Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 21
Það var svo árið 1966 eftir að ég flutti til Húsavíkur að leiðir okkar Jónu lágu aftur saman, en þá var hún orðin húsmóðir á stórbýlinu Laxamýri, gift Birni Jónssyni bónda þar. Þá endurnýjuðum við kynnin og Jóna varð ein af mínum bestu vinkonum og hefur engan skugga borið á þann vinskap síð- an. Jóna var allt í senn skarpgreind og skemmtileg kona og hinn mesti skörungur, sem kom ekki hvað síst í ljós þegar hún flutti úr miðbæ Reykjavíkur norður á Laxamýri. Það var mikil lífshátta- breyting sem hún höndlaði með glæsibrag. Hún var þó ekki óvön sveitastörfum, hafði verið í sveit á Suðurlandi í nokkur sumur á sín- um yngri árum. Og þar að auki var hún í hússtjórnarnámi í Noregi sem var henni gott veganesti þeg- ar kom að því að stýra stóru sveitaheimili þar sem var mikill gestagangur og oft mikið umleik- is. Það voru margar og góðar stundirnar sem við áttum saman yfir kaffibolla og sígarettu. Margt spjallað og mikið hlegið enda kom fyrir að sérríglas væri líka í boði. Ekki var verra að góður vinskap- ur tókst með Birni bónda og Gísla manninum mínum enda gátu þeir rakið skyldleika í fimmta lið og kölluðu ætíð síðan hvor annan frænda. Jóna og Björn bjuggu lengi á efri hæð í gamla húsinu á Laxamýri og á neðri hæðinni bjuggu Jón Þorbergsson og Elín Vigfúsdóttir, foreldrar Björns. Það var alltaf gaman að koma í þetta gamla hús og þaðan eru margar góðar minningar. Þar upplifði maður m.a. að Jón var með húslestur á sunnudögum eins og tíðkast hafði til sveita í gegnum aldirnar. Þetta var hátíðleg stund sem endaði ævinlega með fyrir- bænum fyrir öllum viðstöddum. Jóna var félagslynd kona. Hún var aðalhvatamaður að stofnun Kvenfélags Reykhverfunga og fyrsti formaður þess. Sat síðar í stjórn Kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyinga og Kvenfélagasam- bands Íslands. Kvenfélögin voru henni alla tíð hjartans mál. Það er bjart yfir minningunni um Jónu á Laxamýri. Við Gísli vottum börnum Jónu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Katrín Eymundsdóttir. Elsku Jóna, nú er komið að kveðjustund og langar mig að minnast þín með nokkrum orðum. Ég reiknaði með að þú kæmir hér norður líkt og farfuglarnir þetta vorið eins og öll hin en þú varst því miður kölluð í lengra ferðalag og á ég eftir að sakna þess mikið að geta ekki labbað yfir í Jónu hús á sumrin til að fá mér sterkt kaffi og gott spjall. Mér er eftirminnilegt eitt skipt- ið er ég rölti upp túnið í yndislegu veðri, þú sast á pallinum glöð og ánægð, brosandi út að eyrum með hluta af afkomendunum og þar sungu allir saman íslensk sumar- lög hver með sínu nefi. Skemmti- leg stund með þínu fólki og þannig kem ég til með að minnast þín. Gæði og góðmennska ein- kenndu þig og vildir þú allt fyrir alla gera og máttir ekkert aumt sjá. Ákveðin varstu og hreinskipt- in, þú sagðir það sem þér fannst og áttir það alveg til að brýna röddina en alltaf réttlát, hrein og bein. Allir voru jafnir í þínum huga. Ég og mín fjölskylda fengum svo sannarlega að njóta góðvildar þinnar alla tíð eins og svo margir og fyrir það vil ég þakka þér. Fyrir nokkrum árum fékk ég hringingu frá mágkonu minni sem þá var sparisjóðsstjóri. Hún hafði verið beðin að leggja inn á minn reikning 100.000 krónur til að að- stoða við kaup á fótboltaskóm eða öðrum kostnaði sem tilheyrði fót- bolta hjá dóttur minni. Gefandinn, sem ég veit núna að var Jóna, vildi þarna gera gott eins og svo oft en hennar nafn mátti þó ekki koma fram fyrr en eftir hennar dag. Einnig lánaði hún dóttur minni íbúðina sína í Reykjavík heilt sum- ar án endurgjalds. Þetta lýsir Jónu vel; gerði vel við aðra en nægjusöm fyrir sig. Það var gott að finna fyrir áhuga Jónu á ferðaþjónustunni sem við stofnuðum hér á Laxa- mýri árið 2017. Hún sagði mér að sig hefði alltaf langað til að gera þetta á sínum tíma og var búin að leggja niður fyrir sér ýmsar hug- myndir í þeim efnum. Jóna skilaði gæðum áfram til sinna afkomenda, kærleikurinn og væntumþykjan þeirra á milli er aðdáunarverð og til mikillar eft- irbreytni. Ég votta þeim öllum innilega samúð. Hve sárt það er okkur að sjá eftir þér, hér skuggarnir ríkja og dapurlegt er, nú nótt er í huga og hjarta. Þín minning mun lifa um ókomin ár, að endingu hverfur vor tregi og tár, við öll munum brosið þitt bjarta. Þú óhrædd nú gengur á frelsarans fund, fölskvalaus ætíð var sál þín og lund, í faðmi Hans hvíld þú munt finna. Það heilmikla veitir oss hugarfró, á himnum þú dvelur í friði og ró, í umhyggju ástvina þinna. (GS) Hvíldu í friði Jóna. Sólveig Ómarsdóttir og fjölskylda. Það var mikið gæfuspor að setj- ast á skólabekk í Kvennaskólan- um í Reykjavík haustið 1951. Þar eignaðist ég eina af mínum bestu vinkonum, sem ég er að kveðja núna eftir 69 ára vináttu. Ég var ekki sú eina sem var svo heppin að kynnast Jónu, því margar skóla- systranna urðu góðar vinkonur hennar. Hefur hún alla tíð haldið mikla tryggð við þennan hóp. Þeg- ar hún varð áttræð fyrir tæpum tveimur árum bauð hún árgang- inum til góðrar veislu. Á meðan á námi stóð ákváðum við vinkonurnar að safna pening- um og reyna að kanna nýjar slóðir og fara til útlanda. Eftir tveggja ára sparnað skráðum við okkur á skóla í Noregi, sem reyndar var aðeins þrír mánuðir. Þetta var okkar fyrsta ferð til útlanda og var bæði lærdómsrík og styrkti okkar vináttu enn frekar. Enn þann dag í dag eigum við góðar vinkonur frá dvöl okkar þar. Þær hafa komið til okkar í heimsókn og eins höfum við heimsótt þær mörgum sinn- um. Haustið 2017 fögnuðum við 60 ára útskriftarafmæli og fórum við vinkonurnar til Noregs ásamt manni mínum til að fagna. Nutum við samskipta og gestrisni vin- kvenna okkar í viku og er ég óend- anlega þakklát fyrir að við fórum þessa ferð. Hún gat notið sín og var svo ánægð. Jóna hefur reynst mér og minni fjölskyldu einstaklega vel. Ég gat leitað til hennar með sorgir og gleði og alltaf gátum við rætt hlut- ina. Mitt elsta barnabarn minnist þess með mikilli gleði þegar við fórum nokkur sumur með hana að Laxamýri og dvöldum nokkra daga í senn. Jóna var gæfumanneskja í sínu lífi. Giftist einstaklega miklu ljúf- menni, Birni Jónssyni frá Laxa- mýri, og var hjónaband þeirra ást- ríkt. Þau eignuðust þrjú börn. Elst er Sveinbjörg, síðan Jón Helgi og yngst er Halla Bergþóra. Þvílíkt ríkidæmi, öll vel gerð og góðar manneskjur, enda ræddum við það oft hvað hún var heppin með hópinn sinn allan. Við vorum ekki alltaf sammála vinkonurnar en aldrei urðum við ósáttar. Það var ýmislegt sem ég hefði viljað að væri öðruvísi í hennar gerðum. Hún reiddist mér aldrei, sagði „æ hættu þessu tuði“, svo var það ekki meira rætt. Ég dáist að henni fyrir það, því ég er sannfærð um að ég var ekki alltaf skemmtileg, en hún vissi vel hvað mér þótti vænt um hana. Við fjölskyldan sendum ykkur systkinum og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og erum óendanlega þakklát fyrir að hafa átt Jónu að vini. Steinunn E. Jónsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 ✝ Elísabet ÁstaDungal fædd- ist í Reykjavík 26. júní 1939. Hún lést á líknardeild Land- spítala 17. maí 2020. Elísabet Ásta var dóttir hjónanna Jóns Pálssonar Dungal garð- yrkjubónda og El- ísabetar Ágústu Jónsdóttur húsfreyju. Elísabet Ásta var yngst þriggja systkina; Jón Birgir, f. 20. júlí 1932, d. 20. okt. 1983, og Elín, f. 20. ágúst 1928, d. 15. des. 2010. Elísabet Ásta giftist 26.12. 1958 Hjálmari Erni Jónssyni skrifvélavirkjameistara, f. 10.11. 1932. Börn þeirra: 1) Gunnar, f. 3.6. 1958, fyrrverandi eiginkona Eyrún Harpa Eiríks- dóttir, f. 27.11. 1959. Börn Gunnars og Eyrúnar Hörpu: a) Atli Örn, f. 19.3. 1985, giftur Herdísi Jónu Birgisdóttur, f. 4.3. 1982, sonur þeirra Veigar Örn, f. 16.12. 2010, b) Birgir, f. 26.7. Önnu Berglindar og Victors: a) Anna Sigríður, f. 11.9. 1985, fyrrverandi sambýlismaður Pat- rekur Patreksson, f. 9.7. 1982, sonur þeirra Patrekur Victor, f. 9.7. 2008. Sambýlismaður Önnu er Birgir Þór Þorsteinsson, f. 25.11. 1985, synir Önnu og Birg- is eru Ernir Orri, f. 13.11. 2014, og Hróar Steinn, f. 24.4. 2019, b) Erna Móey, f. 8.4. 1992, og c) Örn Óli, f. 19.10. 1995, sambýlis- kona Anna Sólveig Snorradótt- ir, f. 20.5. 1995. Örn Óli og Anna Sólveig eiga dóttur fædda 19.4. 2020. 4) Jón Örn, f. 1.6. 1974, eiginkona Margrét Helga Skúla- dóttir, f. 20.9. 1972. Synir Jóns Arnar og Margrétar eru Sindri Örn, f. 8.3. 2001, og Steinn Snorri, f. 18.7. 2004. Elísabet Ásta ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hvammi við Vesturlandsveg. Hún starfaði ung við afgreiðslu í Remedíu og síðar sem ritari við Sakadóm Reykjavíkur og gjaldkeri við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hún hafði yndi af tónlist og nam söng við Söngskólann í Reykjavík í nokkur ár. Elísabet Ásta verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. maí 2020, klukkan 13. 1991, fyrrverandi sambýliskona Agnes Björg Sig- urðardóttir, f. 30.8. 1991, sonur þeirra Anton Smári, f. 17.9. 2013, og c) Ey- rún, f. 30.7. 1994, sambýlismaður Davíð Gunn- laugsson, f. 7.11. 1988, sonur þeirra Daníel Andri, f. 12.5. 2018. 2) Elísabet, f. 30.1. 1961, fyrrverandi eiginmaður G. Pétur Matthíasson, f. 18.6. 1960. Börn Elísabetar og Péturs: a) Ásta Heiðrún, f. 27.9. 1984, eig- inkona Þórunn Freyja Gúst- afsdóttir, f. 22.4. 1985, dætur Ástu og Þórunnar eru Sigurósk Elísabet, f. 20.10. 2015, og El- ínbjört Sara, f. 3.12. 2018, b) Matthías, f. 14.6. 1991, og c) Hildur Ellen, f. 12.2. 1995. Unn- usti Elísabetar er Hjálmar Georg Theodórsson, f. 16.4. 1963. 3) Anna Berglind, f. 6.8. 1964, eiginmaður Victor Strange, f. 30.10. 1956, börn Amma mín var sniðug, skemmtileg, klár, tónelsk, ein- staklega hlý og með eindæmum barngóð. Hún amma var snögg að öllu og nokkuð hvatvís. Hún var enga stund að skjótast hitt og þetta á honum Villa sínum (bílnum). Ömmu fannst fátt skemmtilegra en að fara til út- landa, sóla sig, hoppa í neðan- jarðarlestir og grípa nokkrar tuskur í búðunum. Enda var amma mín mesta pæja sem ég hef hitt. Amma mætti á nánast alla tónleika sem ég spilaði á og hafði mikinn áhuga á tónlist. Eitt fyrsta lagið sem ég lærði á píanó var lagið hans langafa sem amma kenndi mér. Amma gaf mér líka fyrsta klarínettið mitt. Takk, amma. Ég á ótalmargar og óteljandi minningar af ömmu. Það er ein sem við amma hlógum mikið að og grínuðumst með. Ég var oft hjá ömmu sem barn og ég man varla eftir því að hún hafi skammað mig – nema einu sinni. Við frændsystkinin höfð- um fundið sniðugan leik, að klifra upp í gluggakistuna og hoppa yfir í hjónarúmið. Leik- urinn endaði með því að við flæktum okkur í gardínunum og þær drógust yfir okkur ásamt öllum festingum úr veggnum og smá steypu. Þá fauk í ömmu. Við skutumst og földum okkur undir stórum burkna í stofunni. Seinna um kvöldið heyrir amma í okkur pískra saman og ég segi skýrt og klárt við frænku mína, „hún amma er svo skömmótt“. Hún svaraði á innsoginu, hjartan- lega sammála „já, amma er svo skömmótt!“. Amma bráðnaði á staðnum og stóð aldrei undir þessari lýsingu. Ég á erfitt með að trúa því að ég eigi ekki eftir að kíkja í heimsókn til þín oftar, amma, sitja við eldhúsborðið og skrafa og hlæja. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir þær gleði- stundir sem við áttum saman og sendi knús út í kosmósið. Þegar þú ert dáin gakktu út í bláinn þar sem bíður þráin eftir þér. Allt sem ekki máttir meðan lífið áttir mátt í allar áttir útí blánum trúðu mér. Þú mátt klífa tinda og þú mátt hlaup‘ og synda og þú mátt vera þar sem sólin skín. Og þú mátt liggja dreymin og þú mátt svífa um geiminn og mála allan heiminn, allan heiminn amma mín. (JVH) Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir. Þakka þér alla hlýjuna og velvildina frænka mín og ein- lægan áhuga á velferð minni og barnanna minna. Ég mun sakna þess að hitta þig, spjalla við þig um heima og geima, heyra dillandi hláturinn og sjá glettniblik og hlýju í augum þínum, finna rætur í því að umgangast þig. Ég mun varðveita minningu þína og leitast við að rækta með mér þá eiginleika sem ég dáðist að í fari þínu, ræktar- semina, hlýjuna, dugnaðinn, til- gerðarleysið og það að vera til staðar fyrir fólkið sitt. Þú varst dýrmætur hlekkur í fjölskyldukeðjunni okkar ver- andi með hjartað úti um allt eins og Linda dóttir þín sagði um þig og mér þótti lýsa þér best. Jenný Guðrún. Ásta móðursystir var eins konar systir mín. Við vorum nánar og samband okkar alltaf einstaklega gott. Ég ólst að miklu leyti upp í Hvammi við Vesturlandsveg hjá móðurfor- eldrum mínum og var Ásta fyr- irmynd mín í einu og öllu. Hún var mikill lestrarhestur, hafði lesið nánast allar bækurnar í Hvammi, meira að segja Biblí- una, vegna þess að hún hafði heyrt af einhverjum krassandi köflum þar. Hún var hugmyndarík og af henni fóru skemmtilegar sögur frá því hún var lítil, m.a. þegar hún diktaði upp ættartölu Sóf- usarættarinnar af Kjalarnesi sem hún gat þulið aftur á bak og áfram. Hún var bráðskörp, hagmælt, músíkölsk, hlý og í einu orði sagt alveg stór- skemmtileg. Þegar ég kom heim til Ástu í síðasta sinn núna í febrúar var hún sárkvalin. Í meira en ár var hún búin að berjast við „óbermið“ eins og hún kallaði svæsið krabbameinið sem herj- aði á hana. Henni var fullkunnugt að við ofurefli væri að etja, en hug- urinn var samt mikill og hún var langt í frá sátt við að játa sig sigraða. Við stóðum við eld- húsgluggann og þar var lítill af- leggjari sem hún var nýbúin að setja í pott. Hún spurði hvort ég vildi ekki eiga hann og tók það fram að potturinn væri úr Hvammi. Ég þáði hann með þökkum og kvaddi. Á þessari stundu hvarflaði ekki að mér að ég ætti aðeins eftir að sjá frænku mína einu sinni enn, í örstuttri kveðjuheimsókn á líknardeild- inni. Ásta var fríð kona, nett, dökk yfirlitum, kvik í hreyf- ingum og fljót að koma hlutum í verk. Hún mátti ekkert aumt sjá, var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd og var afar barngóð. Hún hafði líka ein- staklega skemmtilegan húmor. Við hlógum mikið saman, annað var ekki hægt, alltaf tókst henni að sjá spaugilegu hliðina á málum. Mér er minnisstætt þegar við fórum í kirkjugarðana síð- astliðið sumar til að snyrta leiði afa og ömmu, skrúbba legstein- inn þeirra og taka til hendinni hjá fleiri látnum ættingjum. Þetta var heilmikið verk og hún í miðri glímu sinni við „óberm- ið“. Í öllum bægslaganginum skellti hún upp úr og lagði til að við færðum út kvíarnar og færum að gera út á þjónustu af þessu tagi. Hún gerði allt sem hún gat til að hafa betur í þessari bar- áttu og fram á síðustu stund hafði ég eiginlega fulla trú á að henni tækist ætlunarverkið. Hún átti svo mikla lífsorku og ríkan vilja til að halda áfram. Rétt nýorðin áttræð, falleg, skemmtileg, létt á fæti, með ólæknandi ferðabakteríu og dásamlegt blik í grænu aug- unum sínum – það er erfitt að meðtaka þessa brottför frænku minnar. Skömmu áður en hún skildi við spurði Beta dóttir hennar hvert hún reiknaði með að för- inni væri heitið. Það stóð ekki á svarinu og hún sagðist myndu fara heim í Hvamm. Mér finnst ljúft til þess að hugsa að nú sé hún komin heim á æskuslóð- irnar okkar góðu. Afleggjarinn minn dafnar vel eins og allt sem Ásta frænka mín og systir kom nálægt og hans mun ég gæta. Ég þakka fyrir allar hennar góðu gjafir og væntumþykjuna í gegnum tíðina og sendi ætt- ingjum og vinum mínar kær- ustu kveðjur. Steinunn K. Þorvaldsdóttir. Ásta móðursystir var einn af hornsteinum lífs míns, eins konar verndarengill bernskuár- anna í Hvammi ásamt Birgi bróður sínum. Hún lét sig hafa að aka með mig í barnavagni um miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir að ógurleg óhljóð bærust úr vagninum, studdi mig og hvatti til dáða þegar ég tók fyrstu skrefin út í tilveruna og leiddi mig við hönd sér á jóla- balli í Laugarnesskóla sem var stórkostlegasta upplifun æsku- áranna. Ástu frænka var einkar lag- leg ung kona, minnti að útliti á Audrey Hepburn. Hún var hlý, skemmtileg og uppörvandi og mér fannst hún órjúfanlegur hluti tilvistar minnar. Það var því ekki laust við að ég fyndi til afbrýðisemi þegar kærasti Ástu og síðar eiginmaður, Hjálmar Örn Jónsson, snaraðast inn í líf okkar allra með stæl. Hann var fullmótuð íslensk útgáfa af James Dean og færði okkur systkinum nýtt og spennandi viðmið um manngildi. Ásta og Örn voru einkar glæsilegt par og það var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig þau tókust á við tækifæri nýrra tíma og auðguðu líf sitt. Þá var heldur ekki amalegt að njóta gestrisni og hlýju á heimili þeirra sem var okkur systk- inum tíðum athvarf í ölduróti lífsins. Ásta bar mikla persónu og var hverjum sem henni kynnt- ist minnisstæð. Við ræktum frændsemi okkar allra tíð og ég sakna hlýrrar og glaðlegrar nærveru hennar. Nú hefur húmað að yndislegri frænku en minningarnar loga skært. Elskulegum niðjum og öðr- um ástvinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Jón Þorvaldsson. Elísabet Ásta Dungal Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.