Morgunblaðið - 13.05.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Það er óburðugt að fylgjast meðutanríkisráðherra úr Sjálf- stæðisflokki síðustu misserin. Yfir- menn hans í ráðuneytinu dingluðu honum inn í Mannréttindaráð SÞ. Heitið er öfugmæli og ráðið verður SÞ reglubundið til minnkunar.    Borið er blak af WHO, sem ermeð allt niðrum sig í alvarleg- ustu málum samtímans. Forstjórinn kemur úr Byltingarflokki Eþíópíu, og neitaði sem heilbrigðisráðherra þar að viðurkenna útbreiðslu kól- eru! Og sem enn verra var; hann gerði svo mannkyninu óbætanlegt tjón með því að hann þumbaðist við til 11. mars !!! að staðfesta að kórónuveiran smitaðist á milli manna.    Fyrsta verk þessa forstjóra WHOvar að skipa ömurlegustu pól- itísku fígúru samtímans, Mugabe, slátrarann frá Simbabve, sem „sendiherra góðviljans“ af hálfu WHO! Mugabe var þá á lokametr- um sem einræðisherra.    Á sama tíma og yfirmenn ESBeru staðnir að því að láta Kína ritskoða yfirlýsingar sínar um kórónuveiruna ákváðu þeir, til að dreifa athyglinni, með skætingi í garð Ungverjalands eins og reglu- lega gegn Póllandi, sem þeir minna á að sé ekki lengur fullvalda ríki vegna aðildar sinnar að ESB.    Fyrstu þjóðirnar sem hlaupa tilmeð umvöndunarprikið þegar ESB ýtir á takka eru skandinavísku barnapíurnar. Á meðan fullorðið fólk stjórnaði íslenska utanríkis- ráðuneytinu var þess vandlega gætt að Ísland væri ekki ein af barnapíunum. Att á forað STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstaða frummatsskýrslu fyrir áframhaldandi efnistöku úr Ingólfs- fjalli í Ölfusi er að áhrif framkvæmd- arinnar á umhverfi verði óveruleg þegar á heildina er litið. Fossvélar hafa lagt fram frummatsskýrslu fyr- ir áframhaldandi efnistöku úr Þóru- staðanámu, í landi Kjarrs í Ölfusi. Efnisvinnslan felst fyrst og fremst í því að halda áfram að vinna sama efnistökusvæði niður að fjallsrótun. Það verður þó stækkað lítillega til norðurs. Svæðið er þegar raskað, að frátöldu gróðursnauðum mel efst í fjallinu. Taka á rúmlega 27 milljónir rúmmetra af malarefni. Á efnistöku- svæðið að duga til næstu þrjátíu ára, eða til ársins 2050. Mat á umhverfisáhrifum bendir til að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á fjóra af þeim fimm umhverfis- þáttum sem metnir voru. Í flestum tilvikum er um litla breytingu frá nú- verandi ástandi að ræða. Sjónræn áhrif mest Heildaráhrif framkvæmdarinnar verða óveruleg, samkvæmt matinu. Fátt fólk verður fyrir beinum áhrif- um af áframhaldandi nýtingu nám- unnar. Þess er getið að náman er sýnileg frá stóru svæði en þau áhrif munu aukast óverulega við áfram- haldandi nýtingu. helgi@mbl.is Hefur óveruleg áhrif á umhverfið  Umhverfisáhrif áframhaldandi nýtingar Þórustaðanámu eru metin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ingólfsfjall Þórustaðanáma séð frá Kögunarhóli. Þjóðvegur í forgrunni. Tekið var til óspilltra málanna í Esjuhlíðum í gær þar sem nú er unn- ið að endurbótum á fjölförnum göngustígunum upp fjallið. Þyrla var notuð til að flytja ofaníburð í göngu- stíginn sem liggur frá bílastæðunum að Mógilsá upp að svonefndum Steini, en á 300 metra kafla á þeirri leið þar sem heitir Einarsmýri er leirkenndur jarðvegur svo göngu- leiðin þar verður eðjusvað í rign- ingatíð. „Þetta var ekki vinnandi veg- ur nema nota þyrlu í flutninga,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Til viðbótar framkvæmdum í Esjuhlíðum verður í sumar lagður tveggja kílómetra langur stígur við rætur fjallsins frá Esjustofu við Mó- gilsá að Kollafjarðará. Með þeim framkvæmdum fæst betra aðgengi að nýjum útivistarsvæðum, svo sem hjóla- og hlaupaleiðum og trjásafni Skógræktarinnar. Við Kollafjarðará, beint fyrir neðan svonefnt Gunn- laugsskarð, var nýlega útbúið bíla- stæði og þar útbúnar göngu- og fjallahjólaleiðir í því skyni að dreifa álagi og mæta þörfum ólíkra hópa sem um Esjuna fara. Skógræktarfélag Reykjavíkur hef- ur sinnt útivistarsvæði í Esjuhlíðum frá árinu 2000. „Sífellt fleiri ferðast um þessar slóðir og því er vaxandi þörf á viðhaldi á göngustígum og öðru,“ segir Helgi Gíslason. Hann getur atfylgis sem framkvæmdasjóð- ur ferðamannastaða veitti þessum verkefnum. Alls fjögurra milljóna króna styrkur fékkst til lagfæringar á Esjustíg og í tengiliðinn frá Mó- gilsá að Kollafjarðará eru eyrna- merktar 17 milljónir króna. sbs@mbl.is Möl í stíginn og ný leið frá Mógilsá  Úrbætur við Esju eru nú komnar til framkvæmda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Esjan Þyrlan á flugi við fjallið með malarsíló neðan í tauginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.