Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI
DVERGARNIR R
NAGGUR
H: 120 cm
PURKUR
H: 60 cm
TEITUR
H: 80 cm
ÁLFUR
H: 30 cm
Frábær hönnun, styrkur og
léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýju heimasíðuna
islandshus.is
ÖFLUGAR
UNDIRSTÖÐUR
70 ára Elís ólst upp í
Reykjavík en býr í
Hafnarfirði. Hann er
bókbindari að mennt
frá Prentsmiðjunni
Odda og vann þar í 47
ár sem bókbindari,
verkstjóri og deildar-
stjóri.
Maki: Sigríður Albertsdóttir, f. 1949, fv.
skrifstofumaður.
Börn: Albert Brynjar, f. 1972, Þórey
Edda, f. 1977, og Kristinn Rafn, f. 1980.
Barnabörnin eru níu.
Foreldrar: Stefán Hermann Eyfjörð
Jónsson, f. 1921, d. 2008, sjómaður, og
Þórey Gísladóttir, f. 1923, d. 2013, hús-
móðir og verkakona. Þau voru búsett í
Reykjavík.
Elís Stefán Eyfjörð
Stefánsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fólk heillast auðveldlega af þér í
dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en
mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar
munninn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur nokkrar ástæður til að vera
reiður við ástvin þinn, en engin þeirra skipt-
ir miklu máli. Nú er gott vera tilbúin með
plan b ef plan a bregst.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Af hverju ættir þú að flýta þér
þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara?
Hægðu á þér eða stoppaðu. Njóttu þess að
leika við börnin, fara í bíó eða hitta vini
þína.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ekki laust við að innblást-
urinn hafi náð tökum á þér og þér líður
hreinlega eins og sá/sú sem allt veit. Þolin-
mæði er mikilvæg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú gerir miklar breytingar á heimili
þínu í dag. Í aðra röndina ertu fegin/n að
þurfa ekki að fara utan næstu mánuði. Þér
finnst best að vera heima.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ekki nóg að hugsa um hlutina
ef ekkert verður úr framkvæmdinni. Einhver
særir þig en þú þarft að fyrirgefa fljótt og
vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gefðu þér tíma til þess í dag að hugsa
um það hvert þú stefnir. Byggðu ofan á
vönduð verk þín frá í gær.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sama hvernig veðrið er ættir
þú alls ekki að hanga heima. Þú kemst upp
með ýmislegt vegna þess að þú hefur verið
liðleg/ur við aðra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hugsaðu vandlega þinn gang
áður en þú hættir þér út í umræður um við-
kvæm persónuleg mál. Dagurinn í dag er
tilvalinn fyrir útihlaup.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú er oft hin mesta eyðslukló.
Finndu þér tómstundagaman sem þú getur
látið lyfta þér upp í frítíma þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert svo kappsfull/ur að þér
hættir til að sýna öðrum óþolinmæði.
Njóttu lífsins en vertu meðvitaður/
meðvituð um að lánið getur verið fallvalt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú skalt búast við því að hagnast vel
á komandi ári. Veltu því fyrir þér hvernig þú
getur bætt tengslin við nánustu fjölskyldu.
ánægju af því að ferðast innanlands
og utanlands. Ef ég get sameinað
þetta tvennt þá er það enn betra. Svo
hef ég mikinn áhuga á samfélags-
málum og fylgist með málum líðandi
stundar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu Maríu er Hauk-
„Maðurinn minn var félagsforingi en
við hættum í stjórninni í febrúar. All-
ir strákarnir hafa verið í skátunum og
sjálf var ég ljósálfur í Kópum í Kópa-
vogi.
Hvað varðar áhugamálin þá skipa
fjölskyldan og vinirnir stóran sess í
lífinu. Mér þykir mikilvægt að rækta
góð vinasambönd og hef mikla
H
elga María Finnbjörns-
dóttir er fædd 29. maí
1980 í Reykjavík. „Ég
er uppalin að megninu
til í Kópavogi og í
Bandaríkjunum á árunum 1984-
1988,“ segir Helga María. „Ég átti
ömmu og afa, Rögnu og Jim Ellis, í
Flórída og var send þangað í „sveit“
eftir að við fluttum heim.“
Helga María æfði körfubolta með
Breiðabliki, varð meðal annars Ís-
landsmeistari í mini-bolta árið 1991
og æfði líka blak með HK og frjálsar
íþróttir með Breiðabliki. „Ég var allt-
af mjög virk og vinmörg frá unga
aldri og hafði mörg áhugamál. Seinna
hafði ég mikinn áhuga á að skoða
heiminn og stundaði m.a. nám á
Spáni og í Frakklandi. Ég á enn vini
frá þeim tíma og við leggjum okkur
fram við að hittast reglulega í nýjum
löndum. Ég fór líka í fimm vikna
ferðalag um Ástralíu og Asíu með
vinkonu minni. Ég hef farið á nokkur
leiklistarnámskeið og hef lúmskt
gaman af því að standa á sviði. Svo er
ég með mótorhjólapróf en það áhuga-
mál hefur legið svolítið í dvala eftir að
börnin fæddust.“
Helga María var í Kópavogsskóla,
lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla
Íslands 2000, B.Sc. í viðskiptafræði
frá Háskólanum í Reykjavík 2004,
diplómanámi í kennslufræðum 2009
og M.Sc. í stjórnun frá Háskólanum í
Reykjavík 2014.
Síðustu ár hefur Helga María
starfað m.a. við fullorðinsfræðslu en
hjá Reykjanesbæ frá árinu 2015,
fyrst á fjármálasviði en nú sem mann-
auðsráðgjafi. „Að megninu til hef ég
umsjón með ráðningum sveitar-
félagsins og svo vinn ég með allskyns
tölfræðigögn fyrir sveitarfélagið.“
Helga María hefur verið virk í
bæjarmálunum í Reykjanesbæ en
hún bauð sig fram fyrir Beina leið,
sem er óflokksbundið framboð, í
bæjarstjórnarkosningunum 2014,
hún var varabæjarfulltrúi 2014-2018
og varaformaður fræðsluráðs það
kjörtímabil og er núna varaformaður
umhverfis- og skipulagsráðs. Hún sit-
ur einnig í skólanefnd Fjölbrauta-
skólans á Suðurnesjum og var gjald-
keri Skátafélagsins Heiðabúa.
ur Hilmarsson, f. 13.3. 1972, ráðgjafi
og leiðbeinandi. Foreldrar hans voru
hjónin Hilmar E. Guðjónsson, f.
15.11. 1938, d. 15.5. 2019, bókari hjá
Fóðurblöndunni, og Ólöf Magnús-
dóttir, f. 23.4. 1944, d. 11.4. 2018,
starfsmaður Landsbankans.
Synir Helgu Maríu og Hauks eru
Heiðar Darri Hauksson, f. 26.3. 2007;
Helga María Finnbjörnsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Reykjanesbæ – 40 ára
Á ferðalagi um landið Helga María ásamt Ragnhildi systur sinni, mökum þeirra og börnum árið 2016.
Virk í félagsmálum og vinmörg
Í Flórída Helga María eins árs, með foreldrum, systur og frænkum í garð-
veislu hjá ömmu og afa sem bjuggu í Dunedin sem er við Tampa Bay.
Bæjarmálin Helga María t.h. og Val-
gerður Björk Pálsdóttir á kosninga-
skrifstofu Beinnar leiðar 2018.
50 ára Ingibjörg
ólst upp í Búðardal
og Reykjavík og býr
í Grafarvogi. Hún er
stúdent frá Verzl-
unarskóla Íslands
og er bókari hjá
Orkuveitu Reykja-
víkur. Ingibjörg er ritari í stjórn
Sameykis.
Maki: Aðalsteinn Elíasson, f. 1967,
vélstjóri að mennt en er sölumaður
hjá Atlas.
Börn: Daníel Már, f. 1996, og Erla
Rós, f. 2001.
Foreldrar: Sigríður Jónasdóttir, f.
1946, búsett í Mosfellsbæ, og Heim-
ir Fjeldsted, f. 1945, búsettur í
Reykjavík.
Ingibjörg Sif
Fjeldsted
Andrés Þ. Guðmundsson er níutíu og fimm
ára í dag. Hann er fæddur og uppalinn í Bol-
ungarvík en býr nú í Kópavogi. Andrés starf-
aði sem löggiltur endurskoðandi. Nú eyðir
hann aðallega tímanum við lestur og ætt-
fræði. Eiginkona hans var Ásta Sigríður Willi-
amsdóttir, f. 8.10. 1927, d. 5.2. 2016. Börn
þeirra eru Guðmundur, Inga Jóna, Ásta, Andr-
és og Jón William. Barnabörnin eru 11 og
barnabarnabörnin eru 19.
Árnað heilla
95 ára
Til hamingju með daginn