Morgunblaðið - 26.05.2020, Side 26
AFP
Meiddur Óvissa ríkir nú með fram-
haldið hjá Zlatan Ibrahimovic.
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlat-
an Ibrahimovic hefur mögulega spil-
að sínn síðasta leik en hann meiddist
á æfingu í gær og mun líklega ekki
spila meira með AC Milan á tíma-
bilinu. Zlatan sneri aftur til Ítalíu frá
Bandaríkjunum í janúar og gekk til
liðs við sitt gamla félag. Hann er
orðinn 38 ára og verður samnings-
laus í lok júní. Hann átti við meiðsli í
kálfa að stríða í febrúar og þau eru
sögð hafa tekið sig upp.
Zlatan ekki
meira með?
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020
26. maí 1984
Ásgeir Sigurvinsson er vestur-
þýskur meistari með Stutt-
gart sem tryggir
sér meistaratitil-
inn í loka-
umferðinni á
betri markamun
en Hamburger
SV þrátt fyrir
0:1 ósigur í
viðureign liðanna. Um kvöld-
ið er síðan upplýst að Ásgeir
hafi verið kjörinn besti knatt-
spyrnumaður Vestur-
Þýskalands af leikmönnum
deildarinnar. Hann fær 78 at-
kvæði og Karl-Heinz Rumme-
nigge hjá Bayern München er
næstur með 32 atkvæði í kjör-
inu.
26. maí 1985
Lárus Guðmundsson er
vestur-þýskur bikarmeistari í
knattspyrnu þegar Bayer
Uerdingen sigrar Bayern
München, 2:1, í úrslitaleik
frammi fyrir 70 þúsund
áhorfendum í Vestur-Berlín.
Þar með hefur Lárus orðið
bikarmeistari í tveimur lönd-
um með stuttu millibili, en
hann vann belgíska bikarinn
með Waterschei árið 1982.
Uerdingen vinnur þarna sinn
fyrsta og eina stóra titil í
sögu félagsins og kemst í
fyrsta skipti í Evrópukeppni.
26. maí 1985
Einar Vilhjálmsson sigrar í
spjótkasti á stigamóti Alþjóða
frjálsíþrótta-
sambandsins í
San José í
Bandaríkjunum.
Einar kastar
88,28 metra, á
þrjú önnur köst
yfir 86 metra og
sigrar nokkra af bestu spjót-
kösturum heims en m.a. eru
Tom Petranoff, silfurhafi frá
HM, og Kenth Eldebrink,
bronshafi frá síðustu Ólymp-
íuleikum, í næstu sætum á
eftir Einari.
26. maí 1991
Sundkonan Ragnheiður Run-
ólfsdóttir vinnur fimm gull-
verðlaun og tvenn silfur-
verðlaun á Smáþjóða-
leikunum í Andorra og er
sigursælasti keppandinn. Hún
á drjúgan þátt í því að Ísland
vinnur flest verðlaun allra
þátttökuþjóða, 102 talsins og
þar af 64 gullverðlaun.
26. maí 1995
Ísland vinnur öruggan sigur á
Kýpur, 77:62, í C-riðli Evr-
ópukeppni karla í körfuknatt-
leik í Lugano í Sviss. Teitur
Örlygsson skorar 19 stig fyrir
íslenska liðið og þeir Guð-
mundur Bragason, Valur
Ingimundarson og Jón Kr.
Gíslason 11 stig hver. Fyrir
leik var ljóst að liðið kæmist
ekki áfram úr riðlinum.
26. maí 2010
Hanna Guðrún Stefánsdóttir á
stórleik og skorar þrettán
mörk fyrir ís-
lenska kvenna-
landsliðið í
handknattleik
þegar það tapar
naumlega, 24:27,
fyrir Frakk-
landi, silfurliði
síðasta heimsmeistaramóts, í
undankeppni EM í Laugar-
dalshöllinni. Ísland á þrátt
fyrir tapið áfram góða mögu-
leika á að tryggja sér keppn-
isrétt á EM 2010 en fram und-
an er hreinn úrslitaleikur
gegn Austurríki á útivelli.
Á ÞESSUM DEGI
KR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Knattspyrnukonan Ingibjörg Val-
geirsdóttir ætlaði sér aldrei að verða
markvörður og spilaði til að mynda
fyrstu leiki sína í meistaraflokki sem
útileikmaður fyrir Sindra á Hornafirði
í 1. deildinni, aðeins 14 ára gömul.
Þjálfari taldi hana hins vegar á að
reyna fyrir sér í marki og og varð þá
ekki aftur snúið.
Átta árum síðar er Ingibjörg einn
besti markvörður Íslandsmótsins, hún
mun verja mark KR í sumar og þá
hefur hún verið í síðustu tveimur A-
landsliðshópum Íslands.
Ingibjörg, sem varð 22 ára í janúar,
hefur verið á mála hjá KR síðan 2016
og á 39 leiki í efstu deild. KR-liðið
hafnaði í 7. sæti úrvalsdeildarinnar á
síðustu leiktíð og fór alla leið í úrslit í
bikarkeppninni. Þar þurftu Vest-
urbæingar hins vegar að þola grátlegt
tap eftir framlengdan leik gegn Sel-
fyssingum. Ingibjörg telur það tap
geta orðið liðinu aukna hvatningu í
sumar, en hún bíður spennt eftir að
mótið hefjist loks í næsta mánuði.
„Við höfum verið að æfa vel og get-
um núna eftir helgi loks farið að æfa
aftur með eðlilegum hætti. Ég myndi
segja að standið á liðinu sé mjög gott.
Við munum svo spila einhverja æf-
ingaleiki og þá einn í þessari viku en
svo spilum við aðallega innbyrðis, áð-
ur en mótið hefst,“ sagði Ingibjörg í
samtali við Morgunblaðið um helgina.
„Þjálfararnir þekkja þetta auðvitað
best en við hlökkum til að byrja aft-
ur.“ KR mætir Val í fyrstu umferð
föstudagskvöldið 12. júní.
Blásið til sóknar í Vesturbæ
KR-ingar hafa styrkt sig vel fyrir
baráttuna í sumar og samið við öfluga
og reynda leikmenn. Katrín Ásbjörns-
dóttir sneri aftur til uppeldisfélagsins
eftir að hafa verið í barneignarfríi á
síðasta keppnisári, en hún varð Ís-
landsmeistari með bæði Þór/KA og
Stjörnunni ásamt því að spila í Nor-
egi. Þá er Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
einnig búin að skipta yfir í Vest-
urbæinn, úr Þór/KA, en báðar eru
þær reyndir leikmenn með landsleiki
að baki. Þá hafa þær Lára Kristín
Pedersen og Kristín Erla Sigur-
lásdóttir einnig gengið til liðs við KR
og því ljóst að liðið er gríðarlega vel í
stakk búið fyrir mótið, sem verður
þéttspilað í sumar. KR-ingar hafa
meira og minna verið í fallbaráttu ár
hvert frá því að liðið komst aftur í
deild hinna bestu árið 2014 en félagið
ætlar sér aðra og betri hluti í sumar.
Þótt Ingibjörg vildi ekki sérstak-
lega opinbera markmið liðsins segir
hún stefnuna klárlega setta á topp-
inn. „Við höfum sett markmið innan
liðsins sem við erum ekkert að kasta
út í kosmósið, þau eru bara innan liðs-
ins, en við stefnum á toppbaráttuna.
Við sáum það í fyrra að við getum
það, sérstaklega eftir bikarúrslita-
leikinn, þá fékk maður þessa tilfinn-
ingu,“ sagði Ingibjörg, sem er sátt við
þann góða liðsstyrk sem KR-liðið hef-
ur fengið fyrir tímabilið. Hún á von á
gríðarlega jöfnu og spennandi móti í
sumar enda mörg lið búin að styrkja
sig vel, eins og KR. „Það eru mörg lið
sem eiga eftir að koma á óvart, ég
býst við mjög skemmtilegu Íslands-
móti.“
Var ekki aftur snúið
Ingibjörg ólst upp á Hornafirði og
hún var ekki orðin nema 14 ára gömul
þegar hún var byrjuð að æfa og spila
með Sindra. Á þeim tíma var hún hins
vegar ekki í markinu og hafði ekki
einu sinni áhuga á því. „Ég man ekki
einu sinni hvað ég var gömul, ég spil-
aði meistaraflokksleiki sem úti-
leikmaður á meðan ég var enn að
finna mig. Ég var latur útileikmaður
og fór í markið eftir að þjálfarinn
Hajrudin Cardaklija kom auga á að
ég væri efni í markvörð,“ sagði Ingi-
björg en Cardaklija varði mark
Breiðabliks, Leifturs og Sindra á ár-
um áður.
Hún átti fljótt eftir að verða hug-
fangin af markvarðarstöðunni. „Í
byrjun taldi ég mig vera útileikmann
en því meira sem ég var í marki, því
meira elskaði ég það. Svo varð bara
ekki aftur snúið.“
Fyrir sumarið 2016 lá svo leiðin í
Vesturbæinn, en Ingibjörg segist
strax hafa heillast af KR, spurð um
aðdragandann að félagsskiptunum
frá Sindra. „Mér leist bara langbest á
KR og þar líður mér mjög vel. Ég var
ung á þessum tíma og þegar ég talaði
við leikmenn í KR heyrði maður að
þær vildu bara það besta, ég gat
tengt vel við það og mér leið vel að
tala við þær.“
Öðruvísi að vera í landsliðinu
Ingibjörg hefur í tvígang verið
kölluð upp í A-landsliðið en á eftir að
leika fyrsta landsleik sinn. Hún var
fyrst í hópi síðasta haust þegar Ísland
mætti Frakklandi og Lettlandi og svo
fór hún með liðinu til Spánar þar sem
Ísland var meðal þátttakenda á Pin-
atar-bikarnum. Ingibjörg segir það
frábært tækifæri að æfa með og um-
gangast færustu knattspyrnukonur
sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hún
segir það markmið í framtíðinni að
vinna sér inn fast sæti í liðinu.
„Maður mætir þarna og sér hvað
allir eru metnaðarfullir. Það er öðru-
vísi andrúmsloft í landsliðinu og á
góðan hátt. Þarna þarftu að leggja
þig alla fram og maður sér hvað allir
eru drifnir áfram. Það er öðruvísi að
vera í landsliðinu og að vera innan um
bestu knattspyrnukonur landsins.
Það er algjörlega markmið að spila
með landsliðinu.“
Ætlaði sér ekki í markið
Markvörðurinn Ingibjörg Valgeirsdóttir telur KR-inga geta barist á toppnum í
sumar Komin í landsliðshópinn og stefnir á að tryggja sér sæti í landsliðinu
Morgunblaðið/Hari
Hornfirðingur Ingibjörg Valgeirsdóttir lék tvö ár sem útispilari með meistaraflokksliði Sindra í 1. deild en fór í
markið árið 2015. Einu ári síðar var hún komin í mark KR í efstu deild og er hér í leik gegn Grindavík haustið 2018.
Þýska knattspyrnutímaritið Kicker
útnefndi í gær Guðlaug Victor Páls-
son besta leikmanninn í 27. umferð
þýsku B-deildarinnar í knatt-
spyrnu, fyrir frammistöðu sína í 4:0
sigri Darmstadt á St. Pauli á laug-
ardaginn. Victor lagði upp fyrsta
markið og innsiglaði sigurinn með
glæsimarki undir lokin. Victor er
jafnframt í sjötta sinn í vetur í úr-
valsliði umferðarinnar hjá Kicker.
Þá er ítarlega fjallað um hann á vef
B-deildarinnar og rætt við fyrrver-
andi þjálfara hans hjá Zürich sem
kveðst sakna Íslendingsins mjög.
Besti leikmaður
umferðarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Bestur Guðlaugur Victor Pálsson
er enn og aftur í liði umferðarinnar.
Valsmenn hafa fengið ungverska
handknattleiksmarkvörðinn Martin
Nagy að láni frá stórliði Pick Sze-
ged sem íslenski landsliðsmaðurinn
Stefán Rafn Sigurmannsson spilar
með. Nagy er 21 árs gamall og hef-
ur verið þriðji markvörður Szeged
undanfarin ár en hann hefur jafn-
framt verið fastamaður í öllum
yngri landsliðum Ungverja. Hann
er mjög hávaxinn, 2,04 metrar á
hæð. Nagy á að fylla skarð Daníels
Freys Andréssonar sem hefur sam-
ið við sænska úrvalsdeildarfélagið
Guif fyrir næsta tímabil.
Valur fær mark-
vörð frá Szeged
Ljósmynd/Pick Szeged
Ungverji Martin Nagy kemur í láni
til Valsmanna frá Pick Szeged.
Keppnistímabilinu í EuroLeague, sterkustu körfuknatt-
leiksdeild Evrópu, hefur verið hætt en tímabilið var
formlega blásið af í gær á fundi félaganna ellefu sem
hafa A-keppnisleyfi í deildinni. Martin Hermannsson
leikur með Alba Berlín frá Þýskalandi sem var í sex-
tánda sæti af átján liðum í deildinnni þegar keppni var
frestað í mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Keppni í Evrópubikarnum, nokkurs konar B-deild
EuroLeague þar sem Unics Kazan, lið Hauks Helga Páls-
sonar, var á meðal þátttakenda, er einnig hætt. Ekkert
lið verður krýndur meistari fyrir tímabilið 2019-20.
Sömu átján lið verða í EuroLeague næsta vetur og Alba
Berlín hefur því tryggan keppnisrétt þar. Unics Kazan var komið í átta liða
úrslit Evrópubikarsins og á fyrir vikið öruggt sæti í keppninni næsta vetur.
Íslendingaliðin halda sætum
Haukur Helgi
Pálsson