Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
✝ Kristín Ragn-arsdóttir fædd-
ist 30. júlí 1945 á
Akranesi. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á
Akranesi 17. apríl
2020. Foreldrar
hennar voru hjónin
Aðalheiður Ester
Guðmundsdóttir, f.
20. nóvember 1923,
d. 8. október 2002,
og Ragnar Leós-
son, f. 26. desember 1920, d. 8.
júlí 2014. Systkini Kristínar eru
Fríða Ragnarsdóttir, f. 1942,
maki Ásgeir Rafn Guðmunds-
son, f. 1942, Aðalheiður Ragna
Ragnarsdóttir, f. 1950, maki
Helgi Þröstur Guðnason, f.
1945, Guðríður Birna Ragn-
arsdóttir, f. 1956, maki Kristinn
Eiríksson, f. 1956, og Leó Ragn-
arsson, f. 1964, maki Halldóra
Sigríður Gylfadóttir, f. 1968.
Systkinabörn Kristínar eru tólf.
Kristín lauk gagnfræðaprófi
arson, f. 22. október 1903, d. 18.
september 1969, og Ingibjörg
Örnólfsdóttir, f. 27. mars 1918,
d. 30. janúar 2005. Kristín og
Grettir voru barnlaus. Í byrjun
hjónabands síns bjuggu Kristín
og Grettir með Ragnari föður
Kristínar, en eftir að Ragnar
lést, árið 2014, keyptu þau íbúð
á Garðabraut 2A og hafa búið
þar frá þeim tíma.
Kristín hafði unun af því að
ferðast bæði innan lands og ut-
an. Til margra ára ferðaðist hún
með ferðahópi Akurnesinga sem
var kallaður ARABIA. Hún var
virk í félagslífi á Akranesi, þar
sem hún tók meðal annars þátt í
starfi skátana, Slysavarna-
félagsins Lífs og í Félagi eldri
borgara. Hún hafði gaman af
því að gera handavinnu og
sækja spilakvöld.
Útför Kristínar verður gerð
frá Akraneskirkju 5. maí 2020
og hefst athöfnin kl. 13. Vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu fer at-
höfnin fram í kyrrþey, en útför-
inni verður streymt á YouTube
frá Akraneskirkju, slóð á
streymið er á www.akranes-
kirkja.is. Stytt slóð: https://
n9.cl/hoi9. Slóðina má einnig
nálgast á www.mbl.is/andlat.
frá Gagnfræða-
skóla Akraness og
síðar lá leið hennar
í Húsmæðraskól-
ann á Varmalandi
þar sem hún var
einn vetur. Hún ólst
upp á Akranesi og
bjó þar með for-
eldrum sínum þar
til móðir hennar
lést árið 2002 og
eftir það áfram
með föður sínum.
3. september 2005 giftist
Kristín, Gretti Ásmundi Há-
konarsyni, f. 6. september 1944.
Kristín og Grettir störfuðu alla
sína starfsævi hjá útgerðarfé-
laginu Haraldi Böðvarssyni, sem
síðar varð HB Grandi. Þar
kynntust þau og varð vel til
vina. Þau tóku að lokum ákvörð-
un um að rugla saman reytum
og gifta sig og hafa síðan þá átt
gott líf saman. Foreldrar Grettis
voru hjónin Hákon Jörund-
Elsku Kiddý okkar.
Það tekur á okkur öll að
kveðja þig. Við héldum að þú
myndir lifa lengst allra, svo lífs-
glöð, kát, dugleg og félagslynd
alla tíð. Að kveðja þig í miðjum
Covid-faraldri er svo sárt. Þú
hefðir viljað hafa útför með öllu
því fólki sem þú þekktir og bjóða
upp á gott kaffiboð á eftir.
Við fjölskyldan eigum svo
margar góðar og ljúfar minning-
ar um þig sem sækja á hugann á
þessari stundu. Þú varst við-
stödd alla viðburði í fjölskyld-
unni og varst alltaf jafn glöð og
ánægð með okkur öll og allt það
sem við gerðum. Þegar við kom-
um heim til pabba og mömmu
varst þú alltaf til staðar og við
gátum ætíð gengið að nýjustu
bókunum, blöðunum og prjóna-
bókunum vísum hjá þér og við
þurftum ekki að fara í bókabúð í
þá daga. Það er í minnum haft
þegar elsta barnabarnið, þá ca.
10 ára, lá á bak við sófa og las
Sannar sögur ásamt blöðum í
þeim dúr, sem hún hafði fengið
lánuð hjá Kiddý frænku. Þá rifj-
ast líka upp þegar allir komu
saman í sláturgerð en þá var
mikið hlegið, skrafað og sungið. Í
lokin var síðan slegið upp slát-
urveislu fyrir alla stórfjölskyld-
una, þar sem allir komu saman.
Þú prjónaðir peysur á öll systk-
inabörnin þín og við systkinin
eigum fallega hluti sem þú hefur
búið til og gefið okkur í jólagjafir
undanfarin ár.
Þú elskaðir að ferðast og í
mörg ár ferðaðist þú innanlands
með ferðahópnum ARABIA,
sem amma Fríða og Bía frænka
voru virkar í. Að því tímabili
loknu ferðuðust þið Grettir og
síðar þið vinkonurnar saman inn-
anlands og utan og ykkur vin-
konunum fannst það lítið mál að
nota strætó í ferðalög innan-
lands.
Þú varst hörkudugleg í vinnu
og við munum eftir því að þegar
vertíðir voru í fiskvinnslunni, þá
varst þú oft komin á fætur fyrir
klukkan sex til að mæta í vinnu.
Þú kvartaðir aldrei og þú sagðir
alltaf að þú hefðir það fínt og
værir ekkert þreytt. Þið Grettir
unnuð saman frá því þið voruð
ung og þá kviknaði ástin. Þið
hafið átt góð ár saman og eins og
Grettir sagði eftir að þú fórst
„hún var yndisleg“ þá lýsa þau
orð þér vel og ást hans til þín.
Við í fjölskyldunni áttum góð-
ar stundir saman í Heyholti þar
sem pabbi og mamma byggðu
sumarbústað. Þú varst mikið
með þeim þar, allt frá byrjun og
þegar við komum í heimsókn
tókst þú á móti okkur með knúsi,
kossum og ýmsum skemmtileg-
um sögum ásamt fréttum af ber-
jatíð, þegar það átti við. Eftir að
við systkinin tókum við bústaðn-
um höfum við átt þar margar
ánægjustundir og við minnumst
alltaf pabba, mömmu og þín þar.
Þú kvaddir okkur fallega á
sjúkrahúsinu og þín hinstu orð
voru „ég bið að heilsa öllum sem
ég þekki – öllum sem ég þekki“.
Elsku Kiddý okkar, það er
komið að kveðjulokum og minn-
ingin um þig mun lifa hjá okkur.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til hans Grettis þíns og
viljum kveðja þig með þessum
orðum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Fríða, Ragna, Birna og Leó.
Forvitin, ferðaglöð, minnug,
trygglynd, góð. Þetta eru lýsing-
arorð sem koma upp í hugann
þegar ég minnist frænku minn-
ar, Kristínar Ragnarsdóttur.
Góð. Stundum leit hún út eins og
engill. Það vita allir sem virt
hafa fyrir sér fermingarmyndina
af Kiddý. Hún stendur í hvítum
kyrtli og heldur í höndina á séra
Jóni fyrir altarinu í Akranes-
kirkju og heiðríkjan í svip henn-
ar er eins og á engli. Hún hafði
djúp, himinblá augu sem lýstu
fullkomnu trúnaðartrausti hrein-
lyndrar sálar.
Kiddý var þremur árum eldri
en ég og við lékum okkur oft
saman þegar við vorum börn.
Við tilheyrðum stórri og stund-
um háværri fjölskyldu sem kom
saman á stórhátíðum, fyrst hjá
afa og ömmu á Sunnubrautinni,
síðar á heimilum barnanna
þeirra. Þar var mikið drukkið af
heitu súkkulaði með rjóma og
borðaðar gómsætar kökur af ótal
sortum. Þar voru sagðar sögur,
farið í leiki og slegið í slag.
Kiddý hafði mjög gaman af því
að spila vist. Kiddý bjó alla tíð
við mikið ástríki foreldra sinna
sem studdu hana með ráðum og
dáð. Systkini hennar unnu henni
heitt. Sjúkdómur sem hún fékk í
æsku hafði áhrif á skólagönguna
en hún lauk gagnfræðaprófi með
sóma. Að því loknu fór hún fljót-
lega að vinna fyrir sér. Lengst
vann hún í fiski hjá HB & Co og
þar kynntist hún manninum sín-
um sem síðar varð, Gretti Há-
konarsyni.
Þegar ég flutti um skeið til
Svíþjóðar með fjölskyldu minni á
seinni hluta níunda áratugarins
sagði Kiddý: „Ég ætla að koma
og heimsækja þig.“ Og hún lét
verða af því í kringum Jónsmess-
una 1989, Midsommar, sem er
hin eiginlega þjóðhátíð Svía.
Þetta var í fyrsta skipti sem
Kiddý flaug ein til útlanda, hún
kveið því nokkuð, en allt gekk
eins og í sögu og við áttum
dásamlega viku saman, frænk-
urnar. Svíþjóð skartaði sínu feg-
ursta, gróðurinn í fullum blóma,
veðrið eins og best varð á kosið
og við gengum léttklæddar um
hverfið okkar, Skogås, með
yngstu dóttur mína rúmlega árs-
gamla í kerru. Við tókum „pend-
elinn“ inn í miðborg Stokkhólms,
fórum í Gamla Stan, á Gröna
Lund og Skansen. Við gerðum
góða ferð með lestinni til Upp-
sala, skoðuðum margra alda
gamla dómkirkjuna, háskóla-
hverfið, Fýrisána, allt sem dreg-
ur að ferðalanga. Og Kiddý hélt
áfram að vera ferðalangur. Hún
hafði reyndar þegar þarna var
komið sögu séð miklu meira af
Íslandi en ég, farið með ferðahóp
mömmu og ömmu um hálendið,
séð útnes og eyjar sem ég hef
ekki enn augum litið.
Þegar Kiddý giftist Gretti
fékk hún ekki bara góðan eig-
inmann og sálufélaga, heldur
nýjan ferðafélaga og þau voru
lengst af mjög dugleg að fara um
landið og ferðast til útlanda. Og
Kiddý hafði gaman af því að
segja manni fréttir úr ferðum
sínum og af öðru sem vakið hafði
áhuga hennar. Maður gat treyst
á fréttir sem Kiddý sagði.
Nú er Kiddý farin í sína
hinstu ferð. Það veldur sárum
sting í brjósti mínu. Fallegu,
bláu augun hennar Kiddýjar
horfa ekki framar í okkar augu.
Veröldin er góðri manneskju fá-
tækari.
Ég kveð kæra frænku mína
með söknuði og votta eftirlifandi
eiginmanni hennar, Gretti Há-
konarsyni, systkinum hennar og
fjölskyldunni allri innilega sam-
úð mína.
Steinunn Jóhannesdóttir.
Ástin sigrar allt og saga
þeirra hjóna Kristínar og Grettis
væri hæglega efni í bók sem
seldist í milljónatali hefði Bar-
bara Cartland komist í tæri við
efnið. Þegar Kiddý varð loks
partur af lífi frænda og þá um
leið hluti af fjölskyldunni okkar
hætti Grettir frændi að tala um
sig í eintölu og allt sem hann
hafði að segja varð að „við“.
„Hvernig hefur þú það, frændi?“
spurði ég. „Við höfum það gott,“
svaraði hann þá að bragði. Ávallt
svo stoltur af konunni sinni og
lífi þeirra, Kiddý var hans eitt og
allt. Samband þeirra hjóna var
einstakt og umvöfðu þau líf hvort
annars hlýju, gleði, virðingu og
endalausri umhyggju.
Höggið við skyndilegt fráfall
Kiddýjar er mikið og síst átti ég
von á því þegar ég heimsótti þau
nú í lok mars að svo stutt væri
eftir. Þá voru þau söm við sig,
frændi talandi í fleirtölu, þau
hefðu það gott og hefðu hvort
annað og saman færu þau í gegn-
um þessa skrítnu tíma sem við
lifum nú. Kiddý var eitthvað
slöpp en rölti þó fram í gættina
til að kasta kveðju á okkur
mæðgur þar sem við stóðum (í
hæfilegri fjarlægð) frammi á
gangi og spjölluðum við frænda.
Sú ást, umhyggja og fegurð
sem Kiddý kom með inn í líf
frænda verður seint fullþökkuð.
Elsku Grettir, missir þinn er
mikill en minning um yndislega
manneskju sem gæddi líf þitt ást
og hlýju lifir og yljar þér vonandi
um ókomna tíð. Öðrum ástvinum
Kiddýjar sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigríður Hjördís
Jörundsdóttir.
Í dag kveðjum við kæra skóla-
systur, Kristínu Ragnarsdóttur,
hana Kiddý okkar, sem lést eftir
stutt veikindi. Kiddý var í hópi
okkar stúlknanna sem hófum
nám í Hússtjórnarskóla Borg-
firðinga á Varmalandi haustið
1966. Kynnin voru góð, Kiddý
var glaðvær og góður félagi, hlát-
urmild og hlý. Allt handverk lá
vel fyrir Kiddý sem og önnur þau
störf sem okkur voru falin, þar
lét hún sitt ekki eftir liggja. Í
þau skipti sem við skólasystur
höfum haldið afmælismót, nú
seinast 2017 í Reykholti í Borg-
arfirði, mætti Kiddý þar með sitt
hlýja viðmót og bjarta bros. Hún
naut sín vel þegar gamlar stund-
ir voru rifjaðar upp, hafði gott
minni og gat oft leitt okkur
áfram í upprifjun góðra minn-
inga. Hennar verður minnst með
söknuði.
Kiddý var ættuð frá Akranesi
og þar bjó fólkið hennar og þar
kynntist hún honum Gretti sín-
um. Þau störfuðu þar og bjuggu
alla tíð.
Ég beið þín lengi, lengi,
mín liljan fríð,
stillti mína strengi
gegn stormum og hríð.
Ég beið þín undir björkunum í
Bláskógahlíð.
Ég leiddi þig í lundinn,
mín liljan fríð,
sól skein á sundin
um sumarlanga tíð.
Og blærinn söng í björkunum í
Bláskógahlíð.
Leggur loga bjarta,
mín liljan fríð,
frá hjarta til hjarta,
um himinhvelin víð.
Og blítt er undir björkunum í
Bláskógahlíð.
(Davíð Stefánsson)
Lífsgöngu er lokið.
Gretti eiginmanni Kiddýjar,
systkinum hennar og öðrum ást-
vinum vottum við okkar dýpstu
samúð. Missir þeirra er mestur.
Hvíl í friði, kæra skólasystir.
Varmalandssystur kveðja,
Sigrún Guðmundsdóttir.
Kristín
Ragnarsdóttir Frú
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR
fyrrverandi húsmóðir í Reynihlíð,
verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju
laugardaginn 9. maí.
Vegna samkomutakmarkana er athöfnin
aðeins opin boðsgestum, en henni verður útvarpað og streymt.
Þeir sem vilja votta henni virðingu eru velkomnir í
Reykjahlíðarkirkju sama dag milli kl. 10 og 14.
Snæbjörn Pétursson
Þökkum innilega auðsýnda samúð við
andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS H. BERGS
fv. forstjóra SS
og aðalræðismanns Kanada.
Sérstakir þakkir færum við sr. Sveini Valgeirssyni,
Frímúrareglunni á Íslandi, Sendiráði Kanada á Íslandi, Félagi
kjörræðismanna og fjölmörgum einstaklingum sem heiðruðu
minningu hans með blómum, minningarkortum og öðrum
kveðjum. Hjartans þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir
fyrir einstaka umönnun og alúð.
Jón Gunnar Bergs María Soffía Gottfreðsdóttir
Magnús Helgi Bergs Klara Zelei
Björn B. Alfreðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORVALDUR JÓNSSON
skipamiðlari,
sem lést miðvikudaginn 29. apríl, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 8. maí klukkan 15.
Nánasta fjölskylda verður við útförina, en henni streymt á
www.facebook.com/groups/thorvaldur
Áslaug Þorvaldsdóttir
Guðrún Marta Þorvaldsdóttir Ómar Benediktsson
Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir Sveinbjörn Sigurðsson
Anna Katrín Þorvaldsdóttir
Þorvaldur Þór Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
EYMUNDUR ÞÓRARINSSON
frá Saurbæ,
Skagafirði,
lést á HSN Sauðárkróki 30. apríl.
Útför hans verður frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 8. maí klukkan 14.
Vegna aðstæðna þarf að takmarka aðgang að kirkjunni, en
útvarpað verður frá athöfnini á FM 107,2. Einnig verður hægt að
fylgjast með streymi gegnum Facebook-síðu Sauðárkrókskirkju.
Margrét Björnsdóttir
Ástríður M. Eymundsdóttir
Þórarinn Eymundsson Sigríður Gunnarsdóttir
Hallgrímur Eymundsson
Heiðrún Ósk Eymundsdóttir Pétur Örn Sveinsson
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON
vélfræðingur,
Vorsabæ 8, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 6. maí klukkan 15. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey, verður eingöngu
nánasta fjölskylda viðstödd athöfnina.
Athöfninni verður streymt frá þessari vefslóð:
https://youtu.be/K_iuVR84_AM
Magnea Helgadóttir
Ragna Jóna Sigurjónsdóttir Magnús Matthíasson
Helgi Sigurjónsson Freydís Ármannsdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir Grímur Þór Gretarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar