga.
Dómar í hrunsmálunum veiti eftir
sem áður leiðsögn um inntak og
beitingu umboðssvikaákvæðisins í
þessu samhengi og horfi því til
skýringar á réttarstöðunni fremur
en hitt.
Eftir Friðrik Árna
Friðriksson Hirst » Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er
mergurinn málsins sá að
misnotkun á aðstöðu er
ófrávíkjanlegt skilyrði
sakfellingar fyrir um-
boðssvik.
Friðrik Árni
Friðriksson Hirst
Brúarlán og þýðing
umboðssvikaákvæðisins
Höfundur er doktorsnemi í refsirétti
við lagadeild HÍ.