Morgunblaðið - 05.05.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.05.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Opnun hinnar umfangsmiklu nýju samtímamyndlistarstofnunar GES-2 í Moskvu sem var fyrirhuguð í haust hefur verið frestað fram í mars á næsta ári vegna veirufaraldursins. Stofnunina á að opna með afar um- fangsmiklum gjörningi og sýningu Ragnars Kjartanssonar. GES-2 er í fyrrverandi orkuveri skammt frá Kreml sem milljarða- mæringurinn Leonid Mikhelson hef- ur umbreytt í 41.000 fermetra lista- miðstöð, með sýningarsölum, vinnustofum og veitingastöðum sem stjörnuarkitektinn Renzo Piano hannaði. Ragnar mun ásamt fjölmennum hópi aðstoðarfólks endurgera í stofnuninni fjölda þátta úr banda- rísku sjónvarpsþáttaröðinni Santa Barbara. Mun hann byrja á að endurskapa þátt 217, sem var sá fyrsti sem sýndur var i Rússlandi ár- ið 1992, og verður að minnsta kosti einn þáttur tekin upp daglega að viðstöddum gestum sem leggja leið sína í GES-2. Þegar hugmynd Ragnars var kynnt í Moskvu í fyrra sagði í yfir- lýsingu frá V-A-C-stofnuninni, sem stendur að baki listamiðstöðinni, að Ragnar fengi allt rýmið fyrir önnur verk sín og þennan gjörning, sem myndi sýna hvernig öflugir kraft- arnir að baki slíku drama – sömu kraftar og listamaðurinn leikur sér með í verkum sínum – „gætu haft áhrif á veruleikann, og hvernig skáldskapur og listir gætu haft áhrif á heiminn“. Þá sagði að Ragnar fengi í stofnuninni leyfi til að ráðsk- ast með allt það sem gert er þar inn- an dyra og þannig tímabundið skapa stofnun drauma sinna. Glersalir Teikning frá arkitektastofu Renzo Piano sýnir hluta rýmis GES-2 sem Ragnar Kjartansson tekur yfir þegar viðamikill gjörningur hans hefst við opnunina í mars. Opnun GES-2-stofnunarinnar í Moskvu seinkað – Ragnar Kjartansson sýnir Nígeríski trommuleikarinn Tony Allen er látinn, 79 ára að aldri. Allen er hvað þekktastur fyrir að hafa verið ásamt Fela Kuti, sam- starfsmanni sínum á 7. og 8. ára- tugnum, höfundur svokallaðs afró- bíts, hinnar vinsælu afrísku dægurtónlistarstefnu sem bræddi saman djass, fönk og afríska al- þýðutónlist. Margir sérfræðingar hafa talið hann meðal allra bestu trommuleikara sögunnar; til að mynda segir breski tónlistamað- urinn Brian Eno að hann hafi verið sá allra besti. Banamein Allens var innvortis blæðingar. Allen var alla tíð tilraunagjarn og starfaði síðustu áratugi með fjölda annarra þekktra listamanna á Vesturlöndum, til að mynda með Damon Albarn á nokkrum plötum, og með röppurum og danstónlistar- mönnum. Hann kom fyrir níu árum fram í Hörpu ásamt stórsveit Sam- úels Jóns Samúelssonar. Áhrifamikill Tony Allen við settið. Meistaratrymbillinn Tony Allen allur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er ákaflega stolt af því að vera partur af hljómsveit sem tekst á við nýjar áskoranir af jákvæðni og er tilbúin að laga sig að aðstæðum hverju sinni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ). Þegar samkomubannið var sett á í mars ásamt ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins var ljóst að aflýsa þyrfti öllum tónleikum sem eftir væri á yfirstandandi starfsári. Með breytingum á sam- komubanni frá 4. maí verður aftur breyting á dagskrá hljómsveit- arinnar. „Síðustu vikur hafa ýmsir kammerhópar úr hljómsveitinni komið fram á tónleikum í Eldborg í beinu streymi þrisvar í viku,“ segir Lára Sóley, en um var að ræða sam- starf við Hörpu og Íslensku óp- eruna. „Fimmtudagskvöld hafa ver- ið sinfóníukvöld á RÚV 2 og persónulegar heimsendingar hljóð- færaleikara hafa slegið í gegn á sam- félagsmiðlum hér heima og erlend- is,“ segir Lára Sóley og tekur fram að með breytingum á samkomu- banni í þessari viku aukist mögu- leikar hljómsveitarinnar í starfi. Sumargjöf til skólabarna „Rýmkun á samkomubanninu nú þýðir að nú getur stærri hluti hljóm- sveitarinnar komið fram á ný og munum við halda ferna tónleika fyr- ir landsmenn næsta mánuðinn í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV,“ segir Lára Sóley og tekur fram að hljóðfæraleikarar sveitar- innar hlakki til að geta hist aftur og spilað saman þó allir geri sér grein fyrir að þeirra bíði ýmsar áskoranir. „Að sjálfsögðu förum við eftir öll- um fyrirmælum Almannavarna og virðum regluna um tveggja metra fjarlægð. Hljómsveitin mun því starfa í breyttri mynd þar sem að hámarki 50 listamenn geta komið saman á sviðinu í Eldborg hverju sinni,“ segir Lára Sóley og tekur fram að leikar hefjist á fimmtudag með Barnastund kl. 11 sem send verði til leik- og grunnskóla um land allt í beinu streymi á vef hljómsveit- arinnar auk þess sem tónleikarnir verða sýndir beint RÚV 2. Segir hún dýrmætt að geta hafið dagskrána í maí á því að senda börn- um landsins og kennurum þeirra sumargjöf fyrstu vikuna sem skóla- hald er aftur komið í eðlilegt horf. „Í samstarfi við Hörpu munu tveir skólahópar vera gestir í sal á tón- leikunum. Það er í sjálfu sér mikil áskorun, en gríðarlega mikilvægt skref. Í þessum nýja veruleika sem við búum í verða margar slíkar áskoranir framundan og mikilvægt að við byrjum strax að takast á við þær og læra,“ segir Lára Sóley og tekur fram að hljómsveitin taki eina viku í einu. „Það eina sem við vitum þegar við gerum plönin okkar er að þau eiga mjög líklega eftir að breyt- ast,“ segir Lára Sóley og tekur fram að óráðlegt væri að bíða eftir því að allt verði eins og það var áður en kórónuveirufaraldurinn braust út. „Því hlutirnir verða sennilega aldrei alveg eins og þeir voru áður. Listafólk í heimsklassa Við erum einstaklega lánsöm að á Íslandi býr og starfar listafólk í heimsklassa sem við getum leitað til,“ segir Lára Sóley og bendir á að meðan ferðatakmarkanir séu í gildi verði ekki hægt að fá einleikara og stjórnendur að utan. „Samkvæmt starfsáætlun átti Hallveig Rúnars- dóttir sópran að koma fram með hljómsveitinni í maí og það er okkur ánægjuefni að hún kemur fram á tónleikum 20. maí,“ segir Lára Sóley og tekur fram að endurhugsa hafi þurft efnisskrána í ljósi fámennari hljómsveitar. Á efnisskránni verða þrjár óperuaríur eftir W.A. Mozart auk þess sem Hallveig syngur þrjú sígild íslensk sönglög. Einnig leikur Sigrún Eðvaldsdóttir Méditation, úr óperunni Thaïs eftir Massenet, en hljómsveitarstjóri er Bjarni Frí- mann Bjarnason.“ Fimmtudaginn 28. maí stígur Páll Óskar á svið Eldborgar og flytur mörg af sínum þekktustu lögum í út- setningum fyrir sinfóníuhljómsveit. „Páll Óskar hefur um áratuga skeið verið ein skærasta poppstjarna Íslands og kom fram með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á tónleikum árið 2011 við frábærar undirtektir þar sem færri komust að en vildu. Það er því frábært að fá hann til liðs við okkur,“ segir Lára Sóley. Fimmtudaginn 4. júní verður Vík- ingur Heiðar Ólafsson í einleiks- hlutverkinu með hljómsveitinni und- ir stjórn Daníels Bjarnasonar, aðal- gestastjórnanda SÍ. „Víkingur er einn dáðasti píanóleikari samtímans og hefur hlotið lof um allan heim fyr- ir tónleika sína og hljóðritanir á undanförnum árum,“ segir Lára Sól- ey og tekur fram að ánægjulegt sé að geta lokið þannig yfirstandandi starfsári. Á efnisskránni eru píanó- konsert nr. 23 eftir Mozart og Alle- gretto úr 7. sinfóníu Beethovens. Krefst hugmyndaflugs Aðspurð segir Lára Sóley það hafa verið afar lærdómsríkt að taka þátt í því að aðlaga starfsemi hljóm- sveitarinnar að samkomubanni. „Venjulega eru um 90 manns á sviði sem sitja þétt og listamenn alls stað- ar að úr heiminum gestir okkar í hverri viku. Það hefur því krafist útsjónarsemi og hugmyndaflugs að endurskipuleggja starfið,“ segir Lára Sóley og viðurkennir að þetta hafi verið mikil áskorun. Í ljósi þess að starfsár sinfóníu- hljómsveita eru skipulögð með mjög löngum fyrirvara, en enginn veit á núverandi tímapunkti hvenær er- lendir listamenn geta komið til landsins vegna ferðatakmarkana, liggur beint við að spyrja hvernig næsta starfsár komi til með að líta út. „Vegna samkomubannsins þurfti að fresta og fella niður töluvert af viðburðum á yfirstandandi starfsári. Við höfum því skoðað hvort hægt sé að koma þeim inn í komandi dag- skrá,“ segir Lára Sóley og bendir á að langt sé síðan starfsárið 2020- 2021 var tilbúið. „Í raun var skipulagning vegna starfsársins 2021-2022 langt komin þegar faraldurinn braust út. Við er- um að velta ýmsum hlutum upp með skipulagninguna,“ segir Lára Sóley og tekur fram að fróðlegt verði að sjá hvort og hvernig ferðatakmörk- unum verða aflétt. „Ég reikna með að upp úr miðjum maí getum við tek- ið ákvörðun um hvernig við munum haga starfsárinu næsta að minnsta kosti fram til áramóta,“ segir Lára Sóley og bætir við: „Eins og staðan er núna er ekki hægt að horfa of langt fram í tímann. Við erum búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir og verður svo bara að spila hlutina eftir eyranu og hafa æðruleysið að leiðarljósi,“ segir Lára Sóley og áréttar að styrkleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands felist ekki síst í því að starfsfólk sveit- arinnar sé tilbúið að takast á við breyttar aðstæður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Styrkleiki Lára Sóley Jóhannsdóttir segir styrkleika Sinfóníuhljómsveitar- innar felast í því að starfsfólkið sé tilbúið að takast á við breyttar aðstæður. „Nýjar áskoranir“  Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ferna tónleika í maí í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV  Ýmsar sviðsmyndir Páll Óskar Hjálmtýsson Hallveig Rúnarsdóttir Víkingur Heiðar Ólafsson Daníel Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.