Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Keppni hófst í skólahreysti á ný í gær eftir hlé sem gert var vegna veirufaraldursins. Undan- keppni var í Laugardalshöll í gær og verður aft- ur í dag og síðan fara úrslit fram á laugardag. Keppnin í Laugardalshöll var án áhorfenda en sjónvarpsáhorfendur RÚV gátu séð Ásdísi Aþenu Magnúsdóttur, sem er fremst á myndinni, tryggja Grunnskóla Húnaþings vestra sæti í úr- slitum með því að hanga á rá í heilar 8 mínútur. Keppt í skólahreysti á ný Morgunblaðið/Eggert Hékk í 8 mínútur og tryggði úrslitasæti Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Samkvæmt mælingum Íslenskrar erfðagreiningar hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og fóru í sóttkví, myndað mótefni gegn kórónuveir- unni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar á fræðslufundi vegna kórónuveirunnar sem fór fram hjá ÍE í gærkvöldi. Kári sagði einnig að Íslensk erfða- greining hefði verið í samstarfi við vísindamenn í Bresku Kólumbíu í Kanada við að reyna að búa til mót- efni til lækninga. Tekið hefði verið mikið af hvítum blóðkornum úr fjór- um einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni. Þessi sýni hefðu verið send til rannsóknarstofunnar í Kan- ada þar sem hefðu verið einangraðar þær frumur sem búa til mótefni gegn ákveðnu eggjahvítuefni í þessari veiru. Hugmyndin er sú að það mót- efni eigi að koma í veg fyrir að veiran komist inn í frumur líkamans. „Þetta er að komast af stað og hefur gengið ævintýralega vel en þetta er mjög snemma í sögunni. Það er langt í að hægt sé að búa til lyf á þessum grundvelli,“ sagði Kári. Mælt meira en allir aðrir Alma Möller landlæknir sagði að Íslendingar hefðu mælt meira en all- ar aðrar þjóðir í heiminum fyrir CO- VID-19 sjúkdómnum og bæri að þakka Íslenskri erfðagreiningu fyrir það. Hún sagði sjúkdóminn mjög fjölbreyttan. Hann gæti verið ein- kennalaus hjá sumum en banvænn hjá öðrum. Alma sagði að ljóst hefði verið í janúar að um alvarlegan sjúk- dóm væri að ræða þegar myndir og fréttir fóru að berast frá Kína. Þá strax hefði verið ljóst að þetta væri engin venjuleg flensa. Tölfræði sýnir að 5% veikist alvarlega en 80% veik- ist lítið. Fólki versnar oft skyndilega á degi sjö til níu. Hún fór yfir hversu miklu það skipti að hér á landi hefði verið brugðist snemma við og sagði að fyrsta minnisblað vegna sjúk- dómsins hefði verið sent til ráðherra 27. janúar. Sýni hefðu verið tekin hjá fólki fjórum vikum áður en fyrsta smit greindist og það hefði verið gríðarlega mikilvægt. Sá einstaki ár- angur að 57% þeirra sem greindust með sjúkdóminn hér á landi hefðu þegar verið í sóttkví hefði einnig ver- ið gríðarlega mikilvægur. Fram kom í máli Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis að litlar líkur væru á stórum faraldri hér á landi á næstunni. Þórólfur sagðist ekki vilja opna landið alveg, en ekki hafa það lokað heldur. Opna ætti eins og til stæði að gera. Hann sagði að sér þætti koma til greina að taka gild skimunarvottorð frá öðrum löndum ef þau væru gefin út skömmu áður en ferðamenn koma hingað til lands. Þá sagði hann að það væri lögbrot að senda ferðamenn úr landi ef þeir greinast smitaðir þegar þeir koma hingað, tryggja yrði að þeir gætu farið í sóttkví. Fundinum var streymt á netinu en nokkur hópur fólks fylgdist með honum í fundarsal ÍE. Sérstakur gestur var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hóf Kári Stef- ánsson mál sitt í upphafi fundar á því að bjóða hana sérstaklega velkomna og þakkaði henni fyrir að koma, þrátt fyrir að honum hefði „ekki tek- ist að sitja á strák sínum“ í Kastljósi RÚV á miðvikudagskvöld. Innan við 1% hefur mótefni  ÍE í samstarfi við Kanadamenn um að búa til mótefni  Íslendingar skimað meira en aðrar þjóðir  Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að taka eigi við nýjum skimunarvottorðum við landamærin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra sat m.a. fundinn. Meðaleinkunnir framhaldsskóla- nema sem útskrifast hafa með stúd- entspróf eftir þriggja ára nám eru lægri en einkunnir nemenda sem innrituðust í fjögurra ára langt nám til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í skýrslu mennta- og menningar- málaráðherra um árangur og áhrif þess að námstími til stúdentsprófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár sem birt var á vef Alþingis í gær. „Rektorar þriggja háskóla telja erfitt að leggja mat á áhrif stytting- arinnar á þessum tímapunkti, þó greinast hjá Háskóla Íslands vís- bendingar um að meðaleinkunn nemenda af þriggja ára stúdents- prófsbrautum sé örlítið lægri en hjá þeim sem lokið hafa prófi á fjögurra ára stúdentsprófsbrautum,“ segir einnig í niðurstöðukafla. Fram kemur að árlegt brotthvarf nýnema hefur minnkað um 0,5 pró- sentustig eftir að námstíminn var styttur. Hins vegar virðist stytting- in hafa haft óveruleg áhrif á þátt- töku í félags- og tómstundastarfi. Hlutfall nemenda sem vinna sam- hliða námi hefur hækkað á seinustu árum. „Niðurstöður sýna að nemendur telja að líkamleg heilsa sé svipuð og undanfarin ár en að andlegri heilsu hafi hrakað, einkum hjá stúlkum. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en skipulagður námstími til stúdents- prófs var styttur í flestum fram- haldsskólum,“ segir í skýrslunni. omfr@mbl.is Lægri einkunnir eftir stytt- ingu náms til stúdentsprófs  Andlegri heilsu meðal nemenda hefur hrakað Morgunblaðið/Kristinn Stúdentar Rannsökuð voru áhrifin af styttingu námstímans í þrjú ár. Microsoft hefur tilkynnt að hætt verði að bjóða upp á íslenska útgáfu Outlook- appsins fyrir Apple-snjalltæki í lok júní. Ís- lenska er eitt 27 tungumála sem fyrirtækið hyggst taka af lista sínum að þessu sinni, að því er fram kemur í erlendum fjöl- miðlum. Norska Dagbladet greinir frá þessu en nýnorska er eitt af um- ræddum tungumálum sem hætt verður að styðja. Áfram verður þó boðið upp á norskt bókmál. Að því er fram kemur á vefnum OnMSft gefur Microsoft þær skýr- ingar að ráðist sé í þessar breyt- ingar til að viðhalda samhæfingu á öllum öppum fyrirtækisins fyrir Apple-snjalltæki. Ekkert er minnst á þjónustu við Android-tæki í skrifum áður- nefndra miðla. Þýdd útgáfa Out- look-appsins stendur nú Íslend- ingum til boða en þó er íslenska ekki á lista yfir tungumál sem í boði eru fyrir Android-tæki á heimasíðu Microsoft. Þær upplýsingar fengust hjá Microsoft á Íslandi að málið væri til skoðunar. hdm@mbl.is Fullyrt að íslenskan sé á útleið í Outlook fyrir iPhone iPhone Breytingar sagðar í vændum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.