Morgunblaðið - 13.05.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 13.05.2020, Síða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 ✝ Annelise Jan-sen fæddist í Reykjavík 23. apríl 1939. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. apríl 2020. Hún var dóttir hjónanna Aksels og Else Margrethe Jansen, sem fluttust frá Danmörku til Ís- lands fyrir stríð. Lísa, eins og hún var oftast kölluð, var fjórða barn foreldra sinna af sjö. Systkini hennar eru Poul, Stella (d. 2012), Jan, Birte, Greta og Finn. Hún giftist hinn 3. nóvember 1960 Ólafi Feilan Marínóssyni, f. 13. nóvember 1933, d. 29. september 2010. Börn þeirra eru: 1) Anna Margrét, f. 27. júlí 1960, maki Pétur Gunnarsson, d. 2018. Þeirra börn eru Ragn- heiður Ásta, Anna Lísa og Pét- ur Axel. 2) Sigrún Erla, f. 13. þar sem þau bjuggu það sem eftir var. Ólafur var lærður þjónn en vann lengst af sem bryti á strand- og millilandaskipum hjá Eimskip þar til hann fór á eftirlaun. Með manninn sinn á sjó meirihluta ársins þurfti Lísa að sjá um börn og heimili að mestu ein. Á þessum tíma opnaði hún heimili sitt fyrir fleiri börnum og gerðist dag- mamma. Á níunda áratugnum tók hún sér hlé frá dag- mömmustörfum og rak sölu- turninn Pólís í Skipholti um skeið en sneri svo aftur til starfa sem dagmamma. Hún hóf svo störf á leikskólanum Skógarborg þar til hún fór á eftirlaun, en hún var ekki al- veg tilbúin til að hætta og sneri sér aftur að dagmömmu- störfum um skeið í samstarfi við Guðrúnu, dóttur sína. Að gæta barna og umgangast börn var hennar lífsfylling og vissi Lísa fátt betra en að vera um- kringd afkomendum sínum. Útför Lísu hefur hefur farið fram í kyrrþey. mars 1962, maki Ágúst Birgisson. Hennar börn eru Bryndís Júlía og Ólafur Hrafn. 3) Guðrún Birna, f. 17. júní 1964. Hennar börn eru Elísabet Ósk, Anna Katrín, Kolbrún Arna og Björn Óli. 4) Brynjar Marinó, f. 20. október 1974, maki Þórný Þórðardóttir. Þeirra börn eru Valdís og Agnes. Lísa átti tíu lang- ömmubörn. Lísa ólst upp á Bræðraborg- arstíg í Reykjavík. Þar í grennd átti og rak pabbi henn- ar Hjólreiðaverkstæðið Baldur við annan mann. Eftir að Lísa og Óli hófu búskap bjuggu þau lengi vel í Vesturbænum og fluttu að lokum í Hlíðarnar ár- ið 1973. Árið 1996 fluttu þau hjónin svo á Háaleitisbraut 44 Þá hefur elsku besta mamma kvatt í hinsta sinn Það var erfitt fyrir okkur aðstandendur að geta ekki verið hjá henni síð- ustu dagana hennar, en hún hafði verið á sjúkrahúsi veik af COVID-19 um þriggja vikna skeið. Að kveðja ástvin í gegn- um Facebook-spjall óska ég ekki neinum en á sama tíma er ég þakklát starfsfólkinu á A6 sem gerði allt sem í valdi þess stóð og gott betur til að láta mömmu líða sem best, skoða með henni Snapchat á kvöldin og miðla oft á dag upplýsingum til fjölskyldunnar. Mamma mín var einstök kona. Pabbi var lengst af sjó- maður og mamma því mikið ein með okkur systurnar þegar við vorum litlar og svo bættist bróðir minn í systkinahópinn þegar ég var á unglingsaldri. Mamma var dagforeldri í ára- tugi og þau eru mörg börnin sem fengu að njóta þess að vera í umsjá hennar. Um tíma rak hún söluturn en dagforeldra- starfið togaði í hana og hún opn- aði heimili sitt aftur fyrir börn- um. Hún vann einnig um árabil í leikskólanum Skógarborg. Þeg- ar hún svo fór á eftirlaun var hún um tíma dagforeldri í sam- vinnu við systur mína. Mamma vissi fátt betra en að vera um- kringd börnum og tel ég það hafa mótað okkur systkinin, sem öll höfum valið okkur þann starfsvettvang að vinna með börnum. Ég var 14 ára þegar bróðir minn fæddist og mamma fór að vinna í söluturni á kvöld- in. Með pabba á sjó kom það í minn hlut að sjá um heimilið þau kvöld sem mamma var að vinna. Í stórum vinahópi og komin með kærasta þótti mér þetta óspennandi verkefni en mamma bauð að vinirnir gætu verið heima hjá okkur á meðan hún var í vinnu. Oftar en ekki var því fullt hús af unglingum þegar hún kom heim seint á kvöldin og mamma sat og spjall- aði með sinni notalegu nærveru og átti góð ráð í pokahorninu og gæðastundir með þeim mörgum. Þegar ég átti fyrsta barn mitt var fæðingarorlofið þrír mánuð- ir og því voru það forréttindi fyrir okkur Pétur að hafa barnið hjá mömmu því það var erfitt að fara í fulla vinnu með svona ungt barn. Yngri dóttir mín naut þess einnig að vera hjá ömmu sinni og þær systur voru svo áfram hjá henni samhliða hálfum leikskóladegi sem þá var í boði fyrir gifta. Þegar þær svo hófu grunnskólagöngu var það amma sem tók á móti þeim eftir skóla og þar áttu þær gæða- stundir með henni og svo afa þegar hann var heima. Mamma var enn dagmamma þegar ég átti son minn og þótt hann hafi komist ungur í leikskóla var það mér ómetanlegt að vita af hon- um í öruggum ömmuhöndum fyrsta hálfa árið. Mamma var til staðar fyrir alla alltaf og gott að leita til hennar. Síðustu árin átt- um við gæðastundir þar sem við borðuðum saman brauðsúpu sem ég kom með eða fengum okkur sjeik og horfðum á mis- góða raunveruleikaþætti sem hún hafði gaman af. Við töluðum saman daglega í síma og það er erfitt að sætta sig við að heyra ekki í henni lengur. Ég sakna mömmu minnar meira en orð fá lýst en á sama tíma er ég þakk- lát fyrir þau tæpu 60 ár sem ég fékk frá henni skilyrðislausa ást og stuðning við hvað það var sem ég tók mér fyrir hendur. Góða ferð, elsku mamma mín, og knúsaðu Pétur minn frá mér. Anna Margrét Ólafsdóttir. Þegar ég hugsa um ömmu finn ég hlýjuna sem frá henni stafaði þegar allar minningarnar hellast yfir mig. Margar æsku- minninga minna geyma nefni- lega ömmu, enda bjuggum við hjá þeim afa um skeið þegar ég var lítil og fluttum svo síðar í næsta hús við þau svo samgang- urinn var mikill þau tæplega 40 ár sem ég fékk að njóta með henni. Í allmörg ár fór ég nær alltaf yfir til ömmu eftir skóla, fékk kex eða kruður og ískalt kakómalt, lék ég við krakkana, spjallaði við ömmu og aðra sem voru í heimsókn og naut þess bara að vera hjá henni, alltaf var ég velkomin. Amma átti Nintendo-tölvu sem var vinsæl hjá okkur barnabörnunum og ekki síður henni, hún sat stund- um lengi við og spilaði leiki og var leikurinn Mappy í sérstöku uppáhaldi þar sem hún lét mús hoppa og skoppa á teygjubönd- um af mikilli lagni. Sömuleiðis var alltaf gaman að fara með ömmu á viðburði hjá félagi Dana á Íslandi, Dannebrog, þar sem við fengum tækifæri til að rækta okkar dönsku gen. Jóla- bingóið festi svo sannarlega dönsku tölurnar vel í sessi hjá okkur ömmustelpunum löngu áður en við byrjuðum í dönsku í skólanum og svo lá alltaf ótta- blandin spenna í loftinu yfir því hvort við myndum nú nokkuð vinna svínshöfuðið, fagurskreytt með augnhárum og kinnalit, sem var alltaf einn aðalvinning- anna. Amma var hlý og ljúf og af- skaplega barngóð, vann með börnum mestalla sína starfsævi og sótti svo alltaf í börnin þegar fjölskyldan hittist, gantaðist með þeim og lék við þau. Á ára- mótunum hittist stórfjölskyldan alltaf og sóttu sum barnanna alltaf í hlýju langömmu sinnar þegar kom að því að fara út að skjóta upp flugeldum. Þá sat hún með þeim inni og fylgdist með í gegnum gluggann, fjarri látum og mengun en nógu nærri til að sjá aðeins af ljósadýrðinni. Þegar ég heimsótti hana með börnunum mínum tók hún alltaf vel á móti þeim með alls konar kexi og sætabrauði og leyfði þeim að föndra og leika sér og tók oft þátt í því með þeim. Börnunum fannst alltaf gott að koma til langömmu sinnar og hugsa til hennar með mikilli hlýju, tala um hve góð, blíð, gjafmild og fyndin hún hafi ver- ið. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir okkur, áhugasöm um allt sem var í gangi, hlustaði og hlúði að okkur og laumaði smá gríni með – sérstaklega til krakkanna. Síðasta heimsóknin til ömmu var í seinni hluta mars, en veir- an tók yfir seinna sama dag. Þá röltum við í stutta svalaheim- sókn á Háaleitisbrautina og auð- vitað gróf amma upp pakka af Prins Póló og kastaði niður til krakkanna með bros á vör og vinkaði glöð að sjá, falleg minn- ing sem við eigum um yndislega konu sem við minnumst með hlýju og þakklæti. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Annelise Jansen ✝ Logi Helgasonfæddist í Keldunesi í Keldu- hverfi 5. mars 1941. Hann lést á heimili sínu 19. apríl 2020. For- eldrar hans voru hjónin Þóra Stein- unn Stefánsdóttir, húsfreyja í Keldu- nesi, f. 12. maí 1920, d. 19. októ- ber 2005, og Karl Helgi Jóns- son, bóndi í Keldunesi, f. 13. febrúar 1904, d. 28. júní 1969. Systkini Loga eru Kristín Ingi- björg, f. 25. febrúar 1943, d. 29. febrúar 2012, Oktavía Stef- anía, f. 26. september 1945, Bryndís, f. 25. janúar 1949, Jón Tryggvi, f. 14. júní 1953, og Helgi Þór, f. 31. mars 1960. Logi giftist 29. apríl 2000, eftir 30 ára sambúð, Dagnýju Helgadóttur, f. 30. agúst 1944, d. 24. desember 2000. For- eldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson, bóndi í Kald- árholti, f. 6. júlí 1897, d. 3. ágúst 1972, og Þorbjörg Páls- dal. Sem ungur maður sinnti Logi ýmsum störfum í sveit- inni en vann síðan mestallt sitt líf við kaupmennsku. Hann byrjaði sem starfsmaður í verslun kaupfélagsins á Kópaskeri. Logi flutti til Reykjavíkur 1967 og hóf störf hjá Silla og Valda sem lag- erstrákur og sendill í Að- alstræti og endaði sem versl- unarstjóri í stærstu Silla og Valda-versluninni í Austur- stræti. Logi opnaði sína eigin verslun 1976 á Laugavegi 43 og nefndi hana Vínberið. Þar hafði hann áður unnið í sínu fyrsta verslunarstjórastarfi hjá Silla og Valda og rak hana í 40 ár. Eftir um það bil 20 ára rekstur breytti hann áherslu verslunarinnar úr því að vera matvöruverslun í sæl- keraverslun með áherslu á ávexti, súkkulaði og konfekt. Á eftirlaunaárum sinnti Logi fjölmörgum áhugamálum sín- um, s.s. ferðalögum, dansi og gönguferðum. Útför Loga fer fram í dag, 13. maí 2020, frá Seltjarnar- neskirkju og verður í kyrrþey í ljósi þjóðfélagsaðstæðna en minningarathöfn verður aug- lýst og haldin síðar. dóttir, húsfreyja í Kaldárholti, f. 18. október 1904, d. 4. desember 1991. Bræður Dagnýjar eru Páll Helgason, f. 24. ágúst 1935, d. 9. desember 2008, Jón Helga- son, f. 2. nóv- ember 1937, Krist- inn Helgason, f. 27. mars 1943, og Gísli Helgason, f. 27. mars 1943, d. 19. febrúar 2002. Börn Loga og Dagnýjar eru: 1) Kristín Þorbjörg, viðskipta- fræðingur í Bandaríkjunum, f. 2. águst 1971. 2) Helgi Þór, viðskiptafræðingur í Reykja- vík, f. 7. október 1974, maki Guðrún Vala Davíðsdóttir, f. 20. október 1975. Börn þeirra eru Davíð, f. 2004, Tómas Logi, f. 2009, og Matthías Pét- ur, f. 2014. Logi ólst upp í foreldrahús- um í Keldunesi. Hann fór í barnaskóla í Lindarbrekku í Kelduhverfi og tók gagn- fræðapróf á Laugum í Reykja- Logi bróðir að slá túnið við bæinn í Keldunesi á Farmall Cub. Með Loga á nýju rauðu Volkswagen-bjöllunni sinni á fullri ferð á hæðóttum vegin- um neðan við Hól svo kitlaði í magann. Ferðalag til Reykja- víkur með fjölskyldunni í þétt setinni bjöllunni. Logi að koma dúðaður út úr frystihúsinu á Kópaskeri. Að þvælast með Loga í stóru verslun Silla & Valda í Austurstræti. Dvöl með mömmu hjá Loga og Dag- nýju á Eiríksgötunni. Á ferða- lagi með Loga og fjölskyldu um hringveginn um Skeiðarár- sand skömmu eftir að hann var opnaður. Bréfaskriftir og sendingar frá Loga á skóla- árum mínum. Logi að stand- setja eigin verslun á Lauga- vegi 43, síðar Vínberið. Logi að leiðbeina óreyndum öku- manni í borgarumferðinni. Logi hlaupandi upp og niður í lagerkjallarann í Vínberinu. Logi á þönum í troðfullu Vín- berinu í rafmagnsleysi rétt fyrir jól. Áramótahátíðir í Vesturberginu. Vinna með Loga og Dagnýju í garðinum í Rituhólum. Heimsókn á að- fangadagskvöld í Rituhóla. Basl með vatnsdælu í sumar- húsinu Helguhól. Ferðast með Loga og Dagnýju í Danmörku á námsárum okkar Soffíu. Að borða konfekt með Loga og fá fræðslu um það. Áhyggjur Loga í veikindum Dagnýjar og sorgin þegar hún lést langt fyrir aldur fram. Sextíu ára af- mælisveisla Loga á góðum veitingastöðum í Kaupmanna- höfn. Að drekka gott rauðvín með Loga. Að rökræða lands- málin við Loga. Aka um heið- arslóðir í Kelduhverfi með Loga. Samvera á böllum með Kátu fólki. Samvera á Tenerife með systkinum okkar. Þetta eru nokkur minninga- brot sem koma upp í hugann nú þegar Logi bróðir minn er óvænt fallinn frá. Logi var mér afskaplega góður bróðir og mikil fyrirmynd og styrkur á mínum yngri árum sem voru mörkuð af því að faðir okkar lést fyrir aldur fram. Þó Logi væri 19 árum eldri en ég þá var hann líka afskaplega góður félagi og traustur vinur alla tíð. Ég bjó hjá Loga og Dag- nýju í Vesturberginu þegar ég hóf nám í borginni á tánings- aldri og naut ég þar allrar þjónustu en slíkt þótti ekki sjálfsagt mál þá og alls ekki í dag. Logi var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og veita stuðning þegar þörf var á en var ekki að ráðskast með mann að óþörfu. Ævistarf Loga var kaupmennska og virtist starfið vera sveitadrengnum eðlislægt en var þó væntanlega einnig Logi Helgason mótað af miklum vilja til aðlæra og tileinka sér nýjungar og tækifæri í versluninni og var starfsferill hans því far- sæll. Logi vissi að það var ekki auðvelt fyrir unglinga að fá vinnu í sumar- eða jólafríum og réð því í gegnum tíðina til sín flest systkinabörn sín í verslunina Vínberið. Til stóð að við mundum halda saman upp á stórafmæli okkar á Te- nerife á næsta ári þar sem ég varð að fresta mínu afmæli í ár. Þó afmælishátíð verði hald- in síðar er ljóst að hún verður ekki söm án Loga. Ég, Soffía og börn okkar er- um afar þakklát fyrir alla sam- veruna með Loga og munum ætíð minnast hans sem ein- staklega góðs bróður, mágs, frænda og vinar. Kæru Stína og Helgi Þór og fjölskylda, megi ríkar minningar um góð- an föður, tengdaföður og afa veita ykkur styrk í sorginni. Helgi Þór. Það er mjög óraunverulegt og sárt að hugsa til þess að Logi bróðir sé horfinn á braut og að við munum aldrei aftur geta átt saman góðar stundir með vinum og ættingjum. Þótt sumum finnist 79 ár hár aldur var það ekki svo í tilviki Loga. Hann kom fyrir sem mun yngri maður, kvikur á fæti enda dansmaður mikill og dug- legur að hreyfa sig. Þá fylgdist hann vel með öllu sem var að gerast í kringum hann og hélt góðu sambandi við okkur systkinin, börn sín og vini. Fráfall hans kom sem reiðar- slag fyrir okkur öll sem höfð- um hugsað okkur og í raun skipulagt fleiri góðar samveru- stundir í nánustu framtíð. Ferðaáhugi Loga var alla tíð mikill og fór hann til dæmis í heimsreisu til Austurlanda sem ungur maður, sem var fá- títt í þá daga. Hann fór í ófáar utanlandsferðir með okkur systkinum sínum og vinum. Þá voru margar ferðirnar sem hann fór í heimsókn til Stínu dóttur sinnar sem býr erlendis og með henni til fjarlægra landa. Logi var einn af þeim sem hugsa meira um aðra en sjálfa sig. Lagði hann sig í líma við að gera ekki öðrum ómak en var alla tíð boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Alltaf kom hann færandi hendi þegar hann kom í heimsókn en ætl- aðist til einskis af öðrum. Kyn- slóðabil var nokkuð sem átti ekki við þegar Logi átti í hlut og féll hann alltaf jafn vel inn í hópinn hvert sem aldursbilið var enda var hann elskaður jafnt af börnum okkar systkina sem okkur sem eldri erum. Þegar hann var kominn með eigin rekstur með verslunina Vínberið lagði hann sig eftir því að veita börnum systkina og vina sinna vinnu og var vinna í Vínberinu oft fyrstu spor þessara ungmenna á vinnumarkaði. Var þetta örugglega gott veganesti fyrir börnin til framtíðar því Logi ól þau upp í að vinna vel enda þekkti hann sjálfur hverju er hægt að áorka með eljusemi og dugnaði. Hafði hann sjálfur unnið sig upp frá því að vera lagerstrákur og sendill í einni af verslunum þess tíma stór- veldis „Silla & Valda“ upp í það að stýra stærstu verslun þeirra sem verslunarstjóri. Loga verður sárt saknað af miklum fjölda vina og vanda- manna því hann var þannig maður að öllum þótti vænt um hann. Við Hrönn biðjum fyrir styrk til handa börnum hans Stínu og Helga Þór til þess að takast á við þennan mikla missi að ógleymdum afastrák- unum sem honum þótti svo vænt um. Jón Tryggvi. Við Elín kynntumst Loga þegar dóttir okkar, Guðrún Vala, og sonur Loga, Helgi Þór, gengu í hjónaband 12. apríl 2003. Það var einstaklega ánægjulegt að kynnast þeim feðgum. Helgi varð og er eins og einn af fjölskyldunni og Logi tengdist okkur strax vin- áttuböndum. Áhugamál Loga voru fjöl- breytt og sum á sviðum sem við höfðum lítið kynnst áður. Hann kenndi okkur t.d. að súkkulaði er ekki það sama og súkkulaði. Hann stofnaði og rak í áratugi sælkeraverslun- ina Vínberið á Laugavegi. Auk áherslu á að þar væri alltaf nægt framboð af íslenskri vöru reyndi Logi að gæta þess að ávallt væri líka til það besta sem framleitt er af sælkera- vörum á heimsmarkaði. Logi hafði mikinn áhuga á dansi og ferðalögum. Maður skynjaði strax hversu hollur dansinn er, en Logi gat skriðið endalaust um gólfin í leik við barnabörnin á meðan við hin gátum varla beygt okkur í hnjánum. Ferðalög voru aug- ljóslega aðaláhugamál Loga og hann byrjaði snemma að ferðast um allan heim. Hann heimsótti sem ungur maður m.a. Asíu, Ástralíu og Araba- löndin en eftir að hann giftist Dagnýju urðu sólarstrendur frekar fyrir valinu og þau tóku börnin Stínu og Helga gjarnan með. Eftir andlát Dagnýjar fór hann nokkrar ævintýraferðir til viðbótar og naut góðs af því að Stína bjó vegna vinnu sinn- ar á ýmsum stöðum í heim- inum og gat farið í slíkar æv- intýraferðir með honum. Það var alltaf ánægjulegt að hitta Loga. Hann var hafsjór af fróðleik. Sérstaklega minn- umst við helgar sem við áttum með Loga og félögum hans, Pétri og Margréti, í Keldu- hverfinu þar sem hann var fæddur og uppalinn og þekkti hverja þúfu. Hann lýsti fyrir okkur stórkostlegum átökum Jökulsár á Fjöllum við hafið og eldsumbrotum og myndun Skjálftavatns í miklum jarð- hræringum. Við minnumst einnig góðra stunda í miklum kalkún- aveislum hjá Loga og Stínu, með Helga, Gunnu og strákun- um þeirra sem voru árlegur viðburður um hver jól og alltaf tilhlökkunarefni. Við Elín sendum Helga og Stínu auk annarra ættingja og vina Loga okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín og Davíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.