Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 Heiðrún Lind Marteinsdóttir,framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti um- ræðu um sjávarútveg í sögulegt samhengi í ágætri grein hér í blaðinu í gær. Einn vandinn við um- ræðuna um þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar er að svo virðist sem óminn- ishegrinn hafi tekið sér varanlega bólfestu í mörgum sem að henni koma og þess vegna skiptir máli að rifja upp ástæður þess að komið var á aflamarkskerfi og hvaða árangri það og framsal aflaheimilda hefur skilað.    Heiðrún minnir á að fram á ní-unda áratuginn, þegar afla- markskerfið og svo framsalið í lok áratugarins var tekið upp, hafi ver- ið „viðvarandi tap á veiðum og vinnslu og á tímabili stefndi í algert hrun þorskstofnsins“.    Grípa hafi þurft til aðgerða ogmeð aflamarkskerfinu þurfti að takmarka veiðarnar. „Þegar kvóta var upphaflega úthlutað var miðað við veiðireynslu þeirra sem gert höfðu út,“ segir Heiðrún, og þetta er grundvallaratriði í um- ræðum um meintan „gjafakvóta“. Kvótinn var auðvitað ekki gjöf, þeir fengu hann sem höfðu veitt en þurftu í staðinn að þola það að veið- ar þeirra voru takmarkaðar. Frá tíma úthlutunarinnar hefur það að auki gerst að megnið af aflaheim- ildum hefur skipt um hendur, sem gerir umræðuna um „gjafakvót- ann“ enn vitlausari.    Með aflamarkskerfi og framsalitókst að snúa rekstri í sjávar- útvegi við og nú er greinin öflug og skilar þjóðinni miklum ávinningi. Er ástæða til að sakna tíma ofveiði og viðvarandi rekstrarvanda? Sögulegt samhengi sjávarútvegs STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rútufyrirtækið Allrahanda ehf. hef- ur selt eignir sínar á Hveravöllum á Kili; fasteignir og aðstöðu. Pétur Gíslason, sem undanfarin ár hefur haft með höndum ferðaþjónustu á staðnum, er kaupandi og með hon- um Hörður Ingólfsson. Þeir félagar kaupa Hveravallafélagið ehf., þar sem fyrir er Húnavatnshreppur með lítinn eignarhlut. Kaupverð er ekki gefið upp. Hreinleiki og víðerni Tvær skálabyggingar eru á Hveravöllum; annað húsið er byggt um 1980 og hefur verið stækkað síð- an; þar er veitingasala og gistiálma með sex þriggja manna herbergjum. Hin byggingin er gamalt sæluhús sem reist var upphaflega af Ferða- félagi Íslands árið 1932. Þar eru um 30 gistipláss. Margvíslegar hug- myndir hafa verið um frekari upp- byggingu á Hveravöllum sem þó hafa ekki náð fram að ganga. „Ég sé möguleika í stöðunni, kór- ónuveiran kennir okkur mannfólk- inu að meta betur hreinleika, óspillta náttúru og víðerni,“ segir Pétur Gíslason, sem verið hefur viðloða Hveravelli um langt árabil. „Já, það hafa verið ýmsar fyrirætlanir um uppbyggingu í staðnum en skipu- lagsyfirvöld og þeir sem ráða málum eru seinir til. Uppbygging á við- kvæmum svæðum þarf góðan und- irbúning.“ Fjölsóttur staður Allt að 80 þúsund ferðamenn hafa komið að Hveravöllum á ári hverju nú á síðari tímum. Eins og staðar- heitið vitnar um er jarðhiti á Hvera- völlum, hverir og óvenjulegar jarð- myndanir. Staðurinn er við miðjan Kjalveg; stystu leiðina milli Suður- og Norðurlands sem liggur úr Bisk- upstungum norður í Blöndudal. „Vegurinn er ágætur og fær öllum bílum. Er betri og greiðfærari norð- an Hveravalla en sunnan. Ég vona að Íslendingar komi í sumar,“ segir Pétur. sbs@mbl.is Selt á Hveravöllum  Pétur kaupir  Tveir skálar og gisting  Hálendið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveravellir Pétur í ríki sínu, hér með skálabyggingu að baki sér. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við tókum allt eldhúsið í gegn meðan lokað var vegna kórónu- veirufaraldursins. Í kjölfarið höf- um við ákveðið að ráðast í frekari endurbætur,“ segir Guðmundur Ragnarsson, veitingamaður á Lauga-ási. Guðmundur hefur sótt um leyfi til borgaryfirvalda til að breyta innra skipulagi veitinga- staðarins vinsæla og fjölga sætum fyrir gesti úr 50 í 62. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur að ekki þurfi að óttast að sjálfum veitingasalnum verði breytt. Hann hafi verið eins í fjörutíu ár og verði áfram. Hins vegar hafi verið tímabært að bæta salernisaðstöðu, meðal annars fyrir fatlaða. Við þessar breytingar hafi orðið til rými til að fjölga borðum baka til. Sem kunnugt er hannaði Jón Kaldal veitingahúsið á sínum tíma. Ragnar Guðmundsson, faðir Guðmundar, hefur staðið vaktina frá upphafi og Bára Sigurðardótt- ir, móðir hans, er til taks. „Mamma saumaði nýjar gardínur um daginn – en auðvitað í sama stílnum.“ Ráðast í framkvæmdir á Lauga-ási  Endurbætur á einum elsta veitinga- stað í Reykjavík  Fjölga sætum um 12 Morgunblaðið/Hari Feðgar í brúnni Ragnar Guðmunds- son og Guðmundur Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.