Morgunblaðið - 25.05.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 25.05.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Flugfélög um allan heim undirbúa nú að koma starfsemi sinni aftur í eðlilegt horf. Um helgina tilkynnti Lufthansa, stærsta flugfélag Þýskalands, að um miðjan júní muni flug hefjast á ný til 20 áfanga- staða. Flogið verður frá Frankfurt, sem er aðalbækistöð Lufthansa, til svæða á borð við Mallorca, Ródos, Malaga og Ibiza og ætti að það að kæta sólþyrsta Þjóðverja sem og ferðaþjónusturekendur við Mið- jarðarhafið. Áður hafði flugfélagið upplýst að flug til Los Angeles, Toronto og Múmbaí myndi hefjast að nýju í júní og stefnt að því að áð- ur en júnímánuður er liðinn fljúgi Lufthansa í viku hverri 1.800 ferðir fram og til baka til 130 áfangastaða um allan heim. Verður tilkynnt síð- ar í þessari viku hvaða áfangastaðir bætast næst við. Helmingi minni losun innanlands Air France áætlar að í maí og júní verði flugframboð félagsins orðið um 15% af því sem það var á sama tíma í fyrra, en þegar verst lét var fjöldi flugferða Air France aðeins 3-5% af því sem það væri í eðlilegu árferði. Mun flugfélagið í fyrstu einkum leggja áherslu á tengingar innan Frakklands, til áfangastaða í Evrópu og flug til franskra landsvæða utan álfunnar. Endurreisn Air France kann þó að litast af þeim kröfum stjórnvalda að draga verulega úr innanlands- flugi. Hefur Reuters eftir Élisabeth Borne umhverfismálaráðherra Frakklands að flugfélagið verði að draga „stórlega“ úr innanlandsflugi vilji það að ríkið veiti félaginu skuldaábyrgð. Hefur franska ríkið boðið Air France sjö milljarða evra björgunarpakka með því skilyrði að koltvísýringslosun flugfélagsins innanlands hafi helmingast ekki seinna en 2024. Er hugmyndin sú að almenningur noti frekar lesta- kerfið til að ferðast á milli franskra borga. Lággjaldaflufélagið EasyJet til- kynnti á fimmtudag að það hygðist hefja flug að nýju um miðjan júní og verður byrjað á flugleggjum innanlands í Frakklandi og Bret- landi. Ryanair reiknar með að í júlí verði umsvif félagsins orðin um 40% af því sem þau væru í eðlilegu árferði, og Emirates byrjaði í síð- ustu viku að tengja Dúbaí við níu borgir í Evrópu, Ástralíu og N-Am- eríku. Fá að gera hlé á flugi til minni flugvalla Á meðan frönsk stjórnvöld vilja þvinga þjóðarflugfélagið til að draga úr flugi innanlands hafa bandarísk yfirvöld veitt þarlendum flugfélögum sérstaka undanþágu til að draga úr flugi á milli banda- rískra borga. Í Bandaríkjunum fá flugfélög styrki gegn því að fljúga til byggða þar sem erfitt væri að halda úti reglulegu flugi á mark- aðsforsendum en þurfa í staðinn að bjóða upp á ákveðinn lágmarks- fjölda flugferða. Fá flugfélögin að gera tímabundið hlé á þessum ferð- um þar sem eftirspurn er með allra minnsta móti. Fær t.d. Delta að leggja niður flugþjónustu til Aspen í Colorado, Lincoln í Nebraska og Santa Barbara í Kaliforníu, en United gerir hlé á flugi til Key West í Flórída, Kalamazoo í Michi- gan og Chattanooga í Tennessee. Er útlit fyrir að lifni yfir banda- rískum flugfélögum í júní, og ætlar t.d. Southwest að hefja flug til Par- ísar, Sjanghaí og Peking, en Amer- ican ætlar að opna á ný tengingar til Dyflinnar, Lundúna og Aþenu. Flugfélög í Asíu virðast ætla að fara ögn seinna af stað og mun t.d. Singapore Airlines halda starfsemi í algjöru lágmarki út júní, og sömu- leiðis hyggst Thai Airways ekki hefja flug til annarra landa fyrr en í fyrsta lagi 30. júní. Enga björg að fá í Rómönsku Ameríku Horfurnar virðast verstar fyrir flugfélög í Mið- og Suður-Ameríku, m.a. vegna þess að stjórnvöld í nær öllum löndum álfunnar hafa lítinn áhuga á að bjarga þeim frá falli. Kólumbíska flugfélagið Avianca, sem er næststærsta flugfélag S-Ameríku miðað við tekjur, fór fram á greiðslustöðvun hinn 10. maí síðastliðinn, og fyrir skemmstu til- kynnti Lenin Moreno forseti Ekva- dors að eignir ríkisflugfélagsins Tame yrðu seldar. Aðeins í Brasilíu hafa stjórnvöld rétt flugfélögunum hjálparhönd og fengu Gol, Azul og Latam að skipta með sér rúmlega eins milljarðs dala björgunarpakka. FT segir viðhorf stjórnvalda í Mið- og Suður-Ameríku meðal ann- ars litast af því að þar þykja flug- samgöngur enn lúxus frekar en að teljast almennur samgöngumáti, og það þrátt fyrir að vöntun sé á öðr- um góðum valkostum til að komast á milli landshluta eða á milli landa á þessum slóðum þar sem fjallgarð- ar og regnskógar skilja byggðir að. Óttast sérfræðingar að ef kórónu- veiran skilur eftir sig sviðinn akur á flugmarkaði í álfunni muni sæta- framboð minnka og flugmiðaverð hækka sem síðan muni bitna á ferðaþjónustu í álfunni. Fara varlega af stað  Í Evrópu munu flugfélög byrja að fjölga ferðum um miðjan júní en biðin verður lengri í Asíu  Stuðningi við Air France fylgir kvöð um að draga úr losun AFP Brottför Starfsmaður sótthreinsar flugstjórnarklefa. Helstu flugfélög virðast ætla að þreifa sig áfram og auka framboðið á flugi jafnt og þétt. Flugfélög í Mið- og Suður-Ameríku fá ekki ríkisaðstoð og gætu lognast út af. STUTT ● Bílaleigurisinn Hertz Global Holdings sótti á föstudag um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en undir félagið heyra bæði Hertz-, Dollar- og Thrifty- bílaleigurnar. Reuters greinir frá að greiðslustöðvunin snerti ekki starfsemi Hertz í Evrópu, Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Mikill samdráttur í flugi og ferðalög- um hefur minnkað eftirspurnina eftir bílaleigubílum svo mikið að félaginu er ekki lengur fært að greiða af skuldum sínum. Hafði Hertz þegar sagt upp um 10.000 manns í hagræðingarskyni en starfsmenn félagsins á heimsvísu eru um 38.000 talsins og gerir það út meira en 500.000 bíla flota. Reuters bendir á að bílaleigur áttu víða í vök að verjast áður en kórónu- veirufaraldurinn blossaði upp því vax- andi hópur ferðamanna kýs að nýta skutlþjónustur eins og Uber í stað þess að taka bíl á leigu. ai@mbl.is Hertz í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum AFP Veldi Hertz er rúmlega aldargamalt fyrirtæki með útibú víða um heim. ● Rekstur kínverska netverslunar- risans Alibaba á síðasta ársfjórðungi gekk mun betur en spáð hafði verið. Fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sitt á föstudag og kom þar fram að tekur félagsins af netverslun jukust um 19%. Skýrist þessi mikli vöxtur einkum af áhrifum kórónuveirufaraldursins sem bitnað hefur á hefðbundnum verslunum en verið vítamínsprauta fyrir verslanir á netinu. ai@mbl.is Uppgangur hjá Alibaba 25. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 143.37 Sterlingspund 174.46 Kanadadalur 102.3 Dönsk króna 20.959 Norsk króna 14.251 Sænsk króna 14.806 Svissn. franki 147.46 Japanskt jen 1.3344 SDR 195.28 Evra 156.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.5193 Hrávöruverð Gull 1732.45 ($/únsa) Ál 1487.0 ($/tonn) LME Hráolía 36.18 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.