Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 ✝ Rannveig Tóm-asdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. júlí 1950. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ umvafin nánustu fjölskyldu 19. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Tómas G. Magnússon kaup- maður, f . 23. októ- ber 1911, d. 17. janúar 1968, og Sigríður Sig- urðardóttir húsfreyja, f. 16. maí 1920, d. 14. október 1987. Systkini Rannveigar eru Val- gerður flugfreyja, f. 10. maí 1943, d. 29. apríl 1995, Ólafur Sigurður trésmiður, f. 18. ágúst 1947, d. 10. júní 2015, Tómas Magnús Stuðmaður f. 23. maí 1954, d. 23. janúar 2018 og Guðrún Helga ferðaráðgjafi, f. 9. júlí 1962. Þann 19. apríl 1973 giftist Rannveig Þórhalli Arasyni, fv. skrifstofustjóra í Fjármálaráðu- neytinu, f. 25. apríl 1947. Börn þeirra eru 1) Halla Björg Þór- hallsdóttir viðskiptafræðingur, f. 26. júní 1975, í sambúð með Guð- mundi Kristinssyni tölvunarfræðingi, f. 19. febrúar 1965, 2) Þorbjörg Þór- hallsdóttir tölvunarfræðingur, f. 18. apríl 1981, gift Gísla Þór Guð- mundssyni tölv- unarfræðingi, f. 5. október 1980 og 3) Tómas Magnús Þórhallsson lög- maður, f. 1. maí 1985, í sambúð með Unni Lilju Hermannsdótt- ur lögmanni, f. 19. nóvember 1987. Barnabörn Rannveigar eru Rannveig Myrra Gísladótt- ir, f. 19. október 2018 og Rakel Tómasdóttir, f. 11. október 2019. Rannveig ólst upp í Reykjavík og hóf störf sem flugfreyja hjá Flugfélagi Ís- lands árið 1971 og starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair til ársins 2015 þegar hún lét af störfum. Útför Rannveigar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 29. maí 2020, klukkan 13. Elsku tengdamóðir mín, Rannveig Tómasdóttir, er fallin frá. Ég kynntist Rannveigu fyrst þegar ég fór að venja komur mínar í Brekkubyggðina að hitta Þorbjörgu dóttur hennar. Okkur varð strax vel til vina og hún var svo hlý og jákvæð í minn garð. Nokkrum árum seinna giftum við Þorbjörg okkur og völdum við sama brúðkaupsdag og Þór- hallur og Rannveig, hinn 19. apr- íl. Í gegnum árin varð heimili þeirra (eða B26 eins og við segj- um) samkomustaður fjölskyld- unnar enda þau hjón einstaklega góðir gestgjafar. Rannveig var frábær kokkur og þau mynduðu gott teymi í eldhúsinu. Matar- boð, pottaferðir, happy hour á pallinum, alltaf var Ranný hrók- ur alls fagnaðar. Spjall, hlátur og sprell í garðstofunni. Hún var sú sem endaði kvöldin dansandi. Þá var ekki síður gaman að ferðast með henni og skoða heiminn. Við fórum á marga frá- bæra staði þar sem fjölskyldan mætti í röndóttum sumarkjólum og litríkum stuttbuxum með landakortin uppi eins og Gris- wold-fjölskyldan í leit að næsta veitingastað. Ótal yndislegar minningar tengjast þessum ferðum, en þó er ég líklega þakklátastur fyrir heimsóknirnar til okkar þegar við bjuggum í Edinborg í Skot- landi árin 2008-2009 í miðju hruni. Ekki leiddist Ranný að heimsækja okkur þangað enda sérlega hrifin af breskum pöbb- um. Þar voru þau hjónin okkur stoð og stytta og hjálpuðu okkur mikið þegar við fluttum heim með heilar 13 ferðatöskur. Í gegnum árin var oft skálað við hjónin á brúðkaupsafmælis- degi okkar og árið 2018 fórum við í eftirminnilega ferð í Húsa- fell til að halda upp á daginn. Eins og á brúðkaupsdaginn vor- um við einstaklega heppin með veður og er ég viss um að Rann- veig átti sinn þátt í því enda voru veðurguðirnir henni hliðhollir. Eins þykir mér vænt um síð- ustu mánuði. Í mikilli fram- kvæmdagleði vegna flutninga enduðum við hjónin heimilislaus í hálft ár. Þá var Brekkubyggðin opnuð fyrir litlu fjölskyldunni og þar bjuggum við í góðu yfirlæti og við mjög hátt þjónustustig. Ranný var svo jákvæð og stuðn- ingsrík í gegnum allt ferlið og bauð ávallt fram aðstoð sína meðan hún hafði heilsu til. Það segir mikið um hennar einstaka karakter, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum þrátt fyrir sín eigin veik- indi. Það er ómetanlegt að Rann- veig litla hafi fengið að kynnast ömmu sinni með þessum hætti og náðu þær nöfnur vel saman. Sérstaklega hafði sú stutta gam- an af því að færa ömmu sinni alls kyns óþarfa, eins og fjarstýring- ar og klósettpappír. Við söknum þín öll elsku Ranný mín. Betri tengdamóður er vart hægt að hugsa sér. Það er huggun harmi gegn að kveðju- stundin var heima í faðmi fjöl- skyldunnar í fallegu vorveðri. Ég sá handbragð þitt þar. Kære venner, skál fyrir Rann- veigu Tómasdóttur. Þinn tengdasonur, Gísli. Elsku Ranný. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til þín. Þú tókst mér opnum örmum þegar ég kynntist Tómasi okkar fyrir ríf- lega áratug og bauðst mig vel- komna í fjölskylduna - með þeim hætti að mér leið eins og ég hefði alltaf tilheyrt henni. Þú varst og verður einstök fyrirmynd. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á tilverunni, jafnvel þótt hressilega blési á móti. Sannkölluð stemningskona sem kunni svo sannarlega að fagna stórum sem smáum áföngum. Hversdagslífið var líka töfrum gætt, en þú hafðir einstakt lag á því að fegra umhverfi þitt og njóta hverrar stundar. Einstök gjafmildi í garð þinna nánustu var á meðal aðalsmerkja þinna, sem og hreinskilni og hispurs- leysi sem ég kunni vel að meta. Eiginleikar sem lífguðu svo sannarlega upp á tilveruna. Þú ýttir við okkur þegar þú taldir þörf á enda oft tilefni til að halda okkur við efnið. Á sama tíma varst þú aldrei spör á hrósið, sem var eins einlægt og annað sem frá þér kom. Alltaf hafðirðu um- talaðan glæsileikann að vopni og skínandi útgeislunina. Ég er þakklát fyrir alla um- hyggjusemi þína og væntum- þykju, sem var óþrjótandi í garð fjölskyldunnar. Ég er þakklát fyrir öll ferðalögin og allar sam- verustundirnar í Brekkubyggð- inni, hvort sem var að degi eða þar sem notið var góðrar mál- tíðar og veiga fram eftir kvöldi. Ég er þakklát fyrir að þið Rakel ömmustelpa hafið fengið að njóta samverustunda á fyrstu ævimán- uðum hennar. Ég er þakklát fyr- ir allan stuðninginn sem þú sýnd- ir. Ég er þakklát fyrir að hafa nýtt tímann okkar saman svona vel. Betri tengdamömmu hefði ég ekki geta eignast. Ég kveð þig með miklum söknuði en við fjölskyldan mun- um áfram standa þétt saman og heiðra minningu þína - vera ein- læg og jákvæð eins og þú. Þín Unnur Lilja Hermannsdóttir. Minningarnar um Rannveigu frænku mína eru sveipaðar heið- ríkju, en um leið nístandi sárs- auka yfir ótímabæru andláti hennar. Mæður okkar voru systur og við í mínum huga eins og fóst- ursystur. Í æsku var ég tíður gestur á heimili foreldra hennar, Siggu og Tomma, eins og þau voru ávallt kölluð, og bjó á ung- lingsárum hjá þeim í tvö ár. Heimilisbragurinn einkenndist af ástríki þeirra hjóna, einstakri smekkvísi Siggu og gæsku og gamansemi fjölskylduföðurins Tomma. Við þær aðstæður ólst Ranný upp og hún, fjölskyldulíf hennar og heimili mótuðust af þeim. Það var ekki lítill heim- anmundur, sem mér sýnist einn- ig hafa erfst til barna hennar. Ranný var sólskinsbarn, eins og segir í kvæði Tómasar Guð- mundssonar um Hönnu litlu, „sólskinsbarn með draum í aug- um, ljúfan seið í léttu brosi“. Líf hennar var einstaklega farsælt og hún drakk „örugg lífsins vín“, eins og segir í sama kvæði. Þór- hallur, sýslumannssonurinn úr næsta húsi í Skeiðarvoginum, þar sem fjölskylda hennar bjó, var valinn úr hópi fjölda aðdá- enda og börnin þeirra þrjú ólust upp við ást og gott atlæti, studd í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Í miðju alls þess var Ranný, umhyggjusama móðirin, ástríka eiginkonan, snilldarmatreiðslu- meistarinn, fagurkerinn og ásamt Þórhalli framtakssamur verkstjóri þessarar samhentu og samrýndu fjölskyldu. Glaðvær, gestrisin og glæsileg svo af bar, „drottning ár og síð“, sem einnig segir í fyrrnefndu kvæði. Með Þórhalli fylgdi í kaupbæti stór systkinahópur, seinna mak- ar og börn, sem urðu stórfjöl- skylda Rannýjar, sem hún lagði rækt við sem eigin skyldmenni. Þegar á reyndi í fjölskyldunni, svo sem langvarandi veikindi Valgerðar elstu systur hennar eða þegar Ingibjörg móðursystir okkar eltist og þurfti töluverða hjálp, þá kom Ranný til skjal- anna svo um munaði, ósérhlífin og umhyggjusöm. Rannveig átti langan og far- sælan starfsferil hjá Flugleiðum. Hún hafði ánægju af starfinu, eðliskostir hennar nutu sín vel, fallegt yfirbragð, elskulegheit, skipulagshæfni og dugnaður. Hún átti þar traustan vinahóp og var nýhætt að vinna þegar ill- vígur sjúkdómur greindist. Þá kom andlegur og líkamlegur styrkur hennar vel í ljós. Hún barðist af hetjuskap. Ég heyrði hana aldrei kvarta, tók hverju áfallinu af öðru af æðruleysi, ákveðin í að ná bata. Þegar úrslit urðu óviss hafði hún á orði hversu lánsöm hún hefði verið. Hversu þakklát hún væri. Hversu líf hennar og Þórhalls hefði verið skemmtilegt. Börnin yndisleg, þau öll og Þórhallur reynst henni afburða vel í veik- indunum. Okkar vinátta var fölskvalaus. Á hana bar aldrei skugga og við héldum alltaf saman. Ég kveð frænku mína með ást og þakklæti. Við Björn Ársæll og Bolli vottum Þórhalli, börnum, tengdabörnum og Guðrúnu Helgu systur Rannýjar okkar innilegustu samúð. Megi minn- ingar um mannkosti hennar og fallegan þátt í lífi þeirra allra vera þeim einhver huggun. Litlu stúlknanna, Rannveigar Myrru og Rakelar, sem glöddu Ranný ósegjanlega þrátt fyrir veikindin, bíða sögur af þessari konu sem veitti gleði og birtu inn í líf þeirra sem hún tengdist. Margrét Sigrún Björnsdóttir. Allt í einu varð heimurinn lit- lausari og fátækari. Elsku Ranný okkar, þessi glæsilega, jákvæða, skemmtilega og hugrakka kona, uppáhalds- randalínan okkar, er farin í sína síðustu flugferð. Við systur eig- um ótal minningar, hvor á sinn hátt, úr barnæsku. Lena minnist fyrsta brúðkaupsins sem hún fór í, fimm ára gömul, þegar Tolli föðurbróðir giftist Ranný okkar. Við skrifum okkar og ekki hans, því við áttum hana öll. Brúðhjón- in sérdeilis glæsileg; Tolli með hrokkna, fyrirferðarmikla hárið sitt og Ranný stórglæsileg að vanda í bleikum brúðarkjól og með flottan hatt! Fallegu heim- ilin þeirra, fyrst á Byggðarenda, með útlensku nammi og gjöfum sem flugfreyjan kom með heim frá útlöndum, sem voru ekki eins nálæg þá og nú. Heimskona þá þegar. Kristbjörg minnist ófárra samverustunda með Höllu Björgu frænku, vinkonu og jafn- öldru á heimili Rannýjar og Tolla, fyrst í Mávahlíðinni og svo í Brekkubyggðinni. Þar var gam- an að vera. Ranný og Tolli voru í dansskóla með foreldrum okkar og Lena passaði þær frænkur á danskvöldum. Frá fullorðinsár- um eru minningarnar að mestu sameiginlegar, því samveran var mikil og „alltaf svo gaman hjá okkur“ eins og Ranný sagði allt- af. Þá höfðu Obbulingurinn og Drengurinn líka bæst við og svo fylgifiskar. Frábær fjölskylda. Við getum glaðst yfir ógrynni af litríkum minningum úr ótal boð- um, sunnudagskaffi, útilegum, gönguferðum, heimsóknum til okkar í Svíþjóð, partíum og mat- arboðum. Við systur þurftum ekkert endilega heimboð, heldur mættum stundum óboðnar og jafnvel dulbúnar í partí til út- landa til að hlæja og skála og vera með Ranný og hennar besta fólki, enda kallaði hún okkur systur oft aukastelpurnar sínar. Hún var alltaf vel tilhöfð og með varalit, m.a.s. í fjallgöngum. Ávallt viðbúin. Æðruleysi og yfirvegun ein- kenndu Ranný í öllum áföllum, sem voru nokkuð mörg, því hún missti foreldra sína og þrjú systkini, öll á besta aldri. Alltaf rétti hún úr sér og hélt áfram að lifa lífinu. Hún var meistari í að vera í núinu og njóta þess sem líf- ið hefur upp á að bjóða, líka í veikindunum. Hún var svo sterk kona, algjör „nagli“. Þegar hún veiktist var markmiðið hennar að ná að upplifa að verða amma, sem rættist í henni Rannveigu Myrru. Hún náði meira að segja að verða tvöföld amma, þegar hún Rakel fæddist. Þvílík gæfa og gleði. Lífskúnstnerinn okkar hélt jákvæðninni, glæsileikanum og fáguninni fram á síðasta dag og kvaddi eins og henni einni var lagið í sólskini, nýþrifnu húsi með nýjum sumarblómum og í faðmi fjölskyldunnar. Við systur í Svíþjóð og Sveinn Halldór þökkum þér, elsku Ranný, fyrir samfylgdina og kennslustundir í hvernig á að njóta og einblína á það besta sem lífið hefur upp á að bjóða! Við lít- um upp til þín og minnumst þín og lífsins. Við kveðjum þig ekki, því þú lifir áfram í okkur öllum, lífsglöð og með bros á vör. Við setjum á okkur varalit, réttum úr bakinu og segjum að þínum hætti: Jæjjjja … eigum við ekki bara að skála! Og allt í einu fylltist heimurinn lit aftur, því minningar gefa lífinu lit. Helena Sveinsdóttir, Kristbjörg Sveinsdóttir. Okkur langar, með fáeinum orðum, að minnast Rannveigar Tómasdóttur, sem lést þriðjudag- inn 19. maí sl. eftir baráttu við krabbamein. Rannveig, eða Ranný eins og hún var kölluð, var tengdamóðir sonar okkar, Gísla Þórs, sem kvæntur er Þorbjörgu, dóttur Þórhalls Arasonar og Rannveigar heitinnar. Ranný var yndisleg kona, hafði góða nærveru og jákvæða út- geislun. Hún lét sér annt um fjöl- skyldu sína og heimili og naut þess að hafa fólk í kringum sig. Ranný var heillandi og glæsileg og mikill fagurkeri. Hún var ein- staklega gestrisin og það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna í Brekkubyggð, sem ber vott um fallegan smekk og natni hennar og Tolla. Eftir- minnileg voru afmælisboðin 17. júlí á pallinum þar sem afmæl- isbarnið var í essinu sínu, enda kunni Ranný svo sannarlega að stýra fagnaði af fagmennsku, margreynd á því sviði að þjóna ferðalöngum í farsælu starfi sem flugfreyja hjá Icelandair. Rannveig tók veikindum sín- um af æðruleysi og lét ekki bil- bug á sér finna þar til yfir lauk. Tveir ljósgeislar komu inn í líf hennar síðustu árin sem glöddu hana mikið. Rannveig Myrra, dóttir Gísla Þórs og Þorbjargar, og Rakel, dóttir Tómasar og Unnar. Þessar langþráðu ömmu- og afastelpur veittu Ranný mikla hamingju. Við fáum seint fullþakkað þá ástúð og umhyggju sem Ranný, Tolli og fjölskylda hafa ávallt sýnt syni okkar. Elsku Þórhallur, Halla, Þor- björg, Tómas Magnús, makar og börn, innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls yndislegrar eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu, Rannveigar Tómasdótt- ur. Minningin um hana mun ylja okkur um ókomin ár. Hafdís og Guðmundur. Maðurinn hefur löngum haft áhuga á og þörf fyrir að ferðast og skoða framandi staði, hvort sem er hér heima eða í útlandinu og þá ýmist akandi eða fljúgandi. Þannig var það með mágkonu mína hana Rannveigu en hún gerði flugfreyjustarfið að ævi- starfi. Rannveig hefur nú kvatt þennan heim og er komin á ann- að svið þar sem gleði og friður ríkir og englarnir taka vel á móti henni. Þar hittir hún fyrir alla ástvini sem áður voru farnir. Hugleiðingar mínar um hana og lífið fylgja anda svölunnar sem er fugl flugfreyjanna. Svölurnar fljúga um loftin blá, koma og fara eftir föstu kerfi. Svalan okkar flaug úr hreiðri sínu við Skeiðarvog ásamt maka sínum og saman bjuggu þau sér nýtt hreiður. Ástin fylgdi þeim alla tíð og gaf þeim þrjár nýjar svölur. Þessi fjölgun kallaði enn á nýtt hreiður þar sem svölurnar hlúðu að ungunum með þeirri hlýju og elsku sem þær áttu. Saman sungu þær fyrir ungana, kenndu þeim á hið góða í lífinu og hættur sem þar leynast. Móðursvalan þurfi að fljúga mikið og kallaði það á góðan undirbúning, snyrta nefið, augun, vængi og stél. Þannig hóf hún daginn og ferðina og hafði síðan þennan sið og takt. Þegar svölurnar áttu stund saman flugu þær um einstakt hálendið og aðra fallega og sérstaka staði. Þannig liðu árin og svölurnar áttu góð ár með blöndu af langflugi, samveru, ást og samheldni. Þegar skipulögðu langflugi lauk fór svalan að kenna sér meins sem ágerðist eftir því sem árin liðu. Flug hennar styttist jafnt og þétt um leið og það lækkaði. Litlu svölurnar hennar og enn minni nýjar svölur léttu henni stundirnar og glöddu og hún reyndi hvað hún gat að leika við þær og gleðja. Að lokum lagðist hún til hvílu í hreiðrinu sínu, með höfuð undir væng og sofnaði svefninum langa. Hún dvelur nú í hæstu hæðum hjá englunum og almættinu. Hún er laus við alla þjáningu, getur svifið um loftin blá og fylgst með fjölskyldu sinni, eins og hún gerði jafnan. Það er gott að eiga góðar minningar um þessa svölu. Blessuð sé minning hennar. (SA) Sveinn Arason. Elsku Ranný. Nú ertu farin á fallegan stað. Mer hlotnaðist sú gæfa að kynn- ast þér þegar þú varðst tengda- móðir dóttur minnar og síðar amma barnabarnsins okkar. Betri tengdamóður gat hún ekki fengið. Þú umvafðir hana og varst henni svo góð og það þótti mér óendanlega vænt um. Alltaf tókst þú höfðinglega á móti okk- ur hjónum. Allt svo flott og fínt, þú svo mikill fagurkeri, björt, tær og falleg. Þú hélst utan um fjölskyldu þína og umvafðir kær- leik, meira er ekki hægt að biðja um. Börnin okkar munu heiðra minningarnar sem þið hjónin sköpuðuð með samverustundum, matarboðum, ferðalögum, bæði innanlands sem utan; hefðirnar halda þau í áfram. Mikill er sökn- uðurinn hjá okkur öllum. Elsku Tolli, Halla, Obba, Tóm- Rannveig Tómasdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ÓSK VÍDALÍN ÓSKARSDÓTTIR Starhólma 4, Kópavogi, sem lést 20. maí, verður jarðsungin frá Digraneskirkju 3. júní klukkan 13. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins Grundar fyrir einstaka aðhlynningu. Valgerður Birna Lýðsdóttir Haraldur Jónasson Lýður Óskar Haraldsson Ástkær faðir okkar og afi, EINAR ANDRÉSSON fangavörður, lést á heimili sínu föstudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 2. júní klukkan 15. Þökkum hlýhug og vinsemd alla. Ingibergur Einarsson Hróðný Rún Einarsdóttir Einar Þór Ingibergsson Íris Ösp Hólm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.