Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sex tilboð bárust í endurgerð Tryggvagötu og Naustanna í Kvos- inni í Reykjavík. Tilboð voru opnuð 5. maí sl. Lægsta tilboðið í verkið átti Bjössi ehf., 393 milljónir króna. Var það 89% af kostnaðar- áætlun, sem var rúmar 400 millj- ónir. Næstlægsta tilboðið átti Grafa og grjót ehf., 397,5 milljónir króna. Verið er að yfirfara tilboðin hjá Reykjavíkurborg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði í Kvosinni undanfarin ár. Meðal annars hafa risið stórar byggingar á Hafnar- torgi, austan Tollhússins. Í sumar hyggst Reykjavíkurborg vinna áfram að því að fegra og endurgera Tryggvagötuna. Búið er að gera endurbætur á Bæjar- torgi og Steinbryggju og næst verður haldið áfram til vesturs að Naustum. Svæðinu sunnan við Toll- húsið verður breytt, bílastæði af- lögð og sett upp almenningsrými. Naustin verða einnig endurgerð frá Tryggvagötu að Geirsgötu. Að ári er svo áætlað að vinna síðasta áfangann frá Naustum að Grófinni. „Mósaíkverk Gerðar Helgadótt- ur á Tollhúsinu mun að loknum framkvæmdum fá að njóta sín bet- ur en áður. Undir listaverkinu verður torg sem liggur einstaklega vel við sólu og hentar því vel sem dvalarsvæði fyrir vegfarendur. Á svæðinu verða einnig litlir þokuúð- arar sem bjóða upp á leik og veita svæðinu ákveðna dulúð,“ segir í frétt frá borginni. Bílaumferð verður áfram um Tryggvagötu á einni akrein og einstefna verður í vesturátt. Mósaíkmyndin á suðurhlið Toll- hússins var sett upp fyrir nærri hálfri öld, sumarið 1973. Arkitekt hússins, Gísli Halldórsson, sagði þegar verkið kom til landsins, að myndin lyfti upp svipnum á Tryggvagötunni. „Listaverkið verður lýst upp og fá mósaíkstein- arnir að njóta sín betur en áður á þessum 142 fermetra fleti,“ segir í frétt borgarinnar. Fyrri hluti verkefnisins verður áfangaskiptur í samstarfi Reykja- víkurborgar og Veitna. Lagnir vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu verða endurnýjaðar. Margar þess- ara lagna eru komnar til ára sinna, en skólplögnin og kaldavatns- lögnin eru frá árinu 1925 og hafa því þjónað íbúum og fyrirtækjum í miðbænum í tæpa öld. Tryggvagata mun taka miklum breytingum  Lægsta tilboðið í endurgerð svæðisins tæpar 400 milljónir Upplýst Mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur verður lýst upp að kvöldlagi. Tölvumynd/Reykjavíkurborg Tryggvagata Bílastæðin sunnan Tollhússins verða aflögð og í staðinn verður útbúið torg sem liggur vel við sólu. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fækka orlofs- dögum sem barn þarf að taka í sum- ar frá leikskóla vegna COVID-19. Foreldrar og forráðamenn geta þá sótt um að barn þeirra taki færri en 20 daga í sumarleyfi í þeim tilvikum þegar foreldrar hafa þurft að skerða sumarleyfi sitt vegna skerð- ingar á leikskólastarfi í faraldr- inum. Horft verður til aðstæðna hverju sinni og orlofsstöðu foreldra og forráðamanna. Tillagan um til- slökun á reglunni þýðir að full starfsemi gæti orðið í sex opnum leikskólum í allt sumar. Sömuleiðis verða fleiri sumarstörf í boði og verða námsmenn sérstaklega hafð- ir í huga í þeim ráðningum, segir í frétt frá borginni. Rýmri reglur um sumarleyfi leikskólabarna Rannsóknaskip Hafrannsóknastofn- unar eru þessa dagana bæði í fjöl- breyttum 20 daga leiðöngrum. Bjarni Sæmundsson fór á mánu- dag í árlegan vorleiðangur og er hann liður í langtímavöktun á ástandi sjáv- ar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir verða gerðar umhverfis landið, yfir mestum hluta landgrunnsins, utan þess og inni á fjörðum. Jafnframt eru gerðar mælingar með síritandi mæli- tækjum á siglingaleið skipsins. Magn og útbreiðsla ljósátu verður mæld með bergmálstækni og út- breiðsla loðnulirfa könnuð. Að auki verður safnað sýnum fyrir Geisla- varnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó. Einnig verða sett í sjóinn rekdufl, sem mæla umhverfisþætti, fyrir erlenda sam- starfsaðila. Vistfræði Austurdjúps Á sunnudaginn fór Árni Friðriks- son í leiðangurinn „Vistfræði Austur- djúps“. Eitt af meginmarkmiðunum er að meta magn og útbreiðslu norsk- íslenskrar síldar og annarra upp- sjávartegunda í Austurdjúpi og á austur- og norðausturmiðum. Þessu til viðbótar er ástand hafsins og vist- kerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhópi á vegum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). aij@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Rannsóknir Árni Friðriksson kann- ar útbreiðslu uppsjávartegunda. Fjölbreytt rannsókna- verkefni  Sýnum safnað fyrir Geislavarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.