Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 6

Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 6
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, verður kynnt á vef-fundi 14. janúar kl. 10:00-11:00 Sjá nánari upplýsingar á vef Orkustofnunar os.is Markmið verkefnanna er að auka endurnýjanlega græna orku, auka orkuöryggi og auka samstarf milli Íslands, Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu. Sjö milljónum evra verður varið til fjármögnunar verkefna. Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur: a) endurbygging eða endurnýjun núverandi, lítilla eða stórra vatnsaflsvirkjana til að auka raforkuframleiðslu og hagkvæmni; b) smíði nýrra lítilla vatnsaflsvirkjana (<10MW uppsett afl); c) stækkun á uppistöðulónum virkjana, getur verið hluti af verkefninu; d) þjálfun starfsfólks í notkun og viðhaldi búnaðar sem útvegað er af birgjum fyrirtækisins, getur verið hluti af verkefninu. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Umsóknarfrestur til 9. febrúar Þróunarsjóður námsgagna Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna. Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt. Forgangsatriði sjóðsins fyrir árið 2021 eru þrjú: 1. Námsefni er styður við heilsueflingu nemenda, andlega jafnt sem líkamlega heilsu. 2. Námsgögn er styðja við aðlögun og íslenskunám innflytjenda. 3. Námsgögn sem miða að markvissri eflingu orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. Sérstaklega er horft til frumkvöðlamenntunar og starfs-, iðn, og tæknináms. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi, 9. febrúar 2021. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að skilyrðum settum. Upplýsingar um sjóðinn má finna á www.rannis.is/sjodir/ rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/. Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is NEYTENDUR „Þetta gerir Skólamat sennilega að einum af stærsta vegan „veitingastað“ landsins,“ segir Katla Hlöðversdóttir, mark- aðsstjóri Skólamatar. Fjórtán prósent grunnskóla- nemenda sem borða mat frá Skóla- mat kjósa að borða vegan mat, að öllu leyti eða hluta, á hverjum degi.  Væri það yfirfært á fjölda eru það um 1.500 grunnskólanem- endur á hverjum degi. Skólamatur þjónustar 33 grunnskóla og 17 leik- skóla á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Katla segir að ástæður þess að krakkarnir vilji veganréttina séu margvíslegar. „Sumir neyta ekki dýraafurða og aðrir nýta sér þennan kost af umhverfisástæðum. Svo eru margir sem velja veganmat sem góðan val- kost og tilbreytingu.“ Árið 2015 hóf Skólamatur að bjóða upp á grænmetisrétt sem hliðarrétt við aðalrétt dagsins. Árið 2017 var ákveðið að allir rétt- irnir yrðu 100 prósent vegan. Þá var hlutfall af heildarmat sem þau sendu frá sér vegan um fimm pró- sent en er nú um 14 prósent eins og áður segir. Það er því þreföldun á fjórum árum. Í dag er það þannig að á hverjum degi stendur öllum viðskipta- vinum Skólamatar til boða vegan- réttur samhliða aðalrétti og ekki er gerð krafa um að skrá sig sérstak- lega sem vegan til þess að nýta sér þessa þjónustu. Skólamatur hóf samstarf við grænkerann og fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur en hún hannaði fyrir þau veganrétt- ina sem eru á matseðlinum núna á hverjum degi. Katla segir að vegna samkomu- takmarkana og breytinga í starf- semi mötuneyta hafi þau ekki enn fengið tækifæri til að hafa eins mikil áhrif á framsetningu matar- ins og þau vilja og þess vegna hafi veganréttirnir sem þau hönnuðu með Guðrúnu Sóleyju ekki verið eins sýnilegir og stefnt var að. „En það horfir nú til betri vegar með hækkandi sól og við hlökkum svo sannarlega til að kynna glæ- nýja veganrétti fyrir viðskipta- vinum okkar,“ segir Katla. Þrátt fyrir þessa erfiðleika segir Katla að viðtökurnar hafi verið jákvæðar og frá því að samstarfið hófst hafi f jölgað í hópi þeirra grunnskóla sem eiga í viðskiptum við þau. „Sumir hafa komið í viðskipti sérstaklega vegna þessa mögu- leika,“ segir Katla. Hún segir áhugann í dag mun meiri í grunnskólum en í leikskól- um. Hún telur að það megi rekja til aldurs barnanna og möguleika þeirra á að taka ákvörðun sjálf um það sem þau eiga að borða. „Við hjá Skólamat fylgjumst þó náið með þörfum viðskiptavina okkar og að okkar mati teljum við líklegt að áhuginn fyrir vegan- réttum muni aukast í leikskólum í takt við aukninguna í grunnskól- um þegar fram líða stundir,“ segir Katla. lovisa@frettabladid.is Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat Hlutfall þeirra grunnskólanemenda sem kjósa að borða vegan að hluta eða að öllu leyti hefur þrefaldast frá árinu 2017. Ástæðurnar eru margar, sum börn líta til umhverfis, önnur til siðferðis. Öðrum finnst þetta bara góð tilbreyting. Réttirnir eru hannaðir í samstarfi við grænkerann og fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIR Sumir hafa komið í viðskipti sérstak- lega vegna þessa möguleika. Katla Hlöðversdótt- ir, markaðsstjóri Skólamatar Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is COVID -19 Líkamsræktarstöðvar mega hefja starfsemi á ný þann 13. janúar næstkomandi með ströngum skilyrðum. Hámarksfjöldi einstakl- inga í sama rými fer úr tíu í tuttugu manns og íþróttastarf barna og full- orðinna verður heimilað að upp- fylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Ekki er heimilt að opna skemmti- staði, krár og spilasali að nýju en leikhúsin geta sett á svið sýningar en þó með takmörkum. Fimmtíu manns mega vera á sviði og í sal er heimild fyrir 100 fullorðna og 100 börn. Sama gildir um aðra menn- ingarviðburði. Guðríður Torfadóttir, einka- þjálfari og eigandi líkamsræktar- stöðvarinnar YAMA, segist mjög spennt og fegin að geta mætt aftur í vinnuna og tekið á móti fólki. „Þetta eru bestu tíðindi sem ég hefði geta fengið. Ég er glöð að við getum farið að hreyfa okkur og þjálfarar farið að vinna aftur,“ segir Gurrý. Þá segir hún að nú fái eig endur líkams ræktar stöðva tæki færi til að sanna að það sé hægt að halda opnu og gæta að sótt vörnum. „Það er okkar að sýna og sanna að við getum haft frá bærar sótt varnir og fylgt öllum reglum. Ég veit að það er það sem allir munu gera,“ segir Gurrý. Í gær voru 134 einstaklingar í einangrun með COVID-19 hér á landi. Sólarhringinn á undan greindust tveir innanlands og voru báðir einstaklingarnir sem greind- ust í sóttkví við greiningu. Tuttugu voru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins en enginn á gjörgæslu. – ilk, la Ræktin opnuð á ný næsta miðvikudag Þetta eru bestu tíðindi sem ég hefði geta fengið. Guðríður Torfa- dóttir, einka- þjálfari og eigandi YAMA 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.