Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 88
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Hauks Arnar
Birgissonar
BAKÞANKAR
Áramótatilboð Múlalundar
Gildir til 31. janúar eða á meðan birgðir endast
mulalundur.is
TILBOÐ kr. 849
Egla möppur
Við finnum stöðugt nýjar leiðir til að hefja okkur upp í þeirri við-
leitni að gera okkur að betri
manneskjum en við vorum í
gær. Um áramótin er þannig
einkar vinsælt að láta af hvers
kyns ósiðum en þá renna upp
tímamót sem henta vel til sjálfs-
lagfæringa. Sjálfur tek ég þátt
í þessum sirkus og hef af þeim
sökum strengt mörg heimskuleg
áramótaheit í gegnum tíðina.
Að byrja að drekka rauðvín og
kaffi, eftir að ég komst á fer-
tugsaldurinn, var samt líklegast
með þeim betri. Það er gott að
okkur skuli í sífellu takast að
finna leiðir til að bæta okkur og
enn betra er þegar viðbæturnar
eru festar í sessi, svo þær endist
lengur en til 20. janúar.
Önnur, en umtalsvert verri,
leið til sjálfsupphafningar er
þegar við beinum athyglinni frá
eigin ágöllum og bendum þess í
stað á mistök annarra. Mörgum
viðist líða betur með sjálfa sig
þegar aðrir klúðra hlutunum
og ársins 2020 má minnast fyrir
fjölda slíkra uppákoma. Sótt-
varnareglur, sem við fæst fáum
botn í, eru frábært dæmi um
þetta. Öll brjótum við þessar
reglur mörgum sinnum á dag en
það stöðvar okkur samt ekki
í því að klaga hvert annað og
jafnvel tilkynna til lögreglu
þegar aðrir stíga sín feilspor.
Full vandlætingar bendum
við og hrópum á ráðherrann
sem fór í veislu, þingmanninn
sem fór í golf, stúlkurnar sem
hittu ensku fótboltadrengina
og kaþólsku kirkjugestina sem
varð á í messunni, bókstaf-
lega. Þau skulu smánuð fyrir að
vera ekki fullkomin eins og við
hin. Þeim er hollara að biðjast
afsökunar.
Sjáið þau!
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
©
Inter IKEA System
s B.V. 2021
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALAÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Allt fyrir
afmælið!