Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 30
Núna á tímum samkomutak-markana sem staðið hafa yfir ansi lengi, er fólk orðið uppiskroppa með hugmyndir að afþreyingu. Fyrir jól var mikið úrval af alls kyns streymistón- leikum sem oft voru vel sóttir. Sumir vinnustaðir voru líka með streymisviðburði af ýmsu tagi til að létta starfsfólki sínu lundina. En núna er komið nýtt ár og enn þá býr fólk við samkomutakmarkanir og skammdegið er ekkert að fara alveg strax. Þá getur verið gaman að finna sér eitthvað nýtt og spennandi að gera til að stytta sér stundirnar. Það vita eflaust ekki allir af því að Airbnb býður ekki bara upp á gistingu heldur líka afþreyingu. Fólk sem hefur misst tekjur vegna fækkunar ferðafólks á árinu sem var að líða hefur þurft að hugsa út fyrir boxið og finna nýjar leiðir til að kynna menningu sína fyrir fólki um allan heim. Það eru fjölmargir afþreyingarmöguleikar í boði núna sem hægt er að kaupa aðgang að á Airbnb-vefnum og njóta í gegnum streymi. Sem dæmi má nefna að í kvöld fer fram kennsla í að teikna lamadýr í gegnum Zoom-forritið, sem flestum ætti að vera orðið kunnugt. Kennarinn býr í Sidney í Ástralíu og mun hún bjóða þátttakendum að hitta lamadýrið Cadbury og fylgjast með því í smástund áður en teikni- kennslan hefst. Í hádeginu í dag er í boði Harry Potter-ferð um Edinborg með leiðsögn reynds leiðsögumanns og að sjálfsögðu verður hún í boði í gegnum netið. Því er hægt, ef ferðin verður ekki uppseld þegar þetta kemur út, að upplifa töfra borgarinnar úr sófanum heima. Í dag og á morgun er svo hægt að fara á 90 mínútna langa drag-sýn- ingu í Portúgal í gegnum Zoom. Sú sýning hefur samkvæmt lýsingu slegið í gegn og hafa fyrirtæki eins og Nike, Facebook, Walmart, You- Tube og Calvin Klein boðið starfs- fólki sínu á hana. Á sýningunni um helgina munu dragdrottningar kenna þátttakendum að búa til sangríu frá grunni og fræða þá um portúgalska menningu. Inn á milli fara drottningarnar upp á svið og skemmta áhorfendum með skemmtiatriðum í kabarettstíl. Ef fólk hefur áhuga á rólegri afþreyingu þá er líka í boði að læra hugleiðslu hjá japönskum búddamunki nú um helgina, að sjálfsögðu í gegnum Zoom. Fyrst segir munkurinn þátttakendum frá þeim aðferðum sem hann notar við hugleiðslu og í framhaldi af því leiðir hann tvenns konar hug- leiðslu, fyrst er ákveðin mantra kyrjuð í 20 mínútur og að því loknu eru gerðar öndunaræfingar í 10 mínútur. Þetta er aðeins brot af þeirri fjöl- breyttu afþreyingu sem er í boði í gegnum Airbnb og það eina sem þarf til að njóta hennar er netteng- ing, og auðvitað að borga uppsett verð. Það er því um að gera að nota helgina og skoða það sem er í boði og ferðast til ólíkra staða og læra eitthvað nýtt og spennandi án þess að fara neitt. Í kvöld fer fram kennsla í að teikna lamadýr í gegnum Zoom-forritið sem flestum ætti að vera orðið kunnugt. Kennar- inn býr í Sidney í Ástr- alíu og mun hún bjóða þátttakendum að hitta lamadýrið Cadbury. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 71 árs, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum, heilsubúðum, í Hagkaupum og í Fjarðarkaup. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar um- búðir eins og sjá má á myndinni. Sangría, lamadýr og hugleiðsla Fjölbreytt afþreying er í boði á netinu þessa dagana og um að gera að nýta hana í skammdeginu. Um helgina má til dæmis hugleiða, ferðast til Edinborgar og hitta lamadýr heima í stofu. Í dag er hægt að fara á Zoom fund með lama- dýri. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Dragdrottn- ingar kenna að búa til sangríu. Íslensk framleiðsla 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.