Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  126. tölublað  108. árgangur  AFMÆLISSÝNING HELGA ÞORGILS Í GANGINUM LANDABRUGG Á SAFNI ER VERÐSTRÍÐ BYRJAÐ Á PITSU- MARKAÐINUM? BORGARFJÖRÐUR EYSTRI 11 NÝ TILBOÐ Í GANGI 6MÖRG ERLEND VERK 28 Rétt innan við 1% Íslendinga hefur myndað mótefni gegn kórónuveir- unni. Eru þeir þá ekki teknir með sem smituðust og hafa verið í sóttkví. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar á fundi Íslenskrar erfðagreiningar í gærkvöldi. Auk hans töluðu á fundinum nokkrir helstu forystumenn heilbrigðisvarna gegn veirunni. Alma Möller landlæknir sagði að Íslendingar hefðu skimað meira en allar aðrar þjóðir í heiminum fyrir COVID-19 sjúkdómnum og bæri að þakka Íslenskri erfðagreiningu fyrir það. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagðist ekki vilja opna landið alveg, en ekki hafa það lokað heldur. Opna ætti eins og til stæði. Hann sagði að sér þætti koma til greina að taka gild skimunarvottorð frá öðrum löndum ef þau væru gefin út skömmu áður en ferðamenn koma hingað til lands. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra var sérstakur gestur fund- arins. Aðspurð hvort þau Kári væru búin að grafa stríðsaxirnar sagði hún við mbl.is að það hefðu aldrei verið neinar axir til að grafa. Hún sagði al- veg óhætt að hrósa Íslenskri erfða- greiningu fyrir sitt framlag á undan- förnum mánuðum. Ekki hefði enn verið leitað formlega til ÍE um sam- starf við skimun við landamærin, en sett á fót framkvæmdateymi sem væri að byrja að vinna núna. „Ég heyri að Íslensk erfðagreining er tilbúin í samtal og það mun vænt- anlega hefjast á morgun,“ sagði Svandís. Hvergi jafn mikið skimað  Rétt innan við 1% landsmanna hefur myndað mótefni gegn kórónuveirunni  „Alveg óhætt að hrósa Íslenskri erfðagreiningu,“ segir heilbrigðisráðherra M Innan við 1% hefur mótefni »2 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fræðslufundur Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, kemur til fundarins í gær. Á fremsta bekk eru sóttvarnalæknir, landlæknir og heilbrigðisráðherra. Hlutfall starfandi fólks af mann- fjölda hér á landi fór niður í 70,5% í seinasta mánuði og hefur aldrei mælst lægra frá því að Hagstofa Ís- lands hóf samfelldar vinnumarkaðs- rannsóknir fyrir 17 árum. Unnar vinnustundir hafa heldur ekki mælst færri á þessum tíma en þær voru 34,8 að jafnaði í apríl. Atvinnuleysi í apríl mældist 7% og eru þá ekki taldir með tæplega 33 þúsund einstaklingar sem voru í skertu starfshlutfalli. Hópur fólks sem er utan vinnumarkaðar hefur vaxið mikið eða um 17.500 í apríl frá sama mánuði í fyrra og er nú 62.200. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti í gær um hlutabótaleiðina svo- kölluðu kemur fram að hún hafi mögulega verið misnotuð og tryggja þurfi tafarlaust virkt eftirlit með framkvæmd hennar. Aukinn fjöldi launagreiðenda sem óskað hafa eftir hækkun á áður tilkynnt- um launum og reiknuðu endurgjaldi fyrir janúar og febrúar 2020 byggi á hæpnum grunni og hafi þann til- gang að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. »6 Starfandi fólki fækk- aði í 70,5% í apríl Samkeppniseftirlitið hefur sektað Símann um 500 milljónir króna vegna brota gegn skilyrðum á sátt- um sem fyrirtækið hefur á undan- förnum árum gert við eftirlitið. Í ákvörðuninni kemur fram að mikill verðmunur og ólík viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum á Símanum Sport (línulegt áskriftarsjónvarp), eftir því hvort hann er boðinn innan Heimilispakka Símans eða einn og sér í stakri áskrift, hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem hvíla á fyrir- tækinu. Brotin eru talin alvarleg og því nemur sektin þessari háu fjár- hæð. Í yfirlýsingu frá Símanum í gær- kvöldi segir að ákvörðunin sé ekki aðeins mikil vonbrigði heldur einnig skaðleg fyrir samkeppni í landinu. „Að mati Símans skýtur það afar skökku við, nú þegar loks er til stað- ar hörð samkeppni um sýningu á íþróttaefni hér á landi, að Sam- keppniseftirlitið telji rétt að beita Símann háum fjársektum vegna sams konar pakkatilboða og tíðk- uðust yfir áratugaskeið af þeim aðila sem hefur verið markaðsráðandi á áskriftarsjónvarpsmarkaði um ára- bil, 365 (nú Sýn), en þetta mál er ein- mitt tilkomið vegna kvörtunar Sýn- ar,“ segir í yfirlýsingunni. Sektaður um 500 milljónir  Síminn sagður hafa brotið skilyrði sátta Morgunblaðið/Hari Há sekt Síminn hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Akureyrarbær er að kanna mögu- leika á því að niðurgreiðslur far- gjalda í Hríseyjaferjuna verði aukn- ar þannig að fólk geti farið út í Hrísey án endurgjalds. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri vonast til að þetta verði til þess að fleiri ferða- menn, þá væntanlega íslenskir, sæki eyjuna heim í sumar og atvinna fólks við ferðaþjónustu glæðist. Eyjasamfélögin sem tilheyra Akureyrarbæ, Hrísey og Grímsey, hafa orðið fyrir áföllum í atvinnulíf- inu. Mikill kvóti var seldur frá Grímsey snemma vetrar og húsnæði Hríseyjar Seafood brann í gær- morgun. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvæg stoð í atvinnulífinu á sumr- in á báðum stöðunum en nú ríkir óvissa um ferðamennskuna í sumar. Ásthildur segist eigi að síður vera bjartsýn á framtíð beggja samfélag- anna. Um Grímsey segir hún: „Íbú- arnir þar eru þrautseigasta fólk sem ég hef hitt. Staðan er viðkvæm og erfið þegar fólki hefur fækkað mikið en í vor hafa margir snúið til baka. Grímsey er öflug verstöð og ég tel að langt sé í að þar verði ekki byggð.“ »4, 10 Vilja hafa frítt í ferjuna  Bæjarstjóri bjartsýnn um eyjasamfélögin þrátt fyrir áföll Ljósmynd/Birgir Hrísey Seafood Miklar skemmdir urðu á fiskvinnsluhúsi í Hrísey í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.