Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 20206 Aðgerð lögreglu HVALFJ: Viðamikil aðgerð sérsveitar og almennrar lög- reglu var í Hvalfjarðargöng- unum síðastliðinn laugar- dardagsmorgun. Þá voru alls fimm manns, fjórir karlar og ein kona, handtekin og úr- skurðuð í gæsluvarðhald til 13. mars í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á fíkniefnamáli. Fólk- ið var handtekið í og við Hval- fjarðargöngin og hald var lagt á talsvert magn af fíkniefn- um. Umferð var stöðvuð um göngin á meðan á aðgerðun- um stóð. Fólkið er á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. -mm Umferðarmál áberandi VESTURLAND: Einu sinni sem oftar voru umferðarmál áberandi í verkefnum Lög- reglunnar á Vesturlandi í vik- unni sem leið. Einn var sekt- aður fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn og enn fremur kom í ljós við athugun lög- reglu að vinstra afturdekk bílsins var rennislétt. samtals á viðkomandi yfir höfði sér 40 þús. króna sekt. Fjölmargir voru sektaðir fyrir að aka ekki með ljósabúnaðinn tendraðan, einkum var mikið bókað um ljósleysi í Borgarnesi, að sögn lögreglu. Keyrt var á umferð- armerki á vegamótum stykkis- hólmsvegar og skógarstrand- arvegar á sunnudaginn. Tölu- vert mikið var um hraðakstur í vikunni, eins og svo oft áður og nokkrir voru sektaðir fyr- ir að leggja bifreiðum sínum á móti akstursstefnu. Ölvaður maður átti í erfiðleikum með að halda sér á fótunum fyrir utan Dússabar í Borgarnesi í vikunni og var honum komið til síns heima. -kgk Stakk af á hlaupum BORGARBYGGÐ: Lögregla stöðvaði för ökumanns í Borg- arnesi við almennt umferðar- eftirlit um áttaleytið á föstu- dagskvöld. Þegar lögregla ætl- aði að kanna með ástand öku- manns tók hann á rás á hlaup- um og hvarf lögreglu sjón- um við Nettó. seinna kom í ljós að maðurinn var í samfloti með manni á öðrum bíl. sá var stöðvaður á suðurleið af vega- eftirlitsbíl lögreglu. Þá fannst maðurinn úr fyrri bílnum í far- angusgeymslu þess síðari. Var hann handtekinn og við örygg- isleit kom í ljós að hann hafði hvítt efni í buxnavasa sínum. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, en neysla efna hefur verið staðfest og vörslu og meðferð fíkniefna. sömuleiðis fyrir að aka svipt- ur ökuréttindum öðru sinni og á hann yfir höfði sér háa fjár- sekt vegna þess. Hinn ökumað- urinn á yfir höfði sér sekt fyrir að aka með farþega í farangurs- geymslu bifreiðar. seinna, eftir að fyrri ökumaðurinn hafði ver- ið látinn laus úr haldi, var bókað að hann hefði verið aðstoðaður við að leita að bíllyklum sínum, sem hann týndi á hlaupunum þegar hann reyndi að flýja lag- anna verði. -kgk Velti við að sinna barni BORGARBYGGÐ: Ökumað- ur missti stjórn á bifreið sinni á sunnanverðri Holtavörðu- heiði síðdegis á þriðjudaginn í síðustu viku. Ökumaður var að sinna barni sem sat í bílstól í aft- ursæti þegar óhappið varð. Bíll- inn lenti á vegriði og valt. Lög- regla segir mildi að engin slys hafi orðið á fólki. Ökumanni og barni var ekið í Borgarnes að eigin ósk. Bifreiðin er mikið skemmd og þurfti að fjarlægja hana með kranabíl. -kgk Árekstur við Bauluna BORGARBYGGÐ: Árekst- ur varð á gatnamótum Vestur- landsvegar og Borgarfjarðar- brautar laust eftir kl. 16:00 á laugardaginn. Engin slys urðu á fólki. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að fjarlægja báða bílana af vettvangi og leggja þeim við verslun Baul- unnar. Ökumaður kvaðst hafa ekið eftir Vesturlandsvegi á um 60 km/klst., þar sem aðstæður hafi verið erfiðar, þegar bíl hafi verið ekið í veg fyrir hann af Borgarfjarðarbraut. Bílarnir eru ekki mikið skemmdir, að sögn lögreglu, en eitthvað þó. -kgk Ljóslaus og dópaður AKRANES: Lögregla stöðv- aði för ökumanns á Akranesi að kvöldi sunnudags, grunaðan um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Auk þess var notk- un ljósabúnaðar bifreiðarinnar ábótavant við aksturinn. strok- próf sem framkvæmt var á vett- vangi gaf jákvæða svörun á neyslu og viðurkenndi maður- inn að hafa neytt kókaíns fyrr um daginn. Ökumaðurinn var handtekinn, færður á lögreglu- stöðina á Akranesi og gert að gefa blóðsýni. -kgk Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í síðustu viku ályktun sem snýr að orkufrekum iðnaði hér á landi og framgöngu Landsvirkj- unar í samskiptum við stóriðjufyr- irtæki. Þar segir í upphafi: „Í ágúst- mánuði síðasta árs sendu sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar og bæjar- stjórn Akraness sameiginlega frá sér áskorun til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orku- sækins iðnaðar, þar sem vakin var athygli ríkisstjórnarinnar á því að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun, hefði í krafti yfirburðastöðu í raforkusölu á stórnotendamarkaði knúið fram mjög miklar hækkanir á raforku- verði til orkusækins iðnaðar sem leitt gæti til verulegs samdráttar í starfsemi stórfyrirtækja á Grund- artanga með tilheyrandi fækkun starfa. Þar væri einvörðungu hugs- að um að hámarka arðsemi Lands- virkjunar en ekki að horft til heild- arhagsmuna þjóðarinnar.“ Í kjölfar áskorunar sveitarfélag- anna ákvað Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra að láta kanna samkeppnishæfni orkusækins iðnaðar fyrsta sinni á Íslandi og færir bæjarráð ráðherra þakkir fyrir það. „Nú hafa fleiri fyr- irtæki í orkusæknum iðnaði stig- ið fram og vakið athygli á þessari stefnu Landsvirkjunar og alvar- legum afleiðingum hennar fyrir rekstur fyrirtækjanna og framtíð- arfjárfestingar á Íslandi og lýst því yfir að komið gæti til þess að fyrir- tækin hætti starfsemi á Íslandi sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir at- vinnu fjölmargra starfsmanna og ís- lenskt þjóðarbú. samtök iðnaðarins hafa einnig vakið athygli á þeirri stöðu sem uppi er.“ Þá segir í álykt- un bæjarráðs að forstjóri Lands- virkjunar hafi komið fram í öllum helstu fjölmiðlum landsins og varið stefnu Landsvirkjunar með óvenju- mikilli hörku. „Bæjarráð harmar að forstjórinn skuli í málflutningi sínum reyna að tortryggja erlent eignarhald orkusækinna iðnfyrir- tækja sem og innri viðskipti þeirra og reyni að mála þá mynd að hags- munir fyrirtækjanna og hagsmuna- samtaka þeirra fari ekki saman með hagsmunum íslensku þjóðarinnar.“ Að lokum segir í ályktun bæjar- ráðs Akraness: „stjórn Landsvirkj- unar ber alla ábyrgð á stefnu fyrir- tækisins og framgöngu forstjórans og því kallar bæjarráð eftir því að stjórnarmenn Landsvirkjunar, og þá sérstaklega stjórnarformaðurinn Jónas Þór Guðmundsson, stígi fram úr skugga forstjórans og útskýri fyrir íslensku þjóðinni hvert stjórn Landsvirkjunar sæki umboð sitt til að ganga fram með þessum hætti ásamt því að skýra opinberlega frá því hver stefna Landsvirkjunar er í málefnum orkusækins iðnaðar og hvernig hún samræmist leiðarljós- um fyrirhugaðrar orkustefnu um: Að hámarka samfélagslegan ávinn- ing af nýtingu orku, styðja við at- vinnustefnu í samspili við lykilat- vinnugreinar og styðja við byggða- stefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma. Einnig kallar bæjarráð eftir aðkomu samkeppniseftirlits- ins til að kanna og meta samkeppn- isumhverfi í sölu á raforku til orku- sækins iðnaðar og skýra þær leik- reglur sem þar gilda.“ mm Vilja vita hvort stjórn Landsvirkjunar styðji aðgerðir forstjórans Gunnar Þorgeirsson garðyrkju- bóndi í Ártanga í Grímsnesi var í gær kosinn nýr formaður stjórnar Bændasamtaka Íslands. Í kosningu á búnaðarþingi fékk hann 29 atkvæði á móti 21 atkvæði sem sitjandi for- maður, Guðrún s. Tryggvadóttir hlaut. Tveir skiluðu auðu. Í kjölfar formannskjörs var kosið til stjórnar BÍ. Eftirtaldir hlutu kosningu í stjórn: Oddný steina Valsdóttir Butru í Fljótshlíð, Halldóra Krist- ín Hauksdóttir Græneggjum ehf. í svalbarðsstrandarhreppi, Halla Ei- ríksdóttir Hákonarstöðum á Jökul- dal og Hermann Ingi Gunnarssom Klauf í Eyjafirði. Þess má geta að þrír fyrrverandi stjórnarmenn, þau Guðrún Lárusdóttir, Einar Ófeigur Björnsson og Eiríkur Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðrir stjórnarmenn hlutu ekki endurkosningu og tekur því ný stjórn við. Þess má geta að slagorð búnaðarþings var: „stönd- um þétt saman!“ Varamenn í stjórn BÍ verða: Guð- mundur svavarsson, Gunnar Kr. Eiríksson, Jóna Björg Hlöðvers- dótttir, Ingvar Björnsson og Guð- finna Harpa Árnadóttir. mm Ný stjórn Bændasamtaka Íslands. Halla Eiríksdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Oddný Steina Valsdóttir og Halldóra Kristín Hauks- dóttir. Ljósm. Hörður Kristjánsson. Bændahallarbylting

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.