Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Höfum opnað vefverslun misty.is SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND Saumlaus og léttur aðhaldskjóll til í svörtu og beige Stærðir S-XXL Verð 7.990,- Alfreð Þorsteinsson, fv. borgarfulltrúi, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 27. maí. Alfreð fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1944 og var einn fimm sona hjónanna Ingvars Þorsteins Ólafssonar verkamanns og Sigríðar Lilju Gunnarsdóttur. Hann var í Austurbæj- arskóla og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands um skeið. Al- freð var blaðamaður við dagblaðið Tímann 1962- 1977 og var forstjóri Sölu varnarliðseigna 1977-2003. Hann var varaborgarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn 1970-71 og 1986-94 og borgarfulltrúi 1971-1978 og aftur 1994-2006. Á vettvangi Reykjavíkurborgar sat Alfreð í fræðsluráði, heilbrigðisráði og stjórn Innkaupastofnunar og var formaður hennar 1994-98. Hann átti sæti í umferðarnefnd, var formaður stjórnar Veitustofnana 1994-99 og stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur 1999-2006 á miklum uppbygg- ingartíma í sögu þess fyrirtækis. Þá var Alfreð formaður stjórnar fjar- skiptafyrirtækisins Línu-Nets 1999- 2005, sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar 2006-2010 og var formaður lengst af þeim tíma. Alfreð æfði og keppti í knattspyrnu með Fram á barns- og unglingsárum og þjálf- aði síðan yngri flokka félagsins. Var formaður Fram 1972-76 og 1989- 94 og sat í stjórn ÍSÍ 1976-86 auk þess að gegna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Al- freð var heiðursfélagi í Fram og ÍSÍ. Á árunum 1985-94 var Alfreð formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur jafnframt því sem hann sat í mið- stjórn Framsóknarflokksins og í stjórn FUF um árabil. Var hann for- maður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, 1978-80 og sat síðar í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu. Þá sat Alfreð í stjórn Landsvirkjunar 1991-95, í stjórn Sparisjóðs vélstjóra frá 1998- 2002 og var formaður hans 2001- 2002. Eiginkona Alfreðs var Guðný Kristjánsdóttir, f. 1949, prentsmiður og setjari. Dætur Alfreðs og Guð- nýjar eru Lilja Dögg, mennta- og menningarmálaráðherra, f. 1973, bú- sett í Reykjavík, gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi við at- vinnuvegaráðuneytið, og Linda Rós, f. 1976, sérfræðingur í félagsmála- ráðuneytinu. Barnabörnin eru þrjú. Andlát Alfreð Þorsteinsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eldsvoðinn er mikið áfall fyrir at- vinnulífið í eyjunni. Íbúar eru þó yfirvegaðir enda öllu vanir,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hrísey er hluti af Ak- ureyrarbæ og því fór bæjarstjór- inn í eyna í gær til að kynna sér aðstæður eftir eldsvoða í frysti- húsinu þar. Allt er óvíst enn um upptök eldsvoðans sem upp kom um kl. fimm í gærmorgun. Suðurhluti byggingarinnar, sem var frá árinu 1936, er talinn ónýtur og nyrðri hlutinn, sem reistur var fyrir fjörutíu árum, er mikið skemmdur. Í gærkvöldi fékk lögreglan vett- vang afhentan til rannsóknar. Bor- ist hefur mikið af myndefni af eldsvoðanum sem nýtast mun við rannsókn málsins. Vatni sprautað á rústirnar Maður sem bjó í starfsmanna- aðstöðu í frystihúsinu varð fyrstur eldsins var og gerði viðvart. Þegar útkall vegna eldsins barst fóru vettvangsliðar í eynni strax á vett- vang með dælubíl og hófu aðgerð- ir. Slökkvilið frá Akureyri fór svo strax á vettvang aukinheldur sem liðsauki kom frá Dalvíkurliðinu og tækjabúnaður úr Fjallabyggð. Þegar nokkuð var liðið á morgun höfðu slökkviliðsmenn, sem voru alls um 30, náð tökum á eldinum, en langt fram eftir degi var vatni sprautað á rústirnar þar sem enn leyndust glóðir. Síðdegis í gær komu slökkviliðsmenn úr Þingeyj- arsveit á vettvang í Hrísey, til að leysa af þann mannskap sem stað- ið hafði í ströngu síðan í bítið. Byggingarnar sem brunnu voru síðan í október sl. í eigu Hrísey Seafood, sem þar rak saltfiskverk- un og frystingu á sjávarafurðum. Fyrirtækið eiga hjónin Telma Ró- bertsdóttir og Sigurður Jóelsson. Ágætar tryggingar „Við erum með ágætar trygg- ingar en erum nú að fara yfir þau mál,“ segir Telma Róbertsdóttir. „Mestur er skaðinn fyrir Hrísey, þetta er mikið samfélagstjón. Þrettán manns eru nú án vinnu sem mér finnst ákaflega sárt. Svo brunnu þarna inni tugir tonna af saltfiskafurðum sem höfðu verið seldar og áttu að fara til kaupenda á Spáni og Ítalíu. Áfallið er mik- ið.“ Bruninn í Hrísey er mikið samfélagstjón Ljósmynd/Áshildur Sturludóttir Eldsvoði Slökkviliðsmenn dæla vatni á rústir frystihússins í Hrísey. Eldsupptök eru óljós en rannsókn að hefjast.  Stórbruni í Hrísey í fyrrinótt  13 manns misstu vinnuna Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að það sé óhætt að segja að neytendur horfi nú upp á meiri verð- lækkanir á pítsum en nokkru sinni fyrr. Það sést til að mynda á því að stærsti aðilinn á markaðinum selur pítsur sem kosta alla jafna um 3.700 krónur á tilboði á 1.790 krónur. Hvernig geta þeir verið að bjóða 50% afslátt? Það segir manni að álagning- in hafi nú verið einhver,“ segir Þór- arinn Ævarsson, eigandi pítsustaðar- ins Spaðans. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa viðtökur við nýj- um pítsustað Þórarins í Kópavogi verið afar góðar, en hann gefur sig út fyrir hóflega verðlagningu. Hann segir að samkeppnisaðilinn Domino‘s hafi brugðist við með verðlækkunum. „Ég átti nú von á því að þeir myndu bregðast hressilega við enda vissu þeir að ég kæmi inn með látum. Því sankaði ég að mér matseðlum þegar þessi hugmynd fór af stað. Það er augljóst að þeir hafa byrjað snemma að bregðast við, til að milda höggið,“ segir Þórarinn. Hann segir að þessa sjái stað í því að brauðstangir hafi kostað 1.030 krónur á síðasta ári en hafi svo verið lækkaðar niður í 790 krónur þegar opnun Spaðans spurð- ist út. Hann kveðst telja að Domino’s selji um milljón skammta af brauð- stöngum ár hvert, svo þarna sé fyrir- tækið að verða af 240 milljónum króna. „Þetta er veisla fyrir neytendur sem fá pítsur tugum prósenta ódýrari þannig að ég fagna þessu. En ég ótt- ast að fylgifiskur þessa verði að minni aðilar á markaði muni leggja upp laupana.“ „Domino‘s er rótgróið fyrirtæki á íslenskum skyndibitamarkaði sem vinnur eftir langtímaplani og hefur á sínum 27 árum hér á landi tekið allri samkeppni fagnandi,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s. Hún segir að fyrirtækið hafi kynnt Tríó í byrjun þessa árs og tilgangur þeirrar herferðar sé að kynna við- skiptavinum fjölmargar pítsur sem sé að finna á matseðli. „Tríó er hug- mynd sem hefur verið lengi í bígerð, þar erum við leiðandi í góðu verði eins og við höfum ætíð verið. Verðið er í samræmi við nettilboðin okkar sem hafa reglulega verið í boði síð- ustu sjö ár. Við erum og höfum alltaf verið tilboðsdrifin og viðskiptavinir okkar fagna því, við bjóðum ólíkt verð eftir því hvort viðskiptavinurinn sækir eða fær sent heim. Því hefur pítsa á fullu verði á matseðli lítið að segja um raunverð okkar. Það má sjá á herferðum okkar eins og Megaviku, Netdögum og Þriðjudagstilboði. Þess má til gamans geta að verð á Þriðju- dagstilboði er 1.000 krónur og hefur haldist óbreytt í 10 ár,“ segir hún. „Fullyrðing um breytt verð á brauð- stöngum er einfaldlega röng og hefur verð á meðlæti ekki breyst hjá okkur í meira en ár en við leggjum okkur fram að halda verðbreytingum í lág- marki.“ Furðar sig á 50% afslætti keppinautar  Eigandi Spaðans segir að Domino‘s lækki verð  Veisla fyrir neytendur Þórarinn Ævarsson Anna Fríða Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.