Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 ✝ Zophanía G.Briem (Góa) fæddist á Siglufirði 28. janúar 1925. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir- arholti í Grafarvogi 13. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Einar Hall- dórsson, f. 30 mars 1853, d. 5 júní 1941, og kona hans Svan- borg Rannveig Benediktsdóttir, f. 3. maí 1885, d. 24 ágúst 1946. Systkini Zophaníu voru 13, 9 alsystkini og 4 hálfsystkini, öll eru þau látin. Zophanía giftist Gunnlaugi J. Briem 2. júní 1945. Hann var fæddur 27.9. 1917 og lést 24.12. 2002. þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn, Jóhann Orra, Emelíu Góu og Gunnlaug Jón. Zophanía ólst upp á Siglufirði, hún flutti til Reykjavíkur 1945 og var heima með börnum sínum á meðan þau voru í skóla. Góa fór svo að vinna hjá vinkonu sinni Gullu í Mosfellsbæ við að sauma slifsi. Síðar vann hún í Menntamálaráðuneytinu þar til hún fór á eftirlaun. Einnig sat hún í bókasafnsnefnd Mosfells- bæjar. Þau hjónin fluttu í Mos- fellssveit í Lækjartún árið 1968 og bjuggu þar í um 30 ár. Síðan fluttu þau hjón í Hvassaleiti 56 í eldri borgara íbúð. Um svipað leyti byggðu þau sér sumarbú- stað í Hestlandi í Grímsnesi og voru þar öllum stundum og undu sér vel meðal annars við trjá- rækt. Útför Góu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 29. maí 2020, klukkan 13. Hann var sonur hjónanna Jóns G. Briem og Guðrúnar S. Briem. Börn Zophaníu og Gunnlaugs eru þrjú. 1) Svanborg R. Briem, gift Braga Ólafssyni flug- umferðarstjóra, eiga þau fjögur börn, þau Bryndísi, Ásdísi, Hjördísi og Gunnlaug og sex barnabörn. 2) Halldór Gísli Briem (látinn 7. október 2019 í Grikklandi), hót- elstjóri hjá Hilton-hótelum víða um heim. Kona hans er Liða Briem og sonur þeirra er Dim- mitri Magnús Briem. 3) Einar Jón Briem kerfisfræðingur, gift- ur Önnu Jónu Jóhannsdóttur Kær tengdamóðir mín Góa lést 13. maí síðastliðinn 95 ára að aldri. Ég kynntist Góu þegar ég hóf sambúð með Einari Jóni syni hennar fyrir rúmum þrjátíu ár- um. Mikið var ég feimin við þessa glæsilegu heimskonu sem Góa var. Hún og tengdafaðir minn voru sigld, höfðu farið til fjölda landa í mörgum heimsálfum. Sonur þeirra Halldór var hótel- stjóri hjá hótelkeðju Hilton-hót- ela og bjó víða um heim og heim- sóttu þau hann oft. Góa var ljóðelsk og einstaklega minnug á ljóð. Hún var vel lesin og fylgdist vel með heimsmálum, þjóðmál- um og bókmenntum, einnig eftir að sjónin sveik hana. Þá hlustaði hún á blaðagreinar og hljóðbæk- ur frá blindrabókasafninu. Marg- ar góðar stundir áttum við sam- an og voru þau yfirleitt með okkur á aðfangadagskvöld og yf- ir áramót. Einnig vorum við tíðir gestir í bústað þeirra hjóna Álfa- brekku í Hestlandi í Grímsnesi. Þangað komum við Einar mikið með börn okkar og eigum við öll góðar minningar þaðan. Eftir að Góa missti mann sinn árið 2002 þá fórum við Einar enn oftar með henni í bústaðinn, austur og áttum þar notalegar stundir. Ég gæti ekki hafa verið heppnari með tengdamóður því þrátt fyrir mikinn aldursmun vorum við líka vinkonur. Ég kveð Góu með þökk fyrir góðan tíma og með ljóði sem hún fór oft með og henni var kært. Sól stattu kyrr þó að kalli þig sær til hvílu. Ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær. Og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær. Þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar. (Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti) Anna Jóna Jóhannsdóttir. Í dag kveð ég ömmu mína sem var einungis 40 ára þegar ég fæddist og er því búin að vera mér samferða í næstum 55 ár. Minningarnar rifjast upp, 55 ára minningar. Bernskuminningarnar um ei- líft sólskin og alls kyns stúss með ömmu. Hversdagsstúss eins og að fægja silfur og raða því vel í skúffur. Stúss eins og að leggja fallega á borð og nota servíettur til að skreyta borðið. Stúss sem mér þótti alltaf skemmtilegt, blanda af samveru, ró og lærdómi. Fullorðinssamband okkar ömmu breyttist lítið, hélt áfram að vera þessi rólega samvera og lærdómur. Við spjölluðum um bókmenntir og listir enda fylgd- ist amma með öllu slíku þrátt fyrir að vera orðin blind fyrir nokkrum árum. Hún las og seinna hlustaði á allar nýjustu bækurnar og fylgdist með menn- ingarumfjöllun í útvarpi og sjón- varpi. Þó voru ljóð uppáhald hennar. Þau las hún og lærði og fór stundum með ljóð sem átti við hverju sinni. Svo bar stjórnmál stundum á góma. Við vorum nú ekki sam- mála á þeim vettvangi og ég stríddi henni stundum á flokks- systkinum hennar. Amma hló að þessu öllu saman og látunum í mér yfir engu. Hún sýndi mér og fjölskyldu minni alltaf mikinn áhuga. Spurði um alla og hvernig gengi nú í verkefnunum sem lífið færði okkur. Hvatti okkur áfram til góðra verka. Vildi lítið tala um sjálfa sig. Sagðist hafa það gott og fann út úr verkefnum sínum með lífsleikninni. Lærdómur sem ég reyni að tileinka mér. Bryndís Bragadóttir. Zophanía Einarsdóttir, föður- systir mín og ein elskulegasta kona sem ég hef kynnst um æv- ina er fallin frá. Góa var hún allt- af kölluð og ég vissi ekki hennar fulla nafn fyrr en ég eldri fór sjálf að skrifa henni jólakort. Ég man þegar ég var stelpa og fór með Akraborginni „suður“ með mömmu til augnlækninga. Við ýmist skunduðum upp Skóla- vörðustíginn og yfir Klambrat- únið upp í Lönguhlíð 9, þar sem Góa og Gunnlaugur bjuggu, eða tókum grænan strætó frá Lækj- argötu. Þetta voru „borgarferð- irnar mínar“ og mér fannst mikið til þeirra koma. Ég fékk svo glaðlegt og bjart bros og hlýtt faðmlag hjá Góu og allri fjöl- skyldunni. Alltaf vorum við aufúsugestir, ég og mamma. Það voru dúkuð borð með fallegu postulíni og glæsilegum veitingum. Allt svo fínt og fágað hjá Góu og ég var rígmontinn að eiga hana að sem frænkuna forfrömuðu í Reykja- víkinni. En helsta minningin er gleðin og samheldnin á heimilinu. Stríð- inn og glettinn sonurinn, Halldór Briem (Halli), safnaði MAD lím- miðum sem hann límdi öfuga neðst á gólflista á salerninu. Þeg- ar maður í einfeldni sinni (og með slæma sjón) snéri sér á hvolf til að lesa á límmiðann, litríkan og forvitnilegan. Fór svo fram og spurði fullorðna fólkið, eftir að hafa stautað sig fram úr textan- um með botninn upp í loftið: Hvað þýðir „you are on candid camera“? Halldóri kynntist ég seinna, þegar við Kristófer ung að árum vorum í Interrail-ferðalagi og komum til Aþenu. Hann og Lida skutu yfir okkur skjólshúsi og lánuðu okkur sumarheimili fjöl- skyldu Lidu í hæðum Aþenu meðan við stoppuðum þar. Við komum svo til þeirra í bátaskoð- unarferð 2013 og Halli átti síðar eftir að koma og halda fyrirlest- ur fyrir okkur á Miðbæjarhót- elum en hann var þaulreyndur hótelrekandi frá Hilton-keðj- unni. Byggði upp, opnaði og rak fleiri Hilton Hótel um allan heim. Stöðugt reiðubúinn að gefa af sér, hvort sem var af reynslu sinni og þekkingu eða bara alúð og elsku. Alltaf svo ljúfur eins og mamma hans var og góður frændi heim að sækja. Halldór kvaddi þennan heim sl. haust eftir snörp veik- indi, en heilsan hafði verið farin að gefa sig undanfarin ár. Blessuð sé minning hans. Á unglingsárum var ég barnapía um sumar hjá Löbbu í Lönguhlíðinni en þá voru Góa og Gunnlaugur flutt í Mosfellssveit- ina. Hún Labba er skörungurinn sem heldur öllu gangandi og stóð svo þétt við hlið mömmu sinnar eftir að Gunnlaugur kvaddi þenn- an heim 2002, fylgdi henni hvert sem Góa þurfti að fara. Ef Góa fékk okkur systur í heimsókn í seinni tíð var Labba mætt og sá um að hjálpa mömmu við að reiða fram veisluborði fyrir okkur. Ein- ar Jón og Halli hugsuðu líka vel um Góu frænku, og þótt langt væri að fara fyrir Halla og Lidu og soninn Magnús ferðuðust þau frá Grikklandi til að koma og heimsækja hana. Kæra fjölskylda og Labba, takk fyrir hvað vel þið hugsuðuð alltaf um Góu frænku, það var léttir að heyra að þið fenguð að sitja hjá henni þessar síðustu vik- ur hennar. Blessuð sé minning þeirra allra, Góu, Gunnlaugs og Halldórs Briem. Innilegar samúðarkveðjur. Svanfríður Jónsdóttir. Elsku amma, nú eruð þið afi sameinuð á ný. Þegar við hugsum til baka koma upp í hugann marg- ar góðar minningar. Allar stund- irnar í Mosfellssveitinni þegar við komum til ykkar afa og fengum að gista, þá sváfum við í sauma- herberginu, eins og það var kall- að, og við gátum hlaupið um allt hverfið án þess að hafa miklar áhyggjur af bílum. Síðar þegar þú og afi byggðuð ykkur sumarhús í Hesti í Grímsnesinu var alltaf gaman að koma til ykkar. Þú stjanaðir við okkur þar og varst alltaf tilbúin með eitthvað að borða handa okkur. Seinna þegar við vorum orðin fullorðin vildum við reyna að gera eitthvað fyrir þig en þér fannst það nú óþarfi. Ekki er hægt að gleyma öllum ljóðunum og vísunum sem þú kunnir. Ef eitthvert orð kom fram í samtali við þig þá komstu með ljóð sem minnti þig á það orð. Elsku amma, megi góður Guð taka vel á móti þér og erum við ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Ásdís Bragadóttir, Hjördís Bragadóttir og Gunnlaugur Bragason. Ástkær frænka okkar Góa er látin 95 ára. Hún fæddist á Siglu- firði 1925, yngst systkina pabba okkar. Alla tíð voru miklir kær- leikar milli pabba og hennar. Góa hefur nú fengið hvíldina löngu eins og Gunnlaugur maður henn- ar í desember 2002 og sonur þeirra Halldór sem lést á síðasta ári. Góa frænka okkar var falleg kona utan sem innan og alltaf mjög glæsileg svo eftir var tekið. Hún og Gunnlaugur maður hennar voru líka gestrisin og frændrækin sem kom meðal ann- ars fram í boðum þeirra sem við þáðum á heimili þeirra, sem lengstum var í Lönguhlíð 9. Það var einstakt að koma inn á fal- lega heimilið þeirra og Góa um- vafði alla með ást og hlýju. Góa var okkur systkinunum einstaklega kær. Hún var alltaf svo hlý og elskuleg við okkur öll hvort sem við vorum yngri eða eldri. Við vorum 10 systkinin og um hver jól kom stór pakki á heimilið okkar frá henni sem innihélt gjafir fyrir hvert og eitt okkar. Góa mætti í allar ferm- ingar og aðra viðburði í fjölskyld- unni okkar. Meðan Gunnlaugur lifði komu þau saman í veislur til okkar og eftir hans dag fylgdi Labba dóttir þeirra mömmu sinni í slíka samveru- og gleði- stundir. Við systkinin erum afar þakk- lát fyrir að hafa haft hana með okkur í gegnum lífið. Við sendum Löbbu, Einari Jóni, Lydu og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Með kveðju frá börnum Jóns Einarssonar og Önnu Halldórs- dóttur og fjölskyldum, Svanborg R. Jónsdóttir. Góa varð 95 ára. Afi hennar, bóndi í Fljótunum, var fæddur á tíma frönsku byltingarinnar. Yngsti sonur hans, pabbi Góu, var rúmlega sjötugur þegar hún fæddist en hún var yngst 14 systkina. Minningar fjölskyld- unnar spanna því allt að 300 ár! Aldur er þó ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til Góu. Samt er það svo að hún varð elst allra í sínum saumaklúbbi frá Siglufirði. Hún var ung í sinni alla tíð, geislandi brosið einkenndi hana og kankvísi. Hún var flink að sjá spaugilegar hliðar tilverunnar og minnast skemmtilegra atburða. Kátínan var hennar aðalsmerki. Nú er saumaklúbburinn allur og kynslóðin gengin. Við, börn Guðnýjar Þorst. í saumaklúbbn- um, vottum afkomendum Góu einlægar samúðarkveðjur. Halldóra, Anna Sjöfn og Ólafur Njáll. Góa Briem hefur kvatt og er farin á slóðir eiginmanns og son- ar. Ég vil þakka henni margt. Hlýjuna, jákvæðnina og hvatninguna. Hjónin Gulli og Góa voru gott kompaní, skemmtileg og örlát. Guð geymi þau. Arna Emilía. Zophanía G. Briem ✝ Hjördís Bald-ursdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. desember 1947. Hún lést 19. maí 2020. Foreldrar hennar voru Baldur Guðjónsson og Ingi- björg Guðrún Aðal- steinsdóttir. Fyrri eiginmaður Hjördísar var Ragn- ar Valdimarsson, f. 8. júlí 1945, d. 14.12. 2010. Dóttir þeirra er Guðrún Hanna, búsett í Kanada, börn hennar eru Alex- andra, Kristina Hjördís og Björg- vin Þór. Seinni maður Hjördísar er Halldór Kristinsson, gengu þau í hjónaband 2. októ- ber 1999. Sonur Halldórs er Elías Már. Hjördís lærði snyrtifræði í Dan- mörku og vann við það fag ásamt því að þjóna á ýmsum veitingastöðum. Seinna hóf hún störf hjá Félagi starfs- fólks í veitinga- húsum sem síðar sameinaðist Efl- ingu – stéttarfélagi. Þar vann Hjördís þar til hún lét af störfum vegna veikinda árið 2010. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu er athöfnin aðeins fyrir nán- ustu aðstandendur. Ástin mín, núna ert þú leyst þrautum frá eftir langa baráttu. Þú varst ótrúlega sterk sama hvað dundi yfir, elska þig að eilífu. Takk fyrir að hafa verið til. Þinn Halldór. Þann 19. maí slokknaði ljósið hennar Hjördísar mágkonu minn- ar. Það hafði dofnað hægt og ró- lega síðustu árin. Byrjaði reyndar af flökta löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir óskilgreindum veikindum hennar. Hún og Hall- dór bróðir minn kynntust fyrir um það bil fjörutíu árum, hann enn óharðnaður ungur maður í for- eldrahúsum en hún lífsreynd kona og móðir. Leiðir þeirra skildi um tíma en svo hentu þau sér út í strauminn, syntu og náðu landi. Þau bjuggu sér fallegt heimili og nutu lífsins, ferðuðust mikið sam- an innanlands sem utan, tveir ólík- ir einstaklingar sem urðu eitt. Þegar ég var lítil stúlka þá var ég viss um að enginn í heiminum hefði eins fallegar hendur og mamma mín en þegar ég kynntist henni Hjöddu áttaði ég mig á því að það var allavega ein manneskja sem hefði jafn fallegar hendur og mamma. Og þegar ég heimsótti Hjöddu í síðasta sinn hafði Hall- dór lakkað neglurnar hennar með fallegum rauðum lit. Þetta var eitthvað svo Hjöddulegt, að hugsa um útlitið meðan stætt væri. En það var fleira fallegt við hana Hjöddu, undir frekar hrjúfu yfirborði var eintök sál og fann ég það sérstaklega núna síðustu árin þegar röddin hafði brugðist henni. Faðmlagið var ósvikið og ótrúlegt hversu fast hún gat faðmað þegar næstum allt þrek var horfið. Síðustu ár hafa verið henni erf- ið og erfiðast var þegar hún þurfti að flytja að heiman og fara á Hrafnistu. Halldór hefur helgað sig umönnun hennar síðan hún veiktist. Það var erfitt fyrir þau þegar heimsóknir voru bannaðar í marg- ar vikur og greinilegt að henni hafði hrakað mikið, þegar þau hittust loks aftur. Að geta ekki hitt sína nánustu svo vikum skiptir og geta ekki einu sinni haft samskipti í síma var hlutskipti sem hún þurfti sætta sig við. Síðustu vik- urnar hefur bróðir minn ekki vikið frá sjúkrabeðinum og er aðdáun- arvert hversu fallega hann sinnti henni og hjúkraði. Góð manneskja er horfin á braut. Við fáum aðeins eitt líf en lífið hennar Hjöddu var í raun miklu styttra en árin hennar. Það getur enginn sett sig í spor þeirra sem veikjast og verða upp aðra komnir með flesta hluti svo árum skiptir. Stundum er dauðinn ekki það versta sem lífið býður upp á. Ég, börnin mín og fjölskyldur þeirra minnumst Hjöddu okkar með hlýju og söknuði. Dimmt er hvert rökkur er dagsbjarminn þrýtur, dapur sá mökkur er lífinu slítur. Þá nóttin er gengin og árdagur ómar, þá ymur hver strengur og morgunninn ljómar. Ó, gætu þeir séð sem að syrgja og missa þá sannleikans gleði sem óhult er vissa, að bönd þau sem tengja’ okkur eilífð ná yfir, að allt sem við fengum og misstum það lifir. En alltaf það vekur hið innsta og hlýja, er alfaðir tekur og gefur hið nýja. Faðir í hendur þér felum við andann, fullvís er lending á strönd fyrir handan. (Ólöf Sig. frá Hlöðum) Anna Kristín Kristinsdóttir. Ég var svo lánsamur að kynn- ast Hjördísi Baldursdóttur í blóma lífsins. Ég var þá í starfi fræðslufulltrúa MFA og einn stjórnenda Félagsmálaskólans í Ölfusborgum. Það var eftir henni tekið hvar sem hún fór. Ákveðin og lá hátt rómur. Hvort sem við vorum með nám- skeið í félaginu hennar, FSV eða Félagi starfsfólks í veitingahús- um, Ölfusborgum eða annars stað- ar var hún miðpunktur athyglinn- ar. Skemmtileg, smitandi glaðvær, lifandi kímnigáfa, bros og léttur hlátur voru hluti af sam- verustundum með Hjördísi. Hún var hrókur alls fagnaðar. Þegar lá fyrir að FSV myndi ganga til sameiningar við önnur félög sem mynduðu Eflingu, var Hjördís hluti af hópnum sem vann að sameiningu sem varaformaður FSV. Verkefni okkar með forystu- mönnum var að sameina félögin, starfsemi þeirra og starfsmanna- hald með það að markmiði að öfl- ugt og stórt stéttarfélag tæki nú við hlutverki þessara eldri félaga á Reykjavíkursvæðinu. Mikilvægt væri að halda sem flestum starfs- mönnum þar sem þeir voru lykill- inn að því að verkefnið tækist. Hjördís var góður félagi í allri þessari vinnu. Við Hjördís áttum síðan eftir að starfa saman í mörg ár á Eflingu þar sem hún vann sem þjónustu- fulltrúi um árabil. Það reyndi á marga starfsmenn sem höfðu unn- ið hjá eldri félögum þar sem allt var smærra í sniðum, verklag ein- faldara og gerðar voru auknar og nýjar kröfur til starfsmanna um breytt vinnubrögð og meiri þekk- ingu til að mæta kröfum tímans. Staða margra starfsmanna breyttist og það var gæfa okkar að fá að halda áfram eldri starfs- mönnum með mikla reynslu á frumbýlingsárum Eflingar. Hjördís var alltaf góður vinnu- félagi, létt skap hennar og þægileg framkoma hjálpaði til. Hún hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu, sem kom bæði fram á vinnustaðn- um og fallegu heimili þeirra Dóra. Síðari ár voru henni erfið þegar heilsan bilaði. Þá var gott að eiga góða að og við fylgdumst með því hve traustan og góðan félaga hún átti í Halldóri Kristinssyni. Við Kara sendum honum og fjölskyld- unni hlýjar kveðjur. Hjördísi Baldursdóttur þakka ég samfylgdina. Þráinn Hallgrímsson, fyrrver- andi skrifstofustjóri Eflingar. Hjördís Baldursdóttir Okkar ástkæri GRÍMUR ORMSSON Markarvegi 17, lést laugardaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 9. júní klukkan 13. Birna Grímsdóttir Inga K. Grímsdóttir Óðinn Grímsson Kristín Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.