Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2021, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 09.01.2021, Qupperneq 76
MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA MYNDIRNAR ÓLÍKAR ER ÉG AÐ UNDIRSTRIKA HVAÐ ALLT ER ÓLÍKT Í KRINGUM OKKUR ÞÓTT ÞAÐ SÉ Á SAMA STAÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Sýning á nýjum málverkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur stendur yfir í sal Sam-bands íslenskra mynd-listarmanna í SÍM-húsinu í Hafnarstræti. Sýningin ber yfirskriftina Nærmyndir og stendur til 22. janúar. SÍM-salurinn er opinn frá 10-16 alla virka daga. Aðalheiður er myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga, meðal annars í Gerðar- safni, Ásmundarsal og Hallgríms- kirkju og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Verkin á sýningunni eru olíumál- verk sem öll eru unnin á síðasta ári. „Þar á meðal er myndröð, þar sem ég hengi saman á vegg ólíkar myndir, sem eru þó allar í sömu stærð. Mér finnst gaman að tefla saman ólíkum verkum og ólíkum litum,“ segir Aðalheiður. „Ég kalla sýninguna Nærmyndir af tveimur ástæðum. Ég er með vinnustofu austur í sveit, í Biskupstungum, og nærumhverfi mitt þar, áin, veðrið og gróðurinn, er alltaf innblástur að verkum mínum. Í verkunum á þessari sýningu er ég að fara nær viðfangsefnunum og get þess vegna leyft mér að hafa verkin nokkuð mikið abstrakt en um leið mjög lífleg. Ég er að vinna með yfirborð og undirlög og það hvernig þau sam- einast. Með því að hafa myndirnar ólíkar er ég að undirstrika hvað allt er ólíkt í kringum okkur þótt það sé á sama stað. Gróðurinn og og hugs- unin um fegurðina er alltaf undir- liggjandi hjá mér. Ég túlka forgengileika og endur- tekningu með aðferðum mál- verksins, ber lit á, ýmist þunnt eða þykkt, síðan er hann skafinn burt og ég mála yfir, krafsa í eða teikna í endurtekinni hrynjandi oft í mörgum lögum. Litirnir eru afgerandi, þetta eru litirnir sem birtast manni í náttúrunni á mis- munandi tímum.“ Aðalheiður segir síðasta ár hafa verið að mörgu leyti ágætt. „Það var minna um áreiti og ég var ekki að mæta hér og þar. Ég gat því ein- beitt mér að því að vinna verk mín í sveitinni.“ Finnst gaman að tefla saman ólíkum verkum Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir olíumálverk í SÍM-húsinu. Í verkunum vinnur hún með yfirborð og undir- lög og það hvernig þau sameinast. Vinnustofa hennar er í Biskupstungum og þar gerir hún öll sín verk. Aðalheiður málar verk sín í Biskupstungum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Listakonan Gígja Jónsdóttir hefur leikinn á nýju sýningar-ári í Midpunkt með sýning- unni Þrjár kynslóðir af bleikum. Í sýningunni eru hlutverk sem birtast í mæðraveldinu könnuð, samskiptamynstur milli systra, mæðra, mæðgna, dætra, frænkna, dótturdætra og ömmu, í gegnum athöfn þar sem hinn elskaði/hataði litur innan fjölskyldunnar, bleikur, er í brennidepli. Opnun verður í dag, laugardaginn 9. janúar, frá 14.00-17.00 og stendur sýningin opin alla laugardaga og sunnudaga til 24. janúar. Gígja Jónsdóttir nálgast við- fangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, videó, tón- list, teikningu, sviðslistir og dans. Mannveran og umhverfi hennar í sviðsetningu og raunveru er hennar helsta þema sem og sambandið og samtalið við áhorfandann. Gígja lauk meistaranámi í mynd- list frá San Francisco Art Institute vorið 2018. Þrjár kynslóðir af bleikum er fyrsta einkasýning Gígju. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hérlendis sem og sett upp fjölda dans- og sviðsverka. Gígja sýnir í Midpunkt Í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður sýningaropnun og fyrirlestur nú um helgina. Í dag, laugardaginn 9. janúar, klukkan 14.00 opnar Andreas Brun- ner sýningu sem ber yfirskriftina Ég hugsa upphátt það sem ég segi hljóðlega. Sýningin er opin dag- lega frá klukkan 14.00 til 17.00 til 24. janúar. Andreas er fæddur 1988 í Zürich í Sviss en býr og starfar í Reykjavík og Lucerne. Sunnudaginn 10. janúar klukkan 14.30 verður Ottó Elíasson með erindi sem ber yfirskriftina Ljós mótar efni. Ottó hefur nýlokið doktorsprófi í atómeðlisfræði frá Árósaháskóla í Danmörku. Í nám- inu vann hann að rannsóknum á því hvernig nýta má leysiljós til að móta köld atómský á ólíka vegu. Viðburðir í Alþýðuhúsinu Andreas Brunner. MYND/AÐSEND Listakonan nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla. MYND/AÐSEND 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.