Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 18

Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sex tilboð bárust í endurgerð Tryggvagötu og Naustanna í Kvos- inni í Reykjavík. Tilboð voru opnuð 5. maí sl. Lægsta tilboðið í verkið átti Bjössi ehf., 393 milljónir króna. Var það 89% af kostnaðar- áætlun, sem var rúmar 400 millj- ónir. Næstlægsta tilboðið átti Grafa og grjót ehf., 397,5 milljónir króna. Verið er að yfirfara tilboðin hjá Reykjavíkurborg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði í Kvosinni undanfarin ár. Meðal annars hafa risið stórar byggingar á Hafnar- torgi, austan Tollhússins. Í sumar hyggst Reykjavíkurborg vinna áfram að því að fegra og endurgera Tryggvagötuna. Búið er að gera endurbætur á Bæjar- torgi og Steinbryggju og næst verður haldið áfram til vesturs að Naustum. Svæðinu sunnan við Toll- húsið verður breytt, bílastæði af- lögð og sett upp almenningsrými. Naustin verða einnig endurgerð frá Tryggvagötu að Geirsgötu. Að ári er svo áætlað að vinna síðasta áfangann frá Naustum að Grófinni. „Mósaíkverk Gerðar Helgadótt- ur á Tollhúsinu mun að loknum framkvæmdum fá að njóta sín bet- ur en áður. Undir listaverkinu verður torg sem liggur einstaklega vel við sólu og hentar því vel sem dvalarsvæði fyrir vegfarendur. Á svæðinu verða einnig litlir þokuúð- arar sem bjóða upp á leik og veita svæðinu ákveðna dulúð,“ segir í frétt frá borginni. Bílaumferð verður áfram um Tryggvagötu á einni akrein og einstefna verður í vesturátt. Mósaíkmyndin á suðurhlið Toll- hússins var sett upp fyrir nærri hálfri öld, sumarið 1973. Arkitekt hússins, Gísli Halldórsson, sagði þegar verkið kom til landsins, að myndin lyfti upp svipnum á Tryggvagötunni. „Listaverkið verður lýst upp og fá mósaíkstein- arnir að njóta sín betur en áður á þessum 142 fermetra fleti,“ segir í frétt borgarinnar. Fyrri hluti verkefnisins verður áfangaskiptur í samstarfi Reykja- víkurborgar og Veitna. Lagnir vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu verða endurnýjaðar. Margar þess- ara lagna eru komnar til ára sinna, en skólplögnin og kaldavatns- lögnin eru frá árinu 1925 og hafa því þjónað íbúum og fyrirtækjum í miðbænum í tæpa öld. Tryggvagata mun taka miklum breytingum  Lægsta tilboðið í endurgerð svæðisins tæpar 400 milljónir Upplýst Mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur verður lýst upp að kvöldlagi. Tölvumynd/Reykjavíkurborg Tryggvagata Bílastæðin sunnan Tollhússins verða aflögð og í staðinn verður útbúið torg sem liggur vel við sólu. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fækka orlofs- dögum sem barn þarf að taka í sum- ar frá leikskóla vegna COVID-19. Foreldrar og forráðamenn geta þá sótt um að barn þeirra taki færri en 20 daga í sumarleyfi í þeim tilvikum þegar foreldrar hafa þurft að skerða sumarleyfi sitt vegna skerð- ingar á leikskólastarfi í faraldr- inum. Horft verður til aðstæðna hverju sinni og orlofsstöðu foreldra og forráðamanna. Tillagan um til- slökun á reglunni þýðir að full starfsemi gæti orðið í sex opnum leikskólum í allt sumar. Sömuleiðis verða fleiri sumarstörf í boði og verða námsmenn sérstaklega hafð- ir í huga í þeim ráðningum, segir í frétt frá borginni. Rýmri reglur um sumarleyfi leikskólabarna Rannsóknaskip Hafrannsóknastofn- unar eru þessa dagana bæði í fjöl- breyttum 20 daga leiðöngrum. Bjarni Sæmundsson fór á mánu- dag í árlegan vorleiðangur og er hann liður í langtímavöktun á ástandi sjáv- ar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir verða gerðar umhverfis landið, yfir mestum hluta landgrunnsins, utan þess og inni á fjörðum. Jafnframt eru gerðar mælingar með síritandi mæli- tækjum á siglingaleið skipsins. Magn og útbreiðsla ljósátu verður mæld með bergmálstækni og út- breiðsla loðnulirfa könnuð. Að auki verður safnað sýnum fyrir Geisla- varnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó. Einnig verða sett í sjóinn rekdufl, sem mæla umhverfisþætti, fyrir erlenda sam- starfsaðila. Vistfræði Austurdjúps Á sunnudaginn fór Árni Friðriks- son í leiðangurinn „Vistfræði Austur- djúps“. Eitt af meginmarkmiðunum er að meta magn og útbreiðslu norsk- íslenskrar síldar og annarra upp- sjávartegunda í Austurdjúpi og á austur- og norðausturmiðum. Þessu til viðbótar er ástand hafsins og vist- kerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhópi á vegum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). aij@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Rannsóknir Árni Friðriksson kann- ar útbreiðslu uppsjávartegunda. Fjölbreytt rannsókna- verkefni  Sýnum safnað fyrir Geislavarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.