Morgunblaðið - 13.05.2020, Page 16

Morgunblaðið - 13.05.2020, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 ✝ Álfhildur Hjör-dís Jónsdóttir var fædd 4. maí 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 3. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Frímannsson, f. 12. mars 1913, d. 6. júní 1994 og Auður Gísladóttir, f. 5. nóvember 1921, d. 22. nóvember 2013. Systkini Álfhildar eru Pála Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Þórhallur Birgir Jónsson og Guð- mundur Jónsson. Börn Álfhildar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Björgvins Hólm, f. 19. nóvember 1934, d. 3 apríl 1999 eru: 1. Helena Hólm, gift Stefáni Þór Rögnvaldssyni. Börn þeirra eru Stefán og Sindri Sær. 2. Björgvin Þór Hólm, sambýlis- kona hans er Ísabel Lilja Pétursdóttir. Börn þeirra eru Björgvin og Sara. Björgvin á fyrir hana Sunnu. 3. Ein- ar Hólm. Börn hans eru Daníel Víðar og Alice Mary. 4. Linda Dögg Hólm, gift Eggerti Má Stef- ánssyni. Barn þeirra er Ragn- hildur Freyja. Fyrir á Linda börnin Óskar Andra og Anítu. Eftirlifandi eiginmaður Álfhildar er Þorlákur Guðmundsson, gift- ust þau árið 1984. Dóttir þeirra er Margét Erla Þorláksdóttir, gift Jóhannesi Davíð Hreinssyni. Börn þeirra eru Frosti og Vikar. Útförin fer fram frá Grinda- víkurkirkju 13. maí 2020 klukk- an 13. Mamma, nú ertu flogin í sumarlandið blíða og orðin eng- ill eins og Vikar segir. Þetta er erfitt að þú sért far- in og ég get ekki hringt í þig, komið til þín og knúsað þig, elsku besta mamma mín. En það sem ég hef eru minningar og það er svo dýrmætt að hafa þær og geta minnst þín. Þú varst svo úrræðagóð alltaf með lausnir á öllu, fyndin, skemmti- leg og stundum svolítið sein- heppin. Þegar ég loka augunum sé ég brosið þitt, heyri hlát- urinn þinn, finn lyktina af þér sem var svo góð. Þú varst besta vinkona mín, alltaf hægt að tala við þig um allt og ekkert, allar ferðirnar okkar í Rúmfó, Ikea og Costco þegar það kom, þú varst alltaf svo gjafmild, alltaf þurftir þú að borga allt og tókst ekkert annað í mál. Þegar ég var yngri voru allt- af allir vinir mínir velkomnir heim til okkar og tókst þú vel á móti þeim og þeim leið vel heima. Barnabörnin þín voru alltaf í 1. sæti og alltaf var best að koma heim til ömmu og afa, alltaf best að borða og svo kósí og notalegt, svo gastu alltaf á þig blómum bætt eins og það er kallað, nokkur voru þau auka- börnin sem kölluðu þig ömmu og ekki fannst þér það nú leið- inlegt. Vikar sagði svo þegar amma var farin að núna ætlaði hann að passa afa vel og hann ætti hann aleinn. Elsku mamma, mikið rosa- lega er ég þakklát fyrir tímann okkar saman síðustu mánuðina þína sem við áttum sem voru dásamlegir. Þú varst svo sterk, svo mikil hetja. Því miður tók sjúkdómurinn yfirhöndina og gerði það hratt, maður er aldrei tilbúinn að sleppa, þar sem ég og Linda systir vorum hjá þér þegar þú lést fann ég hvað það var friðsælt þegar þú slepptir tökunum. Elsku mamma, þú varst búin að segja mér að þú værir sátt og ekkert hrædd, tókst utan um mig og sagðir ég elska þig og brostir svo blíðlega. Elsku hjartans mamma mín, mikið afskaplega sakna ég þín mikið, þú munt alltaf vera í hjartanu mínu, minning þín mun lifa með okkur strákunum og við munum aldrei gleyma þér. Er lít ég yfir liðin ár mér ljóst í hjarta skín, þú þerraðir, móðir, tregatár og traust var höndin þín. Þú gafst mér allt sem áttir þú af ástúð, von og trú. Og því er nafn þitt, móðir mín, í mínum huga nú. Þú leiddir mig sem lítið barn og léttir hverja þraut. Við blómskreytt tún og hrímhvítt hjarn ég hjá þér ástar naut. Nú þegar lífs þíns lokast brá frá langri ævistund. Er gott að hvílast Guði hjá og ganga á Drottins fund. (Einar Steinþórsson.) Þín elskulega dóttir, Margrét. Í dag kveðjum við elskulegu móður mína Álfhildi. Það er margt sem mig langar að segja en það sem kemur fyrst upp í hugann er að mamma mín var skemmtileg og það voru ófáar stundir þar sem við grétum saman úr hlátri, hún var með húmorinn í lagi. Hlát- urinn hennar var svo skemmti- legur og get ég ekki annað en brosað þegar ég sé hana fyrir mér. Alltaf til í eitthvert glens og grín og hló alltaf að brönd- urunum mínum sem mér fannst ekki leiðinlegt. Hjartahlý, bros- mild og yndisleg eru orð sem lýsa henni líka vel. Næsta sem kemur upp í hug- ann er að hún sá ekki sólina fyr- ir barnabörnum sínum og var alltaf að tala um þau og hvað þau væru að gera. Flest barna- börnin leituðu mikið til hennar og var hún alltaf tilbúin að styðja við bakið á þeim ef þurfti. Henni fannst líka gaman að segja þeim frá lífinu í gamla daga og segja sögur. Ég var ung þegar hún og Björgvin faðir minn skildu eða 5-6 ára og man mjög lítið eftir fyrstu árum lífs míns. Sambúðin var krefjandi þeirra á milli og erfiðar aðstæður sem komu upp. Ég skildi það ekki þá en fékk vitneskju um það síðar meir að faðir minn glímdi við geðsjúk- dóm sem hann vildi ekki fá hjálp við. Ég man eftir að hún vann mjög mikið til að fæða og klæða okkur krakkana og saknaði ég mömmu mikið á þessum tíma þar sem hún var lítið heima. Hún saknaði þess eflaust mikið að geta ekki verið hjá okkur. Hún talaði annars aldrei illa um pabba minn, sagði mér frá hversu klár hann var og hverju hann hafði áorkað. Mamma kynnist svo Láka 1980 og má segja að hún og við öll duttum í lukkupottinn þegar hann kom inn í líf okkar. Hann tók að sér það hlutverk að vera pabbi minn þrátt fyrir að vera ungur að aldri og hefur staðið sig með prýði. Þarna var kom- inn maður sem var tilbúinn að hugsa um mömmu og dekra við hana. Árið 1982 áttu þau saman Margréti litlu systur mína sem er algjör dásemd og tengdi þau enn sterkari böndum. Þess má geta að Margrét systir stóð eins og klettur við hlið mömmu í veikindum hennar sem ég veit að mamma var þakklát fyrir og við öll. Mamma og pabbi voru búin að koma sér mjög vel fyrir saman á Suðurvörinni í Grinda- vík. Mamma elskaði að geta veitt okkur krökkunum meira en hún gat þegar við vorum yngri. Það var oft vandræðalegt þegar ég var með henni í búð á kass- anum að segja við mömmu að hún þyrfti ekki að borga eitt- hvað fyrir mig, ég væri fullfær um að borga eitthvað en hún krafðist þess hreinlega. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki hringt í mömmu þegar mér líður ekki vel, það var svo gott að heyra fallegu röddina hennar og fá stuðning frá henni. Ég hringdi líka alltaf í hana þegar ég var að fá út úr prófum í skólanum því hún var svo stolt af mér og var dugleg að segja mér það. Hún studdi mig í öllu sem ég gerði. það er skrýtið að sitja eftir sorgmædd en samt sátt við að hún fékk að kveðja þar sem sjúkdómurinn var búinn að sigra. Minning hennar mun lifa í hjarta mínu og hún lifir áfram í okkur börnunum hennar, barna- börnum og barnabarnabörnum. Bless mamma. Ég elska þig. Þín dóttir, Linda Dögg Hólm. Mig langar með fáeinum orð- um að minnast elsku móðursyst- ur minnar Álfhildar eða Hillu frænku eins og hún var alltaf kölluð af okkur. Hilla var ein- staklega glaðvær og skemmtileg frænka og stutt var í dillandi hláturinn. Ég man eftir heim- sóknum hennar til mömmu þeg- ar ég var yngri og við Helena elsta dóttir hennar fengum að fylgjast með systrunum og sperrtum eyrun yfir því sem þær voru að tala um, allt var svo spennandi og sveipað dulúð sem við frænkurnar skildum ekki en var svo spennandi. Hilla frænka datt í lukkupott- inn þegar hún kynntist Láka og saman voru þau einstök, alltaf brosandi og glöð og dásamlegt að heimsækja þau í Salthúsið. Ég fann alltaf svo vel fyrir væntumþykjunni í minn garð og minna og fyrir það verð ég æv- inlega þakklát. Ég er líka þakk- lát fyrir þær stundir sem ég átti með systrunum Pálu, mömmu og Hillu og ekki grunaði mig að myndin sem ég tók af þeim systrunum í júní í fyrra væri sú síðasta en mér þykir einstaklega vænt um þessa mynd. Við kveðjum Hillu frænku á erfiðum tímum og munum við fjölskyldan fylgjast með í fjar- lægð og sendum Láka, Mar- gréti, Helenu, Lindu, Þór, Ein- ari og fjölskyldum þeirra okkur innilegustu samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill og þung- bær. Einnig sendum við kveðjur til systkina Hillu, þeirra Pálu, Dæju (mömmu) Bigga og Brands. Ég veit að amma Auður og afi Jón taka brosandi á móti Hillu frænku með faðminn útbreiddan í sumarlandinu góða. Megi minning um yndislegu frænku lifa. Auður. Álfhildur Hjördís Jónsdóttir Dillandi hlátur- inn og bjarta bros- ið er það sem fyrst kemur upp í hug- ann þegar ég minn- ist vinkonu minnar, hennar Mússu. Við kynntumst á Reykjaskóla í Hrútafirði og vet- urinn þann var mikið hlegið, dansað og sungið. Eftirminni- legur er líka vígsludagur sund- laugarinnar, ekki fyrir hátíð- legu ræðurnar eða boðsundið. Nei, við enduðum flest full- klædd ofan í lauginni, ég í spariblússunni og Mússa í rós- óttum sumarkjól. Þá var nú hlegið. Eftir skólaslit héldum við út í lífið, hvert í sína áttina. Fáein- um árum síðar hittumst við Mússa á förnum vegi, með strákana okkar í barnakerrum, og upp frá því styrktust vin- áttuböndin. Þau Gústi bjuggu á þessum árum í Kleppsholtinu María Helgadóttir ✝ María Helga-dóttir fæddist 12. ágúst 1930. Hún lést 18. apríl 2020. Útför Maríu fór fram í kyrrþey 24. apríl 2020. og áttu afskaplega fallegt heimili, sem bar vott um sam- heldni þeirra hjóna. Seinna fluttu þau á Sogaveginn og við Halldór út á Nes, en það hindr- aði ekki samgang- inn þótt taka þyrfti tvo strætisvagna. Mússa, þessi fyrir- myndarhúsmóðir, átti alltaf eitthvað gott með kaffinu og kryddaði það með skemmtileg- um frásögnum svo við tókum bakföll af hlátri. Árin liðu, börnunum fjölgaði og þegar lítið tóm gafst fyrir heimsóknir var alltaf hægt að slá á þráðinn til Mússu og hlæja og spjalla. Þau Gústi komu sér upp sumarbústað í Kjósinni og áttu þar margar ánægjustundir og ekki var síður skemmtilegt að kíkja þangað í heimsókn. Þrátt fyrir áratuga búsetu okkar hjóna í Svíþjóð slitnuðu ekki tengslin við Mússu og allt- af hittumst við þegar ég var á landinu. Ferðin okkar til Kan- arí var ekki síður skemmtileg og hláturinn hennar Mússu smitaði út frá sér hvar sem við vorum. Við dilluðum okkur við suðræna tóna og höfðum gaman af því seinna að rifja upp takt- ana hjá dansherrunum. Lífið fór ekki alltaf mildum höndum um vinkonu mína, ótímabært fráfall Kela, sonar hennar, var sár reynsla og smám saman hallaði undan fæti varðandi heilsufarið. Í síðustu heimsókninni á Droplaugarstaði áttum við glaða stund og húm- orinn hennar skein í gegnum minnisþokuna. „Ég man ekkert hvað þú heitir en þú ert ansi skemmtileg kona,“ sagði hún og ég fann að þessi góða vinkona mín var enn sem fyrir sannur gleðigjafi. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. (Oddný Kristjánsdóttir frá Ferjunesi) Mín kæra vinkona fær án efa góðar móttökur í Sumarlandinu og hláturinn hennar verður smitandi þar eins og annars staðar. Börnum Mússu, fjöl- skyldum þeirra og öðrum ást- vinum færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Sigrún Ólöf Stefánsdóttir. ✝ Sóley Gunn-arsdóttir var fædd 19. maí 1970 á Þingeyri við Dýra- fjörð. Hún lést 27. apríl 2020 á Land- spítalanum við Hringbraut. Foreldrar Sól- eyjar voru Gunnar Ragnar Jónsson, f. 16. ágúst 1930, d. 23. desember 1997 og Júlíana Kristín Pálsdóttir, f. 30. maí 1942, d. 30. desember 2007. Eftirlifandi albræður hennar eru Jón Gunnarsson, f. 28. febrúar 1966 og Borgar Gunnarsson, f. 9.12. 1968. Eftirlifandi hálfbræður hennar eru Páll Brynjólfs- son, f. 8. júní 1960 og Gunnar Sigfús- son, f. 14. október 1962. Sambýlismaður Sóleyjar var Jón Briem, f. 9. október 1966, d. 6. október 2019. Börn þeirra eru Steindór Briem, f. 15. febr- úar 2003, og Kristín Ragna Briem, f. 15. maí 2006. Útför Sóleyjar fór fram frá Grafarvogskirkju 8. maí 2020. Sóley frænka hefur kvatt þessa jarðvist – frá tveimur börnum, allt of snemma. Eins og Borgar bróðir Sóleyjar orð- aði það: „Lífið getur verið frá- bært, en það bítur oft líka.“ Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir en alltaf var maður að vonast eftir góðum fréttum. Fyrst var það heilahimnubólg- an sem Sóley fékk sl. sumar sem lék hana illa og í byrjun október lést Jón maðurinn hennar. Eftir áramótin tóku svo við nýjar áskoranir þegar Sóley greindist með hjartasjúk- dóm. Eftir erfiða skurðaðgerð og margar vikur á Landspít- alanum í miðju Covid án heim- sókna var þrekið búið og hún varð að gefa eftir. Þegar ég hugsa um Sóleyju fer hugurinn með mig til Þing- eyrar þar sem Sóley fæddist og ólst upp. Verandi systradætur á svipuðum aldri lágu leiðir okkar oft saman. Heimsóknir á Brekkugötu þar sem báðar systur mömmu áttu heima rétt hjá hvor annarri. Við Sóley átt- um það sameiginlegt að það voru aldrei nein læti í okkur. Við stóðum frekar álengdar og fylgdumst með látunum í hin- um krökkunum. Eitt sumarið dvaldi ég 6 ára í 6 vikur í pöss- un á heimili Sóleyjar. Miðað við ungan aldur á ég margar minn- ingar frá þessum tíma enda fengum við krakkarnir að leika lausum hala út um allt þorp. Stærsta minningin er þó af mislingunum sem ég endaði á að ná mér í og lá sárlasin í marga daga. Ég heimsótti Sóleyju síðast í desember, rétt fyrir jólin. Þá var hún búin að vera að glíma við að ná heilsu eftir heila- himnubólguna sem og magasár sem sennilega kom í kjölfar andláts Jóns. Hún tók á móti okkur með sínu fallega brosi og rólega fasi. Yfirveguð og bros- mild gaf hún okkur kaffi og spurði frétta af fjölskyldunni. Miðað við það sem hún hafði gengið í gegnum mánuðina áð- ur var hún svo jákvæð, æðru- laus – hrein og bein. Engin nei- kvæðni, engin uppgjöf – við dáðumst að henni. Hlutirnir voru einfaldlega eins og þeir voru – ekkert flóknara en það. Auðvitað hlýtur þetta að hafa verið erfitt, en Sóley var eins og klettur sem ekki haggaðist. Nú þegar Sóley hefur kvatt þá er hugur minn hjá börn- unum hennar, Steindóri og Kristínu Rögnu. Missir þeirra er mikill og það á bara örfáum mánuðum. Ég veit að Sóley er komin í fangið á foreldrum sín- um, Júllu og Gunnari, og ég sé þau fyrir mér breiða út faðm- inn og senda Steindóri og Kristínu ást og orku til að tak- ast á við framtíðina. Blessuð sé minning Sóleyjar. Pálína Björnsdóttir. Elsku Sóley, fréttirnar af andláti þínu voru mér mjög erf- iðar. Ég mun ávallt minnast þín sem góðrar vinkonu og sam- starfsfélaga. Minningarnar um þig mun ég varðveita ávallt. Þegar ég hugsa um þig og per- sónuleikann þinn þá fyllist ég aðdáun yfir því hversu sterk þú varst. Þau voru ófá áföllin sem hafa dunið á þér, og að þú skul- ir hafa getað staðið upprétt, hugsað um börnin þín af ást og alúð, hlegið, látið þig varða um líðan vina þinna og lifað lífinu brosandi er hreint ótrúlegt að hugsa sér. Ég ætla að taka þig til fyrrimyndar og ég mun ávallt hugsa til þín þegar ég þarf á styrk að halda. Ég mun varðveita vel síðustu minn- inguna sem ég á um okkur saman, í ísbúðinni að drekka sjeik. Það var góður tími sem við áttum saman og ég man hversu mikið þú spurðir mig um hvernig mér gengi í skól- anum, hvernig börnin mín hefðu það. Þarna varst þú orðin mjög lasin, en þú talaðir lítið um það, heldur hafðir þú meiri áhuga á að heyra um mig og mitt líf. Þú varst svo dásamleg og hjartahlý vinkona, ég vildi óska að við hefðum getað átt fleiri góðar stundir saman. Ég hugsa til barnanna þinna á þessari stundu, ég veit að þú munt vaka yfir þeim. Ég horfi í gegnum gluggann, á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu, þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson) Elsku Sóley, ég mun ávallt vera þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast þér. Nú eruð þið hjónin orðin sameinuð á ný. Þín vinkona, Berglind. Sóley Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.