Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 21 Leikdeild skallagríms frumsýnir leikritið Bót og betrun eftir Micha- el Cooney næstkomandi sunnudag, 8. mars, í félagsheimilinu Lyng- brekku. Um er að ræða farsakennd- an gamanleik sem fjallar um mann sem missir vinnuna sína. Til að afla sér peninga byrjar hann að svíkja fé út úr félagsmálakerfinu og leið- ir það til alls konar misskilnings og vandræða fyrir hann. Að sögn Kristbjörns steinarssonar, for- manns Leikdeildar skallagríms, er þetta sýning sem fólk ætti að geta hlegið yfir. „Við völdum að sýna þetta leikrit því það er mjög fynd- ið og skemmtilegt,“ segir Krist- björn. Ármann Guðmundsson fer með leikstjórn, en hann þekkja ef- laust margir sem einn af Ljótu hálf- vitunum. Að sögn Kristbjörns ganga æf- ingar vel og hvetur hann alla til að kíkja á þetta skemmtilega leik- rit. „Við verðum með allavega átta sýningar en sýningatímabilið er frekar stutt, við munum sýna mjög þétt,“ segir hann. Búið er að opna fyrir miðapantanir, bæði í síma 846-2293 og á netfangið leikdeild- skalla@gmail.com. arg. Ljósm. aðsendar. Frá því er greint á heimasíðu Ráð- gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is, að á fagfundi sauðfjárrækt- arinnar sem haldinn var síðastliðinn föstudag veittu sæðingastöðvarnar farandgripi sína. Þetta árið var það Hestbúið sem hlaut viðurkenningu fyrir Durt 16-994 frá Hesti sem var útnefndur besti lambafaðirinn og byggir það mat á niðurstöðum haustsins 2019. Þá hlutu þau sig- fús og Lilja, bændur á Borgarfelli í skaftártungu, viðurkenningu fyr- ir Klett 13-962 frá Borgarfelli sem mesta kynbótahrútinn 2020. Val- ið á mesta kynbótahrútnum bygg- ir á alhliða reynslu og er krafa um að tveggja ára reynsla sé kominn á dætur tilkomnar í gegnum sæðing- ar. sauðfjárræktarráðunautar RML velja þessa gripi og veita þeim um- sagnir. Nánar á rml.is. mm Frumsýning verður næsta sunnudag. Frumsýna Bót og betrun á sunnudaginn Frá æfingu á leikritinu Bót og betrun. Klettur frá Borgarfelli. Klettur og Durtur afburða hrútar Durtur frá Hesti í Borgarfirði. Hettupeysur fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110 Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira er enginn sendingarkostnaður! www.smaprent.is 900 kr/stk Verð áður 1.290 kr/stk 1.290 kr/stk 1.500 kr/stk Verð áður 2.990 kr/stk 990 kr/stk 400 kr/stk Verð áður 1.990 kr/stk 1.990 kr/stk 1.490 kr/stk Elís� w w w .s m ap re n t. is TI LB O Ð SH O R N Við sendum út um alLt LAND!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.