Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 31 Fimm sundmenn frá sundfélagi Akraness kepptu um helgina á opnu meistaramóti í Lettlandi. Það eru þau Atli Vikar Ingimundarson, Brynhildur Traustadóttir, Enrique snær Llorens, Ragnheiður Kar- en Ólafsdóttir og sindri Andreas Bjarnason. Alls tóku 528 keppend- ur frá sjö löndum þátt í mótinu. Enrique snær Llorens setti nýtt Akranesmet í 400 m skriðsundi, sem hann synti á 4.17,94. Eldra met var 4.17,94 sem Gunnar smári Jónbjörnsson setti árið 2004. Hann setti síðan annað Akranesmet á laugardaginn þegar hann synti 400 m fjórsundið á 4.49,46 og bætti þar með met Hrafns Traustasonar frá 2009 um rétt rúmar sex sekúnd- ur. Enrique bætti sig í bæði 200 m flugsundi og 200 m fjórsundi. Hann hafnaði í topp átta en fékk ekki að synda til úrslita þar sem einung- is fjórir keppendur utan Lettlands fengu að keppa í úrslitum. Brynhildur Traustadóttir vann brons í 400 m skriðsundi og synti til úrslita í 200 m skriðsundi þar sem hún var alveg við sinn besta tíma. Hún hafnaði í fjórða sæti, aðeins 0,17 sekúndum frá bronsinu. Hún hafnaði einnig í fjórða sæti í 800 m skriðsundi, þar sem hún synti einn- ig mjög nálægt sínum besta tíma. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir bætti sinn besta tíma í 200 m fjór- sundi um eina sekúndu og sindri Andreas Bjarnason bætti sig um eina sekúndu í 100 m skriðsundi. kgk Um helgina fór fram Bikarmeist- armót Íslands í klifri. Þar kepptu klifrarar í C-flokki. Eftir erfiða undankeppni fóru sex stigahæstu keppendur áfram í úrslit og þar voru skagamenn með fjórar stúlkur og tvo drengi. Eftir harða úrlista- keppni stal skagamærin Þórkatla Þyrí sturludóttir sigrinum með frábærri frammistöðu í síðustu leið mótsins. Tinna Rós Halldórsdóttir, Klifurfélag ÍA, hafnaði í þriðja sæti og var ekki langt frá silfurverðlaun- um. Á sunnudeginum mættu yngri hópar Klifurfélags ÍA til leiks á skemmtimóti ÍA og spreyttu sig á verkefnum á klifurveggnum, ásamt klifrurum frá Laugarvatni og Reykjavík. Helginni lauk svo með landslið- sæfingu fyrir A- og B-flokk en þessi hópur er á leiðinni til þátttöku á Norðurlandamótinu i grjótglímu sem fram fer helgina 14.-15. mars í Kaupmannahöfn. Frá Klifurfélagi ÍA fara þær Brimrún Eir Óðins- dóttir í ungmennaflokki og sylvía Þórðardóttir í B-flokki. Um næstu helgi verður Bikar- meistarmót fyrir eldri flokka hald- ið í Klifurhúsinu í Reykjavík en þar mætir ÍA til leiks með fimm kepp- endur. þs snæfellskonur biðu lægri hlut gegn Íslandsmeisturum Vals, 74-99, þeg- ar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið var í stykkishólmi á miðvikudags- kvöld. Jafnt var á með liðunum í upp- hafsfjórðungnum. snæfell komst í 7-2 áður en Valur náði foryst- unni og leiddi með örfáum stigum framan af fjórðungnum. Undir lok fyrsta leikhluta komst snæfell yfir að nýju og hafði tveggja stiga for- skot að honum loknum, 24-22. Val- ur komst yfir í upphafi annars leik- hluta en snæfellskonur fylgdu fast á hæla gestanna. Þegar stutt var til hálfleiks munaði sjö stigum á liðun- um, í stöðunni 39-46. Þá tóku Vals- konur mikla og góða rispu, skoruðu 15 stig gegn tveimur og fóru með 20 stiga forskot inn í hálfleikinn, 41-61. snæfellskonur voru ívið öflugri eftir hléið, skoruðu 17 stig gegn 14 í þriðja leikhluta og munaði 17 stig- um á liðunum fyrir lokafjórðung- inn, 58-75. sú brekka var einfald- lega of brött gegn sterku liði Vals. snæfellskonur minnkuðu muninn í 15 stig snemma í fjórða leikhluta en nær komust þær ekki. Valskonur léku vel það sem eftir lifði leiks og sigruðu að lokum með 25 stigum, 74-99. Amarah Coleman var atkvæða- mest í liði snæfells með 24 stig og sjö fráköst. Emese Vida skoraði 16 stig og tók tíu fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir var með ellefu stig og sex fráköst, Tinna Guðrún Alex- andersdóttir skoraði sjö stig, Veera Pirttinen skoraði sex stig, Anna soffía Lárusdóttir var með fjögur stig og þær Björg Guðrún Einars- dóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir skoruðu þrjú stig hvor. Kiana Johnson skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í liði Vals, Dag- björt Dögg Káradóttir var með 20 stig og fimm fráköst, Helena sverr- isdóttir skoraði 13 stig, tók sjö frá- köst og gaf fimm stoðsendingar og Dagbjört samúelsdóttir skoraði tíu stig. snæfell situr í sjötta sæti deildar- innar með 14 stig, er tólf stigum á eftir Haukum og skallagrími í sæt- unum fyrir ofan en hefur átta stiga forskot á Breiðablik. Næsti leikur snæfellskvenna er Vesturlandsslag- ur gegn skallagrími í kvöld, mið- vikudaginn 4. mars. sá leikur fer fram í Borgarnesi. kgk skallagrímur lyfti sér upp í þriðja sæti Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik með tveimur góð- um útisigrum í vikunni. síðastlið- inn miðvikudag sóttu skallagríms- konur sigur á endasprettinum gegn Grindavík, 66-76 og á sunnudag unnu þær mikilvægan sigur á Hauk- um í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni. Þær höfðu undirtökin stærstan hluta leiksins gegn Hauk- um og sigruðu að lokum með sjö stigum, 69-76. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks og mjótt á mununum. skallagrímskonur voru þó heldur ákveðnari og höfðu fjögurra stiga forskot eftir upphafsfjórðunginn, 18-22. Þær höfðu áfram undirtökin í öðrum leikhluta en náðu þó ekki að slíta sig frá Haukum. Borgnes- ingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 29-33. skallagrímskonur voru sterkari eftir hléið en eins og í fyrri hálf- leik náðu þær aldrei almennilega að hrista Haukakonur af sér. Tvisvar náðu þær níu stiga forskoti í þriðja leikhluta en Haukar svöruðu fyr- ir sig í bæði skiptin. skallagrímur leiddi með sjö stigum fyrir loka- fjórðunginn, 44-51. Haukakonur voru mjög ákveðnar í upphafi fjórða leikhluta og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 52-51. Þá tóku skallagrímskonur sig til og skoruðu átta stig í röð og tóku stjórn leiks- ins í sínar hendur á ný. Virtist það koma illa við Haukaliðið, sem átti nokkrar sóknir í röð sem runnu út í sandinn. Því fór svo að lokum að skallagrímur sigraði með sjö stig- um, 69-76. Keira Robinson átti stórgóðan leik í liði skallagríms, skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoð- sendingar. Mathilde Colding-Poul- sen skoraði 19 stig, Maja Michalska var með 15 stig, Emilie Hesseldal skoraði 14 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar, sigrún sjöfn Ámundadóttir skoraði eitt stig og tók sex fráköst og Árnína Lena Rún- arsdóttir skoraði eitt stig einnig. Randi Brown var atkvæðamest í liði Hauka með 31 stig og ellefu frá- köst, Rósa Björk Pétursdóttir skor- aði 16 stig og tók sex fráköst en aðr- ar höfðu minna. skallagrímskonur hafa 28 stig í þriðja sæti deildarinnar, jafn mörg og Keflavík í sætinu fyrir neðan en Keflvíkingar eiga þó leik til góða. Haukar eru tveimur stigum þar fyrir neðan, en skallagrímur hefur sigrað þrjár af fjórum innbyrðis við- ureignum liðanna í vetur. Næsti leikur Borgnesinga er Vest- urlandsslagur gegn snæfelli í kvöld, miðvikudaginn 4. mars. sá leikur fer fram í Borgarnesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Emese Vida í baráttu við Helenu Sverrisdóttur, leikmann Vals. Ljósm. sá. Íslandsmeistararnir of stór biti Lyftu sér upp í þriðja sæti Hópurinn frá Akranesi sem keppti í Lettlandi um helgina. Ljósm. Sundfélag Akraness. Eitt brons og tvö Akranesmet í Lettlandi Landsliðshópur A-B. Fréttir frá Klifurfélagi ÍA Bikarmeistararnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.