Morgunblaðið - 26.05.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 26.05.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í fyrrinótt að þau hygðust meina öll- um ferðalöngum frá Brasilíu, sem ekki væru bandarískir ríkisborgar- ar, að koma til landsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að kórónuveiru- faraldurinn hefur verið í miklum uppgangi í Suður-Ameríku síðustu vikur, og varaði Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin við því í gær að heimsálfan væri nú að verða nýr „miðpunktur“ faraldursins. Á það ekki síst við um Brasilíu, en þar hafa nú rúmlega 363.000 manns smitast af kórónuveirunni og rúm- lega 22.600 manns hafa látist af völd- um hennar þar í landi. Jair Bolson- aro, forseti Brasilíu, hefur hins vegar frekar viljað draga úr áhyggj- um fólks vegna faraldursins, og jafn- vel átt í deilum við ríkisstjóra helstu héraða landsins vegna ágreinings um hversu langt eigi að ganga í sótt- vörnum. Í tilkynningu Bandaríkjastjórnar segir að ferðabann þeirra á Brasilíu gildi um alla sem hafi verið í landinu síðustu tvær vikurnar. Ákvörðunin kom einhverjum stjórnmálaskýr- endum á óvart, þar sem Bolsonaro hefur verið dyggur bandamaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Brasilísk stjórnvöld gerðu hins vegar lítið úr tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins og sögðu hana vera sambærilega fyrri ákvörð- unum Bandaríkjastjórnar um að banna ferðalög frá Kína og Evrópu. Ríki Evrópu opna meira Á sama tíma og fjöldi tilfella hefur farið vaxandi í Suður-Ameríku eru ríki Evrópu farin að aflétta þónokkr- um af þeim hömlum sem settar voru á vegna faraldursins. Á Spáni var útgöngubanni aflétt í stórborgunum Madrid og Barcelona, og fengu lystigarðar og kaffihús þar að vera opnuð á ný eftir meira en tveggja mánaða bann. Þá var gest- um aftur hleypt á spænskar bað- strendur með því skilyrði að þeir virtu harðar reglur um örugga fjar- lægð frá öðru fólki. Í Grikklandi var leyft að opna veit- ingastaði á ný viku á undan upphaf- legri áætlun, en á móti kom að þeim var eingöngu leyft að sinna gestum utandyra. Neyðarástandi aflétt Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, tilkynnti einnig í gær að neyðar- ástandi vegna faraldursins hefði ver- ið aflétt, en nýjum tilfellum þar í landi hefur fækkað mjög síðustu daga. Vonir standa til að Japan, sem er með þriðja stærsta hagkerfi heims, muni ná sér fljótt á strik eftir farald- urinn, en Abe varaði við því að Jap- anir yrðu áfram að fara að öllu með gát. Sagði Abe að Japanir yrðu að til- einka sér nýja lífshætti og forðast lokuð rými, mannfjölda og náin sam- skipti. Banna komur fólks frá Brasilíu  Evrópuríki halda áfram að skríða úr kórónuveiruhíðinu  Abe afléttir neyðarástandinu í Japan AFP Spánn Aftur var hægt að fara á kaffihús í Barcelona í gær. Öryggisverðir sjást hér ganga fylktu liði úr Al- þýðuhöllinni í Peking eftir að öðrum degi kín- verska alþýðuþingsins lauk. Þingið er þó talið hafa lítil raunveruleg völd, þar sem það staðfestir aðallega ákvarðanir sem mið- stjórn kommúnistaflokksins hefur tekið. Þingið kemur saman að jafnaði í um tvær vik- ur á hverju ári, en það er fjölmennasta löggjaf- arsamkunda heimsins með 2.980 þingmenn. AFP Fyllsta öryggis gætt á kínverska alþýðuþinginu Dominic Cumm- ings, aðal- ráðgjafi Boris Johnsons, for- sætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann hefði fylgt bæði lögum og skyn- semi þegar hann fór með fjöl- skyldu sína til Durham vegna ótta um að bæði hann og eiginkona hans myndu verða veik af kórónuveirunni. Sam- an eiga þau fjögurra ára dreng, og sagði Cummings að hann hefði ekki átt annarra kosta völ en að leita ásjár hjá foreldrum sínum og systk- inum í Durham. Tók hann fram að öll samskipti fjölskyldu sinnar við þau hefðu fylgt sóttvarnareglum. Mikill þrýstingur hefur verið á Cummings að hann segi af sér, eftir að breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að hann hefði brotið sóttvarnareglur Breta með ferða- laginu. Cummings sagðist skilja reiði fólks, en sagði einnig að nokkrar rangfærslur hefðu verið í fréttaflutningum. Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Dominic Cummings BRETLAND Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í gær að þýska bílaframleiðandanum Volkswagen væri skylt að kaupa til baka díselbíl, sem framleiðandinn hafði breytt til þess að láta líta út fyrir að bíllinn mengaði minna en hann gerði í raun. Málið er talið hafa fordæmisgildi fyrir fjölda annarra álíka mála sem bíða niðurstöðu eftir að „díselhneykslið“ svonefnda kom upp fyrir fimm árum. Úrskurður hæstaréttar staðfesti þannig fyrri dóm undirréttar, sem sagði að bíleigandinn Herbert Gil- bert ætti rétt á að skila inn bifreið sinni aftur til Volkswagen og fá end- urgreiðslu upp á 25.600 evrur. Sú upphæð er hins vegar um 6.000 evrum lægri en upphaflegt kaupverð bifreiðarinnar, þar sem dómararnir ákváðu að meta núvirði hennar við þann tíma sem hún var í notkun. Í yfirlýsingu frá Volkswagen sagði að fyrirtækið hygðist í ljósi þessa dóms semja um sættir við aðra, sem kært hafa fyrirtækið vegna dísel- hneykslismálsins. Myndi fyrirtækið gera þeim bíleigendum sem hefðu orðið fyrir skaða „viðeigandi tilboð“ fyrir bifreiðina. Um 60.000 mál höfðuð Þá sagðist fyrirtækið einnig myndu borga þeim, sem vildu halda bifreið sinni, en bætti við að skýra þyrfti nokkur smáatriði, eins og þau hvort þeir sem keyptu sér Volks- wagen-bifreið eftir að hneykslið kom í ljós árið 2015 gætu átt rétt á bót- um. Um það bil 60.000 einkamál eru útistandandi í Þýskalandi, en fyrir- tækið náði sáttum í síðasta mánuði í hópmálsókn gegn fyrirtækinu, þar sem 235.000 ökumenn stefndu fyrir- tækinu fyrir tilstilli neytenda- samtaka. Mun Volkswagen greiða út um 750 milljónir evra til hópsins í skaðabætur. Gert að endur- greiða bifreiðina  Hæstiréttur staðfestir dóm gegn Volkswagen AFP Í vanda Volkswagen var gert að endurgreiða díselbifreið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.