Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202016 „Ég sannast sagna átti ekki von á öðru en að þetta yrði bara ósköp venjulegur dagur í vinnunni, reynd- ar laugardagur og því góður stubb- ur sem við vinnufélagarnir áttum von á í launaumslagið. Ég var á þessum tíma að læra vélvirkjun og á samningi hjá Þorgeiri og Ellert hér í slippnum á Akranesi. Við höfð- um verið að vinna á millidekkinu um borð í Elliða GK sem lá í Akra- neshöfn, en fórum í morgunkaffi klukkan hálf tíu. Ég og Jói Hregg vinnufélagi minn vorum komn- ir aftur um borð í skipið og ætluð- um að fara að rafsjóða. Um leið og fyrsti neistinn af rafsuðunni hrökk klukkan 10:01 varð ægileg spreng- ing og ég man ekkert meir.“ Þannig lýsir Alfreð Rúnar Guðjónsson at- viki sem gerðist að morgni laugar- dagsins 12. apríl árið 1997. spreng- ingin um borð í Elliða bergmálaði um allt Akranes. Hvellurinn var gríðarlegur. „Eðlilega átti maður ekki von á að dagurinn myndi fara svona, maður lenti í sprengingu, yrði sóttur með þyrlu yfir Faxafló- ann og lægi svo eins og grillaður kjúklingur milli heims og helju á sjúkrahúsi í margar vikur. Vera svo í hjólastól í heilt ár á eftir og þurfa að læra allt upp á nýtt. En þetta var bara raunin, það varð bara að tak- ast á við þetta. Eftir að ég vaknaði úr rotinu á ellefta degi eftir spren- inguna var það fyrsta sem ég taut- aði að segja sjúkraliðanum sem var að hlúa að mér að þegja! Hún var að segja eitthvað leiðinlegt sem mér líkaði ekki og auðvitað var hugur- inn ekki skýr og hugsunin ekki al- veg upp á tíu eftir að vera búinn að liggja í dái hálft vorið. En þessi nei- kvæðu viðbrögð voru engu að síð- ur fyrstu jákvæðu merkin um bata hjá mér, en þau áttu eftir að verða fleiri. Fyrir þetta á maður að þakka. Það gat nefnilega alveg eins farið þannig að ég vaknaði bara alls ekk- ert aftur, eða þá að maður yrði bara kex það sem eftir lifði,“ segir Alfreð Rúnar, eða Alli eins og hann er allt- af kallaður. Vinnan er besta meðalið Blaðamaður skessuhorns settist niður með Alla og móður hans Ástu salbjörgu Alfreðsdóttur á fallegu síðdegi í liðinni viku. saman rifj- um við upp slysið um borð í Elliða GK, áverkana, bataferlið og hvern- ig Alli var fljótt staðfastur í að taka að nýju eins virkan þátt í lífinu og kostur væri. „Það hefur reynst mér best að láta eins og slysið hafi aldrei átt sér stað,“ segir hann. Í dag er hann giftur og tveggja barna fað- ir á Akranesi. Vinnur fullan vinnu- dag í slippnum á Akranesi til að sjá sér og sínum farborða. Hann segist engu að síður hafa fengið mat um að hann væri 75% öryrki og gæti því ef hann kysi svo hætt að vinna og lifað á bótum. „En ég bara vil það ekki. Veistu, mér finnst það nauðsynlegur hluti af minni endur- hæfingu að hreyfa mig mikið. Það bætir bæði líkamlega og andlega heilsu. Ég held að ég gangi þetta 10-12 kílómetra á dag í vinnunni og líkar það vel,“ segir Alli. Með bíladellu og í boltanum Alfreð Rúnar er fæddur 23. apríl 1976. Hann var tápmikill ungur maður, rétt tæplega 21 árs, þegar hann lenti í sprengingunni. For- eldrar hans eru Guðjón Pétursson bifvélavirki og Ásta salbjörg Al- freðsdóttir. systkini Alla eru sal- björg Ósk leikskólakennari, Gísli Björn sem býr í Reykjavík og Pét- ur Þór rafvirki á Akranesi. Auk þess á Alli stjúpsystkinin Björn, Vig- dísi og söru Björg. Fyrstu árin bjó hann á Akranesi en frá þriggja til sextán ára aldurs með móður sinni í Borgarnesi, en flutti aftur á Akra- nes 1992 og fór að læra vélvirkjun í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þá bjó hann hjá pabba sínum og Maríu konu hans. Hann segist vera skaga- maður í húð og hár, vill hvergi ann- ars staðar vera, styður ÍA með ráð- um og dáð og er auk þess dyggur stuðningsmaður Manchester Uni- ted í enska boltanum. Hann hefur ólæknandi bíladellu en sem ung- lingur var hann í sveit á sumrin. Í tvö sumur í Múlakoti í Lundar- reykjadal og þrjú sumur á síðu- múlaveggjum í Hvítársíðu. „Það var frábært að vera í sveit, taka þátt í störfunum og kynnast lífinu þar. svo fór ég í fjölbraut og var að læra vélvirkjun hjá Þ&E þegar sprengi- dagurinn varð í mínu lífi.“ Höfuðhöggið alvarlegast Aðspurður um ástæðu þess að sprengingin varð í skipinu segir Alli að rekja megi það til gasleka. Á hæðinni fyrir neðan í skipinu höfðu menn verið að vinna með logsuðu- tæki áður en þeir fóru í morgun- kaffi. Gas hafði á meðan lekið út og safnast fyrir í rýminu. Það or- sakaði svo sprenginguna þegar Alli setti rafsuðuvélina í gang og fyrsti neistinn flaug. Í frétt í fjöl- miðlum daginn eftir slysið sagði að maðurinn sem slasaðist meira í sprengingunni, það er að segja Alli, hafi verið með alvarleg brunasár á höfði, fótleggjum og víðar á líkam- anum. Þá hafi hann fengið mikið höfuðhögg og heilahristing. „Fyrst höfðu menn mestar áhyggjur af brunasárunum sem Alli hlaut. Þau voru hins vegar smávægileg í sam- anburði við höfuðhöggið og þann skaða sem hann hlaut á framheila við að þeytast upp í loftið á skip- inu,“ segir Ásta salbjörg mamma hans. Alli rifjar það upp að í einu læknaviðtalinu eftir að bataferlið hófst, hafi pabbi hans spurt lækn- inn hvort hann þyrfti að fara í bíl- prófið aftur. Læknirinn svaraði að bragði að hann gæti aldrei aft- ur keyrt bíl. „Þeir urðu því undr- andi læknarnir seinna þegar við sögðum þeim að við værum bún- ir að vera í æfingaakstri fyrir utan Akranes. Eftir þetta átti ég eft- ir að fara í ökuleiknismat hjá Villa Gísla og ég rúllaði því upp,“ rifj- ar Alli upp. síðan hefur hann keyrt og margir þekkja hann af sérnúm- erinu E-299. Lenti í gassprengingu og var lengi vart hugað líf Stundar í dag fulla vinnu og sér fjölskyldunni farborða Alfreð Rúnar Guðjónsson, hér staddur í galleríinu hjá Bjarna Þór. Alli og Arndís Rós giftu sig hjá sýslumanni síðasta haust. Hér eru þau á sýsluskrifstofunni ásamt sonum þeirra, Agli Þór sjö ára og Birni Snæ fjögurra ára. „Besta ráðið til að halda heilsu er að vinna. Hér er Alli við vinnu í Slippnum á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.