Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Side 4

Skessuhorn - 22.01.2020, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Mannræktarsamkomur Nú fer í hönd einhver yndislegasti tími ársins, hvernig sem á það er litið. Ekki einvörðungu að dag tekur að lengja svo um munar, þá er bóndadag- urinn á föstudaginn. Fyrsti dagur Þorra - hinnar miklu matar- og skemmt- anahátíðar allra sannra Íslendinga. Mest og best er þessi hátíð fyrir okkur sem líkar að borða súrt hvalspik, þjöppuð og sýrð lambhrútaeistu og brennt og soðið lag utan af höfuðkúpu á lömbum. Þá er hægt að naga gallsúra síðubita sem eru svo feitir að þeir seljast ekki með öðrum hlutum lambsins, nú eða saltkjöt, lundabagga, hangið kjet og hvaðeina. Þessu hefur landinn svo skolað niður með nafna sínum en þó meira öli í seinni tíð, frá því sala og innflutningur á bjór var leyfður. Æði misjafnt er hvernig mannamót sem kennd eru við Þorra hafa þróast í seinni tíð. Norðlendingar eru að mér skilst enn á þeirri línu að hafa þetta áfram eins heimilis- og þjóðlegt og í tíð ömmu þeirra og afa. Mæta með trog af heimagerðum mat og þar fá húsmæður gullið tækifæri til að sýna sveitungum sínum hvers þær eru megnugar við matargerðina. Hér sunnan heiða hafa íbúar hins vegar meira fengið atvinnukokka til að malla ofan í sig og ekkert nema gott um það að segja. Fyrir nokkrum árum var farið að bera á óánægju yngri þorrablótsgesta með að ekki væri annar matur á borðum en sá sem verkaður var og geymdur með gamla laginu fyrir tíð frystikist- unnar. Þá var bætt við einum pottrétti, svona á borðbrúnina gluggamegin. Árið eftir var kalt svínakjöt komið að auki og svo kjúklingaréttur nokkru síðar. Nú síðari ár hefur enn bæst við framandi rétti. Veganistar hafa fengið einn rétt á veisluborðið og grænmetisætur eiga sitt pláss, lágkolvetnafólkið fær sitt og áfram mætti telja. Mínar heimildir herma að sumsstaðar sé svo komið að hinn hefðbundni þorramatur fær nú jafnvel einungis lítið pláss á borðbrúninni gluggamegin. Við þessari þróun í matarmenningu er lítið að segja. Tímarnir breytast, menningin leitar yfir landamæri og við alþjóðasinnarnir spilum með. Þó verð ég að segja að þann dag sem þorramaturinn hverfur alfarið af veislu- borðinu, einnig horninu gluggamegin, væri í lagi mín vegna að endurnefna þessa matarhátíð. Nú eða einfaldlega sleppa henni! Það er nefnilega svo að ekki þarf að leita lengi til að finna matsölu- eða veitingastaði sem bjóða upp á lífrænan mat, grænmetisfæði og yfirleitt allt það sem telst til fram- andi rétta hér á landi. Þá þurfum við ekki lengur sérstaka hátíð gömlum siðum til heiðurs. En þorrablót snúast vissulega um annað og meira en einungis matinn. Hann er venjulega étinn í hvelli og svo snúa menn sér að öðru. Fluttir eru annálar þar sem góðlátlegt grín er gert að náunganum, farið er með upptökutæki á bæi og afrakstur slíkra heimsókna sýndur á blótum. jafnvel eru dæmi um að metnaðurinn í slíkri kvikmyndagerð er svo mikill af efni og burðum að afraksturinn væri hæglega sýningarhæfur í Ríkisútvarpinu landsmönnum öllum til skemmtunar (nú OK, allavega á N4). Þá er áfram sungið á blótum, trallað og svo stiginn dans undir tónum taktfastra hljóm- sveita fram á nóttu. Þannig hefur það alltaf verið og það er athyglisvert að fátt hefur í rauninni breyst, annað en samsetning og úrval matarins. Fyrst og fremst eru þorrablót því menningar- og mannræktarsamkomur sem ég vil ekki fyrir mitt litla líf missa út úr flórunni. Góða skemmtun! Magnús Magnússon Að undanförnu hafa fimm skip verið að loðnuleit og mæling- um á loðnustofninum og voru þau skömmu fyrir helgi öll fyrir austan land. Þrjú skipanna, rannsóknaskip- ið Árni Friðriksson, Hákon EA og Polar Amaroq var ætlað að sjá um magnmælingar meðan að tvö skip að auki, Bjarni Ólafsson AK og Ás- grímur Halldórsson SF, voru nokk- urskonar undanfarar og var ætlað að afmarka dreifingu loðnunnar á útjöðrunum svo hægt sé að ná mæl- ingu á sem skemmstum tíma. Með- fylgjandi mynd sýnir svæðið sem skipin höfðu leitað fram að hádegi í gær, þriðjudag. Hægt er að fylgjast með ferð þeirra og staðsetningu í rauntíma á vef Hafrannsóknastofn- unar. mm Nú árið 2020 verða tíu ár liðin síð- an starfsemi hófst í Frystiklefan- um í Rifi. Í tilefni af þeim áfanga hafa aðstandendur menningarhúss- ins ákveðið að gefa öllum íbúum Snæfellsbæjar ársmiða, sem gild- ir á alla viðburði Frystiklefans á af- mælisárinu. Gefnir voru rúmlega 1800 ársmiðar. Frystiklefinn gef- ur 1000 miða en stuðningsaðil- ar, Snæfellsbær og aðrir velunnar- ar, gefa 800 miða. „Þetta er menn- ingarátak sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri menningarsögu, en með mikilli hjálp frá samstarfsaðilum og velunnurum tókst þessi áfangi,“ segir í tilkynningu frá Frystiklefan- um. „Með þessum gjörningi er ætl- unin að senda þakkir til nærsam- félagsins. Á þeim tíu árum sem Frystiklef- inn hefur verið starfræktur hafa verið haldin yfir eitt þúsund við- burðakvöld. Í Frystiklefanum er tekið á móti bæði innlendum og er- lendum listamönnum, listahátíðir hafa verið skipulagðar og hýstar í klefanum, auk þess sem Frystiklef- inn hefur komið að sköpun eigin listaverka. „Frystiklefinn er fyrir- tæki sem alltaf hefur sett samfélags- leg markmið ofar fjárhagslegum og vill með þessari gjöf halda áfram á þeirri vegferð að auka samgang íbúa og lífsgæði á Vesturlandi.“ kgk/ Ljósm. úr safni. Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans í Rifi. Íbúar fá frítt í Frystiklefann allt árið Afmælisgjöf til íbúa á tíu ára starfsafmæli Fimm skip við loðnuleit Á fundi bæjarstjórnar Akraness 14. janúar síðastliðinn var samþykkt til- laga skipulags- og umhverfisráðs að stefnt verði að því að starfsemi Fjöl- iðjunnar verði að nýju flutt að Dal- braut 10. Eins og kunnugt er var starfsemin flutt í bráðabirgðahús- næði hjá Akri á Smiðjuvöllum eft- ir að bruni varð í húsnæði Fjöliðj- unnar að kvöldi 7. maí á síðasta ári. Hreinsunarstarf við húsið á Dal- braut 10 mun hefjast á næstu vik- um. Ljóst er að til staðar er stækk- unarþörf á húsnæðinu við Dalbraut og gerir skipulags- og umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í skipulags- breytingu til stækkunar núverandi lóðar og í framhaldi af því stækkun hússins til að mæta vaxandi þjón- ustuþörf. mm Frá vettvangi bruna í húsnæði Fjöliðjunnar í maí 2019. Fjöliðjan mun að nýju fara að Dalbraut 10

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.