Morgunblaðið - 25.05.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.05.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is 60 ára Einar er Reyk- víkingur og býr í Laug- ardalnum. Hann er tölvunarfræðingur að mennt frá HR og er framkvæmdastjóri Vökva ehf. Maki: Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, f. 1965, flugfreyja hjá Icelandair. Börn: Sóley, f. 1986, Guðlaugur Þór, f. 1992, Ingibjörg Eva, f. 1996, og Einar Ágúst, f. 1998. Dóttursonur er Mikael, sonur Sóleyjar. Foreldrar: Elsa Vestmann Stefánsdóttir, f. 1940, myndlistarmaður, búsett í Reykjavík, og Ágúst Halldór Elíasson, f. 1931, d. 2018, framkvæmdastjóri. Einar Ingi Ágústsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Eng- um kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að fatta hvað skiptir þig mestu máli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila og það er þér í hag að vera hreinskilin/n. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það sitja allir um þig og vilja hafa áhrif á ráðagerðir þínar. Þú átt góða vini sem standa með þér, nýttu þér það þegar á móti blæs. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum gerist það ef maður ein- blínir á eitthvað eitt, að fjölmargir aðrir kostir fara framhjá manni. Farðu þér hægt því tækifærin hlaupa ekkert frá þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Neikvæðar hugsanir ber að forðast eins og heitan eldinn. Skipulagning er ein þín sterkasta hlið. Stundum þarf maður að biðjast fyrirgefningar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Njóttu samvista við aðra í dag. Lík- legt er að þú haldir dauðahaldi í eitthvert gamalt vandamál. Æfðu þig í að sleppa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Augnabliksfrægð kemur til skjalanna – nokkuð sem þú varst alls ekki að reyna að ná. Gleymdu því ekki að sjálfsvirðing þín skiptir öllu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki hanka þig á því að þú hafir ekki unnið heimavinnuna þína. Vertu þolinmóð/ur. Reyndu að útiloka nagandi ótta, horfðu fram á við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst eins og einhver hafi verið með þig í þrautakóngi til að leiða þig að sannleikanum. Losaðu þig við fatnað, húsgögn og jafnvel óæskilegan félagsskap ef því er að skipta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Segðu nákvæmlega hvað þig vantar og þú munt fá það, þó ekki alveg strax. Þú ert leidd/ur áfram í rétta átt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að sinna ættingja í dag. Gleði og hamingja er í kortunum í einkalífinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinur lumar á safaríku leyndarmáli. Þú gerir allt sem í þínu valdi stendur svo öðrum líði vel. Passaðu samt að fara ekki yfir strikið í þeim málum. berjatínslu. Svo vann hann hjá Ingi- mundi Sigfússyni í Heklu næstu tvö sumur sem sölumaður Volkswagen- og Land Rover-bíla. „Eftir verslunar- námið skiptist vinnuferill minn því sem næst til helminga; 25 ár í forsvari fyrir innflutningsfyrirtæki og í önnur 25 ár sem eigandi ferðaskrifstofunnar Fjallafara. Ég hef því verið minn eig- in herra lengst af. Einn mesti áhrifavaldur á minni ævi er að ég hef haft jeppa til umráða bóknámið en hefur komið sér tvöfalt betur síðar á ævinni.“ Sem unglingur vann Ólafur með skóla á Mela- og Laugardalsvöllum með Baldri Jónssyni vallarstjóra og árið 1966 var hann hjá Símanum í Norður-Þingeyjarsýslu. „Þar komst ég yfir útvarp sem náði BBC og gat hlustað á úrslitaleik Englands og Þýskalands.“ Árið 1967 fór Ólafur til Frakklands og vann þar sem verk- stjóri sígauna við epla- og jarðar- Ó lafur Magnús Schram fæddist 25. maí 1950 á heimili sínu í Sörlaskjóli 1 í Reykjavík. Þar ólst hann upp en var sendur í Öræfasveit frá sex ára aldri fram yfir fermingu. „Ég æfði fótbolta í KR en spilaði lítið á mótum vegna fjarveru en síðar var ég með eldri flokkum og náði tveimur Íslandsmeistaratitlum um þrítugt.“ Skólaganga Ólafs hófst í Ísaks- skóla. Ég var innritaður þar að ég held vegna sunnlensku-talanda míns. Gat ekki gert greinarmun á F og P og naut þar leiðsagnar Ísaks.“ Hann fór svo í Melaskóla níu ára. „Þar komst ég í fyrstu nefndina af fjölmörgum á skólatíð minni. Sigrún Erla Sigurðar- dóttir kennari minn átti afmæli á skólatíma og ég var settur í afmælis- nefnd ásamt Helgu Möller og Eygló Gunnardóttur. Svo kom meira fjör í þátttöku mína í félagslífinu í Haga- skóla. Strax í fyrsta bekk var ég kos- inn í skemmtinefnd þar sem fyrstu- bekkingar áttu eitt sæti. Ég man að ég sat í nefndinni öll fjögur skólaárin og kynntist á þeim tíma öllum helstu hljómsveitarmeðlimum því þá voru ekki umboðsmenn og ég hringdi bara beint í Rúna Júl., Þorgeir í Tempó og Björgvin Halldórs. Segja má að þetta ábyrgðarstarf hafi átt mestan þátt í umgengni minni við kvenpeninginn og er ekki lokið ennþá.“ Úr Hagaskóla fór Ólafur í Versl- unarskólann og þá tóku fleiri félags- störf við. „Ég stofnaði bridgefélag, komst í íþróttanefndina til að geta valið sjálfan mig í skólaliðið, var alltaf umsjónarmaður bekkja minna, í stjórn málfundafélags, ferðanefndum og náði hátindinum með formennsku í nemendaráði og sá því m.a. um nem- endamótið sem haldið var í Sigtúni tvö kvöld í röð.“ Svo var Ólafur kominn í stjórn Heimdallar og knattspyrnudeildar KR, og síðar var hann meðal stofn- enda hestamannafélagsins Sóta og fyrsti formaður þar. „Ég rekst ekki í félagi nema ég stjórni því verð ég að segja. Síðar á lífsleiðinni var ég orðinn formaður landsliðsnefndar HSÍ og braust til valda og varð formaður þess í nokkur ár. Þar sem ég var svo mikið í félagsmálum skyggði það duglega á frá 16 ára aldri og nýti mér það út í æsar og slæ hvergi af. Ég stundaði sil- ungs- og laxveiðar, fór á selveiðar, rjúpu, gæs og hreindýr meðan ég gekk með drápshvöt en hún hefur nú elst af mér.“ Ólafur var með hesta í fjölda ára og fór víða. „Ég reið einn í kringum flesta jökla landsins og ein ferðin var í kringum landið, hún tók 33 daga. Sú ferð var líklega besti fáanlegi undir- búningur fyrir núverandi starf mitt sem leiðsögumaður. Ég hef einnig haldið níu hunda, nokkra ketti, hæn- ur, fékk greitt fyrir sumarvinnu með lömbum, átt endur og eina kú um lífið. Mýs hafa svolítið sótt að mér en ég sé um að þeim endist ekki aldur til stór- verka.“ Fjölskylda Eiginkona Ólafs að ásatrúarsið er Kate Lara Knight, f. 12.4. 1969, ráð- gjafi í markaðsmálum. Þau eru búsett í Ölfusi. Foreldrar Kate eru hjónin Richard Knight, herlæknir sem tók þátt í Falklandseyjastríðinu, og Carol Knight. Þau eru ensk og búsett á Englandi. Börn Ólafs og Marínar Magnús- dóttur, f. 7.12. 1950, listmunasala í Danmörku, eru 1) Magnús Orri, f. 23.4. 1972, framkvæmdastjóri og fyrr- verandi þingmaður Samfylkingar- innar, búsettur í Reykjavík. Hann var kvæntur Herdísi Hallmarsdóttur lög- fræðingi og eiga þau saman Hallmar Ólafur Schram framkvæmdastjóri – 70 ára Á Dyngjufjallasvæði Ólafur ásamt yngri syni sínum, Ellert, og tveimur sonum hans, Tindi Snæ og Maríusi Högna, árið 2018. Lengst af verið sinn eigin herra Leiðsögumaðurinn Óli að vaða Sveðju sunnan við Vonarskarð. Ljósmynd/Eva Þorbjörg Schram Afmælis- barnið Ólafur Schram. 50 ára Pétur ólst upp í Ólafsvík en býr í Háaleitishverfi í Reykjavík. Hann er vagnstjóri hjá Strætó. Maki: Ingibjörg Kristín Þórarins- dóttir, f. 1982, sjúkraliði að mennt en starfar sem dagmóðir. Börn: Bjarni Snæbjörn, f. 1994, Guðný Magnea, f. 2005, og Rannveig Perla, f. 2010. Foreldrar: Árni Vilhjálmsson, f. 1941, d. 2019, verkstjóri hjá B&L, og Bryn- dís Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1942, d. 2018, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Pétur Gunnar Þór Árnason Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.