Fréttablaðið - 09.01.2021, Síða 68

Fréttablaðið - 09.01.2021, Síða 68
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ragna Ágústsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 20. desember 2020. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steingrímur Páll Björnsson Elín Sigurðardóttir Brynjar Örn Steingrímsson Lovísa Karítas Magnúsdóttir Ragna Gróa Steingrímsdóttir Jón Viðar Viðarsson Eydís Steingrímsdóttir barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Ólafsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 24. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ari Ólafsson Karítas Ólafsdóttir Björg Elín Ólafsdóttir Smidt barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Helgi S. Kjærnested Lindarflöt 42, Garðabæ, lést þriðjudaginn 29. desember. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á www.sonik.is/helgi. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Ljóssins. Baldur Már Helgason Svanhildur Sigurðardóttir Margrét Rán Kjærnested Jan Prikryl barnabörn, systkini og aðrir ástvinir. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Okkar elskulega Anna Valmundardóttir frá Akureyri, f. 09.01.1925, lést þann 17. desember. Útför hefur farið fram. Sigríður Eysteinsdóttir Ómar Ólafsson Ragna I. Eysteinsdóttir Árni V. Þórsson Högni Björn Ómarsson Ingibjörg Helga Arnardóttir Arnar Steinn Ómarsson Nicole Wiesner Anna Lind Traustadóttir Guðmundur Þ. Vilhjálmsson Júlía Helga, María Helga, Aron Ingvi, Sindri Elis, Daníel Arnar, Sölvi Þór Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elsu Þórdísar Óskarsdóttur Dvalarheimilinu Hlíð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Einihlíðar fyrir hlýju og góða umönnun. Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún María Tómasdóttir húsmóðir og skólaritari, áður til heimilis að Laugalæk 48 í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, miðvikudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Stafholtskirkju í Borgarfirði 16. janúar kl. 13 að viðstaddri nánustu fjölskyldu og ættingjum. Tómas Jóhannesson Pálína Héðinsdóttir Helgi Jóhannesson Gunnlaug Helga Einarsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tinna Rut er Norðfirðingur og uppalin í blaki hjá Þrótti Nes, er líka í íslenska landsliðinu og spilar nú með Lindesberg Volley í sænsku deildinni. Hún var kjörin íþróttamaður ársins 2020 í Fjarðabyggð, frá því segir bæði á vef sveitarfélagsins og Austurfréttar. Neskaupstaður á að baki langa sögu í blaki og Tinna Rut segir þar jafnan marga iðkendur. „Nánast allir sem alast upp í Neskaupstað prófa að æfa blak,“ fullyrðir hún og kveðst sjálf hafa byrjað sex ára. „Ég æfði alls konar íþróttir þegar ég var barn, ásamt blakinu var það sund, skíði, frjálsar og fimleikar, en um þret- tán ára aldur ákvað ég að einbeita mér að blakinu.“ Hún hefur heldur betur haldið sig við efnið og sextán ára fór hún í fyrstu utanlandsferð sína með ungl- ingalandsliðinu. „Eftir það hef ég farið í fjórar unglingalandsliðsferðir, með U17 og U19, svo hef ég spilað tvo leiki með A- landsliðinu, árið 2019.“ Lindesberg vantaði mannskap Það var svo í ágúst síðastliðnum sem Tinna Rut hóf að æfa með Lindesberg Volley. Hvað kom til? „Lindesberg vant- aði mannskap í sitt lið. Mig hefur lengi langað að spila erlendis og hafði sjálf samband við félög hér úti,“ útskýrir hún. Spurð hvort Lindesberg Volley sé betra lið í blaki en Þróttur Nes svarar hún: „Sænska deildin er sterkari en sú íslenska, því spilar Lindesberg á hærra plani, en ég er viss um að leikur milli Þróttar Nes og Lindesberg yrði spenn- andi!“ Hún segir ráðningarsamning sinn gilda út tímabilið sem nú er hálfnað. „Ég er búin að spila á móti öllum liðum í sænsku úrvalsdeildinni einu sinni. Eins og er erum við neðstar en stefnum að sjálfsögðu að því að vinna okkur upp um nokkur sæti.“ Tók COVID-prófið sjálf Til að gæta allrar varúðar vegna COVID- 19 lét Tinna Rut það ekki eftir sér að koma heim um hátíðirnar. Hún telur sig hafa blessunarlega sloppið við veiruna. „Ég var reyndar veik milli jóla og nýárs, fór í COVID-próf sem ég þurfti að taka sjálf og var í einangrun í fimm daga þar til að ég fékk niðurstöðurnar í bréf- pósti!“ Hún segir fólk almennt virðast fara eftir fyrirmælum um sóttvarnir en í kring um blakið sé allt frekar kæru- leysislegt, miðað við á Íslandi og víðar. Hún býr ein, en segir sér hafa liðið ágæt- lega um jólin. „Það var auðvitað skrítið að vera ekki heima í Neskaupstað en ég fékk að taka þátt í öðruvísi jólaundir- búningi og jólum með fjölskyldu vin- konu minnar úr liðinu sem var mjög gaman. En svo var ég í einangrun yfir áramótin þannig að þá var ég aðallega í tölvusambandi við fjölskylduna heima.“ Hún kveðst hafa eignast fullt af nýjum vinum. „Stelpurnar í liðinu eru flestar á svipuðum aldri og ég og við náum mjög vel saman.“ Í góðum félagsskap Um 9.000 manns búa í Lindesberg sem er fallegur bær, að sögn Tinnu Rutar. Innt eftir hvað hún geri þar í frístundum, svarar hún: „Ég er í fjarnámi frá Verk- menntaskóla Austurlands, í einum áfanga, og nýti frístundir í að læra, svo finnst mér gaman að fara í göngutúra, elda og baka, hitti stelpurnar oft og við borðum saman, spilum padel-tennis og gerum alls konar skemmtilegt.“ Bærinn er í tveggja tíma aksturs- fjarlægð frá Stokkhólmi en Tinna Rut kveðst ekki hafa lagt í ferðalag þangað enn, vegna COVID-19. „Ég fer ekkert nema í keppnisferðir, en hér í bænum er mjög gott fólk og góð aðstaða til að æfa. Mig langar að koma aftur til Svíþjóðar og ná að upplifa landið á betri tímum.“ gun@frettabladid.is Byrjaði sex ára í blakinu Hin tvítuga blakkona Tinna Rut Þórarinsdóttir var valin íþróttamaður ársins 2020 í Fjarðabyggð. Hún spilar í sænsku úrvalsdeildinni þetta tímabil með Lindesberg Volley. „Mig hefur lengi langað að spila erlendis og hafði sjálf samband við félög hér úti,“ segir Tinna Rut. MYND/AÐSEND 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.