Fréttablaðið - 09.01.2021, Síða 60

Fréttablaðið - 09.01.2021, Síða 60
Imelda Staunton fæddist 9. janúar árið 1956 í Archway í Norður-London og fagnar 65 ára afmæli í dag. Hún var einka- barn hárgreiðslukonunnar Birdie, sem var víst hæfileikarík söng- kona en kunni því miður ekki að lesa nótur, og vegavinnumannsins Joseph Staunton. Senuþjófur Imelda Staunton er líklega f lestum sérlega eftirminnileg í hlutverki kennara nokkurs, hinnar bleik- dúðuðu, brosmildu, illkvittnu og fullkomlega siðlausu Dolores Umbridge úr Harry Potter kvik- myndunum, sem gerðar voru eftir samnefndum bókum J. K. Rowling. Þá birtist Imelda sem Dolores, fyrst í Harry Potter and the Order of the Phoenix og svo í Harry Potter and the Deathly Hallows – 1. hluta. Fyrir stórleik sinn sem ungfrú Umbridge hlaut Imelda verðlaun frá London Film Critics Circle í f lokknum besta breska leikkonan í aukahlutverki og var haft orð á því að hún hefði verið afar nálægt því að stela senunni í allri kvik- myndinni. Haft var orð á því að hún hefði verið afar nálægt því að stela senunni í allri kvik- myndinni. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Það getur verið einfalt að útbúa sannkallaðan veislu-mat á stuttum tíma. Önd confit hefur fengist í verslunum undanfarið í dósum. Öndin er elduð en þarf einungis að hita. Confit er andafita og þegar kjötið hefur verið tekið frá í dósinni er eftir dásemdar fita sem notuð er til að steikja upp úr, til dæmis kart- öflur. Með öndinni er hægt að hafa kartöflur, sósu og salat. Einnig er gott að setja öndina beint á salat- diskinn. Dósirnar eru misstórar en í þessari uppskrift sem miðast við fjóra í aðalrétt eru tvær dósir. 8-10 andalæri í dós 800 g litlar kartöflur 1 laukur 2-3 hvítlauksgeirar Steinselja, salt og pipar Andafita Salat: 1 poki klettasalat 1 pera, skorin í þunnar sneiðar 1 góð lúka valhnetur, skornar niður 60 g gráðostur Balsamsíróp Bláber til skrauts Hitið ofninn í 200°C. Setjið dósina í vatn í ofnföstu fati. Setjið í ofninn í smástund til að fitan bráðni. Takið dósina og opnið en gætið að hitanum. Gott er að leggja lærin á rist þannig að fitan renni af þeim. Geymið alla fituna sem eftir er í dósinni. Skrælið kartöflurnar og skerið í tvennt. Hitið andafitu á pönnu og steikið kartöflurnar upp úr henni. Passið að brenna ekki. Skerið laukinn smátt og setjið saman við ásamt hvítlauknum. Lækkið hitann niður og steikið kartöfl- urnar áfram í 15-20 mínútur eða þar til þær verða mjúkar. Saltið og piprið. Setjið andalærin á bökunar- plötu með skinnið niður. Öndin er elduð svo aðeins þarf að hita hana í gegn. Eftir 15 mínútur er öndinni snúið við þannig að skinnið snúi upp. Þá er stillt á grill, hafið auga með öndinni á meðan skinnið verður stökkt og fallegt. Setjið allt sem á að fara í salatið á fallegan disk. Berið öndina fram með kart- öflum og salati. Hægt er að gera sósu eftir smekk með þessum rétti eða sleppa henni. Önd confit er veislumatur Er ekki allt í góðu að halda veislunni áfram? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK Sími 8341809 BOEL boelisland Opið virka daga 12-18 laugardaga 12-16 www.boel.is 30% afsláttur gæði í Eftirminnileg sem siðlaus kennari Afmælisbarn dagsins er engin önnur en leikkonan og söngkonan hæfileikaríka hún Imelda Staunton, sem heitir reyndar fullu nafni Imelda Mary Philomena Bernadette Staunton. Imelda Staunt- on er hér stödd á forsýningu Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2, á Trafalgar Square í Lund- únum 7. júlí, 2011. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Þess má geta að Imelda Staunt- on lærði leiklist í Royal Academy of Dramatic Art (RADA) á sama tíma og hinn raddfagri meðleikari hennar í Harry Potter kvikmynd- unum, Alan Rickman, sem fór svo eftirminnilega með hlutverk Pro- fessor Severus Snape. Þá útskrif- aðist hún árið 1976, tveimur árum eftir að Rickman útskrifaðist. Imelda giftist leikaranum og meðleikara sínum í söngleiknum Guys and Dolls, Jim Carter, árið 1983 og saman eignuðust þau Bessie Carter, sem einnig hefur getið sér nafn í leikarabransanum. Bessie hefur komið fram í kvik- myndum eins og Les Misérables (2012), Howards End (2017) og The Good Liar (2019). Þá fer hún með hlutverk Prudence Feath- erington í Netf lix-þáttaseríunni Bridgerton. Hæfileikarnir drjúpa Imelda Mary Philomena Berna- dette Staunton er að sjálfsögðu verðlaunum prýdd leikkona með sérlega fjölbreyttan bakgrunn innan leiklistarsenunnar, hvort heldur er á leikhúsfjölunum, á söngleikjasviðinu eða á hvíta tjaldinu. Þá kom hún, eins og frægt er, fram í kvikmyndunum Sense and Sensibility (1995), lék aðalhlutverkið í Nanny McPhee (2005) og kom fram í Maleficent (2014). Einnig ljáði hún Aunt Lucy rödd sína í kvikmyndinni Paddington sem kom út árið 2014. Á leikhúsfjölunum og í heimi söngleikja hefur hún valdið fjöl- breyttum hlutverkum í verkum eins og Who‘s Afraid of Virginia Wolf, söngleiknum Sweeney Todd, leikritinu Uncle Vanya og söngleiknum The Wizard of Oz. Nýjasta hlutverk Imeldu Staun- ton mun vera í 5. og 6. þáttaröð sjónvarpsþáttanna The Crown þar sem hún tekur við af Oliviu Colman og fer með hlutverk Elísa- betar II. Englandsdrottningar. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.