Morgunblaðið - 13.05.2020, Side 23

Morgunblaðið - 13.05.2020, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020  Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir fyrir GKG, hóf golf- tímabilið hér á landi af krafti á laugar- daginn. Hann lék þá hringinn á Ecco- mótinu á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ á 64 höggum og sigraði örugglega. Á eftir honum komu tveir af atvinnukylfing- unum sem bíða eftir að stóru mótin erlendis fari af stað. Andri Þór Björns- son úr GR varð annar á 66 höggum og Haraldur Franklín Magnús úr GR þriðji á 69 höggum.  Handknattleiksmaðurinn Elías Bóasson hefur snúið aftur til Fram eft- ir dvöl í ÍR og samið við félagið til tveggja ára. Elías, sem er 26 ára gam- all, hefur leikið með ÍR undanfarin þrjú keppnistímabil þar sem hann skoraði 84 mörk í 48 leikjum á Íslandsmótinu.  Enski knattspyrnumarkvörðurinn Lauren Allen er komin til liðs við úr- valsdeildarlið Þórs/KA. Allen lék áður með Chelsea, Fulham og Crystal Pal- ace en á síðasta tímabili spilaði hún alla 18 leiki Tindastóls í 1. deild og var nærri því að komast óvænt upp í úr- valsdeildina með Sauðárkróksliðinu.  Bandaríska körfuknattleikskonan Ariel Hearn hefur samið við Fjölni um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili og þá í úrvalsdeildinni. Hearn var mjög afgerandi í vetur þegar Fjöln- ir vann 1. deildina en hún kom til fé- lagsins eftir áramót og skoraði í sjö leikjum að meðaltali 24,3 stig í leik, tók 12,7 fráköst og átti 7,3 stoðsend- ingar.  Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel mun yfirgefa Ferrari eftir komandi keppnistímabil. Vettel hefur verið í samningaviðræðum við Ferrari að undanförnu, en þær viðræður sigldu í strand. Vettel er fjórfaldur heims- meistari með Red Bull, en hann hefur ekki náð að landa titlinum með Ferrari.  Úkraínski knattspyrnumaðurinn Ar- tem Biesiedin hefur verið úrskurðaður í eins árs keppnisbann af UEFA, Knatt- spyrnusambandi Evrópu, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Gildir bannið frá og með 19. desember, en þann dag var hann úrskurðaður í tímabundið bann. Hinn 24 ára gamli Biesiedin hefur leik- ið 13 landsleiki fyrir Úkraínu og skorað tvö mörk.  Danska stórstjarnan Mikkel Han- sen hefur verið kjörinn besti hand- boltamaður Danmerkur í sjötta skipti. Hansen hefur átt góðu gengi að fagna síðasta árið, sérstaklega með félags- liði sínu PSG.  Hlynur Bæringsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í körfuknattleik, gæti hæglega leikið með Stjörnunni fram að fer- tugu. Hlynur, sem verður 38 ára í sumar, hefur gert nýjan samning við Garðabæjarliðið en hann er til eins árs með möguleika á árs framlengingu. Stjarn- an hefur sömuleiðis samið til tveggja ára við tvo landsliðs- menn í sínum röð- um, Ægi Þór Stein- arsson og Tómas Þórð Hilmarsson. Ægir hefur leikið með liðinu síðustu tvö ár og Tómas allan sinn feril. Eitt ogannað DANMÖRK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðs- maður Íslands í handknattleik og nú- verandi aðstoðarþjálfari meistaraliðs Aalborg í Danmörku, var í gær ráðinn þjálfari danska U18 ára unglingalands- liðsins. Arnór, sem er 35 ára gamall, kom inn í þjálfarateymi Álaborgarliðsins árið 2018, en hann skrifaði nýverið undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið og verður hann því hjá félag- inu til sumarsins 2022 í það minnsta. Arnór hefur verið búsettur í Danmörku samfleytt frá árinu 2016 en ásamt því að leika með Aalborg á árunum 2016 til 2018 lék hann einnig með FCK og AG Köbenhavn í Danmörku á atvinnu- mannaferli sínum. „Það er mikill heiður fyrir mig persónulega að svona stórt samband skuli leitast eftir kröftum mínum og ég er mjög stoltur og glaður yfir því,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið. Í mínum huga fer þetta mjög vel saman við starf mitt hjá Aalborg. Það er alveg nóg að gera hjá félaginu í bæði deild og Meistaradeild en það mun mæða mest á mér hjá U18 ára landsliðinu í landsleikjahléum og þess vegna tel ég þessi störf passa fullkomlega saman. Ég hef fengið tilboð frá öðrum liðum hérna í Danmörku í gegnum tíðina en þegar allt kemur til alls líður mér mjög vel hjá Aalborg. Tímasetningarnar hafa heldur ekki alltaf hentað en þegar starfstilboðið kom frá danska handknattleiks- sambandinu fannst mér það henta fullkomlega og þess vegna ákvað ég að stökkva á það.“ Frábært tækifæri Arnór var einungis 33 ára gamall þegar hann lagði skóna á hilluna árið 2018. Hann gerði það meðal annars þar sem hann vildi einbeita sér meira að þjálfun, en Danir eru þekktir fyrir að framleiða frábæra handboltaleikmenn og er Arnór afar spenntur fyrir því að vinna með mesta efni- viði Danmerkur. „Það er alveg ljóst að ég hefði ekki fengið þetta starf ef það færi slæmt orð af mér hérna í Danmörku. Það er því jákvætt að það hefur verið tekið eftir því starfi sem maður hefur unnið undanfarin tvö ár hjá Aalborg. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir mig persónulega til þess að láta að mér kveða enda fyrsta starf mitt sem aðalþjálfari ef svo má segja. Ég þekki það ekki sérstaklega hversu margir unglingalandsliðsþjálfarar hafa verið af erlendu bergi brotnir hjá Danmörku í gegnum árin en þetta hefur aðeins þekkst hjá A-landsliðinu þar sem Gummi Gumm var auðvitað við stjórnvölinn um tíma. Það er því ekkert einsdæmi að útlendingar þjálfi liðin þeirra. Að sama skapi hef ég verið ansi lengi í Danmörku núna og ég þekki allt umhverfið hérna mjög vel. Maður veit nokkurn vegin hvernig þetta virkar á Íslandi en ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hvernig Danirnir hafa verið að vinna með sínar unglingaakademíur. Þeir eru þekktir fyrir að fram- leiða mjög frambærilega unga leikmenn og það verð- ur virkilega gaman að fá að vera aðeins með puttana í því.“ Tilbúinn í áskoranir Frá því að Arnór gerðist aðstoðarþjálfari Aalborgar hefur liðið tvívegis orðið Dan- merkurmeistari, 2019 og 2020 en áður varð hann meistari með liðinu sem leikmaður árið 2017. Hann segir að þjálfarastarfið hafi kom- ið honum á óvart og ítrekar að hann sé tilbú- inn að leggja ýmislegt á sig til þess að ná langt á þessu sviði handboltans. „Það hefur komið mér á óvart hversu gam- an ég hef af þjálfun. Þegar ég fór fyrst út í þetta árið 2018 var planið einfaldlega að klára samninginn og sjá hvort þetta hentaði mér eða ekki. Markmiðið var svo alltaf að taka bara stöðuna eftir þann tíma, en ég hef áttað mig á því á þessum tíma að ég hef mikinn áhuga á þessu. Ég er þess vegna tilbúinn að leggja meira á mig varðandi þjálfarastarfið og ég er tilbúinn í ákveðnar áskoranir á þessu sviði. Sem aðstoðarþjálfari getur mað- ur leyft sér að nördast aðeins meira í hlutunum en sem aðalþjálfari sem dæmi. Ég hef fengið mikla ábyrgð hjá Aalborg og ég er mjög sáttur við hlutskipti mitt hjá félaginu. Sam- starfið mitt við aðalþjálfara félags- ins, Stefan Madsen, hefur verið frá- bært og ég er mjög þakklátur fyrir að fá að halda starfi mínu hjá Aal- borg, samhliða því að bæta á mig aukastarfi hjá danska handknatt- leikssambandinu.“ Framtíðin óráðin Arnór hóf atvinnumannaferil sinn með Magdeburg í Þýskalandi árið 2004 eftir að hafa leikið með KA og skorað 129 mörk í 14 leikjum fyrir Akureyrarliðið í úrvalsdeildinni síð- asta tímabilið þar. Hann gekk svo til liðs við FCK í Danmörku árið 2006 og fluttist með því inn í stórliðið skammlífa AG Köbenhavn sem var stofnað árið 2010. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Flensburg í Þýskalandi og lék þar í eitt ár áður en hann færði sig yfir til Saint-Raphaël í Frakklandi en gekk síðan til liðs við Aalborg 2016. Arnór segir alls kostar óvíst hvenær hann snúi aftur heim til Íslands. „Ég vonast fyrst og fremst til þess að komast til Íslands á næstu vikum og að Icelandair haldi áfram að fljúga en ég er ekki kominn neitt lengra en það. Það hentar ekkert sérstaklega vel að ætla að sinna þessu starfi hjá U18 ára landsliði Dana og búa samhliða því á Íslandi. Það gefur því augaleið að við erum ekki á heimleið að svo stöddu þótt að við lítum að sjálfsögðu á okkur sem Íslendinga. Við fjölskyldan sjáum það fyrir okkur í framtíðinni að búa á Íslandi en að sama skapi gaf ég það líka út á sínum tíma að ég myndi flytja heim þegar börnin mín ættu að byrja í skóla. Ég er að fara að ferma eitt þeirra og er ekki enn fluttur heim, þannig að ég ætla að segja sem minnst um það hvenær við snúum heim. Þegar ég hef velt næstu skrefum fyrir mér á ferlinum, í gegnum tíðina, var það ekki ofarlega á lista að ég yrði danskur unglingalandsliðsþjálf- ari. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og það er mikilvægt að hoppa út í djúpu laug- ina öðru hvoru og reyna sig á sviðum sem maður hefur ekki prófað áður,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið. Reynsla Arnór Atla- son átti lang- an og farsæl- an feril sem landsliðsmaður Íslands og at- vinnumaður í Þýskalandi, Dan- mörku og Frakk- landi. Nú tekst hann á við nýja áskorun sem þjálfari. Morgunblaðið/Golli  Arnór Atlason ráðinn unglinga- landsliðsþjálfari hjá Dönum  Heldur áfram starfi sínu í Álaborg Mikilvægt að hoppa öðru hvoru út í djúpu laugina Körfuknattleiksdeild Þórs Akur- eyri hefur samið við serbneska framherjann Srdan Stojanovic og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Stojanovic er 28 ára gamall og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Fjölni; fyrst í 1. deild og síðan úrvalsdeild. Skoraði hann 20 stig, tók 5,8 fráköst og gaf 4,1 stoð- sendingu að meðaltali í vetur. Þá hefur Baldur Örn Jóhannes- son yfirgefið félagið og skrifað undir samning við Njarðvík. Skor- aði hann 1,9 stig, tók 3 fráköst og gaf 0,4 stoðsendingu í vetur. Þórsarar semja við sterkan Serba Morgunblaðið/Árni Sæberg Akureyri Serbinn Srdan Stojanovic leikur á Akureyri næsta vetur. Skíðasamband Íslands hefur valið öll landslið fyrir næsta vetur, tíma- bilið 2020-2021. Valið var eftir áður útgefinni valreglu sem kynnt var haustið 2019. Fram undan er tíma- bil þar sem heimsmeistaramót fara fram í þremur greinum; alpagrein- um, snjóbrettum og skíðagöngu. Er þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt landslið stefnir á þátttöku á HM í snjóbrettum. Baldur Vilhelmsson, Benedikt Friðbjörnsson og Marinó Kristjánsson skipa landsliðið í snjó- brettum, en HM verður haldið í Kína á næsta ári. Stefnt á HM í fyrsta skipti Ljósmynd/SKÍ Bretti Marinó Kristjánsson er í ís- lenska snjóbrettalandsliðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.