Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Side 20

Skessuhorn - 22.01.2020, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202020 Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akra- nesi verður fimmtugur á sunnudag- inn, 26. janúar. Af því tilefni verð- ur haldinn opinn fundur á Gamla Kaupfélaginu á milli klukkan 15 og 17 á sjálfan afmælisdaginn. Þar verða í bland við hefðbundin fund- arstörf afhentar viðurkenningar til stofnfélaga en enn eru sex stofn- félagar í klúbbnum. Þá verður einnig afhent vegleg gjöf til góðs málefnis. Fundurinn er opinn öll- um velunnurum Kiwanesklúbbsins Þyrils. Stefán Lárus Pálsson, forseti Kiwanesklúbbsins Þyrils, segir í samtali við Skessuhorn að tilgang- ur klúbbsins hafi alltaf verið fyrst og fremst að láta gott af sér leiða í samfélaginu. „Við höfum í gegnum tíðina safnað óhemju miklum pen- ingum og gefið til mannúðarmála. Okkar markmið hefur alltaf verið að gera samfélagið okkar betra, við höfum gullnu regluna að leiðarljósi, það sem þú vilt að aðrir gjöri ykkur skalt þú þeim gjöra,“ segir Stefán. Síðustu fimmtíu ár hefur Kiw- anisklúbburinn Þyrill lagt ýmsum málefnum í samfélaginu lið og má þar nefna sem dæmi að klúbburinn keypti fyrsta bílinn fyrir verndaðan vinnustað á Akranesi og keypti því næst allar innréttingar, stólafesting- ar og slíkt, í bíl númer tvö. Þá hefur Sjúkrahúsið á Akranesi notið góðs af ýmsum styrkjum frá klúbbnum og má þar nefna sneiðmyndatæki sem klúbburinn lagði töluverða fjármuni til svo hægt væri að kaupa. Félagar í klúbbnum hafa í gegn- um árin tekið að sér ýmsa vinnu til fjáraflanir og má þar nefna strand- hreinsun, málningarvinnu og fleira. Þá tóku félagar Kiwanisklúbbsins Þyrils að sér gamla vitann á Breið- inni og gerðu hann upp þegar hann var að hruni kominn. Náinn hópur „Við höfum komið víða við og í gegnum árin skiptir það mörgum tugum milljóna á núvirði það sem við höfum lagt til samfélagsins okk- ar,“ segir Stefán. Stofnfélagar Kiw- anisklúbbsins Þyrils voru þrjá- tíu talsins og svo vill til að um síð- ustu áramót voru félagarnir einmitt þrjátíu. „Það reyndar sagði sig einn úr félaginu sökum aldurs núna eftir áramót. Flestir höfum við verið 56 en alls höfum við virkjað 113 núm- er á þessum fimmtíu árum,“ segir Stefán. Spurður hvort fleira verði gert til að fagna afmæli klúbbsins segir Stefán að í maí á þessu ári ætli meðlimir og konurnar þeirra að fara saman í ferðalag af þessu tilefni. „Við ætlum að fara eitthvað út fyrir bæinn og skemmta okkur sjálfum, en hversu langt við förum er ekki enn ákveðið,“ segir Stefán og bætir því við að hópurinn sé mjög náinn og því myndist hálfgerð fjölskyldu- stemning þegar allir hittast. „Ég er gríðarlega þakklátur öll- um bæjarbúum og öðrum sem hafa lagt okkur lið með einum eða öðr- um hætti í gegnum árin. Við höfum lagt okkur fram við að skila því til baka til samfélagsins í formi góð- gerðarmála. Ég er glaður að geta orðið að liði í samfélaginu mínu, þó ég vildi oft að ég gæti gert meira,“ segir Stefán að endingu. arg Lisbeth Inga Kristófersdóttir er ung og mjög efnileg körfuknatt- leikskona úr Reykholtsdalnum og var hún fyrr í þessum mánuði kjörin Íþróttamaður Umf. Reyk- dæla. Hún er 14 ára gömul, fædd og uppalin á Litla-Bergi, dótt- ir Þórhildar Maríu Kristinsdótt- ur og Kristófers Ólafssonar. Þeg- ar Lisbeth var tíu ára mætti hún á fyrstu körfuboltaæfinguna sína en fram að því hafði hún verið að æfa sund auk þess sem hún hafði próf- að ýmsar íþróttagreinar. Hún hélt áfram að æfa sund fyrst um sinn en um tólf ára aldur þurfti hún að velja á milli sundsins og körfunnar. „Þetta var orðið svolítið mikið en ég valdi körfuna fram yfir sundið,“ segir Lisbeth og brosir. Spilar með meistaraflokki Síðastliðið haust var Lisbeth feng- in til að spila með meistaraflokki kvenna hjá Skallagrími. Hún æfir þó enn með sínum flokki og mætir því á æfingar alla daga vikunnar og stundum tekur hún tvær æfingar á dag. „Mamma og pabbi eru ótrú- lega dugleg að keyra mig á æfing- ar og svoleiðis,“ segir Lisbeth sem æfir að mestu í Borgarnesi. „Ég get stundum líka æft hér í íþrótthús- inu. Við erum líka nokkrar að æfa saman héðan úr sveitinni og skipt- umst þá á að keyra,“ bætir hún við. Aðspurð segir Lisbeth körfu- boltaáhugann ekki liggja í blóð- inu. „Mamma og pabbi kunnu ekki einu sinni reglurnar í körfubolta þegar ég byrjaði að æfa,“ segir Lis- beth og hlær. „En þau styðja mig ótrúlega vel og eru alltaf að læra þó þau séu reyndar enn að læra regl- urnar.“ Þá segist Lisbeth hafa náð að sannfæra Ólöfu, yngri systur sína, um að byrja líka að æfa körfu- bolta. „Ólöf ætlaði alltaf að fara í fótbolta en ég sannfærði hana um að prófa körfu svo núna erum við báðar að æfa og núna snýst allt um þetta.“ Hefur fengið að spila Hvernig var það að koma 14 ára gömul á æfingar með meistara- flokki? „Fyrst var ég rosalega feim- in og óörugg því þær eru jú mun eldri og mikið reyndari leikmenn. En þær tóku rosalega vel á móti mér og það er ótrúlega gaman að fá að æfa með þeim,“ svarar Lis- beth. Aðspurð segir hún hina leik- mennina taka sig alveg með á æf- ingum og ekki sýna neina vægð. „Þær keyra alveg á mann og svo- leiðis,“ svarar hún. En hefur hún fengið að koma inn á völlinn í leikjum meistaraflokks? „já, ég hef fengið nokkrar sekúndur ef leik- urinn er annað hvort alveg unn- inn eða tapaður, það hjálpar við að losna við stressið áður en kemur að því að maður fer að spila meira með liðinu. Það er ótrúlega gott að hafa fengið að fara aðeins inn á,“ segir Lisbeth. Tekur fram þverflaut- una inn á milli Auk körfuboltans spilar Lisbeth á þverflautu en hún byrjaði að læra á blokkflautu í fyrsta bekk og færði sig yfir í þverflautunám ári seinna. „Ég myndi segja að þverflautan sé áhugamál á meðan körfubolt- inn er meira en það, ég stefni á að ná langt í körfunni,“ segir Lisbeth og brosir. Þess má geta að við jóla- guðsþjónustu á aðfangadag í Reyk- holtskirkju spilaði Lisbeth á þver- flauti sálmana Ave María og Ó helga nótt. „Það er gott að hafa flautuna með og ég tek hana fram þegar ég er þreytt á körfubolt- anum. Það er gott að geta skipt á milli svo ég fái ekki leið,“ segir hún. En hvernig gengur að sam- ræma tónlistina, körfuboltann og nám, en Lisbeth er nemandi í 9. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. „Það er alveg erfitt að púsla öllu saman og ég á nánast aldrei tíma sem ég er ekki að gera neitt. Ef ég er ekki á æf- ingum er ég að æfa mig á flautunni eða að læra. Þetta gengur samt allt mjög vel og mér þykir gaman að hafa nóg að gera,“ svarar Lisbeth. „Ég reyni að nýta vel tímann í skólanum svo ég þurfi ekki að læra heima og þá hef ég tíma eftir skóla til að æfa,“ bætir hún við. Íþróttamaður Reykdæla Lisbeth var valin íþróttamaður Reykdæla árið 2019. „Við erum nokkur hér sem gátum orðið fyrir valinu en ég vissi að ég ætti mögu- leika á að verða valin. Ég hef verið í bæði þriðja og öðru sæti síðustu tvö ár svo mig langaði að verða í fyrsta sæti en bjóst samt ekki alveg við því,“ segir Lisbeth. „Ég er al- veg ótrúlega glöð að hafa verið val- in,“ bætir hún brosandi við áður en við kveðjum. arg Lisbeth var valin íþróttamaður Umf. Reykdæla 2019. Ljósm. Þórhildur María Kristinsdóttir Ætlar sér að ná langt í körfunni Rætt við Lisbeth Ingu um körfuna, tónlist og fleira Lisbeth Inga er ung og efnileg körfuknattleikskona. Lisbeth er hér að spila með meistaraflokki Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur Stefán Lárus Pálsson, forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi. Kiwanisklúbburinn Þyrill fimmtíu ára

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.