Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 8
SAMGÖNGUMÁL Ný Evrópureglu-
gerð um flug dróna sem frestaðist
vegna heimsfaraldursins tók gildi
um áramótin og er undirbúningur
að innleiðingu hennar hérlendis
hafinn. Drónaf lug er sístækkandi
áhugamál hérlendis og f lugmenn
telja nú þúsundir.
„Þessi reglugerð miðar að því að
auka yfirsýn yfir drónastarfsemi og
að auka öryggi fólks. Þetta er mun
ítarlegra regluverk en hefur verið,“
segir Þórhildur Elínardóttir, upp-
lýsingafulltrúi Samgöngustofu. Evr-
ópureglugerðin mun leysa núver-
andi reglugerð Íslands um fjarstýrð
loftför af hólmi.
Verður drónaf lugi skipt upp í
þrjá meginflokka, tómstundaflug,
atvinnuf lug og f lug stærri dróna.
Þá eru undirf lokkar undir hverj-
um f lokki og f lokkun eftir þyngd
þeirra. Vægari reglur eru um dróna
undir 250 grömmum sem eru skil-
greindir af framleiðendum sem
leikföng. Langf lestir drónar sem
seldir eru hér á landi falla í miðju-
flokkinn, 250 til 2.000 grömm með
myndavél og raf hlöðum. Þeim
verður að fljúga í 50 metra fjarlægð
frá fólki.
„Í dag er kerfið þannig að skylt
er að skrá dróna sem notaðir eru í
atvinnuskyni. Með nýju reglugerð-
inni verða flugmennirnir sjálfir að
skrá sig en ekki hvert og eitt tæki. Þá
fá þeir númer til að merkja drónana
sína,“ segir Þórhildur.
Mismiklar kröfur verða gerðar
til f lugmanna eftir stærð og gerð
þeirra dróna sem þeir f ljúga. Til
dæmis verður þeim sem f ljúga
drónum undir 250 grömmum ekki
gert að gangast undir þjálfun heldur
munu þeir aðeins þurfa að lesa
handbók framleiðandans. Ekkert
aldurstakmark verður á léttustu
drónunum en ef dróni vegur meira
en 250 grömm verður flugmaðurinn
að hafa náð 16 ára aldri.
Fyrir stærri dróna mun þurfa að
undirgangast vefnámskeið með
prófi og jafnvel verklega þjálfun.
Það fer allt eftir þeim f lokki sem
drónarnir falla í. Þar sem innleið-
ingin er enn í vinnslu er ekki vitað
á þessum tímapunkti hver mun sjá
um námskeið fyrir drónaflugmenn.
Drónaverslanir á Íslandi bjóða nú
þegar upp á námskeið á dróna.
Drónaflug er mjög nýtt á Íslandi
og íslenska reglugerðin ekki nema
fjögurra ára gömul. Samkvæmt
Þórhildi hafa ekki komið upp stór-
vægileg atriði varðandi flugið og er
henni ekki kunnugt um nein slys
vegna drónanna. „Eftir því sem
við best vitum hafa drónaeigendur
almennt séð sýnt mikla ábyrgð,“
segir Þórhildur. „Þessi nýja grein
f lugsins hefur í langf lestum til-
vikum gengið mjög vel.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Drónaflugmenn þurfi
vefnám og hæfnispróf
Undirbúningur að innleiðingu nýrrar Evrópureglugerðar um drónaflug er
hafinn. Reglur verða hertar. Flugmenn munu þurfa að undirgangast hæfnis-
próf og jafnvel verklega þjálfun en það fer eftir stærð og tilgangi drónans.
Þúsundir Íslendinga stunda drónaflug. Þeir þurfa brátt að kynna sér reglugerð um sportið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þessi reglugerð
miðar að því að
auka yfirsýn yfir dróna-
starfsemi og að auka öryggi
fólks.
Þórhildur Elínar-
dóttir, samskipta-
stjóri Samgöngu-
stofu
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum Sóley
Sjóðurinn leggur áherslu á nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu sem
eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni og stuðla að sjálfbærni og
jákvæðum umhverfisáhrifum á höfuðborgarsvæðinu. Sóley er hluti af
framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020–2024.
Fjármunir til úthlutunar úr sjóðnum eru nú 7,0 milljónir kr. Hámarksfjár-
hæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er 1,5 milljón kr. Úthlutunar-
nefnd áskilur sér rétt til að leggja til að öllum umsóknum verði hafnað.
Í umsókn skal koma fram rökstuðningur þess að verkefni það sem sótt
er um styrk vegna sé í samræmi við tilgang sjóðsins. Umsækjendur skulu
sýna fram á getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og með umsóknum
skal fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu, verk- og
tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), upp-
lýsingar um aðra fjármögnun verkefnis og upplýsingar um eignarhald og
rekstrarform. Sjá nánar um starfsreglur sjóðsins á heimasíðu SSH:
http://www.ssh.is/soley en þar er einnig að finna rafrænt umsóknareyðu-
blað.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum hefur verið framlengdur og er til
og með 31. janúar 2021.
Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir 15. febrúar 2021.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Hamraborg 9, 200 Kópavogi
Sími: 564 1788
Netfang: ssh@ssh.is
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Ódýrt
Ódýrt
Eltu ódýrt
merkið!
Ódýrt
SPARAR þÉR
K
R
Ó
N
U
R
N
A
R
Ód
ýrt
Ódý
rt
Ódýrt
BANDARÍKIN Joe Biden, verðandi
Bandaríkjaforseti, hyggst hraða
bólusetningu gegn COVID-19 með
því að útbýta nær öllum tiltækum
bóluefnisskömmtum landsins þegar
hann tekur við völdum.
Aðferð Bidens stangast á við stefnu
fráfarandi stjórnar um að dreifa ekki
öllu tiltæku bóluefni strax. Þar sem
bólusetning krefst tveggja skammta
hafa sitjandi stjórnvöld geymt forða
af bóluefninu til að tryggja að þeir
sem hafi nú þegar hlotið fyrri
skammtinn fái síðari skammtinn
líka.
Frá og með fimmtudeginum hafði
ríkisstjórnin fengið yfir 21 milljón
skammta af bóluefni og milljónir
voru komnar í hendur alríkisstjórn-
arinnar. 5,9 milljónir manns höfðu
verið bólusettar.
Talsmaður Bidens segir að kerfi
sitjandi stjórnvalda gangi of hægt
fyrir sig. Þótt hætta sé á að þessi
stefna muni ganga á áætlaða síðari
skammta þeirra sem þegar hafa feng-
ið fyrri skammt treystir Biden á að
bóluefnisframleiðendur muni anna
eftirspurn. Þessi stefna gengur þvert á
ráðleggingar Matvæla- og lyfjastofn-
unar Bandaríkjanna sem Biden hefur
áður sagst ætla að fylgja. – atv
Vill bólusetja fleiri frekar
en spara seinni skammta
Stefna Bidens gengur
þvert á ráðleggingar Mat-
væla- og lyfjastofnunar
Bandaríkjanna.
9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð