Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202030 MT: stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Í hvaða sæti spáir þú að Daði og Gagnamagnið lendi í Eurovision? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Magnús Matthíasson „Í sjöunda sæti“ Elsa María Antonsdóttir „Ellefta sæti“ Sigrún Karlsdóttir „Þriðja sæti“ Hulda Sigurðardóttir „Í sautjánda sæti“ Gísli Guðmundsson „síðasta sæti“ Birgir Leifur Hafþórsson verð- ur áfram íþróttastjóri Golfklúbbs- ins Leynis. samningur þess efnis milli klúbbsins og Birgis hefur nú verið endurnýjaður. Mun hann al- farið annast þjálfun barna- og ung- lingastarfs golfklúbbsins og koma að ýmsum verkefnum í samvinnu við framkvæmdastjóra. Auk þess mun hann hafa umsjón með nýliða- kennslu klúbbsins, en öllum nýj- um meðlimum býðst að sækja stutt námskeið þar sem farið er yfir und- irstöðuatriði golfíþróttarinnar. Birgir Leifur er margfaldur Ís- landsmeistari í golfi, atvinnukylf- ingur og PGA golfkennari. „stjórn GL og framkvæmdastjóri fagna þessum tímamótum og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ segir í frétt á vef Leynis. kgk Íslandsmótið í keilu með forgjöf fór fram í Egilshöll dagana 22. til 23. febrúar síðastliðna. Félagar í Keilufélagi Akraness áttu þar titla að verja, en Ágústa K. Jónsdóttir og Guðjón Gunnarsson sigruðu á síð- asta ári. Að þessu sinni var það hins vegar Matthías Leó sigurðsson sem hélt forystu í forkeppninni og hafn- aði að lokum í fjórða sæti eftir úr- slitakvöldið. Faðir Matthíasar, sigurður Þor- steinn Guðmundsson, hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir úr- slitakeppnina og í öðru sæti varð Hrannar Þór svansson, sem áður lék með ÍA. Þriðji var Hinrik Óli Gunnarsson úr ÍR. Í kvennaflokki röðuðu ÍR-ingar sér í þrjú efstu sætin. Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir sigraði, Val- gerður Rún Benediktsdóttir varð önnur og Laufey sigurðardóttir þriðja. kgk skallagrímsmenn voru grátlega ná- lægt því að leggja selfyssinga á úti- velli þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtu- dagskvöld. Um háspennuleik var að ræða þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. selfyss- ingar höfðu sigur með tveimur stig- um, 82-80. skallagrímsmenn voru mun öfl- ugri í upphafsfjórðungnum á meðan heimamenn fundu sig ekki. Borg- nesingar skoruðu 25 stig gegn ell- efu og leiddu afgerandi eftir fyrsta leikhluta. En þeim gekk illa í öðr- um fjórðungi, skoruðu aðeins fimm stig fyrstu sjö mínútur hans. Á með- an minnkuðu heimamenn muninn í tvö stig en skallagrímur átti loka- orðið í fyrri hálfleik og leiddi með fimm stigum í hléinu, 32-37. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta. skallagrímur leiddi en selfyssingar fylgdu fast á hæla þeirra. Þegar leikhlutinn var úti munaði fjórum stigum á liðunum, 53-57 og leikurinn galopinn. sel- fyssingar voru ákveðnir í lokafjórð- ungnum, þar sem þeir jöfnuðu og komust síðan yfir. Þeir héldu nokk- urra stiga forystunni þar til und- ir lokin. Borgnesingar voru þrem- ur stigum undir þegar þeir sendu selfyssinga á vítalínuna þegar fjór- ar sekúndur voru eftir. Með taug- arnar þandar klikkuðu heimamenn á báðum vítaskotunum og skalla- grímsmenn náðu að koma þriggja stiga skoti á körfuna. Það fór ekki ofan í en selfyssingar brutu á skot- manninum og því fékk Hjalti Ás- berg Þorleifsson þrjú vítaskot til að jafna metin. Hann setti þau öll nið- ur og tryggði Borgnesingum fram- lengingu. skallagrímur byrjaði framleng- inguna á þriggja stiga körfu en heimamenn skoruðu næstu sjö stig- in. Borgnesingar svöruðu fyrir sig og komust stigi yfir þegar sjö sek- úndur lifðu leiks. En það var næg- ur tími fyrir selfyssinga til að skora síðustu þrjú stigin í leiknum. Þeir fóru því með tveggja stiga sigur af hólmi, 82-80. Kenneth simms skoraði 27 stig og tók 13 fráköst í liði skallagríms. Davíð Guðmundsson var með 18 stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson skoraði ellefu stig og tók sjö frá- köst, Kristján Örn Ómarsson skor- aði ellefu stig og tók níu fráköst, Marinó Þór Pálmason var með fjögur stig og sex fráköst og þeir Isaiah Coddon, Kristófer Gíslason og Arnar smári Bjarnason skoruðu þrjú stig hver. Christian Cunningham var at- kvæðamestur selfyssinga. Hann skoraði 24 stig og reif niður 22 frá- köst. Arnór Bjarki Eyþórsson skor- aði 16 stig og tók fimm fráköst og Kristijan Vladovic skoraði tólf stig og tók fimm fráköst. skallagrímur situr í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum meira en sindri og snæfell í sætunum fyrir neðan en tíu stig- um á eftir liði selfyssinga. Borgnes- ingar mættu Vestra á útivelli í gær- kvöldi, þriðjudaginn 3. mars, en sá leikur var ekki hafinn þegar skessu- horn fór í prentun. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagríur. sigurður Þór sigursteinsson hef- ur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnu- félags ÍA, en hann hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. „Mér bauðst tækifæri til að fara aftur inn á þann starfsvettvang sem ég er menntaður í, í heilbrigðisgeir- ann,“ segir sigurður í samtali við skessuhorn, en hann er iðjuþjálfi að mennt. „Ég mun fara að starfa sem iðjuþjálfi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og starfa bæði í heilsu- gæslunni og á endurhæfingunni við að móta nýtt starf,“ segir hann. „Ég hef starfað við endurhæfingu í 20 ár á mismunandi stöðum og hef einnig starfað sem sjúkraflutninga- maður á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands síðastliðin 18 ár, þannig að þegar tækifærið til að komast alveg inn á HVE kom þá greip ég það,“ segir sigurður, sem kveðst ganga sáttur frá borði hjá knattspyrnu- félagi ÍA. „Þetta er búinn að vera frábær tími með góðu fólki í kring- um mig og mikið búið að gerast á þessum tíma,“ segir hann. starfið hefur verið auglýst en hann kveðst ekki geta svarað því hvenær nýr framkvæmdastjóri tek- ur við. Það fari eftir því hvenær sá sem ráðinn verður til starfsins get- ur byrjað, en sigurður mun starfa áfram þangað til. kgk ÍA mátti játa sig sigrað gegn Val B, þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Töluvert mikið var skorað eins og svo oft í leikjum ÍA í vetur. Þeg- ar lokaflautan gall höfðu heima- menn í Val þó skorað heldur meira, eða 117 stig gegn 99 stigum ÍA og máttu skagamenn því sætta sig við tap í leiknum. ÍA situr í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eft- ir Njarðvík B en með fjögurra stiga forskot á Leikni R. í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur ÍA er útileikur gegn ÍR B. Hann verður spilaður sunnudaginn 8. mars næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Skagamenn sigraðir Feðgarnir Sigurður Þorsteinn Guðmundsson og Matthías Leó Sigurðsson. Pabbinn stóð uppi sem sigurvegari að þessu sinni en sonurinn hafnaði í fjórða sæti. Ljósm. Jónína Björg Magnúsdóttir. Feðgar gerðu það gott á Íslandsmótinu Sigurður Þór Sigursteinsson (t.v.) ásamt Magnúsi Guðmundssyni, formanni KFÍA, þegar sá fyrrnefndi var ráðinn framkvæmdastjóri árið 2018. Ljósm. úr safni/ KFÍA. Sigurður hættir hjá KFÍA Birgir Leifur áfram hjá Leyni Hársbreidd frá sigri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.