Morgunblaðið - 05.05.2020, Page 24

Morgunblaðið - 05.05.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri 60 ára Hrafnkell ólst upp í Vesturbæ Reykja- víkur en býr í Kópavogi. Hann er með BSc.- gráðu í tölvunarfræði frá HÍ og MSc. frá Uni- versity of Pittsburgh. Hrafnkell er forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Maki: Björg Eysteinsdóttir, f. 1961, hjúkr- unarfræðingur og deildarstjóri á svefn- deild Landspítalans. Börn: Margrét Lilja, f. 1989, Snorri, f. 1993, og tvíburarnir Eysteinn og Elín Sóley, f. 1998. Barnabarn er Freyja Vök, dóttir Margrétar. Foreldrar: Gísli Guðmundsson, f. 1917, d. 1998, lögreglumaður, og Elín Helga Þórarinsdóttir, f. 1925, d. 2013, dóm- ritari. Þau voru búsett í Reykjavík. Hrafnkell Viðar Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur látið margt reka á reið- anum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leyfðu öðrum að njóta sín eins og þú vilt fá að njóta þín sjálf- ur. 20. apríl - 20. maí  Naut Sannaðu trúna sem þú hefur á sjálfan þig með því að fylgja eftir hugmyndum þín- um af fullum krafti. Forðastu að dragast inn í deilur annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar í öngstræti er komið er gott að hugsa málin alveg upp á nýtt. Sættu þig við þau takmörk sem þér eru sett. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, en viðfangsefnið hefur misst að- dráttarafl sitt. Aðrir þarfnast þín og þú ert nógu sterkur til að deila með þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú skiljir ekki lífið til fulls er engin ástæða til þess að láta hugfallast. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Sýndu fjölskyldumeðlimum þolinmæði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að lifa í botn hefur ekki sömu merk- ingu í þínum huga og ástvina þinna. Fjár- festing í menntun skilar þér umtalsverðum hagnaði eftir nokkra mánuði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt erfitt með að einbeita þér að því sem fyrir liggur. Sumt reddast og annað á bara að fara eins og það fer. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. Þú ert góður í að hlusta á aðra og vera öxlin sem þeir geta grátið við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Búðu þig undir að grípa þau tækifæri sem þér bjóðast til ferðalaga og framhaldsmenntunar. Einbeittu þér að því sem þú veist að þér ber að gera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Peningar eru nauðsynlegir en þeir eru ekki allt. Skoðanir þínar eiga fullan rétt á sér en þetta er ekki rétti tíminn til að halda þeim á lofti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu það ekki hvarfla að þér að láta aðra um að leysa þín mál. Gerðu þig kláran til að kynna þeim hugmyndir þínar. ins sem annaðist byggingu, fjár- mögnun og undirbúning að rekstri Hörpu, og ég gat ekki sagt nei. Ég leit á þetta nánast sem þegnskyldu- vinnu á þeim myrka tíma. Þarna eignaðist ég úrvals samstarfsfólk og saman kláruðum við verkefnið á tíma og á kostnaðaráætlun.“ Eftir Hörpu sinnti Pétur aðallega stjórnarstörfum í fyrirtækjum. „Mér sýnist ég hafa setið í stjórnum 32 fyrirtækja auk ýmissa félaga og sýni og samstilltu átaki urðum við eitt stundvísasta flugfélag Evrópu, með einn yngsta flugflotann og þjón- ustu sem tekið var eftir.“ Vorið 2008 fannst mér tími kom- inn til að reyna eitthvað annað, en var þó í stjórn Icelandair Group til 2010. Ég fór í ráðgjafastörf og vann mikið með breskum rekstrar- ráðgjöfum. En svo hringdi síminn og ég var beðinn að gerast starfandi stjórnarformaður Portusar, félags- P étur Jónasson Eiríksson fæddist 5. maí 1950 í Reykjavík og ólst þar upp og í Gautaborg þar sem faðir hans kenndi við háskólann. Eins og títt var í þá daga byrjaði hann snemma að vinna í fríum og með skóla, fyrst, 11 og 12 ára gamall, sem sendill á veturna í dómsmálaráðuneytinu og síðan sveitastörf og liðléttingsstörf á síld- arplani á Hjalteyri. „Sveitaferillinn náði hámarki 16 ára, þegar ég eftir fjögurra sumra starf varð fjósamað- ur í Fagraskógi í Eyjafirði. Samhliða því náði ég nokkrum vöktum í síld- arverksmiðjunni á Hjalteyri.“ Pétur varð stúdent frá MH 1970 og hóf nám í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands en færði sig yfir í hag- fræðinám við University of Edin- burgh þar sem hann lauk B.Sc.-- prófi. Pétur fór síðan í meistaranám við Háskólann í Gautaborg. „Með háskólanámi var ég blaða- maður á Morgunblaðinu, bæði í frí- um og með námi í Skotlandi. Þá var mikið um að vera enda þorskastríð í fullum gangi sem gaf námsmanni skotsilfur. Ég var virkur í pólitíkinni á þessum árum, sat í stjórnum Heimdallar og SUS og náði að verða varaformaður Vöku hálfa árið sem ég var í Háskóla Íslands. Eftir nám varð ég fastráðinn blaðamaður á Morgunblaðinu og fékk gott uppeldi hjá þeim Styrmi og Matthíasi.“ Eftir Moggann varð Pétur aðstoðarframkvæmdastjóri blaða- útgáfunnar Frjáls framtaks og vorið 1981 fór hann til Flugleiða, þar sem hann var næstu 28 árin. „Þetta voru spennandi ár. Ég var heppinn og fékk að prófa margt, markaðs- rannsóknir, samningagerð um flug í Alsír og Nígeríu, varð svæðisstjóri í Skandinavíu með aðsetur í Stokk- hólmi, en lengst af framkvæmda- stjóri. Undir stjórn Sigurðar Helga- sonar urðu miklar breytingar. Við vorum stolt af félagi okkar, sem þó var eitt versta flugfélag í Evrópu. Flugvélarnar voru gamlar, stund- vísin slæm og lítill peningur í kass- anum. Á fáum árum var flugflotinn endurnýjaður, nýtt leiðakerfi byggt upp og þjónustan bætt. Með bjart- stofnana. Meðal kærra verkefna voru formennska í Félagsstofnun stúdenta og körfuknattleiksdeild ÍR, en þar byrjaði körfuboltaferill minn sem endaði í liði Edinborgar- háskóla.“ Núna er Pétur stjórnar- formaður Íslensku óperunnar og situr í stjórn Listasafns Einars Jónssonar. „Konunni minni kynntist ég auð- vitað í flugvél og saman höfum við deilt sætu og súru í 47 ár. Sameigin- legt áhugamál er hestamennska og við eigum okkar paradís í Landsveit þar sem hestarnir ganga á sumrin, stundum trjárækt og hollt útilíf. Annars hneigist ég mikið að góðum bókmenntum og klassískri tónlist ásamt útivist og ferðalögum. Hvað gerir maður svo á afmælis- daginn í tímum veirunnar? Svo sem ekkert. Í ár verður matarboð fyrir sex að duga enda þarf að ætla sér gott rými.“ Fjölskylda Eiginkona Péturs er Erla Sveins- dóttir, f. 19.3. 1950, fyrrverandi flug- freyja. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Erlu: Sveinn Sæmunds- son, f. 9.4. 1923, d. 26.3. 2017, blaða- fulltrúi, og Hrefna Svava Guð- mundsdóttir, f. 27.5. 1925, d. 17.12. Pétur J. Eiríksson, hagfræðingur og fv. framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Jóhanna Dögg, Freyja, Pétur og Erla. Kom Hörpu heilli í höfn Á góðri stund hjá Icelandair Frá vinstri: Jón Karl Ólafsson, Davíð Másson, Pétur J. Eiríksson, Kári Kárason og Hafþór Hafsteinsson. Hestamaðurinn Pétur með Héðni, vini sínum, uppi í Landsveit. 40 ára Guðrún ólst upp í Stykkishólmi en býr í Garðabæ. Hún er íþróttafræðingur að mennt frá Háskól- anum í Reykjavík og er íþróttakennari í Hofsstaðaskóla. Guð- rún er fyrirverandi leikmaður KR í körfu- bolta. Maki: Hreiðar Bjarnason, f. 1973, fjár- málastjóri Landsbankans. Börn: Silja Björg, f. 2004, og tvíburarnir Hildur Elísabet og Bjarni Emil, f. 2010. Foreldrar: Sesselja Sveinsdóttir, f. 1954, vinnur á Sankti Franciskusspít- alanum í Stykkishólmi, og Sigurður Kristinsson, f. 1951, eigandi Bókhalds- stofunnar Stykkishólmi. Þau eru búsett í Stykkishólmi. Guðrún Arna Sigurðardóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.