Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202022 Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vinnur nú að uppsetningu á leikritinu Dýrin í Hálsaskógi. Æfingar eru nú í fullum gangi en frumsýning verður sunnudaginn 15. mars næstkomandi í Bíóhöll- inni á Akranesi. Að sögn Garðars snæs Bragasonar, formanns leik- listarklúbbsins, ganga æfingar mjög vel. „Þetta er hörku leikhópur sem kemur að þessu og þetta er allt að smella. Við erum bara að fínstilla verkið núna og leggja lokahönd á þetta. Leikmyndin er næstum til- búin en við erum með frekar ein- falda leikmynd og leggjum áherlu á mikið ljósashow,“ segir Garðar. Flestir þekkja leikritið Dýrin í Hálsaskógi og hafa margir séð aðr- ar uppsetningar af sýningunni. Að- spurður segir Garðar þessa sýningu nokkuð hefðbundna en tónlistin er nokkuð frábrugðin. Tónlistin spilar mikilvægan part af sýningunni en í þessari uppsetningu verður ekki sinfóníutónlist eins og oft er. „Við verðum með gítar, bassa, trommur og reyndar líka þverflautu,“ seg- ir Garðar. Leikstjórn er í höndum Gunnars Björns Guðmundssonar, en þetta er þriðja sýningin í röð á vegum Leiklistarklúbbs NFFA sem hann stýrir. Eðvarð Lárusson, kenn- ari við Tónlistarskóla Akraness, sér um að stýra tónlistinni í samvinnu við Elfu Margréti sem sér um söng- inn. Aðspurður segir Garðar sýn- inguna í ár vera fjölskyldusýningu sem er sérstaklega miðuð fyrir börn og verða bæði sýningar á kvöldin og að degi til. Búið er að skipuleggja fjórar sýn- ingar en þeim verður fjölgað ef eft- irspurn verður mikil. Miðasala mun fljótlega fara af stað og verður hægt að kaupa miða á Tix.is. arg Björgvin Hólm Hagalínsson á Akranesi sá í síðasta skessuhorni mynd af Bjarna skúla Ketilssyni myndlistarmanni, þar sem hann var staddur við opnun mynlist- arsýningar sinnar í gamla Iðn- skólanum á Akranesi. Baski mál- aði veisluborð með öllum helstu íslensku hnallþórunum og stillti upp fyrir framan verkið borði með samskonar hnallþórum og kallaði verkið; „Fyrirgefið þetta lítilræði,“ í orðastað gömlu hús- mæðranna. Björgvin orti af því tilefni: Hnallþóruborðið hans Basta er lyst, bragðgott og holt fyrir landann. Uppi á veggnum er lifandi list, ljúf fyrir sálina og andann. sigurður Höskuldsson bauð á stofutónleika á heimili sínu í Ólafs- vík um síðustu helgi. Þar bauðst gestum og gangandi að koma við og hlýða á ljúfa tóna, falleg lög og ljóð um fólk, umhverfi og tilfinn- ingar. Auk sigga Hösk, eins og hann er venjulega kallaður, sungu þau Aðalsteinn Kristófersson sem einnig spilaði á gítar og Olga Guð- rún Gunnarsdóttir lög sigga sem og annarra. sveinn Þór Elínbergs- son sá svo um að halda taktinum réttum. Vel var mætt á þessa ljúfu og skemmtilegu tónleika og fullt út úr dyrum á heimili sigga. þa Fyrsta keppniskvöldið í Vestur- landsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg í Borgarnesi á föstudaginn þegar keppt var í fjór- gangi. Í deildinni keppa sex lið sem hvert hefur á að skipa fimm knöp- um en þrír knapar taka þátt í hverri keppnisgrein. Keppt er bæði til A- úrslita og B-úrslita en eins og tíðk- ast nú í mörgum deildum þá ríður sigurvegari B-úrslita ekki til A-úr- slita. Flýtir það fyrirkomulag við framkvæmd mótsins. sigurvegari B-úrslita var sigurð- ur Rúnar Pálsson á Bessa frá Húsa- vík með einkunnina 6,63. Þær Ið- unn svandóttir á sigurrós frá söð- ulsholti og Hrefna María Ómars- dóttir urðu jafnar í 7.-8. sæti með einkunnina 6,47. Það var hins vegar Þórdís Erla Gunnarsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari að loknum A-úrslitum með einkunnina 7,17 en þetta var þeirra fyrsta keppni í fjórgangi innandyra. siguroddur Pétursson varð annar með 7,03 og í þriðja sæti Randi Holaker með 6,83 í einkunn. Jafnir í 4.-5. sætinu urðu þeir Guðmar Þór Pétursson og Haukur Bjarnason. Það voru stelpurnar í slippfélag- inu sem voru stigahæsta lið kvölds- ins en úr því liði komust allir knap- ar í úrslit; þær Þórdís Erla, Hrefna María og Iðunn silja. Næsta mót í Vesturlandsdeildinni er 13. mars en þá verður keppt í slaktaumatölti. A-úrslit 1. Þórdís Erla Gunnarsdótt- ir & Fengur frá Auðsholtshjáleigu; 7,17 2. siguroddur Pétursson & Eyja frá Hrísdal; 7,03 3. Randi Holaker & Þytur frá skáney; 6,83 4. Guðmar Þór Pétursson & Ástarpungur frá staðarhúsum: 6,67 5. Haukur Bjarnason & Ísar frá skáney; 6,67. B-úrslit 1. sigurður R. Pálsson & Bessi frá Húsavík; 6,63 2. Hrefna María Ómarsdóttir & Eva frá Álfhólum; 6,47 3. Iðunn Lilja svansdóttir & sigurrós frá söðulsholti; 6,47 4. Leifur George Gunnarsson & sveðja frá skipaskaga; 6,40 5. Linda Rún Pétursdótttir & Baltasar frá Korpu; 6,30 6. Berglind Ragnarsdóttir & smyrill frá Vorsabæ II; 6,30. mm/iss Frá æfingu í byrjun febrúar. Ljósm. aðsend. Dýrin í Hálsaskógi á leið í Bíóhöllina Siggi Hösk bauð til stofutónleika Sendir Baska kveðju Stelpurnar í Slippfélaginu hæstar eftir fyrsta kvöld Vesturlandsdeildarinnar Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Fengur frá Auðholtshjáleigu urðu hæst í A úrslitum með einkunnina 7,17. Stelpurnar í Slippfélaginu voru stigahæsta lið kvöldsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.