Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir
allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi
efnum.
Verð kr.
21.220
Verð kr.
59.100
Verð kr.
37.560Verð kr.
16.890
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Áformað er að taka um aðra helgi,
sunnudaginn 7. júní, fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri gestastofu
Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkju-
bæjarklaustur. Byggingin verður
við svonefndan
Sönghól í landi
Hæðargarðs,
það er rétt
sunnan við
brúna yfir
Skaftá áður en
ekið er inn í
byggðina á
Klaustri. Bygg-
ingin verður á
einni hæð með
sýningarsal og margvíslegri að-
stöðu fyrir gesti og starfsmenn
þjóðgarðsins.
Hús, hólar og hæðir
„Þessi nýja bygging mun breyta
miklu fyrir starfsemina hér og í
raun skapa alveg nýja möguleika,“
segir Fanney Ásgeirsdóttir þjóð-
garðsvörður á Kirkjubæjar-
klaustri í samtali við Morgun-
blaðið. Byggingin verður 765
fermetrar að flatarmáli; ein hæð
og kjallari að hluta. Hólar og hæð-
ir eru í svæðinu þar sem til stend-
ur að reisa bygginguna og miðast
hönnunin við að húsið hæfi lands-
laginu; bæði stíll og efni þess.
Stígar og bílastæði verða felld inn
í landið og þannig lítt áberandi.
Frá húsinu verður svo gott útsýni
yfir Skaftá og austur á Síðu og til
Öræfajökuls í austri. Birgir Teits-
son hjá Arkís er arkitekt bygging-
arinnar, rétt eins og Snæfellsstofu
á Skriðuklaustri sem er á austur-
svæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
„Núna er vegagerð að bygging-
arsvæðinu að hefjast. Efnt verður
svo til útboðs á jarðvegsvinnu
vegna byggingarinnar innan tíðar
Það er okkur hér afar mikils virði
að sjá þessa langþráðu fram-
kvæmd farna af stað. Svona verk-
efni krefst mikils og vandaðs und-
irbúnings, svo sem hvernig
sýningarhald í gestastofunni skuli
vera. Einnig verður í byggingunni
veitingastofa en öll þessi starfsemi
þarf að mynda góða heild svo að-
laðandi verði,“ segir Fanney.
Leitað að skissum
Meðal þess sem nú er horft til á
Kirkjubæjarklaustri er að í
tengslum við gestastofuna verður
byggð göngubrú yfir Skaftá, sem
tengja myndi svæðið sunnan ár-
innar við þorpið. Vitað er að Jó-
hannes Sveinsson Kjarval, sem
fæddur var á þessum slóðum og
ólst þar upp að nokkru, setti á
sínum tíma fram hugmyndir um
brú þarna. Skissur af brúnni eiga
að vera til. Er þeirra nú ákaft
leitað.
„Þessi tenging við Kjarval er
mjög skemmtileg og við erum
þegar búin að reisa brúna í huga
okkar,“ segir Fanney og bætir við
að margt áhugavert sé á dag-
skránni hjá Vatnajökulsþjóðgarði
á svæðinu í sumar. Megi þar með-
al annars nefna skipulagðar
gönguhelgar með landvörðum í
Eldgjá, Laka og í Nýjadal á
Sprengisandi sem verða kynntar
betur á næstunni. Að auki eru að
vanda daglegar stuttar fræðslu-
göngur á sömu stöðum yfir hásum-
arið og í samvinnu við Umhverf-
isstofnun eru slíkar göngur einnig
við Fjaðrárgljúfur, Dverghamra
og víðar í nágrenni Kirkjubæjar-
klausturs; allt staðir sem gaman
er að sjá og fræðast um. Barna-
stundir verða einnig við Skaftár-
stofu alla morgna frá júnílokum
fram í miðjan ágúst, enda er
fræðsla um náttúru og náttúru-
vernd, sögu, mannlíf og menning-
arminjar eitt af meginmarkmiðum
Vatnajökulsþjóðgarðs.
Gestastofa reist og vilja Kjarvalsbrú
Framkvæmdir hjá Vatnajökulsþjóðgarði á Kirkjubæjarklausti Geststofan verður sunnan Skaftár
Skapar nýja möguleika Byggingin felld inn í landslag Fjölbreytt dagskrá fyrir ferðamenn
Tölvumynd/Arkís
Þjóðgarður Gestastofan nýja verður skammt fyrir sunnan Kirkjubæjar-
klaustur og svona verður svipurinn, skv. teikningum arkitekta.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kirkjubæjarklaustur Sveitaþorp í fallegri náttúru sem tilheyrir suðursvæði
hins víðfeðma Vatnajökulsþjóðgarðs sem er á heiminjaskrá UNESCO.
Fanney
Ásgeirsdóttir
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Einstaklingum sem voru atvinnulaus-
ir eða stóðu utan vinnumarkaðarins
og voru ekki við störf af ýmsum
ástæðum fjölgaði um tugi þúsunda í
seinasta mánuði. Þá eru ekki með-
taldir þeir tæplega 33 þúsund ein-
staklingar sem voru í minnkuðu
starfshlutfalli skv. hlutabótaleið
Vinnumálastofnunar.
Hagstofa Íslands birti í gær niður-
stöður vinnumarkaðsrannsóknar í
apríl sem gefur enn skýrari mynd af
þeirri dæmalausu stöðu sem upp kom
á vinnumarkaði í kórónuveirufaraldr-
inum en lesa má úr tölum yfir fjölda
þeirra sem hafa skráð sig atvinnu-
lausa hjá Vinnumálastofnun. Byggt
er á svörum í úrtakskönnunum þar
sem spurt er hvort viðkomandi séu
með vinnu eða að leita sér að vinnu og
hvort þeir séu tilbúnir að vinna ef hún
stendur til boða. Í ljós kemur að alls
voru 13.700 einstaklingar án vinnu og
í atvinnuleit í seinasta mánuði sem
jafngildir 7% atvinnuleysi. Þeir sem
voru í hlutabótastörfum teljast ekki
með atvinnulausum í könnun Hag-
stofunnar heldur eru þeir flokkaðir
með starfandi á vinnumarkaði.
Hópur þeirra einstaklinga á aldr-
inum 16 til 74 ára sem ekki voru við
störf en eru þó ekki taldir atvinnu-
lausir þar sem þeir eru ekki í atvinnu-
leit hefur þanist út að undanförnu.
Samtals voru einstaklingar utan
vinnumarkaðarins 62.200 talsins í
seinasta mánuði og hafði þá fjölgað
um 17.500 borið saman við sama mán-
uð í fyrra. Í þessum hópi eru margir
sem segjast vera á eftirlaunum eða
eru öryrkjar. Á fyrsta fjórðungi þessa
árs voru þeir um helmingur allra sem
voru utan vinnumarkaðar í könnun-
um Hagstofunnar. Stór hluti hópsins
eru einstaklingar sem eru ekki í at-
vinnuleit en segjast tilbúnir að vinna
ef tækifæri gefst. Um er að ræða m.a.
námsmenn, heimavinnandi einstak-
linga og þá sem eru veikir eða tíma-
bundið ófærir til vinnu.
Þegar litið er á samanlagðan fjölda
þeirra sem eru atvinnulausir og þá
sem standa utan vinnumarkaðarins
af ýmsum ástæðum telur sá hópur
75.900 einstaklinga. Sé þeim sem
voru í minnkuðu starfshlutfalli á
hlutabótaleið stjórnvalda bætt við,
má gera ráð fyrir að samtals hafi hátt
í 110 þúsund einstaklingar ýmist ver-
ið atvinnulausir, í minnkuðu starfs-
hlutfalli eða staðið utan vinnumark-
aðarins í apríl.
Á von á fjölgun í maí
Ólafur Már Sigurðsson, sérfræðing-
ur hjá Hagstofunni, segir að þetta séu
fordæmalausir tímar. Atvinnuleysi
hefur vaxið, vinnustundum fækkaði í
apríl og fólki utan vinnumarkaðarins
fjölgaði mikið. Með réttu megi segja
að margir þeirra sem eru utan vinnu-
markaðarins hafi í reynd verið at-
vinnulausir þó þeir séu ekki flokkaðir
með atvinnulausum þar sem starfsemi
þeirra var tímabundið lokað og þeir
voru því ekki að leita sér að vinnu þeg-
ar könnunin var gerð.
Rannsókn Hagstofunnar leiðir líka
í ljós að ætla má að um 195 þúsund
manns hafi verið við störf á vinnu-
markaðinum í apríl en hlutfall starf-
andi af mannfjöldanum var engu að
síður aðeins 70,5% og hefur ekki
mælst lægra síðan 2003.
Ólafur á von á að atvinnuleysistöl-
urnar fyrir maí muni hækka enn frek-
ar þar sem atvinnuleysi mælist yfir-
leitt hæst í þeim mánuði.
76.000 án atvinnu eða
utan vinnumarkaðar
Einstaklingum utan vinnumarkaðar fjölgaði um 17.500
Vinnumarkaðurinn í apríl Fjöldi 16-74 ára í apríl 2020
16-74 ára* Apríl 2019 Apríl 2020
Atvinnuþátttaka 82,6% 75,8%
Hlutfall starfandi 79,3% 70,5%
Atvinnuleysi 4,0% 7,0%
Vinnustundir 37,4 34,8
Vinnuafl 212.100 195.000
Starfandi 203.500 181.200
Atvinnulausir 8.600 13.700
Utan vinnumarkaðar 44.700 62.200
Áætlaður mannfjöldi 256.700 257.200 *Fjöldatölur námundaðar að næsta
hundraði. Heimild: Hagstofa Íslands.
Starfandi, 181.200
Atvinnulausir, 13.700
Utan vinnumarkaðar, 62.200
Alls
257.200
Morgunblaðið/Eggert
Við störf Vinnustundum fækkaði.