Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 32
Síðustu tónleikar vordagskrár Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu verða í kvöld kl. 20. Þá mun bassaleikarinn Sig- mar Þór Matthíasson koma fram með hljómsveit sinni Metaphor í Flóa, sem er á jarðhæð Hörpu. Múlinn mun svo snúa aftur með nýja dagskrá um miðjan júní. Sigmar gaf út fyrstu sólóplötu sína, Áróru, í september 2018 og hlaut fyrir hana tvær til- nefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna 2019 í flokki djass- og blústónlist- ar. Nú er að hefjast undirbúningur fyrir aðra plötu þar sem áhrif frá austrænni þjóðlagatónlist og ann- arri heimstónlist munu blandast við nútímadjass. Ætla Sigmar og félagar að prufukeyra nýja efnið fyrir tónleikagesti Múl- ans í kvöld. Haukur Gröndal leikur á klarínett og saxó- fón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og oud, Ingi Bjarni Skúlason á pí- anó og Matthías Hemstock á trommur. Leika verk af væntanlegri plötu FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég tel okkur vera að spila miklu betri fótbolta heldur en í fyrra. Þó að við höfum náð einhverjum smá árangri í byrjun, þá skulum við bara tala hreint út með það að við gátum ekkert. Þetta var bara ekki nógu gott tímabil en ég er hundrað prósent viss um að við munum geta sýnt meiri gæði og stöðugleika yfir allt tímabilið í sum- ar. Ég er mjög jákvæður eins og allir í liðinu,“ segir Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson meðal annars um fótboltasumarið sem framundan er, en rætt er við hann í blaðinu í dag. »26 Telur Skagamenn spila miklu betri fótbolta en þeir gerðu í fyrra ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar Bergdís Ósk Sigmarsdóttir flutti frá Skagaströnd til Reykjavík- ur í janúar 1968 með samvinnuskóla- próf frá Bifröst upp á vasann frá 1966 átti hún ekki von á því að hún ætti eftir að vinna hjá fjórum ætt- liðum eins og raunin varð. „Eitt hef- ur leitt af öðru en þetta hefur verið skemmtilegur tími,“ segir hún. Hrun í norsk-íslenska síldarstofn- inum fyrir um hálfri öld hafði mikil neikvæð áhrif. Atvinnuleysi jókst og erfitt var að fá vinnu. „Ég fór suður af því að mig vantaði vinnu, sótti um hér og þar og þegar mér bauðst skrifstofuvinna hjá Fataverslun Andrésar á Laugavegi sló ég til.“ Hún bætir við að hún hafi hafnað öðru starfi áður en hún réð sig hjá Andrési Andréssyni. „Þrátt fyrir erfiða stöðu í samfélaginu var ég ekki það svartsýn að ég þyrði ekki að segja nei við einhverju sem mér leist ekki á.“ Bergdís er ekkja en á tvo syni. Þegar fyrri sonurinn fæddist 1971 byrjaði hún að vinna heima og gerði það þar til verslunin hætti fyrir um áratug, en áður hafði Þórarinn Andrésson tekið við rekstrinum af föður sínum. „Ég sá um bókhaldið heima þar til verslunin hætti 2013 en vann líka annars staðar,“ segir hún. 1996 byrjaði hún að vinna hjá Verk- fræðistofunni Vista, þar sem hún er enn. Andrés Þórarinsson stofnaði og rak stofuna þar til Þórarinn, sonur hans, tók við. Djáknakandídat Vinnan hefur mikið breyst á lið- lega hálfri öld en Bergdís bendir á að grundvöllur bókhaldsins breytist seint. „Með tilkomu tölva hafa vinnubrögðin breyst en ég hef stundum hugsað um það að vinnan hefur kannski ekki minnkað svo mikið.“ Pappírseyðslan hafi líka auk- ist með aukinni ljósprentun en áður hafi hvert bóhaldsnúmer haft sitt spjald. Engu að síður hafi prentun með kalkípappír verið töluverð á ár- um áður. „Sem betur fer er hún ekki lengur.“ Bergdís segir að það hafi verið mikil og góð tilbreyting að hafa byrj- að að vinna aftur innan um fleira fólk 1996. „Rétt eins og hjá Andrési er Vista afskaplega góður vinnu- staður,“ segir hún. Til að geta veitt enn betri þjónustu og náð betur eyr- um viðskiptavina fór hún í há- skólanám samfara vinnunni og út- skrifaðist með BA-próf sem djáknakandídat frá Háskóla Íslands 2008. „Ég var ánægð í mínu bókhaldi auk þess sem ekki var verið að ráða djákna í kjölfar hrunsins um haust- ið,“ segir hún, spurð hvort hún hafi hugleitt að skipta um starfsvett- vang. Starfsferillinn er orðinn langur og Bergdís ætlar að hætta í sumar. Hún leggur samt áherslu á að hún ætli ekki að leggjast í kör. „Ég finn mér alltaf eitthvað að gera, sjálf- boðaliðastarf eða hvað sem er, auk þess sem ég á sex barnabörn.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Bókari Bergdís Ósk Sigmarsdóttir hjá Verkfræðistofunni Vista hefur unnið hjá sömu fjölskyldunni í hálfa öld. Hefur unnið hjá fjórum ættliðum á hálfri öld  Frá Andrési til Þórarins, svo til Andrésar og loks til Þórarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.