Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
✝ Þórgnýr Þór-hallsson fædd-
ist 29. maí 1933 á
Stóra-Hamri í Öng-
ulsstaðahreppi,
hjónunum Þórhalli
Jónassyni, f. 1. apríl
1904, d. 8. maí 1993
og Ingibjörgu Dag-
nýju Bogadóttur, f.
28. janúar 1902, d.
15. júlí 1954. Þór-
gnýr lést á hjúkr-
unarheimilinu Hlíð 13. maí 2020.
Systkini Þórgnýs eru Jónas, f.
21. febrúar 1928, d. 29. ágúst
2010, Björgvin Júlíus, f. 24. des-
ember 1930, d. 16. mars 1991,
Þröstur, f. 6. ágúst 1939, d. 11.
maí 2000, Bogi, f. 6. apríl 1943
og Gunnhildur Jóhanna, f. 16.
október 1944.
Þórgnýr hleypti heimdrag-
anum 23 ára og fluttist til Ak-
ureyrar. Hinn 12. september
1959 gekk hann í hjónaband með
lífsförunaut sínum, Heklu Ragn-
arsdóttur frá Siglufirði, f. 22.
nóvember 1937. Dætur þeirra
eru: 1. Guðrún Ösp tölv-
unarfræðingur, f. 4. maí 1959, 2.
Dagný Björk, mannfræðingur
og þýðandi, f. 29. ágúst 1960,
eiginmaður hennar er Sverrir
Konráðsson, f. 19. júní 1953,
sem vélstjóri sem gerði út frá
Sandgerði einn vetur, en að því
loknu hélt hann áfram að keyra
leigubíl á Akureyri. Árið 1958
varð hann deildarstjóri hjá Véla-
deild KEA og starfaði við það til
ársins 1972 þegar hann réð sig
til starfa sem umboðsmaður Olís
á Akureyri sem hann gegndi í
sjö ár. Þórgnýr hóf aftur störf
hjá KEA árið 1979 sem iðnaðar-
og þjónustufulltrúi, þar sem
hann stóð m.a. fyrir ýmsum
breytingum, s.s. endurbyggingu
Brauðgerðar, breytingum á Ket-
ilhúsi og breytingum og við-
byggingu á Hótel KEA. Þórgnýr
var jafnframt framkvæmda-
stjóri hlutafélags sem stofnað
var um Hótel KEA auk þess að
eiga sæti í fimm öðrum hluta-
félögum á vegum KEA. Síðasta
starf Þórgnýs fyrir KEA var
deildastjórnun hjá olíusöludeild
KEA. Þórgnýr lauk starfsævi
sinni sem ritari á lögmannsstofu
dóttur sinnar þar sem hann
starfaði í tvö ár.
Þórgnýr var virkur í fé-
lagsmálum, hann var félagi í
Rótarýklúbbi Akureyri í 46 ár
og gjaldkeri Sögufélags Eyfirð-
inga í aldarfjórðung, til ársins
2014. Hann ritaði einnig greinar
í Súlur, rit sögufélagsins um hin
ýmsu málefni. Þórgnýr var fjöl-
fróður og mikilsvirtur bókasafn-
ari og batt inn bækur í frí-
stundum sínum.
Hann verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju 29. maí 2020
klukkan 13.30.
dætur þeirra eru
Edda Rún, f. 11.
janúar 1997 og
Guðrún Lóa, f. 12.
febrúar 1999, 3.
Inga Þöll bæj-
arlögmaður, f. 5.
október 1961, börn
hennar og Helga S.
Ólasonar, f. 25.
febrúar 1961, eru
Hekla Björt, f. 22.
ágúst 1985, sam-
býlismaður hennar er Jón Þór
Sigurðsson, f. 6. febrúar 1989 og
Þórgnýr, f. 28. júní 1987, sam-
býliskona hans er Erna Björk
Grétarsdóttir, f. 10. febrúar
1988. Hinn 11. júlí 1974 fæddist
þeim hjónum andvana sonur.
Fyrir utan vinnu við bústörf á
Stóra-Hamri var fyrsta launaða
vinna Þórgnýs þegar hann var á
fimmtánda ári, en þá tók hann
að sér að vinna land fyrir bænd-
ur á sex búum á dráttarvél með
plóg og herfi. Þremur árum
seinna var hann ráðinn ýtustjóri
hjá Ræktunarsambandi Bún-
aðarfélags Öngulsstaðarhrepps
og vann við það næstu fjögur ár-
in eða til ársins 1956 þegar hann
fluttist til Akureyrar og gerðist
leigubílstjóri. Jafnhliða tók hann
vélstjórapróf og réð sig á bát
Elsku pabbi er látinn og lifir
núna í minningum okkar allra.
Pabbi var Eyfirðingur, frá
Stóra-Hamri í Eyjafjarðarsveit,
og sannari og hollari Eyfirðingi
og Akureyringi hef ég aldrei
kynnst. Honum þótti undurvænt
um fallega fjörðinn sinn og vildi
helst hvergi annars staðar vera.
Þegar hann fór af landi brott og
átti leið um höfuðborgarsvæðið í
bakaleiðinni var hann ekki í
rónni fyrr en heim var komið.
Jafnvel þótt pabbi kysi ekki að
búa í sveit var hann töluverður
bóndi í sér og mikill ræktandi.
Hann tók þátt í heyskap á Stóra-
Hamri fjölmörg sumur þar sem
faðir hans og systkini bjuggu.
Hann ræktaði einnig margs-
konar grænmeti í matjurtagarð-
inum við heimilið í Suðurbyggð-
inni og varði mörgum stundum
úti á lóð við slátt og trjáum-
hirðu. Mamma og pabbi dvöldu
einnig oft í sumarbústaðnum í
Fljótunum þar sem pabbi var sí-
fellt að dytta að og slá.
Pabbi var fróður með afbrigð-
um um hin aðskiljanlegustu mál.
Hann var alæta á allt lesmál og
þekkti aragrúa einstaklinga um
land allt, bæði í tengslum við
starf sitt og bókasöfnun. Hann
starfaði einnig í mörg ár í Sögu-
félagi Eyfirðinga, sem gefur
m.a. út tímaritið Súlur, og birt-
ust þar nokkrar greinar eftir
hann um margs konar fróðleik.
Núna er vor í lofti og náttúran
að vakna til lífsins. Ég sé pabba í
anda huga að kartöfluútsæðinu,
raka saman lauf á lóðinni og
snyrta í kringum húsið í Suður-
byggðinni.
Hvíl í friði, elsku pabbi. Við
höldum minningu þinni á lofti í
samtölum okkar og hugsum til
þín með virðingu.
Dagný Björk Þórgnýsdóttir.
Pabbi hvarf okkur smátt og
smátt síðasta árið, en nú hefur
hann kvatt endanlega. Það örl-
aði samt alltaf á hans skemmti-
legu tilsvörum. Stundum þegar
ég spurði hvernig hann hefði
það í seinni tíð sagði hann iðu-
lega í löku meðallagi og ég vissi
að honum líkaði það ekki.
Pabbi var fyrirvinna heimilis-
ins eins og tíðkaðist á sjöunda
áratugnum og tók lítinn þátt í
uppeldi og heimilisstörfum.
Hann fór snemma að heiman á
morgnana í sund fyrir vinnu og
þegar hann kom heim í hádeginu
hlustaði hann á fréttir og lagði
sig áður en hann fór aftur til
starfa og vann langan vinnudag.
Það var því sérstakt gleðiefni
fyrir litla stúlku að fá að fara
með pabba sínum í vinnuna á
laugardagsmorgnum í véladeild
KEA. Þar fékk ég að leika mér
að módelum af ýtum, gröfum og
traktorum og skoða japanska
mánaðardaga. Seinna gat ég
launað pabba þessar góðu
stundir þegar hann hóf störf
sem ritari á lögmannsstofu
minni á seinni hluta starfsæv-
innar. Pabbi var mannglöggur
og mannblendinn og fannst
gaman að spjalla við kúnnana og
bjargaði mér oft fyrir horn þeg-
ar viðskiptavinir sem töldu sig
þekkja mig vel höfðu pantað
tíma. Pabbi vissi sem var að ég
er afar ómannglögg og því gaf
hann mér alltaf greinargóða
skýringu hver var að koma í við-
tal.
Þegar pabbi fór að umgang-
ast barnabörnin sá ég nýja hlið á
honum.
Hann hafði unun af að spjalla
við þau og gefa þeim tíma. Dýr-
mætan tíma, sem ungi ábyrgi
fjölskyldufaðirinn gat ekki gefið
sér í sama mæli. Ég naut þess að
sjá hann lesa fyrir þau og „gefa
þeim straum“ þegar litlar kald-
ar hendur hjúfruðu sig í afalófa.
Óteljandi ferðir voru farnar í
Lystigarðinn, bústaðinn í Fljót-
unum og sveitina, þar sem hann
kenndi þeim að þekkja blóm og
fuglasöng.
Pabbi var bókelskur, vel rit-
fær og fjölfróður. Þótt hann
hafi ekki gengið menntaveginn
skrifaði hann nokkrar greinar í
Súlur um sagnfræðileg efni,
sem bera honum gott vitni.
Hann batt inn bækur og rækt-
aði grænmeti af kappi. Allt sem
hann gerði, gerði hann vel og
helst af öllu vildi hann gera það
best.
Það veganesti gaf hann mér
og það er ekki alltaf auðvelt að
standa undir því. Ég hef það
samt til hliðsjónar í lífinu, en ég
mun aldrei keppa við grænmet-
isræktunina hans. Þar verður
hann óskoraður meistari, rétt
eins og hann var í svo mörgu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Þar var ekkert í löku meðallagi.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir.
Ég vil minnast tengdaföður
míns, Þórgnýs Þórhallssonar
frá Stóra-Hamri í Eyjafjarðar-
sveit. Við fyrstu kynni mín af
Þórgný varð mér ljóst að hér
fór merkilegur maður, afar
fróður um nærumhverfi sitt og
sögu lands og þjóðar. Hann var
vel lesinn, bókasafn hans telur
fjölmörg merk rit sem mörg
hver eru innbundin af honum
sjálfum. Þórgnýr talaði kjarn-
yrta íslensku. Orðkynngi og
þekking á margbreytileika
tungumálsins var augljós öllum
sem á hlýddu. Þórgnýr krydd-
aði svo framsögu sína með
sterkum norðlenskum fram-
burði og áherslum.
Ég kynntist Þórgný fyrst
fyrir um aldarfjórðungi. Við
hjónin dvöldum gjarnan hjá
þeim Heklu Ragnarsdóttur í
Suðurbyggð 2 á Akureyri í sum-
arleyfum, um páska og á jólum.
Mér var ætíð vel tekið og naut
frábærrar gestrisni þeirra Þór-
gnýs og Heklu. Sá skemmtilegi
siður tíðkaðist á heimili þeirra
hjóna að gestum var einatt boð-
ið til stofu til skrafs. Ég á góðar
minningar um fjölmörg samtöl
við þau hjón. Þórgnýr sagði frá
kynnum sínum af samborgur-
um sínum, vinnufélögum og
störfum í Eyjafirði, Akureyri
og nágrenni, ferðalögum vítt og
breitt um landið og til annarra
landa. Þótt Þórgnýr væri frá-
sagnarmaður svo af bar var
hann einnig góður hlustandi.
Hann leitaðist við að spyrja við-
mælandann um hagi hans og um
það sem á daga hans hafði drifið.
Þórgnýr var natinn garð-
yrkjumaður og velhirtur garð-
urinn við Suðurbyggð 2 bar þess
glögg merki. Flatir voru ætíð
sléttslegnar og blómabeð óað-
finnanlega hirt.
Þau hjón ræktuðu einnig
kartöflur, gulrætur, grænkál og
blómkál í norðurhluta lóðarinn-
ar og náðu að vera sjálfbær um
flest þessi jarðarinnar gæði.
Meðfram störfum sínum aðstoð-
aði Þórgnýr bræður sína á
Stóra-Hamri í heyskaparönnum
og sláturtíð. Það kom sér vel
fyrir búið. Náin tengsl við bú-
störf og jarðyrkju á uppvaxtar-
árum sínum í Eyjafirði lögðu án
efa grunninn að áhuga Þórgnýs
á garðyrkjustörfum og jarðar-
gróðri.
Mér er minnisstætt þegar
hann bauð mér eitt sinn sem oft-
ar í skoðunarferð fram í Gler-
árdal. Í þessari ferð kom í ljós
enn einn hæfileiki Þórgnýs þeg-
ar hann þuldi yfir mér nöfn á öll-
um þeim grösum sem fyrir augu
bar þar sem við áðum í blóma-
brekku einni.
Skömmu eftir að kynni tókust
með okkur Þórgný skapaðist sú
hefð að hann bauð mér í
skemmtiferðir í bifreið sinni um
Eyjafjarðarsvæðið. Þar kom sér
vel að Þórgnýr hafði áratugum
saman starfað í hjáverkum sem
leigubílstjóri og ekið flesta þjóð-
vegi landsins. Hann sagði mér
frá ferðum sínum með erlenda
ferðamenn þar sem hann miðl-
aði af fróðleik sínum, en Þór-
gnýr hafði gott vald á ensku sem
kom sér vel í þessu starfi sem og
í öðrum á lífsleiðinni. Á ferða-
lögum okkar Þórgnýs varð mér
ljóst hversu vel hann þekkti til
bænda og búaliðs á Norðurlandi
og þótt víðar væri leitað. Hann
kunni skil á bæjarnöfnum löngu
áður en að var komið og fyrrver-
andi og oft og tíðum núverandi
ábúendum. Þessar ferðir okkar
eru mér ógleymanlegar og
stuðluðu að því að efla góð
tengsl okkar og vinskap sem
varði til ferðaloka.
Ég vil þakka Þórgný tengda-
föður mínum samferðina og
góða viðkynningu.
Sverrir Konráðsson.
Elskulegur nafni minn var
ekki einungis afi minn af skyldu-
rækni heldur allt í senn lærifað-
ir sem faðir og einn af mínum
bestu og tryggustu vinum í
gegnum ævina, er ég lít til baka.
Það var einmitt þetta litla orð,
nafni, sem gerði okkur að því
tvíeyki sem við erum og verðum
um alla tíð. Ég man hvað mér
fannst þetta litla orð skrýtið er
ég byrjaði almennilega að leggja
skilning í lífið en þrátt fyrir alla
þá fallegu íslensku sem hann afi
minn talaði og kenndi mér er
þetta litla kærleiksríka orð,
nafni, það allra innilegasta.
Ég er einmitt búinn að segja
þetta einlæga orð oft í huganum
síðustu vikurnar og nú sakna ég
þess mest að heyra rödd hans
hrópa er ég óð inn um vaska-
húsdyrnar í Suðurbyggðinni:
„Nafni minn, ertu þá kominn.“
Sveitaferðirnar eru þó kær-
astar allra minninga. Þar vorum
við nafnar í okkar eigin heimi.
Ég viðurkenni þó að þegar ég
varð unglingur var ég ekki alltaf
tilbúinn að fara með en var
ávallt betri maður er við komum
til baka og heyra elskulegan afa
minn segja með bros á vör: „Já
nafni minn, ég myndi segja að
þetta samstarf okkar hafi geng-
ið fullkomlega upp.“ Sáttur með
vel unnið dagsverkið, sáttur
með nána samvinnu drengsins
þíns.
Elsku nafni minn.
Þórgnýr Inguson.
Nú er genginn fyrir ættern-
isstapa hinn ágæti maður Þór-
gnýr Þórhallsson frá Stóra-
Hamri í Eyjafjarðarsveit. Und-
irritaður kynntist honum
einkum á tvenns konar vett-
vangi, ef svo má segja, en kynn-
in hófust þó fremur seint á ferli
hans.
Annars vegar vorum við báðir
lengi félagar í Rótarý-hreyfing-
unni. Þórgnýr mun hafa gengið
til liðs við hana árið 1972, þ.e. í
Rótarýklúbb Akureyrar, og þar
var hann félagi til 2017 eða svo,
á meðan heilsa leyfði. Undirrit-
aður sat mjög oft á fundum sam-
an með honum, Bernharði Har-
aldssyni, Kristni Albertssyni og
Ragnari Jóhanni Jónssyni, en
þeir félagar eru nú allir horfnir
úr klúbbnum, Kristinn raunar
dáinn. Einatt var glatt á hjalla
hjá okkur og neftóbak þótti
nokkuð mikið notað. Oft tók
Þórgnýr til máls á Rótarý-fund-
um, las t.d. upp einhverjar
kostulegar frásagnir, og var
alltaf gaman að hlusta á hans
skýru rödd. Klúbburinn hefur
unnið að ræktun í skógarreit í
landi jarðarinnar Botns í Eyja-
fjarðarsveit, og sérlega er minn-
isstæð stund með Þórgný þar
sem hann leit frá Botni austur
yfir fjörðinn í blíðviðri og út-
skýrði fyrir okkur nærstöddum
landslag og örnefni af sérstakri
þekkingu, þar sem mikil frá-
sagnarsnilld fylgdi, enda var um
heimaslóðir hans að ræða.
Hins vegar kynntist ég svo
Þórgný á vettvangi Sögufélags
Eyfirðinga. Hann var gjaldkeri
þess félags í aldarfjórðung eða
svo og þá um leið útbreiðslu-
stjóri tímarits félagsins, sem
heitir Súlur eftir fjallinu þekkta
ofan Akureyrar. Sumarið 2012
var ákveðið að ráða undirritaðan
sem ritstjóra Súlna. Ég leitaði
þá að sjálfsögðu til Þórgnýs sem
tók mér mjög vel. Hjá honum
fékk ég nokkuð af eldri heftum
ritsins sem ekki fyrirfundust á
mínu heimili. Það besta var þó
hve mörg og holl ráð Þórgnýr
gaf mér um hvað betur mætti
fara varðandi frágang ritsins og
efnisval. Þau mál hafði hann
gjörhugsað og komist að mjög
farsælum niðurstöðum. Þórgnýr
hafði á sínum tíma ritað nokkrar
greinar í Súlur og birtust þær
þar árin 1999, 2002, 2007 og
2010, þar er m.a. rætt talsvert
um ættfræði og sagt frá félags-
heimilinu Freyvangi. Eftir
starfslok Þórgnýs tók ég viðtal
við hann sem birtist í Súlum
2014, og segir hann þar ýmislegt
af lífshlaupi sínu. M.a. ræðir
hann um sitt sjaldgæfa skírnar-
nafn, sem mun hafa komið úr
sögu Ólafs hins helga Noregs-
konungs og á sér reyndar
sænskan uppruna, var nafn lög-
manns á Tíundalandi, þar sem
borgin Uppsalir stendur.
Þórgnýr stundaði talsvert
garðrækt og mun hafa verið sér-
stakur snillingur í ræktun gul-
róta, en það er ekki öllum gefið.
Flest í fari hans var til fyrir-
myndar. Mikil gæfa var að fá að
kynnast þessum öðlingsmanni.
Heklu, ekkju hans, dætrun-
um, öðrum afkomendum og
vandamönnum eru hér með
sendar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi minningu Þórgnýs
Þórhallssonar.
Björn Teitsson.
Þórgnýr
Þórhallsson
✝ Sigríður SjöfnEinarsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. apríl 1936. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 11. maí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Einar Jó-
hann Jónsson, f. 8
apríl 1912, d. 10.
sept. 1945, og
Svanborg Þórðardóttir, f. 25.
des. 1914, d. 13. feb. 1989.
Alsystkini Sigríðar eru Al-
dís G. Einarsdóttir, f. 17. feb.
1940, d. 16. júní 2005, og
Svavar Einarsson, f. 10. nóv.
1933, d. 10. jan. 1989.
Samfeðra systkin Sigríðar
eru Einar Már Einarsson, f. 7.
júlí 1943, og Jóhann Sveinn
Einarsson, f. 7. ágúst 1945.
Sigríður giftist hinn 31.
desember 1956 Lúðvík Sigurði
Nordgulen, f. 29. apríl 1934,
foreldrar hans voru Lúðvík Á.
Nordgulen, f. 31. ágúst 1915,
d. 25. júní 1984, og Þórunn R.
Ólafsdóttir Nordgulen, f. 22.
nóv. 1913, d. 24. mars 1993.
Börn Sigríðar og Lúðvíks
eru 1) Einar Nordgulen, f. 24.
des. 1955, maki Eva Nordgu-
len, f. 1. september 1946. 2)
Ágúst Nordgulen, f. 30. júlí
1957, d. 23. maí 1999, kvæntur
Ástu Þráins-
dóttur. Þau eiga
þrjú börn, Höllu
Sjöfn Ágústs-
dóttur, f. 29. des-
ember 1979, son-
ur hennar Birkir
Már, f. 12. nóv-
ember 2004, og
Breki Már Frið-
riksson, f. 17.
des. 2014, Önnu
Rut Ágústs-
dóttur, f. 13. feb. 1984, börn
hennar Haukur H. Gunn-
arsson, f. 8. sept. 2017, og
Ásta M. Gunnarsdóttir, f. 21.
janúar 2019. Ágúst Orra
Ágústsson, f. 27. mars 1991.
Sonur Ágústs er Ingólfur Þór
Ágústsson, f. 20. mars 1975.
3) Lúðvík Þór Nordgulen, f.
16. des. 1962, maki Margrét
H. Helgadóttir, f. 14. april
1954. 4) Elías Tryggvi Nord-
gulen, f. 16. nóv. 1964, d. 24.
nóv. 2006. 5) Ólafur Nordgu-
len, f. 21. janúar 1972. Synir
Ólafs eru Kristófer Ágúst
Nordgulen, f. 12. nóv. 1998,
Alexander Tryggvi Nord-
gulen, f. 2. jan. 2015, Elías
Tristan Nordgulen, f. 2. okt.
2018.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 29.
maí 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku besta mamma mín hefur
nú kvatt okkur. Hún veiktist al-
varlega fyrir tæpum þrjátíu ár-
um og hefur hún verið mest allan
þann tíma á hjúkrunarheimilinu
Eir í Grafarvogi, þar sem henni
hefur liðið vel. En ég á svo fal-
legar minningar um hana þegar
hún var frísk.
Alltaf var hún til staðar fyrir
okkur bræðurna og hugsaði vel
um okkur, sem hefur nú ekki ver-
ið mjög auðvelt … en hún gaf
okkur fallegt heimili og hún var
meistarakokkur. Hún átti líka
sannar og góðar vinkonur og
bestu systur í heimi. Þín verður
sárt saknað elsku mamma mín,
takk fyrir allt og allt. Þinn
Lúðvík (Lúlli) Þór.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Sigga mín, góða ferð og
Guð geymi þig.
Margrét Helga.
Sigríður Sjöfn
Einarsdóttir
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Dvalarheimili HSN á Sauðárkróki,
lést 24. maí. Útför hennar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 2. júní
klukkan 11. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega látið
HSN á Sauðárkróki njóta þess.
Bjarni Pétur Maronsson Laufey Haraldsdóttir
Sigurlaug Helga Maronsdóttir
og fjölskyldur