Morgunblaðið - 25.05.2020, Side 14
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Humarvertíð byrjaði á hefð-
bundnum tíma í marsmánuði er
fyrstu bátarnir hófu veiðar. Eftir
þokkalega byrjun hefur verið dauft
yfir veiðunum og einkum stór humar
veiðst, nokkuð sem ekki kemur á
óvart miðað við nýliðun og ástand
stofnsins. Hrun hefur orðið í humar-
stofninum við landið á síðustu árum
og þannig var humaraflinn 259 tonn
á síðasta fiskveiðiári, en nákvæm-
lega tvö þúsund tonnum meiri fyrir
áratug, fiskveiðiárið 2010/11.
Leyfilegt er að veiða 214 tonn af
heilum humri í ár og eru veiðarnar
ýmsum takmörkunum háðar. Þannig
eru veiðar bannaðar í Jökuldjúpi og
Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi
humri og takmarkanir eru á ýmsum
öðrum veiðisvæðum til að minnka
álag.
Í upphafi vertíðar hafa humar-
bátar frá Hornafirði, Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn verið að veið-
um í Hornafjarðardýpi, Breiða-
merkurdýpi og Skeiðarárdýpi. Mikið
hefur verið af fiski á humarslóð und-
anfarið og þorskurinn verið að
ganga út, en á meðan gefur hum-
arinn sig ekki. Er líður á vertíðina
færast veiðisvæðin vestur á Eldeyj-
arbanka, Skerjadýpi og Grindavík-
urdýpi.
Markaðir að mestu lokaðir
Jón Páll Kristófersson, rekstr-
arstjóri Ramma í Þorlákshöfn, segir
að markaðir í Suður-Evrópu séu enn
að mestu lokaðir vegna kórónu-
faraldursins. Mest fer af frystum
heilum humri til Spánar og er lögð
áhersla á að landa og pakka humr-
inum heilum til að fá sem mest verð-
mæti. Síðustu vikur hafa verið þreif-
ingar um sölu á humri á aðra mark-
aði.
Mikið fer hins vegar af humar-
hölum á innanlandsmarkað og hér
eins og í Evrópu eru spurningar-
merki um markaðinn vegna fækk-
unar erlendra ferðamanna. Fram-
leiðsla á humarhölum hérlendis
hefur ekki nægt til að svara kröfum
markaðarins síðustu ár. Með minni
afla hefur innflutningur á humri
aukist, einkum frá Danmörku og
Bretlandi. Það er yfirleitt smærri
humar, sem er frábrugðinn þeim ís-
lenska m.a. með tilliti til gæða.
Á heimasíðu Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum er fjallað
um humarvertíðina undir fyrirsögn-
inni „Humarvertíðin hafin en fátt
um gleðitíðindi“. Þar er haft eftir
Sverri Haraldssyni sviðsstjóra að
Vinnslustöðin selji heilfrystan hum-
ar til Spánar og humarhala á mark-
aði víða á meginlandi Evrópu. Nú
séu veitingahús lokuð vegna kórónu-
veirunnar á mestöllu meginlandinu
og engin spurn eftir humri. „Við
veiðum því og framleiðum eftir hend-
inni og reynum að spila úr þeim
markaðsfærum sem gefast þegar
faraldrinum linnir og lífið færist í
fyrra horf, þar á meðal í veitinga-
húsarekstri,“ er haft eftir Sverri.
Á yfirliti á vef Fiskistofu kemur
fram á aflastöðulista að búið sé að
veiða rúmlega 29 tonn af 69 tonna
kvóta. Þarna er frá gamalli tíð miðað
við humarhala, en halarnir eru 30,8%
af humrinum. Hafrannsóknastofnun
miðar hins vegar við heilan humar og
214 tonna kvóta og samkvæmt því er
búið að veiða tæplega 100 tonn í ar.
Nýliðun í sögulegu lágmarki
Gripið var til mjög hertra að-
gerða við humarveiðar í fyrra og í ár
er haldið áfram á sömu braut, afla-
viðmiðið reyndar lækkað lítillega.
Fyrirliggjandi gögn benda til að ný-
liðun humars sé í sögulegu lágmarki
og að árgangar frá 2005 séu mjög litl-
ir. „Verði ekki breyting þar á má bú-
ast við áframhaldandi minnkun
stofnsins,“ segir í ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar.
Þéttleiki humarholna við Ísland
mælist nú með því minnsta sem
þekkist meðal þeirra humarstofna
sem Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) veitir ráðgjöf fyrir. Meðal-
þyngd humars hefur síðustu ár verið
mjög mikil í sögulegu samhengi og
skýrist að mestu af lítilli nýliðun og
þar af leiðandi er hlutdeild eldri
humars mikil.
Dauft á humarvertíð
eins og við var að búast
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Vertíð Humar þykir
herramannsmatur,
en hrun hefur orðið
í stofninum.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir mikilmótmæli íHong Kong
á síðasta ári hafa
mótmælin að mestu
legið niðri á þessu
ári enda gerir kórónuveiran
kínverska mótmælendum erfitt
fyrir að hópast saman og lýsa
þannig skoðunum sínum. Fyrir
helgi gengu stjórnvöld í Peking
þó fram af íbúum Hong Kong
sem og fjölda fólks víða um
heim með því að ætla að herða
tökin á sjálfstjórnarsvæðinu og
varð þetta til þess að um
helgina brutust út mikil mót-
mæli í Hong Kong, þrátt fyrir
hættuna af kórónuveirunni.
Erfitt er að verjast þeirri
hugsun að það séu einmitt nú-
verandi aðstæður sem urðu til
þess að stjórnvöld í Peking
ákváðu nú að láta til skarar
skríða. Ekki aðeins vegna þess
að fjöldasamkomur eru erfiðari
og hljóta alltaf að verða mun fá-
mennari en ella þegar veiru-
faraldur gengur yfir, heldur
líka vegna þess að af sömu
ástæðum má ætla að aðrar
þjóðir séu uppteknar af öðru en
auknum inngripum kínverskra
stjórnvalda í sjálfstjórnarhér-
aðið Hong Kong.
Nýju lögin sem ætlunin er að
þvinga upp á íbúa Hong Kong
eiga að gera þeim erfiðara fyrir
að stunda mótmæli og jafnvel
tjá sig með þeim hætti sem van-
inn er í Hong Kong, rétt eins og
á Vesturlöndum, en íbúar Hong
Kong njóta þess enn að Bretar
lögðu línurnar um löggjöf sjálf-
stjórnarhéraðsins, þar með tal-
ið um mannrétt-
indi. Samkvæmt
samningi sem gerð-
ur var við Kína á
Hong Kong að
njóta sérstöðu til
2047, en íbúarnir óttast að það
samkomulag haldi ekki og rétt-
indi þeirra verði skorin niður í
það sem þau eru í Kína. Fyrir-
huguð lagasetning kínverskra
stjórnvalda, sem felur meðal
annars í sér að kínverskar
öryggissveitir geti athafnað sig
í Hong Kong, rennir að sjálf-
sögðu stoðum undir þennan
ótta.
Hörð viðbrögð stjórnvalda í
Hong Kong, sem virðast leggja
sig mjög fram um að halda frið-
inn við stjórnvöld í Peking,
vegna mótmæla helgarinnar
eru einnig áhyggjuefni. Mikill
fjöldi mótmælenda var hand-
tekinn og táragasi og piparúða
var beitt af ákafa. Allar slíkar
uppákomur minna vitaskuld á
það sem gerðist fyrir rúmum
þremur áratugum í mótmælum
í Peking og gerir ekkert annað
en að auka á ótta og áhyggjur,
jafnt í Hong Kong sem erlend-
is.
Kínversk stjórnvöld ættu
frekar að styðja við það sem um
var samið þegar Bretar hurfu
frá Hong Kong, eitt ríki með
tveimur kerfum, en að skjóta
stoðum undir ótta um að þessi
samningur verði ekki haldinn.
Það væri mikilvægt skref í þá
átt að sýna íbúum Hong Kong
og umheiminum öllum að ekk-
ert sé að óttast þegar stjórn-
völd í Kína eru annars vegar.
Kínversk stjórnvöld
ættu að fara fram af
meiri varfærni}
Hong Kong í hættu
Afkoma Reykja-víkurborgar
batnaði um tæpa
fimm milljarða
króna í fyrra vegna
matsbreytinga á
leiguíbúðum sem
borgin er ekki að fara að selja
og má tæpast selja. Ekki þarf að
koma á óvart að þetta hafi vakið
athygli og athugasemdir. Slíkar
bókhaldsæfingar hafa vitaskuld
ekkert með raunverulega af-
komu borgarinnar að gera og
borgarfulltrúar meirihlutans
ættu fremur að viðurkenna það
hiklaust en að þvarga þegar á
þetta er bent. Með því að vekja
ekki sérstaka athygli á þessu er
borgin að fela fyrir íbúum sín-
um raunverulega stöðu rekstr-
arins. Það er alvarlegt mál.
Ekki batnar það þegar svör
borgarfulltrúa meirihlutans við
ábendingum um vaxandi skuldir
borgarinnar eru skoðuð. Eyþór
Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins, hefur bent á að á
sama tíma og borgin sé rekin
með hagnaði árið 2019 aukist
skuldir hennar um
21 milljarð króna.
Rekstrarkostnaður
hækki hratt og
tímabært sé að end-
urskoða ýmsar
fjárfestingar
borgarinnar, svo sem borgar-
línu.
Dóra Björt Guðjónsdóttir,
borgarfulltrúi meirihlutans og
pírati, mótmælir þessu og segir
skuldasöfnunina vera vegna
fjárfestinga, og bætir við:
„Sumir myndu segja að stjórn-
málafólk sem vantar metnað
finni sér skjól í því að leggja
stanslausa áherslu á að borga
niður skuldir.“
Það kann að vera metnaður,
en efast má um að það sé heil-
brigður metnaður að ætla að
skuldsetja borgarbúa um tugi
milljarða króna til að koma á
borgarlínu. Borgin stendur ekki
nægilega vel fjárhagslega þrátt
fyrir fullyrðingar meirihlutans
um annað eins og hratt vaxandi
skuldir í bland við bókhalds-
æfingar sýna.
Meirihlutinn í borg-
inni ætti að beina
kröftum sínum í
jákvæðari farveg}
Metnaður til að safna skuldum
U
ndanfarnar vikur höfum við
fengið að kynnast því sem ekk-
ert okkar hafði gert sér í hug-
arlund fyrir aðeins nokkrum
mánuðum, að lifa við mikla
skerðingu á daglegu frelsi. Við höfum ekki
getað hitt eldri ættingja, farið í líkamsrækt,
knúsað litlu systur, haldið fermingarveislur
né ferðast óhindrað milli landa. Það er
merkilegt að sjá þann samtakamátt sem
þjóðin hefur sýnt og við sjáum nú þegar
merki þess að flestir vilja leggja sitt af mörk-
um til að fara verlega á meðan ógnin af veir-
unni varir enn.
Við erum öll staðráðin í því að láta lífið
halda áfram. Í dag taka í gildi miklar aflétt-
ingar á þeim takmörkunum sem hér hafa
verið frá 13. mars. Það er mikilvægt að
tryggja að þau höft og takmarkanir sem
nauðsynlegt hefur verið að grípa til festi sig ekki í sessi
til lengri tíma. Þrátt fyrir að þær hafi verið minni en
víða um heim og við lifum við meira frelsi frá og með
deginum í dag finnst okkur nóg um.
Aðgerðir stjórnvalda miða að því að færa þjóðlífið
smám saman í eðlilegt horf þótt veiran muni mögulega
koma að einhverju marki upp aftur. Samkomur með allt
að 200 manns eru nú leyfðar, skilgreiningin á tveggja
metra reglunni er breytt og miðast nú einungis við að
fólk geti átt þess kost að virða hana kjósi það svo. Þá
verða líkamsræktarstöðvar opnaðar ásamt skemmti-
stöðum og krám með ákveðnum takmörk-
unum.
Baráttan við óþekkta sjúkdóminn
COVID-19 hefur gengið vel hér á landi, allt
hefur miðað að því að vernda líf og heilsu
fólks og nú eru einungis þrjú virk smit í
landinu. Afleiðingar þeirra viðbragða sem
farið hefur verið í um heim allan fela í sér
gríðarlegan samdrátt í hagkerfum heimsins
sem ekki verður búið við til langframa. Nú
leggjum við allt kapp á að ræsa hagkerfið
aftur, tryggja störf og hagvöxt til framtíðar.
Þannig aukum við lífsgæðin enn frekar hér á
landi.
Það eru rúmir tveir mánuðir frá því að
samkomubann var sett á hér á landi. Það er
ekki langur tími í sögulegu samhengi en
þetta er engu að síður tími sem við gleymum
seint. Við vitum hvað við höfum í frelsinu,
hvað við höfum í samskiptum við okkar nánustu, mögu-
leikana á því að koma saman og ferðast og þannig
mætti lengi áfram telja. Við vitum að við viljum halda í
þetta frelsi og aðeins hamfarir eða skæðar sóttir geta
tekið það frá okkur – þó alltaf vonandi tímabundið. Í
dag förum við af neyðarstigi almannavarna yfir á
hættustig og ég er þess fullviss að allir hafi vilja til þess
að leggja áfram sitt af mörkum til að takast á við þetta
verkefni. Þannig höfum við náð árangri fram til þessa.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Við stefnum í eðlilegt horf
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen