Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 60

Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 60
Imelda Staunton fæddist 9. janúar árið 1956 í Archway í Norður-London og fagnar 65 ára afmæli í dag. Hún var einka- barn hárgreiðslukonunnar Birdie, sem var víst hæfileikarík söng- kona en kunni því miður ekki að lesa nótur, og vegavinnumannsins Joseph Staunton. Senuþjófur Imelda Staunton er líklega f lestum sérlega eftirminnileg í hlutverki kennara nokkurs, hinnar bleik- dúðuðu, brosmildu, illkvittnu og fullkomlega siðlausu Dolores Umbridge úr Harry Potter kvik- myndunum, sem gerðar voru eftir samnefndum bókum J. K. Rowling. Þá birtist Imelda sem Dolores, fyrst í Harry Potter and the Order of the Phoenix og svo í Harry Potter and the Deathly Hallows – 1. hluta. Fyrir stórleik sinn sem ungfrú Umbridge hlaut Imelda verðlaun frá London Film Critics Circle í f lokknum besta breska leikkonan í aukahlutverki og var haft orð á því að hún hefði verið afar nálægt því að stela senunni í allri kvik- myndinni. Haft var orð á því að hún hefði verið afar nálægt því að stela senunni í allri kvik- myndinni. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Það getur verið einfalt að útbúa sannkallaðan veislu-mat á stuttum tíma. Önd confit hefur fengist í verslunum undanfarið í dósum. Öndin er elduð en þarf einungis að hita. Confit er andafita og þegar kjötið hefur verið tekið frá í dósinni er eftir dásemdar fita sem notuð er til að steikja upp úr, til dæmis kart- öflur. Með öndinni er hægt að hafa kartöflur, sósu og salat. Einnig er gott að setja öndina beint á salat- diskinn. Dósirnar eru misstórar en í þessari uppskrift sem miðast við fjóra í aðalrétt eru tvær dósir. 8-10 andalæri í dós 800 g litlar kartöflur 1 laukur 2-3 hvítlauksgeirar Steinselja, salt og pipar Andafita Salat: 1 poki klettasalat 1 pera, skorin í þunnar sneiðar 1 góð lúka valhnetur, skornar niður 60 g gráðostur Balsamsíróp Bláber til skrauts Hitið ofninn í 200°C. Setjið dósina í vatn í ofnföstu fati. Setjið í ofninn í smástund til að fitan bráðni. Takið dósina og opnið en gætið að hitanum. Gott er að leggja lærin á rist þannig að fitan renni af þeim. Geymið alla fituna sem eftir er í dósinni. Skrælið kartöflurnar og skerið í tvennt. Hitið andafitu á pönnu og steikið kartöflurnar upp úr henni. Passið að brenna ekki. Skerið laukinn smátt og setjið saman við ásamt hvítlauknum. Lækkið hitann niður og steikið kartöfl- urnar áfram í 15-20 mínútur eða þar til þær verða mjúkar. Saltið og piprið. Setjið andalærin á bökunar- plötu með skinnið niður. Öndin er elduð svo aðeins þarf að hita hana í gegn. Eftir 15 mínútur er öndinni snúið við þannig að skinnið snúi upp. Þá er stillt á grill, hafið auga með öndinni á meðan skinnið verður stökkt og fallegt. Setjið allt sem á að fara í salatið á fallegan disk. Berið öndina fram með kart- öflum og salati. Hægt er að gera sósu eftir smekk með þessum rétti eða sleppa henni. Önd confit er veislumatur Er ekki allt í góðu að halda veislunni áfram? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK Sími 8341809 BOEL boelisland Opið virka daga 12-18 laugardaga 12-16 www.boel.is 30% afsláttur gæði í Eftirminnileg sem siðlaus kennari Afmælisbarn dagsins er engin önnur en leikkonan og söngkonan hæfileikaríka hún Imelda Staunton, sem heitir reyndar fullu nafni Imelda Mary Philomena Bernadette Staunton. Imelda Staunt- on er hér stödd á forsýningu Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2, á Trafalgar Square í Lund- únum 7. júlí, 2011. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Þess má geta að Imelda Staunt- on lærði leiklist í Royal Academy of Dramatic Art (RADA) á sama tíma og hinn raddfagri meðleikari hennar í Harry Potter kvikmynd- unum, Alan Rickman, sem fór svo eftirminnilega með hlutverk Pro- fessor Severus Snape. Þá útskrif- aðist hún árið 1976, tveimur árum eftir að Rickman útskrifaðist. Imelda giftist leikaranum og meðleikara sínum í söngleiknum Guys and Dolls, Jim Carter, árið 1983 og saman eignuðust þau Bessie Carter, sem einnig hefur getið sér nafn í leikarabransanum. Bessie hefur komið fram í kvik- myndum eins og Les Misérables (2012), Howards End (2017) og The Good Liar (2019). Þá fer hún með hlutverk Prudence Feath- erington í Netf lix-þáttaseríunni Bridgerton. Hæfileikarnir drjúpa Imelda Mary Philomena Berna- dette Staunton er að sjálfsögðu verðlaunum prýdd leikkona með sérlega fjölbreyttan bakgrunn innan leiklistarsenunnar, hvort heldur er á leikhúsfjölunum, á söngleikjasviðinu eða á hvíta tjaldinu. Þá kom hún, eins og frægt er, fram í kvikmyndunum Sense and Sensibility (1995), lék aðalhlutverkið í Nanny McPhee (2005) og kom fram í Maleficent (2014). Einnig ljáði hún Aunt Lucy rödd sína í kvikmyndinni Paddington sem kom út árið 2014. Á leikhúsfjölunum og í heimi söngleikja hefur hún valdið fjöl- breyttum hlutverkum í verkum eins og Who‘s Afraid of Virginia Wolf, söngleiknum Sweeney Todd, leikritinu Uncle Vanya og söngleiknum The Wizard of Oz. Nýjasta hlutverk Imeldu Staun- ton mun vera í 5. og 6. þáttaröð sjónvarpsþáttanna The Crown þar sem hún tekur við af Oliviu Colman og fer með hlutverk Elísa- betar II. Englandsdrottningar. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.