Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202028 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Pennagrein Hlutskipti landsbyggðarinnar leit- ar á hugann í daglegu amstri en þar erum við einmitt að skapa verðmæti á hverjum einasta degi úr auðlindum af ýmsu tagi. Nátt- úrulegar auðlindir í sjó og á landi eru íslensku þjóðinni dýrmæt- ar. Þetta er sameiginleg eign sem hlúa þarf að í almannaþágu. Við eigum að nýta tekjur af auðlindum til að styrkja miklu betur dreifðar byggðar, bæta þjónustu, háhraða- net og samgöngur. Landbúnaður og matvælaöryggi Við jafnaðarmenn viljum styrkja stöðu íslenskrar matvælafram- leiðslu á forsendum almennra markaðslögmála, matvælaörygg- is og markmiða um sjálfbæra nýt- ingu. Við viljum styrkja stöðu bændastéttarinnar. Við eigum að gæta hagsmuna bæði bænda og neytenda með auknu frelsi og ný- sköpun í landbúnaði, hætta að moka undir milliliði eins og gert hefur verið, auka svigrúm nýrra greina. Búum okkur undir breytingar Vegna breytinga á loftslagi eru hvarvetna gjörbreyttar aðstæður í vændum. samkvæmt spám er þörf fyrir 50–70% aukningu á matvæla- framleiðslu á næstu 30 árum. Það hefur því sjaldan verið jafn mikil- vægt og nú að horfa til aukinnar nýsköpunar á þessu sviði. sömu- leiðis er mikilvægt fyrir matvæla- öryggi á Íslandi að tryggja sem fjöl- breyttasta matvælaframleiðslu. Við ættum því að bæta verulega í fram- lög til rannsókna og nýsköpunar á framleiðslu landbúnaðarafurða hér á landi til samræmis við þarfir á ís- lenskum neytendamarkaði. Veikir innviðir Lægðir síðustu vikna hafa afhjúp- að hversu varnarlaus við raunveru- lega erum og hversu veikir marg- víslegir innviðir eru. Innviðir, hvort sem um er að ræða raforku, snjóflóðavarnir, menntakerfi, sam- göngur eða heilbrigðisþjónustu, eiga að vera með þeim hætti að sem minnstu máli skipti hvar fólk kýs að búa. Það á að vera forgangs- verkefni stjórnvalda að jafna bú- setuskilyrði og stuðla að velferð og öryggi fólks um allt land. Við verðum að setja meiri kraft í þá uppbyggingu. Litlu fyrirtækin Lítil og meðalstór fyrirtæki úti á landi eru gríðarlega mikilvæg, m.a. fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðr- um greinum. Við verðum að gera rekstrarskilyrði þeirra betri og t.d. lækka tryggingagjaldið. Þetta eru fyrirtæki sem fólk býr til fyrst og fremst til að veita nærþjónustu og gjarnan til þess að skapa sér og sínu fólki afkomu. staðreyndin er sú að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás í atvinnulífinu. Formað- urinn okkar, Logi Einarsson, ásamt fleirum í samfylkingunni, hefur einmitt lagt fram þingmál sem lýt- ur að því að styðja enn betur við þessi fyrirtæki. Margir kostir landsbyggðar Leggja þarf enn meiri áherslu á sóknaráætlanir landshluta þar sem heimamenn forgangsraða fjár- festingu og uppbyggingu í heima- byggð. Auk þess þarf hið opinbera að bjóða störf án staðsetningar eins og núverandi ríkisstjórn hefur lofað í stjórnarsáttmála sínum. Þörf er á að setja á fót stjórnsýslustarfsstöðv- ar í stærri sveitarfélögum þar sem fólk mismunandi stjórnsýslustofn- ana getur starfað. Ungt fólk og landsbyggðin Við þurfum að fara í stórsókn til efl- ingar fjölbreyttu atvinnulífi og öfl- ugum innviðum sem gerir byggð- irnar um allt land eftirsóknarverða staði fyrir ungt fólk. Reynslan sýnir að ungt fjölskyldufólk horfir til bú- setu á landsbyggðinni með jákvæð- um hug. Til þess að það geti verið raunhæfur kostur þurfa að vera fyr- ir hendi almennar forsendur, bæði í atvinnulegu og í félags- og menn- ingarlegu tilliti. Öll fjölskyldan þarf að geta unað glöð við sitt. Á þessu sviði bíða áskoranirnar og mögu- leikarnir eru óteljandi. Guðjón S. Brjánsson Höf. er þingmaður Samfylkingar í NV kjördæmi Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum sam- an um varðveislu og viðhald gam- alla skipa og báta og haldi þann- ig til haga mikilvægum þætti í at- vinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútt- er sigurfara sem hefur staðið við Byggðasafnið í Görðum á Akra- nesi í áratugi. skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Ís- lands upphaflega 1897. Taldi bæj- arráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhuga- sömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merki- legt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægi- legt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menn- ingararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síð- ustu árum hefur Byggðasafn Vest- fjarða verið að berjast við að varð- veita skipið og tók við því af safn- inu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá suður-Afríku. Þeg- ar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og ein- stakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjár- magn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera ald- ursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálf- sögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um at- vinnusögu þjóðarinnar styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varð- veislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hef- ur lengi verið áhugamál aðildar- félaga sambands íslenskra sjóm- injasafna. Framlög úr fornminja- sjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir króna en á sama tíma hefur Húsafriðun- arsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegn- um tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahags- lega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir tvær tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutn- ingsmaður á annarri þeirra sem sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. starfshópur- inn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili til- lögum til mennta- og menningar- málaráðherra innan árs. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vernd og varðveisla skipa Stórsókn í byggðamálum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.