Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 19 Sameiningar sveitarfélaga Fimmtudaginn 12. mars Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit Kl. 10:00 Opnun ráðstefnu Eggert Kjartansson, formaður SSV Kl. 10:10 Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra Kl. 10:30 Hver er reynslan af sameiningum sveitarfélaga? Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands og íbúi í Snæfellsbæ Umræður Kl. 11:30 Verða jaðarbyggðir útundan í sameinuðum sveitarfélögum, er hægt að sporna við því? Grétar Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótdalshéraði Umræður Kl. 12:30 Hádegisverður Kl. 13:15 Hvers má vænta að áhrif af sameiningum verði fyrir sveitarstjórnarstigið? Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við Háskóla Íslands Laufey Skúladóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV og lektor við Háskólann á Akureyri Umræður Kl. 15:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Guðveig Eyglóardóttir, varaformaður SSV Eyrarrósin, viðurkenning fyr- ir framúrskarandi menningarverk- efni utan höfuðborgarsvæðisins, var veitt í sextánda sinn við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum í síð- ustu viku. Verðlaunin komu í hlut skjaldborgar – Hátíðar íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði. Aðstandendur hátíðarinnar voru að vonum hæstánægðir þegar þær tóku á móti viðurkenningunni og verðlaunafé, enda í þriðja sinn sem hátíðin kemst á Eyrarrósarlistann. Alls bárust 25 umsóknir um Eyr- arrósina 2020 hvaðanæva af landinu og voru sex verkefni valin á Eyrar- rósarlistann í ár. Það voru Júlíana – hátíð sögu og bóka í stykkishólmi, Kakalaskáli í skagafirði, menning- arstarf í Alþýðuhúsinu á siglufirði, Plan B Art Festival í Borgarnesi, Reykholtshátíð í Borgarfirði, auk skjaldborgar á Patreksfirði. Í umsögn dómnefndar segir: „skjaldborg - hátíð íslenskra heim- ildamynda er kraftmikil uppskeru- hátíð heimildamyndafólks og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslensk- ar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyr- ir þróun og miðlun íslenskrar heim- ildamyndagerðar. Auk frumsýninga eru á dagskrá vinnustofur, hliðar- dagskrá og skemmtanahald sem setur mikinn svip á Patreksfjörð á meðan á hátíðinni varir.“ mm Breyta á húsaleigulögum með það fyrir augum að styrkja verulega stöðu leigjenda hér á landi og gera veru á leigumarkaði að fýsilegum kosti fyrir fólk til langs tíma. Breyt- ingarnar voru kynntar á opnum fundi í Húsnæðis- og mannvirkj- astofnun síðastliðinn mánudag. Á fundinum kom fram að leigumark- aðurinn á Íslandi stækkaði um 70% á árunum eftir hrun og voru þeir sem færðust yfir á leigumarkaðinn að stærstum hluta fólk með lágar tekjur. Á sama tíma hækkaði leiga á stuttum tíma um 45%. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, sagði fyrirhugað- ar breytingar á húsaleigulögunum eigi að stuðla að langtímaleigu og koma í veg fyrir óeðlilegar hækkan- ir á leiguverði. Ásmundur minntist á það í erindi sínu að 22% leigjenda greiði meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu eða alls átta þús- und heimili. samkvæmt alþjóðleg- um viðmiðum telst húsnæðiskostn- aður íþyngjandi fari hann umfram 40% af ráðstöfunartekjum. „Þetta segir okkur að leigjendur eru að upplifa mikið óöryggi þegar kemur að þessari grundvallarundirstöðu í lífinu, að hafa þak yfir höfuðið og eru ekki að upplifa leigumarkaðinn sem raunverulegan valkost um bú- setuform. Við þessu verðum við að bregðast,“ sagði Ásmundur og bætti við að stjórnvöldum bæri skylda til að aðstoða tekjulægstu hópana á húsnæðismarkaði. Í þeim breytingum sem gerðar verða á húsaleigulögunum felst m.a. að stuðlað verði að því að oftar séu gerðir ótímabundnir samningar um leigu íbúðarhúsnæðis. Flestir leigu- samningar hér á landi eru gerðir til skamms tíma en meðallengd þeirra er einungis fjórtán mánuðir. Ótíma- bundnir samningar eru einungis um 3% leigusamninga í dag. Þá kveð- ur frumvarpið á um að leigjendur skuli njóta forgangsréttar á áfram- haldandi leigu þess húsnæðis sem þeir búi í. Tekin verður upp skrán- ingarskylda leigusamninga en hún stuðlar að bættri samningsstöðu leigjenda og sanngjarnri ákvörð- un leigufjárhæðar. Fyrirmyndin er m.a. skráningarskylda heimagist- ingar eins og Airbnb, sem tekin var upp fyrir nokkrum árum og reynst hefur vel. Hægt verði að fletta upp á netinu meðalverði og meðallengd leigusamninga á ólíkum svæðum og hverfum. Þá mun skráningin skapa bætta umgjörð og skipulag á leigu- markaðnum í heild. Til stendur að þrengja skilyrðin sem eru í núgildandi lögum fyr- ir einhliða hækkun á húsaleigu en hækkanir á leiguverði hafa verið miklar og örar, sem hefur skapað leigjendum óöryggi. Til að skera úr um ágreiningsefni verður boðið upp á sérstaka sáttamiðlun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun- ar (HMs) fyrir leigjendur og leigu- sala. mm Kynntu úrræði sem bæta eiga stöðu leigjenda Ásmundur Einar Daðason sagði að stjórnvöldum bæri skylda til að aðstoða tekjulægstu hópana á húsnæðismarkaði. Verðlaunahafar á Bessastöðum. Heimildamyndahátíðin Skjaldborg hlaut Eyrarrósina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.