Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 20202 Í gangi er fjölbreytt menning og tómstundastarf í landshlutanum sem vert er að gefa gaum. Frumsýn- ingar á leikritum verða til að mynda næstu tvær helgar, eins og sagt er frá í blaðinu í dag. Þá eru hestamót, tónleikar og Búkalú, svo einungis fátt eitt sé nefnt. Á morgun gengur í norðanátt 8-15 m/s með snjókomu á Vestfjörð- um og síðar á Norðurlandi. Hægari vindur og stöku él verða sunnan- lands en vaxandi norðanátt þar til síðdegis og léttir til. Frost 1-8 stig. Á föstudag verður norðanátt 5-13 m/s og dálítil él á Norður- og Aust- urlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram verður kalt í veðri. Á laug- ardag er útlit fyrir norðaustan og austanátt 8-15 m/s. Það verður skýj- að og úrkomulítið, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost 1-6 stig. Á sunnudag er útil fyrir norðanátt með lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað í öðrum landshlutum. Frost 2-9 stig. Á mánu- dag er spáð vaxandi austlægri átt með snjókomu sunnantil á landinu, en stöku él um landið norðanvert. Dregur úr frosti. Í síðustu viku spurðum við á vef Skessuhorns hversu oft á dag les- endur haldi að þeir taki upp símann sinn. Lesendur á vef Skessuhorns eru ekki mikið með símann á lofti en 51% þeirra telja sig taka símann upp 1-20 sinnum á dag. Næst á eftir eru þeir sem halda að þeir taki sím- ann upp 21-40 sinnum, eða 19% svarenda. „41-60 sinnum“ svöruðu 9%, „121 sinnum eða oftar“ svör- uðu 8%, „61-80 sinnum“ svöruðu 6%, „81-100 sinnum“ svöruðu 5% og fæstir, eða 3% svarenda halda að þeir taki símann upp 101-120 sinnum. Í næstu viku er spurt: Hefur COVID-19 veiran haft ein- hver áhrif á líf þitt? Hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir opnuðu fiskbúð- ina Skagafisk á Akranesi í gær. Er þetta góð viðbót við verslunarflóru í bæjarfélaginu og eru þau hjónin Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Ekkert staðfest smit VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi fylgist náið með gangi mála vegna Co- vid-19 kórónaveirunnar. Al- mannavarnanefnd Vestur- lands var virkjuð sem og að- gerðastjórn og eiga sér stað dagleg samskipti þar í mill- um, að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns. Ekkert smit hefur verið staðfest á Vestur- landi, en viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu hér eins og annars staðar. -kgk Stærsta verk- efnið í Grund- arfirði HVE: samtals voru 46 út- köll vegna utanspítalaþjón- ustu sjúkraflutningamanna skráð hjá Heilbrigðisstofn- un Vesturlands dagana 24. febrúar til 3. mars. Alvar- legasta slysið varð í hlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð þar sem maður fótbrotn- aði í hlíðum fjallsins. Þrír sjúkraflutningamenn, lækn- ir og björgunarsveitarmað- ur fóru á vettvang við afar hættulegar aðstæður þar sem klöngrast þurfti yfir klaka- bunka í fjallinu, komu spelk- um á manninn og búa hann til flutnings í þyrlu. Að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns sjúkraflutninga hjá HVE, voru útköll sjúkraflutninga að öðru leyti með nokk- uð hefðbundnum hætti; al- menn veikindi, fólk að renna í hálku og slasa sig, en auk þss flutningar milli stofnana. -mm Stefnt að opn- un afþreyingar- staðar AKRANES: Félagið Grjót- ið Bistro-bar ehf. hefur sótt um rekstrarleyfi fyrir afþrey- ingarstað sem rekinn verð- ur undir nafninu Grjótið við Kirkjubraut 8-10 á Akranesi. sótt er um leyfi fyrir veit- ingastað í flokki 3, en und- ir þann flokk falla skemmti- staðir, veitingastofur og greiðasölur, kaffihús, krár og samkomusalir. Bæjarráð Akraness fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og gerði ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfisins, þegar um- sagnar var leitað af sýslu- manni. -kgk Nýr hjúkrunar- forstjóri Barmahlíðar REYKHÓLAHR: Hend- rikka J. Alfreðsdóttir hefur verið ráðin í starf hjúkrun- arforstjóra dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Barmahlíð- ar á Reykhólum. Hend- rikka er hjúkrunarfræðing- ur að mennt og hefur starf- að á Landspítala, að því er fram kemur á Reykhóla- vefnum. Hendrikka hefur störf á Barmahlíð um miðjan marsmánuð. Hún tekur við af starfinu af Helgu Garð- arsdóttur, sem hefur gegnt starfi hjúkrunarforstjóra frá því í nóvember 2014. -kgk Veðurhorfur Útflutningsverðmæti sjávarafurða í janúar nam 23 milljörðum króna. Þetta er 3% aukning í krónum tal- ið milli ára en um 2% á föstu gengi. Í tonnum talið er aukningin um- Þyrlan sótti hinn slasaða. Ljósm. Magnús Jósepsson. Slasaðist í hlíðum Kirkjufells slys varð í suðurhlíðum Kirkjufells í Grundarfirði um nónbil á laugar- daginn. Maður sem var á göngu upp fjallið var að búa sig undir að fara á svifvæng niður á láglendið. skrik- ar honum fótur, rennur til, lendir á grjóti og fótbrýtur sig. Töluverð- ur viðbúnaður var vegna slyssins og fóru allar björgunarsveitir á snæfells- nesi í útkall og undanfarar frá Björg- unarfélagi Akraness voru sömuleið- is kallaðir út. Aðstoð þeirra var svo afturkölluð þegar nánari upplýsing- ar heimamanna um aðstæður á vett- vangi lágu fyrir. Á vettvang slyssins fóru björgunarsveitarmenn, sjúkra- flutningamenn og læknir sem bjuggu manninn undir flutning með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögð var áhersla á að flýta aðgerðum sem mest var unnt þar sem spáð var versnandi veðri með kvöldinu. Þyrlan flutti manninn á sjúkrahús í Reykjavík og er hann talinn lærbrotinn. mm Þessa mynd tók Marinó Ingi Eyþórsson á vettvangi slyssins. Kristmundur Sumarliðason, skipverji á dragnótarbátnum Sveinbirni Jakobssyni SH, í lest bátsins. Ljósm. úr safni/af. Sjávarafurðir seldar fyrir 23 milljarða í janúar Það fjölgar sífellt sveitarfélögun- um sem taka upp brúnu tunnuna sem fólk setur í allan lífrænan úr- gang frá heimilum. Einar Harðar- son býr á Flúðum þar sem brúna tunnan er notuð. Honum fannst tunnan ekki góð lausn því þang- að safnast mýsnar að sækja sér mat og svo þegar úrgangurinn brotn- ar niður fyllist tunnan af möðkum. „Það þrífur enginn þessa tunnu nema þú sjálfur og mér fannst það satt að segja ekki spennandi verk- efni,“ segir Einar þegar skessu- horn heyrði í honum hljóðið. Hann vildi finna hentugri lausn en tunnuna og ákvað að urða lífræna úrganginn frá sínu heimili sjálfur í eigin garði. Hann gróf rúmlega meters djúpa holu sem er um 40 sentimetrar að innanmáli, þar sem hann setti allt lífrænt sem féll til. Hann útbjó stromp til að nota sem lok á holunni en skildi eftir einn slíkan stromp í Kaupfélagi Borg- firðinga fyrir áhugasama að skoða. „strompurinn er nú bara fyr- ir lúkkið, bara lok á holunni,“ út- skýrir Einar. Með því að urða lífrænan úr- gang í eigin garði getur það spar- að peninga og minnkað mengun því ekki þarf sorpbíla til að tæma brúnu tunnuna. „Að keyra með tveggja vikna millibili á stórum og þungum bílum til að tæma tunn- ur um allar sveitir skilur eftir sig stórt kolefnisspor, allavega tölu- vert stærra kolefnisspor en urðun í eigin görðum gerir. Ég var um tvö ár að fylla holuna mína,“ svar- ar Einar spurður hversu miklu- holan hans getur tekið við. „Þeg- ar holurnar fyllast er þeim lokað með grasþöku og ný hola gerð og strompurinn færður yfir hana.“ Aðspurður segist hann hafa gert holuna með staurabor á gröfu en að það sé þó ekki nauðsynlegt. „Þú getur bara mokað þína holu eins og þú vilt, þetta snýst bara um að grafa holu, setja allt lífrænt í hana og þar brotnar það niður á um- hverfisvænan hátt. svo skemmir ekki hversu góður áburður þetta er fyrir gróðurinn. Rætur trjánna fara þangað sem næringin er og þarna gætu þær fundið góða næringu,“ segir Einar. En hvernig datt honum þessi lausn í hug. „Hér á Flúðum er reynslan af brúnu tunninni sú að hún verður ógeðsleg og mig lang- aði bara ekkert að nota hana. Ég er þannig gerður að ef ég sé vanda- mál reyni ég að leysa þau og þann- ig datt mér þetta í hug. Hugsunin var að finna lausn sem væri einföld fyrir svona letingja,“ segir Einar og hlær. „Þarna þarf bara rétt aðeins að moka holu og svo er úrgangur- inn þarna í jörðinni til frambúðar og nærir gróðurinn,“ segir hann. Áhugasamir um strompinn geta haft samband við Einar fyrir frek- ari upplýsingar í síma 893-1454 eða á netfangið ehardar@icloud. com. arg Í stað þess að nota brúnu tunnuna til að losa sig við lífræna úrganginn getur hver og einn gert holu í garðinum fyrir úrganginn. Með þessu er dregið úr mengun og úr verður góður áburður fyrir gróðurinn. Þótti brúna tunnan ekki heillandi og fann aðra lausn talsvert meiri, eða rúm 35%. Þessi mikli munur á breytingu á verð- mætum og magni endurspeglar hversu fjölbreyttar og misverðmæt- ar sjávarafurðir eru, en samsetning þeirra í útflutningi getur verið afar mismunandi á milli mánaða eða ára. Þetta má sjá í tölum sem Hag- stofa Íslands birti á föstudag. Miðað við einstaka tegundahópa er mesta breytingin á milli ára á útflutningsverðmæti uppsjávaraf- urða. Nam verðmæti uppsjávar- tegunda sjö milljörðum króna nú í janúar samanborið við 3,3 milljarða í fyrra. Af einstaka tegundum þar undir munar langmest um makríl, en útflutningsverðmæti makrílaf- urða nam um 3,3 milljörðum króna í janúar samanborið við tæplega 0,7 milljarða í janúar í fyrra. Útflutn- ingsverðmæti loðnuafurða nam tæpum 0,6 milljörðum króna og virðist þar með enn vera að mjatlast úr loðnubirgðum, sem eru að klár- ast ef þær eru ekki þegar búnar. Nokkur samdráttur var í út- flutningsverðmæti botnfiskafurða í janúar á milli ára, eða sem nemur rúmum 13% í krónum talið. Þar munar mest um þorskinn en út- flutningsverðmæti hans dróst sam- an um rúm 14% á milli ára. Eins var þó nokkur samdráttur í verð- mæti ýsu og ufsa, eða um 25% og 18% á milli ára. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.