Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 Tveir Íslendingar eru gengnir í raðir þýska handboltaliðsins Aue sem leikur í b-deildinni þar í landi. Ásamt Arnari Birki Hálfdánssyni hefur félagið samið við markvörð- inn Sveinbjörn Pétursson. Sveinbjörn er raunar fyrrverandi leikmaður Aue og var hjá félaginu frá 2012-2016. Hann lék síðast með Stjörnunni hér heima en hefur glímt við bakmeiðsli frá því hann lenti í bílveltu á síðasta ári. Mark- vörður Aue sleit krossband í hné og var félagið því á höttunum eftir markverði fyrir næsta tímabil. Sveinbjörn aftur til Aue Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurkoma Sveinbjörn lagði skóna á hilluna en er nú kominn aftur. HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það hefur komið handknattleiks- kappanum Arnari Birki Hálfdáns- syni á óvart hversu mikið lúxuslíf það er að vera atvinnumaður í íþróttinni. Arnar Birkir, sem er 26 ára, gekk til liðs við danska úrvalsdeild- arfélagið SönderjyskE frá Fram sumarið 2018, en eftir tvö ár í Dan- mörku hefur hægri skyttan ákveðið að söðla um. Hann skrifaði undir samning við þýska B-deildarfélagið Aue og verður hann sjöundi íslenski leik- maðurinn sem skrifar undir leik- mannasamning við félagið en fyrr- verandi landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson þjálfaði liðið á ár- unum 2012 til ársins 2016. „Það eru tæpar tvær vikur síðan ég skrifaði undir samning við Aue og ég reikna með því að þetta verði staðfest á morgun (í dag),“ sagði Arnar Birkir í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það er eitthvað síðan ég frétti fyrst af áhuga þýska liðs- ins. Þeir voru búnir að vera á eftir mér í einhvern tíma og aðdragand- inn var kannski aðeins lengri fyrir þá heldur en mig. Þeir höfðu fyrst samband við mig í byrjun árs, áður en kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í Evrópu, en á þeim tímapunkti var ég með nokkur tilboð á borð- inu. Möguleikum mínum fækkaði svo umtalsvert eftir að faraldurinn fór yfir Evrópu. Þetta var skrítinn tími og það voru einhver lið sem dæmi sem tjáðu mér að þau vildu áfram fá mig en gætu ekki boðið mér samning fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo mánuði. Svo fylgdi það oft sög- unni líka að þetta gæti jafnvel tekið lengri tíma en tvo mánuði, ef af þessu yrði þá. Aue var hins vegar skýrt við mig allan tímann, þeir vildu fá mig og lögðu mikla áherslu á það, og þess vegna ákvað ég að skrifa undir þar.“ Kveikjan að áhuga Aue Arnar Birkir er uppalinn hjá Fram í Safamýrinni en hann hefur einnig leikið með FH og ÍR hér á landi. Hann hefur spilað mjög vel með SönderjyskE, undanfarin tvö tímabil, og skoraði meðal annars 51 mark í dönsku úrvalsdeildinni á síð- ustu leiktíð. „Ég get ekki sagt að atvinnu- mennskan hafi komið mér mikið á óvart ef ég á að vera alveg hreinskil- inn. Það er skrítið að segja það en ég held að ég hafi æft jafn mikið, ef ekki meira bara, þegar ég var leik- maður Fram á Íslandi heldur en í Danmörku. Ég hef hins vegar reynt að æfa eins mikið aukalega og ég get hérna úti, þegar ég hef haft orku til þess. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu mikið lúxuslíf þetta er. Danska deildin er klárlega sterkari en sú íslenska, á því leikur enginn vafi. Það eru margir frábær- ir leikmenn sem spila í deildinni og gæðin á æfingum eru mikil. Frá því að ég kom fyrst til Sön- derjyskE 2018 höfum við alltaf farið út til Þýskalands á lítil æfingamót í janúar á undirbúningstímabilinu. Ég hef spilað vel á báðum æfinga- mótunum og Aue hafði samband við mig í janúar 2019 en þá var ég á þeim stað að ég vildi klára samning minn í Danmörku. Það má því segja að það hafi verið frammistaða mín í þessum æfingamótum sem hafi ver- ið kveikjan að áhuga Aue.“ Kippt úr þægindarammanum Arnar er ekki byrjaður að undirbúa flutninga til Þýskalands og ítrekar að hann sé ekki mikið að stressa sig á því. Hann er hins vegar byrjaður að æfa sig í þýsk- unni og er spenntur fyrir næsta skrefi á sínum ferli. „Ég hef lítið sem ekkert fylgst með þýsku B-deildinni á undan- förnum árum en engu að síður leggjast þessi skipti gríðarlega vel í mig og ég er virkilga spennt- ur. Það verður áhugavert að þurfa að læra annað tungumál núna, hálfu ári eftir að ég komst upp á lagið með dönskuna og gat farið að tjá mig af einhverju viti við Danann. Það mætti því segja að það sé aðeins búið að kippa manni aftur út úr þægindarammanum og núna þarf maður að fara á fullt að læra þýskuna. Ég sótti ágætis snjall- símaforrit á dögunum sem von- andi hjálpar mér við tungu- málalærdóminn og ég hef tekið rispur á kvöldin þar sem ég hef reynt að æfa mig aðeins, hingað til hefur það gengið nokkuð vel.“ Eftirsóttur á Íslandi Skyttan telur sig eiga nóg eftir í handboltanum og er með háleit markmið. Hann ætlar engu að síð- ur að taka eitt skref í einu og ein- beita sér að því að láta verkin tala inni á handboltavellinum. „Mér stóð til boða að vera áfram í Danmörku en að lokum ákvað ég að prófa eitthvað nýtt. Heilt yfir er ég mjög ánægður með þessi tvö tímabil mín í Danmörku. Mér stóð líka til boða að koma aftur heim og það var þónokkur fjöldi liða hér heima sem vildi fá mig. Ég vildi hins vegar halda áfram að spila áfram er- lendis sem atvinnumaður. Ég er ennþá ungur og ég tel mig eiga sjö til tíu góð ár eftir í þessu. Þýska B- deildin ætti að vera frábær stökk- pallur fyrir mig sem leikmann og markmiðið er að sjálfsögðu að spila í þýsku úrvalsdeildinni einn daginn. Þegar allt kemur til alls þá er þetta undir sjálfum mér komið og ég gæti blaðrað endalaust um það hvað ég ætla mér að gera í framtíðinni. Það sem gildir hins vegar er hvernig maður stendur sig inni á vellinum sjálfum og það ætla ég mér svo sannarlega að gera,“ bætti Arnar Birkir við í samtali við Morgun- blaðið. Lúxuslíf að vera atvinnu- maður í handbolta  Arnar Birkir Hálfdánsson sjöundi Íslendingurinn sem spilar fyrir Aue frá 2012 Morgunblaðið/Hari Þýskaland Arnar Birkir Hálfdánsson er á leið til B-deildarliðs Aue eftir tvö ár með SönderjyskE í Danmörku.  Stórstjarnan Luc Abalo er óvænt gengin til liðs við Elverum í Noregi en handboltakappinn er tvöfaldur ólymp- íumeistari og á meðal sigursælustu leikmanna heims í áraraðir. Hann er 35 ára gamall Frakki og var á mála hjá PSG í heimalandinu frá árinu 2012 og hafði hugsað sér að ljúka ferlinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þeim var hins vegar frestað um eitt ár en hann var þegar búinn að tilkynna Parísarliðinu um ákvörðun sína. Abalo spilar mest í hægra horni og má segja að hann leysi Íslendinginn Sigvalda Björn Guðjónsson af hólmi sem hafði félagaskipti frá Elverum yfir í Kielce í Póllandi.  Ítölsk yfirvöld hafa gefið grænt ljós á að deildarkeppnin í knattspyrnu geti hafið göngu sína á ný í landinu. Öll fé- lögin samþyktu tillöguna einróma og munu fyrstu leikir fara fram 20. júní. Birkir Bjarnason leikur með liði Brescia. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort haldið verði áfram í neðri deildunum. Sveinn Aron Guðjohnsen leikur með Spezia í B-deildinni og Emil Hallfreðsson með Padova í C-deildinni.  Knattspyrnukonan Laura Hughes er gengin til liðs við Þrótt Reykjavík. Þjálfari liðsins, Nik Chamberlain, stað- festi þetta við mbl.is í gær. Hughes er 18 ára miðjumaður frá Ástralíu. Þrótt- arar unnu fyrstu deildina í fyrra og leika því í efstu deild í sumar.  Hamar frá Hveragerði og Þór Þor- lákshöfn hafa ákveðið að sameina krafta sína og senda sameiginlegt lið til keppni í næstefstu deild kvenna á Íslandsmótinu í körfuknattleik á næsta keppnistímabili en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Hallgrímur Brynj- ólfsson hefur verið ráðinn til að stýra liðinu. Hann þjálfaði kvennalið Hamars á árunum 2012 til 2015.  Víkingur Ólafsvík er að safna liði fyrir átökin í 1. deildinni í knattspyrnu og hafa tveir bæst í hópinn. Varn- armaðurinn Kristófer Reyes, 22 ára, mun spila með liðinu en hann stað- festi það sjálfur við vefmiðilinn fót- bolti.net í gær. Þá tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum að miðju- maðurinn Vitor Vieira Thomas hefur gert samning um að spila með liðinu í sumar. Vitor er fæddur í Brasilíu en hefur búið á Íslandi frá átta ára aldri og á 38 leiki að baki í 3. deildinni.  Knattspyrnumaðurinn Mauro Ic- ardo er að ganga til liðs við Frakk- landsmeistara PSG en það er ítalski miðillinn Corriere dello Sport sem greinir frá þessu. Ítalski miðillinn telur að PSG muni tilkynna um félagsskiptin um helgina en Icardi, sem er samn- ingsbundinn Inter Mílanó, var á láni hjá PSG á nýafstaðinni leik- tíð. Icardi kostar í kringum 60 milljónir evra en hann er 27 ára gamall framherji frá Argentínu. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Sampdoria. Eftir frá- bæra frammistöðu þar var hann keyptur til Inter Míl- anó árið 2013. Eitt ogannað Danska úrvalsdeildin í knattspyrnu hóf göngu sína á ný í gærkvöldi eft- ir hlé vegna kórónuveirunnar er AGF tók á móti Randers. Leiknum lauk 1:1 en Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði heimamanna. Honum var skipt út af á 66. mínútu í stöðunni 1:0 fyrir gestina og segir í lýsingu Jyllands Posten frá leiknum að Íslendingurinn hafi strunsað bál- reiður af velli, ósáttur með skipt- inguna. Það átti þó ekki eftir að koma að sök er Patrick Mortensen jafnaði metin og tryggði heima- mönnum stig í uppbótartíma. Jón Dagur fór bálreiður út af Morgunblaðið/Hari Bálreiður Jón Dagur var ekki sáttur með að vera skipt út af í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.