Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 24

Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 24
Wikipedia, vef­alfræði orða­bókin þekkta, f ag n a r t v í­tugs afmæli í næstu viku en henni var hleypt af stað þann 15. janúar árið 2001. Hún hefur haldið velli sem opið kerfi, án auglýsinga og án alvöru samkeppni, allar götur síðan og hvert tungumálið bæst við á fætur öðru. Síðan er í fimmta sæti yfir mest sóttu vefsíður heims, með hátt í fimm milljarða innlit á mán­ uði. Íslensk síða var stofnuð árið 2003 og Wikipedia félag árið 2014. „Ég byrjaði að skrifa á Wikipedia til að sýna nemendum mínum að þetta tól sem hægt væri að nota, væri opið, hægt að tengja við og verkefnin myndu ekki hverfa á eftir,“ segir Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Hún er einn af virkustu Wikipediu­unn­ endum landsins. „Ég byrj­ aði á að skrifa um fiska og fékk svo mikinn áhuga á þessu.“ S a lvör s eg i r að fréttamenn hafi verið þeir fyrstu til að átta sig á gildi síðunnar en háskólarnir hafi sýnt mótþróa. „Til að byrja með var hraunað yfir mann í háskólasamfélag­ inu fyrir að koma nálægt Wikipedia, þet t a vær i s vo óábyggilegt og hver sem er gæti skrifað inn á síðuna. Wiki­ pedia er vissulega ekki frumheimild en hún er eins og stoppi­ stöð sem safnar saman þekkingu á alþýðlegu máli og vísar í heimild­ ir,“ segir hún. „Ég tilheyri þeirri stétt manna sem hafa þó nokkra atvinnu af því að semja spurningar. Ég klóra mér í kollinum yfir því hvernig þetta var gert fyrir tilkomu Wikipedia,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur sem segist vera stórnotandi en ekki partur af Wikipedia­samfélaginu. „Þegar RÚV fór að sýna allar Gettu betur keppnirnar í beit sá ég hvern­ ig spurningarnar breyttust eftir að Wikipedia varð til.“ Að mati Stefáns geldur Wikipedia að sumu leyti fyrir að efnið er ekki í jafn miklu jafnvægi og í hefð­ bundnu alfræðiriti. Áhersla sé lögð á sjokkerandi, fyndna og skrýtna hluti. En á því sviði finnst honum Wikipedia einmitt best. „Ef það er eitthvað sem kjarnar Wikipediu fyrir mér er það listi yfir fólk sem dáið hefur á klósettinu. Og þú veist að þú getur gengið að honum vísum,“ segir Stefán. Sá listi er einmitt til og á honum eru meðal annars Elvis Presley, Judy Garland og Katrín mikla. Harðar deilur algengar Stefán segir að vissulega sé mikið af beinlínis röngum upplýsingum á Wikipedia og maður verði að fara með gát. „Þú veist að í stórri grein á ensku síðunni um plánetuna Júp­ íter er ekki að fara að standa nein steypa, hún er of vel vöktuð. Annað gæti gilt í grein um norska höfuðs­ menn á Íslandi sem fáir hafa vitn­ eskju um eða áhuga á að leiðrétta,“ segir hann. Salvör segir deilur algengar í Wikipedia­samfélaginu. Þær snúist oft um höfundarrétt en ekki síður um samfélagsleg þrætumál. „Það er erfitt fyrir fólk að byrja því það þarf að skrifa í aðgengilegum stíl. Þess vegna er greinum oft hent út og höf­ undurinn verður móðgaður,“ segir hún. „Stundum verður stríð um breytingar á milli fólks sem þekk­ ist ekki neitt.“ SUMIR SKRIFA AUGLJÓS- LEGA GREINAR UM SJÁLFA SIG. TILTAKA ÞÁ OFT HLUTI AF FERLINUM OG FÉLAGSSTÖRFUM SEM VÆRI JAFNVEL VAND- RÆÐALEGT AÐ SETJA Á AT- VINNUUMSÓKN. Stefán Pálsson sagnfræðingur Byrjaði sem nördaskapur Vefalfræðiritið Wikipedia fagnar 20 ára afmæli þann 15. janúar. Lektor í upplýsingatækni og sagnfræðingur lýsa samfylgd sinni með síðunni, kostum hennar og löstum. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is Salvör Gissurar- dóttir. lektor í upplýsingatækni. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stórnotandi. Nokkrir næstum því tómir flokkar n Bangladesskir bankar n Kanadískir örverufræðingar n Kúbverskir sleggjukastarar n Bæir í Malaví n Stöðuvötn í Jórdaníu Fólk takist á með rökum og til­ vísunum en stundum þurfi stjórn­ endur að skerast í leikinn. Annað­ hvort með því að læsa greinum eða að merkja inn á þær að heimildir vanti eða umræðan sé lituð. Salvör segir Wikipedia almennt séð góða í að leysa málin og að traust hafi haldist á trúverðugleika greinanna á tímum þar sem traust á upplýs­ ingum sé almennt þverrandi. „Eitt sinn spurði samkennari minn mig um hversu áreiðanleg Wikipedia væri því nemendurnir væru að vísa í hana. Ég sendi henni verstu greinina sem ég vissi um, sem fjallaði um kynlífsánauð í Indlandi en hljómaði eins og auglýsing fyrir vændi,“ segir Salvör. „Ég fylgdist með hvernig greinin þróaðist og að lokum varð hún að mjög fínni fræðigrein.“ Dauðafæri fyrir ferðaþjónustuna Íslensku síðunni er að mestu haldið uppi af mjög litlum hópi notenda. Salvör reiknar með því að aðeins um 20 manns skrifi reglulega inn á hana. Síðan var ekki stofnuð til að viðhalda íslenskri tungu og menn­ ingu. Heldur af fólki með tölvu­ kunnáttu sem deildi þeirri sýn að aðgengi að hlutlausum upplýsing­ um ætti að vera hindrunarlaust. „Þetta var fyrst og fremst nörda­ skapur. Þeim fannst kerfið sniðugt, opið og breytanlegt,“ segir hún. Vegna smæðarinnar hafi hins vegar illa gengið að safna efni á síðuna. Sérstaklega nefnir hún ljós­ myndir, sem þurfi að vera í opnum aðgangi. Í myndabanka Wikipedia séu ótal myndir af typpum en fáar af íslenskum menningarverðmæt­ um. Hún segir skorta skilning hjá stofnunum landsins á að hafa efni aðgengilegt á opnum vettvangi eins og Wikipedia. Stefán segir góðar Wikipedia­ greinar vera góða ókeypis kynn­ ingu og nefnir að ferðaþjónusta hafi aukist merkjanlega í þeim evrópsku smábæjum sem hafa gert andlitslyftingu á greininni sinni. Þetta sé dauðafæri fyrir ferðaþjónustuna hér líka. „Hún á spretti en það er ekki hægt að treysta henni eins og nýju neti,“ segir hann aðspurður um íslensku síðuna. Það þurfi að læra á hana en hún geti verið gott tól því hún njóti þess að vera auðgúgglanleg. Hann fagnar því að nemendur í háskólum séu í auknum mæli látnir skrifa stutta texta á Wikipedia og finnst að það ætti að skikka BA­nemendur til að skrifa stubba um ritgerðirnar sínar. „Það er sem betur fer búið að berja þetta snobb úr mörgum háskólakenn­ urum,“ segir hann um viðhorf háskólanna til síðunnar. Skógar í Færeyjum Stefán hefur haft efnisvalið á íslensku síðunni að skotspæni á undanförnum árum. „Það er til­ tekið sport í íslenska Wikipedia­ heiminum að vera með ákveðinn fjölda undirsíðna og lon og don eru stofnaðar síður sem innihalda í raun engar upplýsingar. Til dæmis um hvert einasta hérað á Spáni og alla japanska fótboltamenn. Fyrir hvern er verið að skrifa þetta?“ spyr hann. Þá séu stofnaðir f lokkar sem aug­ ljóslega eru ekki að fara að stækka mikið. Til dæmis íranskir eðlisfræð­ ingar og skógar í Færeyjum. „Það er eitt rjóður fyrir utan Þórshöfn og flokkurinn stækkar ekki nema fleiri skógar verði ræktaðir í Færeyjum,“ segir hann. Nefnir hann einnig að sumir reyni að nota Wikipedia sem hégómaverkefni fyrir sig persónu­ lega, hljómsveitina sína eða eitthvað þvíumlíkt. „Sumir skrifa augljóslega greinar um sjálfa sig. Tiltaka þá oft hluti af ferlinum og félagsstörfum sem væri jafnvel vandræðalegt að setja á atvinnuumsókn. Svo eru sum bílskúrsbönd með nánast rauntíma­ lýsingu á ferlinum. En þegar bent er á að þetta standist ekki alveg mark­ verðugleikakröfuna reka menn upp ramakvein,“ segir Stefán. Í samanburði við íslensku síðuna kemur sú færeyska nokkuð vel út að mati Stefáns. Færeyingar séu furðu­ seigir í að dekka sitt land og sína menningu. Eins og áður segir reyni Íslendingar hins vegar að dekka allan heiminn en fyrir vikið séu stór atriði í okkar eigin menningu sem sé ekki nógu vel sinnt. Og jafnvel betri á ensku síðunni. Nefnir hann sérstaklega íslensku knattspyrnu­ mennina, sem eigi fantagóðar síður á ensku Wikipedia, líklega vegna þess að umboðsmennirnir átti sig á gildi þess. 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.