Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Full búð
af nýjum og
fallegum
vörum
6.990 kr.
Kjólar
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
SUMARPARTÝ
í Apríl Skóm í dag, föstudag,
frá kl.17-20 á Garðatorgi 6
Léttar veitingar
20% afsláttur
af öllum skóm og fatnaði
15% afsláttur
af skartgripum frá Mjöll
Mjöll kynnir nýja skartgripalínu
Hlökkum til að sjá ykkur!
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Eigendur gistihússins Blábjarga á
Borgarfirði eystra hyggjast opna
landasafn í gamla kaupfélagshúsinu
í þorpinu. Nú vinna hjónin Auður
Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sig-
urðsson, eigendur Blábjarga, að því
að gera gamla kaupfélagshúsið upp
og gera þar sögu þessa merka
áfenga drykkjar skil.
Húsið er merkilegt að því leyti að
það er ekki til kaupfélag á landinu
sem á eins langa samfellda versl-
unarsögu í sama húsnæðinu, að sögn
Auðar.
Húsið var byggt 1896 og á sér
langa verslunarsögu en þar var rek-
in verslun samfellt frá árinu 1897 til
áramóta 2016.
„Við ætlum að endurgera húsið og
brugga þar landa. Í húsinu verður
landasafn og safn um sögu kaup-
félagsins,“ segir Auður.
Ölstofa verður að öllum líkindum
einnig opnuð í húsinu þar sem boðið
verður upp á löglega bruggaðan
landa.
Mikið um landabrugg
Hugmyndin er sótt í menningu
Borgfirðinga og Héraðsbúa en að
sögn Auðar er landinn samofinn
bruggsögu Íslands og er ætlunin að
gera sögu drykkjarins góð skil á
landasafninu þar sem fólki verður
leyft að kynnast öllum þeim sögum
og hefðum sem fylgja drykknum.
„Það var mjög mikið um landa-
brugg hérna á Borgarfirði og uppi á
Héraði. Það eru til margar hefðir í
kringum landabrugg á Borgarfirði
eystra,“ segir Auður og nefnir að
margar skemmtilegar hefðir hafi
skapast í kringum drykkinn á Borg-
arfirði. Þannig átti hver og einn sína
könnu í sínum kjallara og þar hittust
menn í hádeginu og fengu sér eina
könnu áður en þeir héldu aftur til
vinnu.
Stefnt er á að opna safnið eftir
eitt til tvö ár en það er stórt verk-
efni að gera gamla kaupfélagshúsið
upp.
Mjög mikið að gera
Auður segir að þrátt fyrir færri
erlenda ferðamenn á landinu leggist
sumarið vel í þau á Blábjörgum en
fjöldi Íslendinga hefur lagt leið sína
til Blábjarga að undanförnu. Auður
segir að það hafi jafnvel komið þeim
á óvart hversu mikið hafi verið að
gera miðað við aðstæður.
„Við höfum haft opið núna upp á
síðkastið og það er mjög mikið að
gera hjá okkur svo við erum bjart-
sýn.“
Gamla kaupfélagshúsið er ekki
fyrsta hús sem Auður Vala og Helgi
taka í gegn á svæðinu en þau
breyttu gamla frystihúsinu á Borg-
arfirði eystra og breyttu því í Blá-
björg sem voru opnuð árið 2011.
Þar er nú boðið upp á gistingu,
veitingar, heilsulind og útipotta.
Pottarnir skemmdust mikið í fár-
viðri í vetur og eru nú komnir nýir
pottar í stað þeirra sem veðurofsinn
reif í sig.
Landinn eignast sérstakt safn
Gera gamla kaupfélagshúsið upp Margar hefðir til sem tengjast þessum áfenga drykk Saga
landans er samofin íslenskri bruggsögu Nóg að gera fyrir austan þrátt fyrir færri ferðamenn
Ljósmynd/Blábjörg
Blábjörg Gistihúsið var áður frystihús en Auður Vala og Helgi gerðu það
upp fyrir tæpum tíu árum. Nú ætla þau í umbætur á kaupfélaginu.
Ljósmynd/Blábjörg
Pottur Í safninu verður boðið upp á landa sem gestir geta gætt sér á en það
sem er að finna í glasi konunnar í potti Blábjarga er líklega eitthvað annað.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Rúmlega þrjár vikur eru nú liðnar
frá því að Seltjarnarnesbær mót-
mælti með formlegum hætti fram-
kvæmdum Reykjavíkurborgar við
Geirsgötu í miðbænum. Eru þær
sagðar samningsbrot á samkomu-
lagi sveitarfélaganna um skipulag
svæðisins. Ekkert formlegt svar
hefur þó enn borist frá Reykjavík-
urborg. Þetta segir Magnús Örn
Guðmundsson, forseti bæjarstjórn-
ar Seltjarnarness, við Morgun-
blaðið.
„Við erum mjög ósátt við hvað
þetta gengur allt hægt fyrir sig hjá
Reykjavíkurborg. Seinast tók það
margar vikur að fá svör út af ann-
arri framkvæmd sem kvartað var
undan á þessu sama svæði,“ segir
Magnús Örn og bætir við að hann
óttist að innan Reykjavíkurborgar
sé nú verið að reyna að svæfa málið.
Það var bæjarstjóri Seltjarnar-
ness sem í bréfi krafðist breytinga á
framkvæmdinni, enda sé það full-
ljóst að reglubundnar stöðvanir
strætisvagna með tilheyrandi um-
ferðartöfum muni koma í veg fyrir
eðlilegan akstur um götuna. Mun
truflunin vera svo mikil að Sel-
tjarnarnes telur breytinguna samn-
ingsbrot á gildandi samkomulagi.
Enn hefur ekkert
heyrst frá borginni
Deilumál Strætó stoppar á akbraut-
inni því ekkert útskot er.
Mörg hundruð
manns voru með
bókaðan tíma
hjá sólbaðsstof-
unni Smart þeg-
ar reglur vegna
samkomubanns
voru rýmkaðar.
Þetta segir Óm-
ar Ómarsson,
eigandi Smart, í samtali við Morg-
unblaðið.
Að hans sögn var mikil eftir-
vænting meðal viðskiptavina þegar
sólbaðsstofur voru opnaðar að
nýju. „Það voru fleiri hundruð
manns búin að bóka áður en við
opnuðum. Nú er kannski ekki bið-
röð en allir dagar eru mjög þétt
bókaðir,“ segir Ómar, sem kveðst
eiga von á því að eftirspurnin haldi
áfram inn í sumarið. „Sumarið er
yfirleitt mjög gott, en það er ljóst
að þetta verður öðruvísi sumar.
Landsmenn eru ekki mikið á far-
aldsfæti og koma þess í stað í sól-
ina til okkar. Þess utan er sumarið
alla jafna mjög gott, þannig að ég
á von á því að það verði nóg að
gera,“ segir Ómar.
Spurður hvort slæmt veðurfar
skili sér í fjölgun ferða á sólbaðs-
stofur kveður Ómar já við. „Við
fengum þrjá til fjóra mjög góða
mánuði rigningarsumarið mikla
árið 2018 þannig að það hefur
áhrif. Við þurfum öll á sólinni að
halda,“ segir Ómar.
aronthordur@mbl.is
Brjálað að gera hjá sólbaðsstofum eftir samkomubann
Ljósabekkur