Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202020 Margir lögðu leið sína í Hólminn um helgina þegar Júlíana hátíð sögu og bóka var haldin, en allar við- burðir hátíðarinnar voru vel sóttir, bæði af heimamönnum og öðrum bókaunnendum. Hátíðin var sett á fimmtudagskvöldinu á Vatnasafn- inu með því að sólveig Júlíana Ás- geirsdóttir las úr bók sinni Bláský. Nemendur frá Tónlistarskólan- um í stykkishólmi spiluðu nokkur lög fyrir gesti. Eins og venja er var efnt til smásagnakeppni fyrir hátíð- ina og bárust alls 47 sögur og við opnun hátíðarinnar veitti Lilja sig- urðardóttir, fulltrúi úr dómnefnd, þremur bestu smásagnarithöfund- unum verðlaun. Þriðju verðlaun hlaut Einar Lövdahl fyrir sögu sem ber nafnið „Aska“, önnur verðlaun hlaut Laufey Haraldsdóttir fyr- ir söguna „Að sjá Hjört í draumi“ en sigurvegarinn var Örvar smára- son fyrir söguna „sprettur“. Venju samkvæmt var Hólmari heiðrað- ur fyrir framlag sitt til menningar- mála. Að þessu sinni var það sigríð- ur Erla Guðmundsdóttir hjá Leir 7 sem hlaut heiðursviðurkenninguna fyrir nýtingu sína á íslenska leirn- um í list sinni. Vel heppnuð hátíð Hátíðin í ár bar yfirskriftina „Hin hliðin – fjölbreytileiki lífsins“ og voru málefni hinsegin fólks veiga- mikill partur af henni. „Þetta þema féll í mjög góðan jarðveg og fólk var almennt ánægt með þetta mál- efni,“ segir Þórunn sigþórsdóttir, eins skipuleggjenda hátíðarinnar í samtali við skessuhorn. Á föstu- deginum var þétt dagskrá en meðal þess sem boðið var upp á var upp- lestur úr bókunum Hin hliðin eftir Guðjón Ragnar Jónsson og Að ei- lífu ástin eftir Fríðu Bonnie And- ersen. Ingibjörg Benediktsdótt- ir og Grétar D. Pálsson héldu er- indi sem bar nafnið „Börnin okk- ar“ heima í stofu sýsló Guesthouse þar sem þau sögðu frá börnunum þeirra. Þá buðu Þórunn sigþórs- dóttir og Páll Gíslason fólki heim í stofu að hlusta á fyrirlesturinn „Að missa aldrei trúna á sjálfa sig og lífið“ með Önnu Margréti Grét- arsdóttur. Þar sagði Anna Mar- grét frá sinni reynslu en hún fædd- ist í líkama karls en fór svo í kyn- leiðréttingu. Rithöfundurinn sjón á áhugaverðan hátt um bók sína Mánastein, sem fjallar um sam- kynhneigðan dreng og Lilja sig- urðardóttir rithöfundur sagði frá því hvernig væri að vera lesbískur rithöfundur. soffía Auður Birgis- dóttir bókmenntafræðingur flutti áhugaverðan fyrirlestur um mad- dömu Guðrúnu sveinbjarnardótt- ur sem engin vissi hvort væri kona eða karl, en sá fyrirlestur var í sam- starfi við Háskóla Íslands. „Hátíðin var mjög vel heppnuð í alla staði, gaman að sjá hversu margir mættu á alla viðburði. Ekki skemmdi svo að veðrið var virkilega gott á meðan á hátíðinni stóð,“ segir Þórunn og bætir því við að eins og venja er fyrir var há- tíðin haldin í samstarfi við skólana í bænum. En yngstu íbúar stykkis- hólms settu upp myndlistarsýningu og nemendur í Grunnskólanum í stykkishólmi skrifuðu sögur und- ir handleiðslu Hildar Knútsdótt- ur rithöfundar og lásu afrakstur- inn í skólanum á föstudagsmorgn- inum. Þá fóru nemendur einnig og lásu fyrir elstu íbúa samfélagsins á Dvalarheimilinu. arg/ Ljósm. aðsendar MTH útgáfa á Akranesi hefur gef- ið út glæpasöguna, Illvirki, en það er þriðja bókin um Jönu Berzelius saksóknara eftir Emelie schepp. Í bókinni segir frá fordæmalausum og óhugnanlegum morðum sem framin eru í Norrköping. Morð- inginn beitir skurðlækningatækjum og rannsóknarlögreglan, með Hen- rik Levin og Miu Bolander í broddi fylkingar, stendur frammi fyrir að því er virðist óleysanlegri morð- gátu. Jana Berzelius saksóknari stýrir rannsókninni á sama tíma og hún tekst enn á ný við sína skugga- legu fortíð. Kristján H. Krist- jánsson íslenskaði. Bækur Emelie schepp njóta vaxandi vinsælda og til marks um það kusu sænskir les- endur hana glæpasagnahöfund árs- ins þrjú ár í röð. -fréttatilkynning Íslandsmótið í uppistandi fór fram í Háskólabíóí síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Af tíu keppendum komu þrír þeirra af Vesturlandi; Ingi Björn Róbertsson, eða Iddi Biddi, Anna Lilja Björnsdótt- ir og Lára Magnúsdóttir. Íslands- meistari í uppistandi varð Greip- ur Hjaltason en næstu tvö sæt- in vermdu Vestlendingarnir Anna Lilja, sem hreppti annað sætið, og Iddi Biddi, sem hafnaði í þriðja sæti. Dómnefnd skipuðu þau Logi Bergman Eiðsson, Fannar sveins- son, Gummi Ben, Pálmi Guð- munds hjá símanum, steinunn Camilla sigurðardóttir hjá um- boðsskrifstofunni Iceland sinc og Ragna Gestsdóttir hjá Mannlífi. arg MTH gefur út Illvirki Iddi Biddi, Greipur og Anna Lilja. Vestlendingar í öðru og þriðja sæti í uppistandi Nanna Guðmundsdóttir las úr bókinni Hin hliðin eftir Guðjón Ragnar Jónasson. Hinsegin málefni tekin fyrir á Júlíönu Húsbandið tók lagið heima í stofu. Vel var mætt á alla viðburði hátíðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.